24 stundir - 09.05.2008, Síða 2

24 stundir - 09.05.2008, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir ÍS L E N S K A S IA .I S S F G 4 20 40 0 4. 20 08 VÍÐA UM HEIM Algarve 24 Amsterdam 23 Alicante 22 Barcelona 20 Berlín 22 Las Palmas 24 Dublin 19 Frankfurt 22 Glasgow 24 Brussel 23 Hamborg 22 Helsinki 12 Kaupmannahöfn 18 London 24 Madrid 23 Mílanó 23 Montreal 10 Lúxemborg 21 New York 17 Nuuk 3 Orlando 21 Osló 22 Genf 21 París 24 Mallorca 25 Stokkhólmur 16 Þórshöfn 17 Austan og norðaustan 10-18 m/s, hvassast síðdegis. Víða rigning, en rigning eða slydda fyrir norðan. Heldur kólnandi veður. VEÐRIÐ Í DAG 5 8 0 1 0 Kólnandi veður Suðaustan 8-10 m/s og rigning eða súld, en austan 10-15 við norðurströndina og slydda. Hiti 1 til 9 stig, svalast norðantil. VEÐRIÐ Á MORGUN 6 7 1 1 1 Rigning eða súld Stofnuð hafa verið Foreldrasam- tök gegn áfengisauglýsingum. Í lögum samtakanna segir að mark- mið þeirra sé að berjast gegn birt- ingu ólöglegra áfengisauglýsinga og bættu auglýsingasiðferði með sérstakri áherslu á vernd barna og unglinga. „Það er kannski skrýtið að þurfa að stofna sérstök samtök til að æskja þess að fólk fari eftir settum lögum,“ segir Árni Guðmundsson, formaður samtakanna. Hann segist hafa fundið fyrir mikilli óánægju meðal foreldra með virðingarleysi áfengisfram- leiðenda fyrir áfengislögum. „Markmiðið með samtökunum er að virkja þá krafta sem eru fyrir hendi og koma þeim öllum á einn stað, svo að hægt sé að þrýsta á um að eitthvað verði gert í þessum efn- um.“ Rafrænt kærueyðublað Til stendur að stofna heimasíðu í nafni samtakanna, þar sem foreldr- um verður að sögn Árna meðal annars gefinn kostur á að kæra áfengisauglýsingar með hjálp þar til gerðs eyðublaðs á rafrænu formi. Árni segir nýlegar áfengisauglýs- ingar utan á strætóskýlum á höf- uðborgarsvæðinu hafa mælst sér- staklega illa fyrir hjá þeim sem bera hag barna fyrir brjósti. „Þar birtist algjört virðingarleysi við börn og unglinga, sem eru eins og kunnugt er helstu viðskiptavinir Strætó.“ hlynur@24stundir.is „Virðingarleysi við börn“ Stofna Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum Fjöldi vörubílstjóra kom saman til mótmæla við Alþingishúsið um hádegisbil í gær, þar sem þeir þeyttu flautur og trufluðu umferð. Sturla Jónsson, talsmaður mót- mælendanna, segir mótmælin aft- ur vera komin á fullt skrið. „Miðað við fund okkar í gærkvöldi [mið- vikudagskvöld] þá er enn mikil samstaða innan okkar hóps og við ætlum að halda áfram.“ Lögregla kom fljótlega á staðinn eftir að mótmælin hófust og bað bílstjóra um að færa bílana sem tepptu umferð. Sturla segir að eini maðurinn sem hafi sýnt einhver viðbrögð og mannvirðingu hafi verið Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjáls- lyndra, sem hafi komið út og heils- að upp á bílstjórana. atlii@24stundir.is Vörubílstjórar halda mótmælum áfram Bílstjórar mótmæltu við Alþingishúsið Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur Litháum, Arunas Bartkus og Rolandas Jancevicius, sem voru dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir hrottalega nauðgun. Hæstiréttur lækkaði hins vegar bótagreiðslu til konunnar sem nauðgað var úr fjór- um milljónum króna í 1.200.000 krónur. Mennirnir tveir höfðu hitt konuna á veitingastað á Laugavegi og hún fylgt þeim þaðan á leið í gleðskap. Mennirnir lokkuðu konuna inn í húsasund og réðust þar að henni með hótunum og margvíslegu kynferðislegu ofbeldi. Annar mannanna sagðist hafa haft kynmök við konuna en hinn bar við ölvun og minnisleysi. Í dómi héraðsdóms var tekið til þess að mennirnir hefðu saman brotið gegn konunni á alvarlegan hátt og því bæri að þyngja refsingu þeirra. Mennirnir ættu sér engar málsbætur og hefðu unnið til þungrar refsingar. fr 5 ára dómur fyrir nauðgun Um 200 lítrar af dísilolíu láku á götuna nærri gatnamótum Borg- artúns og Höfðatúns um hádeg- isbil í gær. Að sögn slökkviliðs lak olían út þegar lyftari sem var að flytja olíutank fór á hliðina. Slökkvilið þurfti einnig að hreinsa upp olíu þegar lak úr bíl við Vagnhöfða nokkru síðar. aí Dýrir dropar fóru til spillis Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fyrirtækið Hringrás var sýknað af bótakröfu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins. Slökkvi- liðið krafði fyrirtækið um rúmar 25,6 milljónir vegna tjóns sem verktakafyrirtækið E.T. varð fyrir þegar slökkviliðið fékk aðstoð þess við slökkvistarfið. Vélar E.T. skemmdust þegar þær voru not- aðar til að moka brennandi dekkjum burtu og einnig þurfti að hreinsa lóð fyrirtækisins. Vá- tryggingafélag Hringrásar taldi dekkjahrúguna ekki vátryggða og því var málið höfðað. Hringrás sýknuð af bótakröfu Eftir Ægi Þór Eysteinsson aegir@24stundir.is Meint kynferðisbrot séra Gunnars Björnssonar, sóknarprests á Sel- fossi, gagnvart þremur unglings- stúlkum er fyrsta kynferðisbrota- málið sem kemur inn á borð fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota sem fer alla leið til yfirvalda. Málið er jafnframt það fyrsta þar sem meintur þolandi er barn. Óeðlileg íhlutun kirkjunnar Eftir að fagráðinu barst tilkynn- ing um meint brot séra Gunnars, fór fulltrúi ráðsins til fundar við fjölskyldu þolanda, þrátt fyrir að í lögum sé skýrt kveðið á um að vakni grunur um kynferðisbrot gagnvart barni skuli tilkynna það tafarlaust til barnaverndaryfirvalda. „Þarna er kirkjan með íhlutun sinni að lengja leið slíkra mála til barna- verndaryfirvalda og um leið að hætta á að spilla rannsóknarhags- munum með því að tefja málið,“ segir Vigdís Erlendsdóttir, sálfræð- ingur og fyrrverandi forstöðumaður Barnahúss. „Ég skil ekki tilgang þessa fagráðs, því þó að þeim gangi gott eitt til, er mjög sérkennilegt að kirkjan sé að kanna sín eigin mál áður en þau berast yfirvöldum.“ Könnun ekki rannsókn Gunnar Rúnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur og formaður fagráðsins, neitar að gefa upp fjölda mála sem komið hafa inn á borð ráðsins frá stofnun þess árið 1998, en segir þau færri en tíu talsins. Hann staðfestir þó að í öllum tilfellum hafi viðkomandi ákveðið að fara ekki lengra með málið eftir að hafa ráðfært sig við fulltrúa fagráðsins. „Í þessu máli fór fulltrúi okkar á Selfoss til að ræða við þá aðila sem bera málið fram við okkur, en þess var gætt að ekki yrði rætt við meintan þolanda til að spilla ekki rannsókninni,“ segir Gunnar Rúnar. „Við heyrum hvers eðlis umkvörtunin er og gerum fólki grein fyrir því hvort umkvört- unin sé þess eðlis að það beri að vísa henni til barnaverndaryfir- valda og hvað í því felist. Frekara mat á inntaki málsins fer ekki fram hjá okkur eða rannsókn á málinu sjálfu.“ Fyrsta málið sem fer alla leið  Meint brot prests á Selfossi er fyrsta kynferðisbrotamálið sem fer úr fagráði kirkjunnar til yfirvalda  Mál hafa endað í fagráði Selfosskirkja Sálfræðingur gagn- rýnir vinnubrögð kirkjunnar varðandi nýlegt kynferðisbrotamál. ➤ Kirkjuráð útnefnir fagráð ummeðferð kynferðisbrotamála. ➤ Fagráð tilnefnir talsmannsem veitir meintum þolanda áheyrn, metur efni umkvört- unar um kynferðisbrot í sam- ráði við þolanda og veitir fag- lega ráðgjöf um málsmeðferð í samráði við fagráð. FAGRÁÐ KIRKJUNNAR Leiðrétt Ritstjórn 24 stunda vill leiðrétta hvaðeina, sem kann að vera missagt í blaðinu. Leiðréttingar birtast að jafnaði á síðu 2. Jón Axel Ólafs- son hefur verið ráðinn mark- aðs- og þróun- arstjóri Árvak- urs, sem gefur m.a. út 24 stundir. „Þetta er eitt áhrifamesta fjölmiðla- fyrirtæki landsins og það er spennandi tækifæri að fá að leiða það uppbyggingarstarf og breytingarferli sem er framundan hjá fyrirtækinu,“ segir Jón Axel, sem hefur starfað sem ráðgjafi hjá fyr- irtækinu um nokkurt skeið. aí Breytingar hjá Árvakri Markaðsstjóri

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.