24 stundir - 22.01.2008, Side 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR 2008 24stundir
Draupningsgata 7,m
603 Akureyri
S: 462 - 6600
polyak@simnet.is
WWW.SVAR.IS - SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000
Acer Aspire 5720Z
Intel Core 2 Duo, 2GB vinnsluminni,
80 GB harður diskur
69.900-
99.900-VERÐ ÁÐUR:
24stundir
Útgáfufélag:
Ritstjóri:
Fréttastjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Árvakur hf.
Ólafur Þ. Stephensen
Björg Eva Erlendsdóttir
Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir
Þröstur Emilsson
Elín Albertsdóttir
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík
Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711
Netföng: 24stundir@24stundir.is, frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is
Prentun: Landsprent ehf.
24 stundir fjölluðu á laugardaginn um þá sérkennilegu stöðu, sem
Kaupmannasamtök Íslands njóta. Þau eru í raun orðin klúbbur fyrrver-
andi kaupmanna og eins konar fjárfestingarsjóður; ávaxta einhverja tugi
milljóna króna, sem haldið var utan við Samtök verzlunar og þjónustu
þegar þau urðu til fyrir nokkrum árum.
Kaupmannasamtökin láta sjálfsagt sitthvað gott af sér leiða; þau styrkja
til dæmis ýmis góð málefni á sviði verzlunarmenntunar og verzlunarsögu.
En hagsmunabarátta fyrir hönd verzlunarfyrirtækja og fyrirsvar í við-
ræðum við launafólk hefur færzt til Samtaka verzlunarinnar.
Kaupmannasamtökin fá hins vegar áfram hlut í launatengdum gjöld-
um, sem atvinnurekendur borga í svokallaðan félagsheimilasjóð verzl-
unarsamtakanna. Og þau eiga áfram sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verzl-
unarmanna, eins stærsta, fjölmennasta og öflugasta lífeyrissjóðs á
landinu.
Það er ekki sízt síðastnefnda atriðið, sem hinum almenna launamanni
hlýtur að þykja furðulegt. Það hefur oft verið gagnrýnt að sjóðfélagar í líf-
eyrissjóðunum hafi lítil áhrif á stjórn þeirra. Annars vegar eru það stjórnir
stéttarfélaga, sem tilnefna fulltrúa í stjórnir lífeyrissjóða, hins vegar stjórn-
ir samtaka atvinnurekenda. Þetta fyrirkomulag hefur verið réttlætt með
því að það sé þetta fólk, sem semur fyrir hönd sinna félagsmanna um kaup
og kjör, þar meðtalin lífeyrisréttindi.
Hins vegar fer ekki á milli mála að eigendur fjár lífeyrissjóðanna eru
launafólk í landinu, almennir sjóðfélagar. Þeir eru ekki allir í stéttarfélagi.
Sumir eru í stéttarfélagi, en þó ekki því stéttarfélagi, sem á rétt á að skipa
fulltrúa í lífeyrissjóðinn, sem viðkomandi er skyldugur að borga í. Og
fæstir eiga hinir almennu sjóðfélagar aðild að sam-
tökum atvinnurekenda.
Sterkt hagsmunabandalag verkalýðsleiðtoga og at-
vinnurekenda hefur áratugum saman staðið gegn því
að hinn almenni sjóðfélagi fái að kjósa stjórn í lífeyr-
issjóði beint á aðalfundi eða í póstkosningu. Það er út
af fyrir sig ekkert skrýtið, því að í gegnum lífeyrissjóð-
ina hefur þetta hagsmunabandalag mikil völd, m.a. í
fyrirtækjum sem lífeyrissjóðirnir hafa fjárfest í.
Það að klúbbur gamalla kaupmanna skuli í einskis
manns umboði áfram fara með stjórnarsæti í einum
öflugasta lífeyrissjóði landsins, sýnir á dálítið afkára-
legan hátt hvað þetta kerfi er orðið úrelt og á skjön við
raunveruleikann.
Í hvers umboði?
SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST
Haukur Logi Karlsson staðfestir,
að Framsókn hafi keypt föt á
Björn Inga Hrafnsson í síðustu
borgarstjórn-
arkosningum.
Fyrrverandi for-
maður ungra
Framara sá þá
fötin á kosn-
ingaskrifstofu.
Hvorki Björn
Ingi né flokk-
urinn neita stað-
reyndum, veina bara eins og
stungnir grísir. Athyglisvert er, að
vefur DV er málgagn Björns Inga
í málinu. Segir Björn Inga hafa
brugðið „sér hinn rólegasti í
barnaafmæli“. Í stað þess að kífa í
Silfri við Guðjón Ólaf Jónsson
uppljóstrara. DV boðar „víð-
tækar pólitískar afleiðingar,“ …
Jónas Kristjánsson
jonas.is
BLOGGARINN
Framsóknarföt
Ég hef um sinn haft það á til-
finningunni að töluvert stór
hópur í Framsókn, einkum ungt
fólk, sé alvarlega
að pæla í því að
gefa Framsókn
upp á bátinn, en
getur ekki gert
upp við sig hvort
það eigi að fara
alla leið og
ganga yfir í þann
flokk sem í senn
er sóknarflokkur, umburð-
arlyndur einsog enginn veit bet-
ur en ég, og tekur vel á móti
fólki. Björn Ingi og hans fólk á
að ganga í Samfylkinguna, og
það ætti reyndar líka Margrét
Sverrisdóttir að gera.
Við erum vön að taka á móti
fólki, og gerum það vel.
Össur Skarphéðinsson
eyjan.is/goto/ossur
Bingi velkominn
Það vita allir í Framsókn-
arflokknum í Reykjavík að Jón-
ína Bjartmarz og Björn Ingi
náðu ekki sam-
an, en nákvæm-
lega í hverju er
glæpur Björns
gagnvart henni
fólginn?
Og varðandi
Önnu Krist-
insdóttur, – hvert
er málið, annað
en það að Björn vann hana í
prófkjöri, þar sem Önnu tókst
ekki að nýta sér það forskot að
vera borgarfulltrúi og formaður
ÍTR? Þetta er ógeðslegt mál, for-
maður Framsóknarflokksins
kallar þetta „persónulegar deil-
ur“ og að hann „standi með sín-
um mönnum“.
Pétur Gunnarsson
eyjan.is/hux
Ógeðslegt mál
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@24stundir.is
Mikil umræða hefur farið fram á und-
anförnum misserum um mikilvægi
þess að fyllsta öryggis sé gætt við framkvæmdir á
eða við götur og vegi. Reykjanesbrautin kemur
oft við sögu í þessari umræðu, enda er full
ástæða til að gefa ástandinu sem þar hefur verið
gaum. Mikill fjöldi kvartana hefur borist frá fólki
sem fullyrðir að merkingar þar hafi verið ófull-
nægjandi.
Vegagerðin, lögreglan, Reykjavíkurborg og fleiri
aðilar tóku fyrir nokkrum árum saman hefti um
merkingar á vinnusvæðum. Þar eru dæmi um
fjölbreyttar aðstæður og hvernig merkja skuli
hverju sinni. Hins vegar hafa aðstæður breyst frá
því að slíkt hefti kom síðast út, þar á meðal hafa
vegir í auknum mæli verið tvöfaldaðir sem getur
breytt forsendum töluvert. Fyrir liggur að slíkar
leiðbeiningar þurfa að vera síbreytilegar og í
samræmi við breyttar aðstæður.
Það er ástæða til að taka undir það, að merking-
ar hafa verið langt frá því sem eðlilegt er að
krefjast í nútímaumferð. Bæði eru skilti lítil og
stundum erfitt að koma auga á þau og auk þess
koma viðvaranir oft alltof seint, þannig að öku-
menn lenda í vandræðum.
Fyrir liggur að það er hægt að merkja með þeim
hætti að allir geti verið sáttir við fráganginn. Það
hafa menn margoft séð. En í raun þarf að eiga
sér stað hugarfarsbreyting og það á að vera
metnaðarmál verktaka og veghaldara að þessi mál
séu í góðu lagi. Það varðar hagsmuni vegfarenda
og ekki síður þeirra sem að verkunum vinna.
Stefnt er að því að skýra reglur
um þetta efni hið allra fyrsta og
vonandi leiðir það til þess að
fólk, þar á meðal útlendingar
sem leið eiga um landið, geti
verið visst um að merkingar séu
eins góðar og kostur er. Á ann-
að er ekki hægt að sættast mið-
að við þann hraða sem er
ríkjandi í umferðinni.
Höfundur er verkefnastjóri
Umferðarstofu
Merkingar við framkvæmdir
ÁLIT
Sigurður
Helgason
siggih@us.is