24 stundir - 22.01.2008, Síða 10

24 stundir - 22.01.2008, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir „Ég lít til seinni umferðarinnar með mikilli bjartsýni,“ sagði Tadic. Þátttaka í kosningunum þykir óvenjugóð, en hún var um 61%. Telja stjórnmálaskýrendur þetta sýna að þjóðin líti sem svo á að kosið sé um þá stefnu sem landið taki í framtíðinni: hvort það halli sér frekar upp að Evrópusamband- inu í vestri eða Rússlandi í austri. Deila ekki um Kósóvó Bæði Tadic og Nikolic eru mót- fallnir því að Kósóvó hljóti sjálf- stæði undan Serbíu. Báðir benda á mikilvægi héraðsins sem vöggu serbnesku þjóðarinnar og hvorug- ur vill að sín verði minnst sem for- setans sem lét Kósóvó af hendi. Þó hefur Nikolic kveðið fastar að Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Fyrsta umferð forsetakosninga fór fram í Serbíu á sunnudag. Sigur- vegari kosninganna var þjóðernis- sinninn Tomislav Nikolic, með nærri 40% greiddra atkvæða. Fast á hæla hans kom umbótasinninn Boris Tadic, með rúm 35% at- kvæða. Aðrir frambjóðendur kom- ast ekki í aðra umferð kosning- anna, sem fer fram 3. febrúar næstkomandi. Báðir frambjóðendurnir fögn- uðu árangri sínum. „Við höfum opnað leið til sigurs í seinni umferð kosninganna. Breytingar hafa aldr- ei verið jafn skammt undan. Ég vil sameina Serbíu,“ sagði Nikolic. orði, en hann hefur mælst til þess að hervaldi verði beitt, sækist Kó- sóvó eftir sjálfstæði. Tadic hefur sagt að Kósóvó sé best borgið innan Serbíu, og Serbíu innan Evrópu- sambandsins. Nikolic neitar því að hann sé einangrunarsinni og stríðsæsinga- maður. Hefur hann hvatt til þess að Serbía nýti sér stöðu sína – mitt á milli vesturs og austurs. „Serbía kaus í dag bæði Evrópu og Rússland,“ sagði hann í viðtali á sunnudag. „Sem stendur er leiðin til Rússlands greiðari, og ég mun opna leiðina til Evrópusambands- ins.“ Hörð barátta framundan Talið er að fylgismenn þeirra frambjóðenda sem helst hafa úr lestinni muni dreifa sér nokkuð jafnt á þá Nikolic og Tadic. Úrslit kosninganna í febrúar gætu því far- ið eftir því hvernig þeir ná að höfða til óháðra kjósenda. Í seinni hluta kosningabarátt- unnar er því líklegt að helstu mál- efni verði aukin lífskjör og fleiri störf, auk þess sem fast verður haldið í að Kósóvó sé enn hluti Serbíu. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á 24@24stundir.is Bæði Evrópa og Rússland  Þjóðernissinni vann fyrstu umferð forsetakosninga í Serbíu Forsetaefnin Veggspjöld Nikolic og Tadic kallast á ➤ Tomislav Nikolic er núverandiforseti Serbíu og formaður Lýðræðisflokksins. Hann hef- ur stýrt landinu í átt til Vest- urlanda, Evrópusambandsins og markaðsumbóta. ➤ Boris Tadic fer fyrir flokki rót-tækra þjóðernissinna á með- an formaðurinn Vojislav Se- selj svarar til saka fyrir stríðsglæpadómstólnum í Haag. FRAMBJÓÐENDURNIR Breskir ökumenn mega eiga von á því að lögregla stöðvi þá af handahófi til að aðgæta hvort þeir séu undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Mun lögregla setja upp eftirlitsstöðvar sólarhring í senn þar sem þeim þykir líklegt að öku- menn séu á ferli undir áhrifum. Breytingarnar hafa verið studdar reynslu ensku og velsku lögregl- unnar fyrir síðustu jól. Þá leiddi 6% aukning á öndunarprófunum á milli ára til umtalsverðrar fækkun- ar á drukknum ökumönnum. Nýju reglurnar hafa verið gagn- rýndar fyrir að beinast að mestu gegn löghlýðnum borgurum. „Enn og aftur reyna þeir á þolrif bresks almennings, þegar þeir ættu frekar að einbeita sér að minni- hlutanum sem er langt yfir leyfileg- um mörkum,“ segir John Spellar, fyrrum samgönguráðherra. aij Bretland berst gegn stútum undir stýri Leggja gildrur fyrir drukkna ökumenn Franski orkurisinn EDF hefur hug á að reisa nýjan kjarnakljúf við Sellafield. Breskt undirfyr- irtæki samsteypunnar hefur farið fremst í hópi þeirra sem þrýst hafa á bresk stjórn- völd að endur- skoða afstöðu sína til kjarnorku. Rík- isstjórnin hefur gefið grænt ljós á byggingu nýrra kjarnorkuvera, en nokkra mánuði getur tekið að koma löggjöfinni í gegnum þingið. Starfsemi í Sellafield hefur minnkað á undanförnum árum. Komi ekki til nýjar fjárfestingar á næstu árum, er talið að um 8.000 störf muni fara forgörðum. aij Orkuframleiðendur Líta Sellafield hýru auga Fjórar sprengjur skóku konungs- ríkið Bútan á sunnudag. Einn særðist og minniháttar skemmdir urðu á byggingum. Telur lögregla að nepalskir and- spyrnuhópar standi að baki árás- unum. Hefur fólki af nepölskum uppruna verið gert erfitt fyrir að taka þátt í kosningum sem fara munu fram í mars – hinum fyrstu í sögu landsins. aij Bútan í Himalajafjöllum Sprengja fyrir kosningar Borgin er full af Vildarpunktum safnaðu þeim með því að setja fasteignagjöldin á VISA Þeir korthafar sem hafa áhuga á að greiða fasteignagjöld sín hjá Reykjavíkurborg með VISA Boðgreiðslum geta skráð sig í Rafrænni Reykjavík á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is, hringt í síma 4 11 11 11 og einnig er hægt að skrá fasteignagjöldin á www.valitor.is/visabod

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.