24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 14

24 stundir - 09.05.2008, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir 24stundir Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Björg Eva Erlendsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Auglýsingastjóri: Gylfi Þór Þorsteinsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2, 110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: frettir@24stundir.is, auglysingar@24stundir.is, 24stundir@24stundir.is, Prentun: Landsprent ehf. Mun fleiri kynferðisbrot gegn börnum hafa verið tilkynnt það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra. Vonandi er það vísbending um að þolendurnir eða þeir, sem hafa vitneskju um brotin, séu reiðubúnir að segja frá, fremur en að ofbeldið hafi aukizt. Kynferðisofbeldi er smánarblettur á samfélagi okkar, en því miður ennþá alltof mikið feimnismál, sem fólk veit illa hvernig á að segja frá eða taka á. Þannig segir Sigríður Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Blátt áfram, í 24 stundum í gær að of mikið sé um að starfsmenn og stjórnendur í skólum séu óttaslegnir, viti ekki hvert þeir eigi að snúa sér og geri fyrir vikið ekki neitt þegar grunur vaknar um kynferðisbrot. Sigríður segir vanta meiri fræðslu og leiðbeiningu og hefur áreiðanlega rétt fyrir sér í því. Eftir að grunur um kynferðisbrot starfsmanns þjóðkirkjunnar vaknaði, hafa vinnubrögð kirkjunnar í málinu verið gagnrýnd. Vigdís Erlendsdóttir, sálfræðingur og fyrrverandi forstöðumaður Barnahúss, átelur vinnubrögð svonefnds fagráðs kirkjunnar um meðferð kynferðisbrota harðlega í grein í Morgunblaðinu í gær og í 24 stundum í dag. Vigdís segir að aðrir en barna- verndarnefndir og lögregla eigi ekki að koma að málum sem þessum á fyrstu stigum. Hér er klárlega vandrataður meðalvegur. Þjóðkirkjan hefur að mörgu leyti verið til fyrirmyndar og leitazt við að vanda sig við umfjöllun um þessi mál. Um það ber skipan þessa fagráðs vitni, svo og starfsreglur, sem kirkjan hefur sett sér um meðferð kynferðisbrotamála og bæklingur, sem dreift er innan kirkjunnar. Þar er m.a. hvatt til þess að þögnin um kynferðisbrot sé rofin, að engin kynferðisbrot verði liðin í kirkjulegu starfi og að enginn, sem tekur þátt í starfi kirkjunnar eigi að sitja einn að sársaukafullu leyndarmáli. Það, sem hins vegar orkar tvímælis í vinnubrögðum fagráðsins, er að það hafi séð ástæðu til að kanna sér- staklega sannleiksgildi ásakananna á hendur starfs- manninum, í stað þess að vísa þeim umsvifalaust til viðkomandi barnaverndarnefndar, eins og starfsregl- urnar gera ráð fyrir. Það er áreiðanlega af hinu góða að stofnanir á borð við kirkjuna komi sér upp reglum um meðferð kyn- ferðisbrotamála og tryggi að fólk viti hvert það getur leitað, þannig að það lendi ekki í því að gera ekki neitt vegna ótta eða óvissu. En vinnubrögðin verða líka að vera alveg klár og skýr, þannig að engan gruni að mál- um sé drepið á dreif eða spillt fyrir hugsanlegri rann- sókn. Vandrötuð leið SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Af einhverjum ástæðum þykja ut- anríkisráðherranum þessar spurningar pirrandi og reynir að koma sér undan með þeim út- úrsnúningi að eðlilegt eftirlit með siðferði eða siðferðisbresti stjórnmálamanna heyri ekki undir fréttaöflun held- ur stjórnmála- starfsemi. Ef kosningaloforð eru fréttnæm, af hverju flokkast það þá undir stjórnmálastarfsemi að spyrja um efndir þeirra? Með ennþá betri rökum má halda því fram að störf formanns Samfylking- arinnar flokkist ekki undir póli- tík heldur sýndarmennsku … Þráinn Bertelsson thrainn.eyjan.is BLOGGARINN Eðlilegt eftirlit Ráðning verkefnastjóra miðborg- arinnar, hvernig hana bar að og á hvaða launakjörum hann verður veldur gríð- arlegum titringi meðal starfs- manna borg- arinnar. […] Persóna Jakobs Frímanns er ekki mergurinn máls- ins hér. Ráðningu hans er einfald- lega ekki skynsamlega háttað, síst af öllu fyrir hann sjálfan. Launa- kjör hans skapa úlfúð í hópi ann- arra starfsmanna Ráðhúss og Reykjavíkurborgar. Hann er póli- tískt ráðinn, sérlegur ráðgjafi borgarstjóra en þó situr hann í nefndum og ráðum sem kjörinn fulltrúi væri. Oddný Sturludóttir oddny.eyjan.is Titringur Ólafur F. Magnússon, borg- arstjórinn í boði Sjálfstæð- isflokksins, boðaði niðurskurð á ,,óhóflegri þenslu stjórnkerfis borg- arinnar“ vegna fyrirhugaðra ráðninga sér- fræðinga á mann- lausri Mannrétt- indaskrifstofu nú fyrr í vikunni. Nú hefur hann sjálf- ur hins vegar ráðið sér tvo „að- stoðarmenn/ framhandleggi“ sem kosta 1.560.000 kr. á mánuði sjálfur fær hann 1.100.000 kr. í laun á mánuði. Samtals kostar tríóið um 32 milljónir á ári. Allt í boði Sjálfstæðisflokksins en á kostnað borgarbúa. Bryndís Ísfold Hlöðvarsdóttir bryndisisfold.blog.is Í boði X-D Ólafur Þ. Stephensen olafur@24stundir.is Ritstjóri 24 stunda fagnaði í leiðara sínum 7. maí komu franskrar flugsveitar hingað til lands. Í leiðinni fann hann sérstaklega að gagnrýni okkar í Samtökum hernaðarandstæðinga á dvöl þessa erlenda herliðs – sem ritstjórinn kallar af hnyttni sinni „hlífðarfrakka“. Eins og aðrir stuðningsmenn hersetu á Ólafur Þ. Stephensen í nokkrum vandræðum með að finna óvin til að réttlæta vígbúnaðinn en grípur þess í stað til myndlíkingar við brunavarnir: „Við leggjum ekki niður slökkviliðið þótt langt sé síðan kviknaði í síð- ast.“ Gott og vel, tökum þessa líkingu og leiðum hana að- eins lengra. Ef við metum það sem svo að hætta sé á eldsvoða er til lítils að starfrækja slökkvilið á fimmtu- dögum og í júlí. Það getur nefnilega kviknað í alla daga vikunnar. Slíkar brunavarnir væru álíka skyn- samlegar og að kaupa sér hlífðarfrakka til að ganga í sjötta hvern dag og vona að haustlægðirnar raði sér heppilega niður á dagatalið. Telji ritstjóri 24 stunda að hringsól orrustuþotna sé mikilvægt fyrir öryggi Íslands (en því er ég hjart- anlega ósammála) hlýtur hann að taka upp baráttu fyrir endurreisn herstöðvarinnar á Miðnesheiði og stöðugri viðveru slíkra véla á landinu. Það væri jafn rökrétt og að halda slökkvistöðinni opinni allan árs- ins hring og geta gengið að hlífðarfrakkanum inni í skáp. „Loftrýmiseftirlit“ það sem svo er nefnt getur því aldrei talist til raunverulegra varna. Af hálfu íslenskra ráðamanna er hún sýndarmennska og flottræfils- háttur – en frá sjónarmiði útlendra herforingja er hún kærkomin og niðurgreidd æfing fyrir flugmennina. Ritstjóri 24 stunda get- ur sleppt því að lesa út úr heimsókn Frakka teikn um miklar breytingar á franskri utanríkispólitík. Á tímum þar sem æfingaflug herþotna er víð- ast hvar illa séð er ekki skrítið þótt flugherir bíði í röðum eftir að fá að leika sér í landi sem býður fram leik- völl og vasapening í kaupbæti. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Brunaútköllum sinnt vikulega ÁLIT Stefán Pálsson stefan.palsson@or.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.