24 stundir - 09.05.2008, Síða 8

24 stundir - 09.05.2008, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir Sænskir hermenn hafa verið sak- aðir um að kaupa sér þjónustu vændiskvenna meðan þeir sinntu friðargæslu á vegum Evrópusam- bandsins í Austur-Kongó. Reglur ESB fyrir friðargæsluliða sína banna vændiskaup. Sænska ríkis- stjórnin hefur ennfremur sett siða- reglur sem ná yfir ferðir opinberra starfsmanna erlendis. Þar eru vændiskaup bönnuð. Hermennirnir voru hluti af fjöl- þjóðlegum herafla sem sendur var til að gæta öryggis í kringum kosn- ingar í Austur-Kongó árið 2006. Segist sænska blaðið Expressen hafa heimildir fyrir því að menn úr þeirra hópi hafi keypt vændi. Segja heimildarmenn blaðsins ennfrem- ur að yfirstjórn hersins hafi vitað af þessu um nokkurn tíma. aij Sænskir friðargæsluliðar í Afríku Liggja undir grun um vændiskaup Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is William Earl Lynd var tekinn af lífi í Georgíufylki aðfaranótt miðviku- dags. Hann var fyrsti fanginn sem bandarísk fangelsisyfirvöld gefa banvæna sprautu síðan í september á síðasta ári. Lynd var 53 ára og hafði setið á dauðadeild síðan hann var fundinn sekur um morð á unnustu sinni ár- ið 1998. Stopp síðan í september Aftaka Lynd er sú fyrsta síðan Hæstiréttur Bandaríkjanna tók fyr- ir mál Ralph Baze og Thomas Bowling í lok september. Baze og Bowling voru dæmdir til dauða fyrir morð í Kentucky árið 1990. Þeir kröfðust þess að Hæstiréttur úrskurðaði hvort útdeiling refsing- arinnar stangaðist á við stjórnar- skrárvarinn rétt þeirra. Héldu þeir því fram að vegna fjölmargra dæma af misheppnuðum aftökum með banvænni sprautu væri þessi aðferð of grimmileg til að standast áttunda viðauka bandarísku stjórnarskrárinnar. Banvæna sprautan er í raun kok- teill þriggja lyfja sem gefin eru í æð. Fyrst fær fanginn róandi lyf, þá lyf sem lamar alla vöðva nema hjartað og loks lyf sem stöðvar hjartslátt. Er aðferðinni ætlað að valda dauða á stundarfjórðungi. Rétturinn kvað upp dóm sinn 16. apríl síðastliðinn. Sjö dómarar studdu notkun banvænna sprautna, en tveir lögðust gegn þeim. Jafnframt var rökstuðningur dómaranna sem mynduðu meiri- hluta ólíkur, svo búast má við frek- ari tilraunum til að fá réttmæti af- takna hnekkt. Verður nú spýtt í lófana? Eftir mánaðalangt hlé stefnir í að fylkisstjórnir muni taka til óspilltra málanna við að fullnusta aftöku- dóma. Texas fer þar fremst í flokki, enda jafnan það ríki Bandaríkjanna sem framkvæmir flestar aftökur. Þar eru fimm aftökur ráðgerðar frá júní til ágústloka. Virginía kemur næst með fjóra dauðafanga á skrá og Louisiana, Oklahoma og Suður- Dakota eru búin að setja þrjár af- tökur hvert á dagskrá. Almenningsálit Skoðanakannanir benda til þess að meirihluti Bandaríkjamanna styðji aftökur. Samtök sem berjast gegn dauðarefsingum telja snar- aukningu þeirra geta orðið til þess að almenningur snúist gegn þess- um refsimáta. „Það verða fleiri aftökur en fólk hefur lyst á, að minnsta kosti í sumum hlutum landsins,“ segir Stephen B. Bright, forstjóri Sout- hern Center for Human Rights. Gálgafrestur sleginn af  Réttaróvissa ríkti um aftökur fanga í Bandaríkjunum í sjö mán- uði  Hæstiréttur skar á hnútinn í apríl  Fyrstu aftökunni lokið ➤ Í 36 af 50 fylkjum Bandaríkj-anna liggur dauðarefsing við alvarlegustu glæpum. ➤ Í 35 þeirra má eða skal beitabanvænni sprautu til að aflífa fanga. ➤ Jafnframt leyfa sum ríki notk-un rafmagnsstóls, gasklefa, gálga eða aftökusveitar. ➤ Á síðasta ári voru 42 fangarteknir af lífi. AFTÖKUR FANGA Sonur fórnarlambs Lögreglumaðurinn Dennis Briscoe er sonur mannsins sem Baze og Bowling voru dæmdir fyrir að myrða. Til greina kemur að finna eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjanna stað utan Póllands, ef viðræður stjórnvalda ganga illa. „Bandaríkin vilja mjög gjarnan koma þessum eldflaugum fyrir í Pól- landi,“ segir Stephen Mull, háttsettur embætt- ismaður í utanríkisráðu- neyti Bandaríkjanna. Radek Sikorski, utanríkisráðherra Póllands, segir stuðning við eld- flaugavarnarkerfið velta á því hversu mikið Bandaríkjamenn eru reiðubúnir að leggja fram til að styðja umbætur í pólska hernum. „Pólland ber hitann og þungann fyrir hönd frelsis og lýðræðis um all- an heim,“ sagði Sikorski og vísaði þar til stuðnings landsins við hern- arðaraðgerðir í Írak og Afganistan. „Dyggur stuðningur við Bandarík- in ætti að hafa hagnýtar afleiðingar.“ aij Varnarkerfi utan Póllands Ökunámskeið sem átti að halda í Björgvin brýtur að mati umboðs- manns jafnréttismála gegn jafn- réttislögum. Þingmenn græn- ingja kvörtuðu undan námskeiðinu, sem Félag norskra bifreiðaeigenda, NAF, stóð fyrir. Þar átti að kenna konum að aka í gegnum hringtorg. „NAF mætti frekar einbeita sér að umferðarfræðslu en kynferði,“ segir græninginn Sondre Båt- strand. aij Engin hring- torganámskeið Josef Fritzl hefur kennt Þýska- landi nasismans um að honum hafi verið innrætt gildismat sem leiddi til þess að hann læsti dótt- ur sína í kjallara í 24 ár. „Ég er af gamla skólanum,“ stendur í bréfi frá Fritzl. „Ég ólst upp á tíma nasismans, þegar mik- il virðing var borin fyrir skipulagi og yfirvaldi.“ Segir Fritzl að þetta uppeldi hafi ómeðvitað valdið hörðum viðbrögðum hans þegar dóttirin Elisabeth hætti að fylgja reglum hans. aij Fritzl varpar sök á nasistana Það er Framtíðin kortlögð

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.