24 stundir - 09.05.2008, Page 4

24 stundir - 09.05.2008, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar, segist hafa fengið talsvert af tölvupóstum vegna athugasemda við ráðningarkjör Jakobs Frímanns Magnússonar. Í bréfi óánægðs borgarstarfs- manns til Garðars segir m.a.: „Mig langar að láta í ljós gífurlega óánægju mína með laun Jakobs Frímanns ... Við hin megum kannski eiga von á allsvakalegri launahækkun? Ég væri alveg til í að skrifa fleiri orð en ég verð bara svo reið að ég get ekki sett saman al- mennilegar setningar.“ Jakob Frímann hefur verið ráð- inn framkvæmdastjóri miðborgar- mála. Hlýtur hann 861 þúsund krónur í mánaðarlaun, að með- töldum launum fyrir nefndarsetur. hos Óánægja með kjör Jakobs Frímanns Borgarstarfsmenn láta heyra í sér Eftir Auði Alfífu Ketilsdóttur fifa@24stundir.is „Það sem er á dagskrá um hvíta- sunnuhelgina er hvítur stormsveip- ur í miðborginni. Þar er verið að taka ærlega til hendinni í samvinnu allra og ná öllu rusli úr görðum, lóðum, portum og af víðavangi og koma því fyrir kattarnef,“ segir Jak- ob Frímann Magnússon, nýráðinn framkvæmdastjóri miðborgarmála í Reykjavík. Brenndar tennur „Það má segja að ungfrú Reykja- vík sé með dálítið brenndar tennur í þeim gómi sem Hverfisgatan er en mun hvítari á móti í efri gómi,“ segir Jakob en unnið hefur verið að fegrun Laugavegar upp á síðkastið. Nú á að taka til við Hverfisgötuna. „Ef almennt ástand borgarinnar færist niður á ákveðið plan er ósköp eðlilegt að virðing fólks fyrir henni minnki,“ segir Jakob Frí- mann og bætir við: „Við skulum ekki gleyma því að eitt frægasta, vinsælasta og umtalaðasta gleði- hverfi Evrópu er 101 Reykjavík og því fylgir mikið álag, gleðskapur og oft galskapur. Það þarf auðvitað að taka til eftir partíið um hverja helgi. Ef það er ekki skúrað almennilega mun eitthvað undan láta því álagið á miðborginni er gríðarlegt.“ Hann segir pólitískan vilja hafa þurft til að gera það að forgangs- máli að fullur sómi verði að útliti miðborgarinnar. Reynslan úr græna hernum „Ég hugsa að reynslan sem nýtist mér best í þessu starfi sé þátttaka í því verkefni sem Ólafur kallaði mig til fyrir 8 árum og var baráttan fyrir verndun Eyjabakka. Þar voru verk- in látin tala og það dugði til því við fengum verkið afturkallað,“ segir Jakob Frímann. Hann segist einnig reiða sig á reynsluna af Græna hernum, verkefni sem hann stóð að á svipuðum tíma. „Þessi tvö verk- efni eru þau mest gefandi sem ég hef tekið þátt í á mínum ferli,“ seg- ir hann. Jakob Frímann gegnir einnig formennsku í hverfisráði miðbæjar. Hann sér ekki í fljótu bragði að það starf stangist á við starf fram- kvæmdastjórans en útilokar það þó ekki. „Ef framkvæmdastjóri mið- borgar situr í hverfisráði með rekstraraðilunum, starfsmönnum þjónustumiðstöðva, fulltrúum minni- og meirihluta er það mun líklegra en ella til að halda honum upplýstum, veita honum aðhald og stuðning til að vinna vinnuna sína,“ segir hann. Þegnskylda „Að fenginni fyrri reynslu er ég tilbúinn að fara í þennan leiðangur með Ólafi F. Magnússyni sem ég þekki að góðu einu og treysti betur en nokkrum öðrum stjórnmála- manni,“ segir Jakob Frímann. Hann vill ekki tjá sig um þá um- ræðu sem orðið hefur um ráðn- ingu hans. „Pólitísk keiluspil í kringum ráðningar eru ekki mitt mál, ég er fenginn til þessa í ljósi reynslu minnar og getu. „Ég treysti því að hér verði gengið til góðra verka í þágu Reykvíkinga allra. Þetta er þegnskylduvinna í mínum huga,“ segir hann og bætir við að þó einhverjum kunni að hafa fund- ist launakjör hans há séu þau lægri en miðborgarstjóra R-listans og allra sviðsstjóra borgarinnar. „Ég ber engan kinnroða af því að vera á þeim launum sem mér hefur verið skenkt hér. Meðallaun mín undan- farin 5 ár hafa ekki verið neitt laun- ungarmál enda árlega birt í Frjálsri verslun í grein um tekjuhæstu lista- menn Íslands. Ég var tvístígandi meðal annars vegna þeirrar launa- skerðingar sem fylgir þessari breyt- ingu á starfi. En ég lít á þetta sem ögrandi og spennandi áskorun sem ég hef ákveðið að taka og ætla ekki að hafa um það neitt fleiri orð en láta verkin tala.“ Snyrtimennska í fyrirrúmi Brenndar tennur ungfrú Reykjavíkur  Pólitískan vilja þurfti til að málefni miðborgarinnar væru sett í forgang ➤ Jakob Frímann er tónlist-armaður að mennt. ➤ Hann lauk MBA-prófi frá Há-skólanum í Reykjavík 2006. ➤ Hann er stofnandi Grænahersins og gegndi fram- kvæmdastjórastöðu hans og Umhverfisvina. JAKOB FRÍMANN Landsvirkjun hefur ekki heimild ríkisstjórn- arinnar til eignarnáms vegna Urriðafossvirkj- unar. Þetta kom fram í svari umhverfisráðherra við spurningu Atla Gísla- sonar í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Atli spurði hvað hæft væri í orðum Friðriks Sophussonar sem hefur sagt að Lands- virkjun hafi fullt umboð til að fara með þessi mál og gefið í skyn að eignarnámi yrði beitt, að mati Atla. „Það má vel vera að forstjóri fyrirtækisins haldi einhverju öðru fram en það liggur algerlega fyrir af minni hálfu að forstjóri Landsvirkjunar hefur ekki umboð frá ríkisstjórn Íslands til að fara í eignarnám,“ sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra og bætti því við að hún væri ekki samþykk því að eignarnámi verði beitt þar sem almanna- hagsmunir væru ekki í húfi. Hún sagðist telja það hlutverk sveit- arstjórnarmanna að hlusta á og taka tillit til óska íbúa í virkjana- og umhverfismálum sem öðrum málum. Ekki náðist í Árni M. Mathiesen vegna málsins. fifa@24stundir.is Ekki heimild til eignarnáms Hæstiréttur hefur þyngt dóm Héraðsdóms Austurlands yfir 44 ára karlmanni, Bjarna Tryggva- syni. Dóminn hlaut hann fyrir nauðgun. Bjarni hlaut 18 mánaða fangelsisdóm í héraði en Hæsti- réttur þyngdi dóminn í tvö ár. Bjarni Tryggvason var dæmdur fyrir kynferðisbrot gagnvart konu með því að hafa haft sam- ræði við hana á heimili sínu á Neskaupstað í október 2006, meðan hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. aí Þyngir dóm yfir nauðgara Borgarráðsfulltrúar minnihlutans hafa óskað eftir upplýsingum um launakjör ýmissa starfsmanna borg- arinar, svo sem sviðsstjóra, skóla- stjóra og leikskólastjóra. Kemur fyr- irspurnin í framhaldi af ráðningu og ráðningarkjörum Jakobs Frímanns Magnússonar, sem framkvæmda- stjóri miðborgarmála í Reykjavík. hos Óska eftir upplýsingum um laun Neytendasamtökin eru frjáls félagasamtök: stofnuð árið 1953. Þau verja hag félagsmanna og berjast fyrir hagsmunum neytenda. Sjá www.ns.is - netfang:ns@ns.is Að þessu sinni skoða Neytendasamtökin hvað kostar að fara með dúnsæng í hreinsun. Verð er á bilinu 2.100 til 2.900 krónur og lægst hjá efnalauginni Hreint út á Akureyri. Þeir sem eiga þurrkara geta jafnvel þvegið sængurnar sjálfir. Ef sængin er þeim mun dýr- mætari borgar sig eflaust að láta fagmenn um verkið. 38% verðmunur á hreinsun dúnsængur Brynhildur Pétursdóttir flugfelag.is Ferðalag er góð fermingargjöf Pantaðu gjafabréf í síma 570 3030 REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR VESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY ÍS L E N S K A /S IA .I S /F L U 4 15 36 0 4 /0 8 HJÁLPUM FÓRNARLÖMBUM NÁTTÚRUHAMFARANNA Í MJANMAR (BÚRMA) 907 2020Söfnunarsími www.raudikrossinn.is NEYTENDAVAKTIN Hreinsun á dúnsæng Efnalaug Verð Verðmunur Hreint út á Akureyri 2.100 Fönn Reykjavík 2.170 3 % Hraðhreinsun Austurlands 2.200 5 % Efnalaug Suðurnesja 2.215 5 % Kjóll og hvítt Reykjavík 2.450 17 % Efnalaug Garðabæjar 2.500 19 % Múlakot Borgarnesi 2.900 38 %

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.