24 stundir


24 stundir - 09.05.2008, Qupperneq 30

24 stundir - 09.05.2008, Qupperneq 30
30 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir Eftir Maríu Ólafsdóttur maria@24stundir.is „Starfsmenn bókasafna hafa lengi talað um að setja upp svona þjón- ustu og víða erlendis er hún kom- in í gagnið. Hérlendis erum við í startholunum og erum að skoða þá möguleika sem við höfum til að koma upp þjónustunni hér. Okkur hugnast vel sú hugsun að setja þjónustuna inn í Gegni sem er bókasafnskerfi fyrir allt landið en ef til vill mun hún þurfa að vera utanáliggjandi sérbúnaður,“ segir Ingibjörg Steinunn Sverr- isdóttir landsbókavörður. Eftirspurn meðal fræðimanna Ingibjörg segir slíka þjónustu vera sjálfsagða í því netsamfélagi sem við búum í. Þegar fólk skráir sig í þjónustuna skilgreinir það þá flokka efnis sem það hefur áhuga á, til að mynda guðfræði, stærðfræði, ættfræði eða ljóð svo eitthvað sé nefnt. Notandinn fær síðan tilkynningu um nýtt efni í tölvupósti en einnig verður hægt að fá tilkynningar um nýja tón- list, kvikmyndir og annað sem söfnin bjóða upp á. „Þjónustan getur nýst vel fyrir fræðimenn sem vilja fylgjast með í sínu fagi og fyrirspurnir um þjónustuna hafa komið frá þeim hópi. Einnig mun hún nýtast vel fyrir hinn al- menna borgara sem vill fylgjast með sínum áhugamálum eins og veiði eða ljósmyndun svo dæmi séu tekin. Þá mun það spara mik- inn tíma fyrir starfsfólk að þurfa ekki að taka efni frá handvirkt eins og nú er gert og eins veita aukna möguleika á öðruvísi upp- lýsingaþjónustu með nákvæmari leit,“ segir Ingibjörg. Íslensk bókasöfn framarlega Íslensk bókasöfn standa vel að vígi í upplýsingasamfélaginu. Í fyrsta lagi ber að nefna gegni.is sem er heildarkerfi yfir safnkost flestra bókasafna í landinu þar sem hægt er að sjá hvað er til. Þá rekur Landsbókasafn hvar.is þar sem allir landsmenn hafa aðgang að erlendu, rafrænu efni svo sem tímaritum og gagnasöfnum. Bókasöfnin í landinu greiða að mestu leyti fyrir aðganginn en einnig taka margar stofnanir og einkafyrirtæki þátt í kostn- aðinum. Í landsaðganginum er veittur aðgangur að öllu því er- lenda fræðsluefni sem er nauð- synleg undirstaða fyrir rann- sóknir, framhaldsmenntun og nýsköpun í landinu. Í þriðja lagi er Landsbókasafn Íslands - Há- skólabókasafn smám saman að færa íslenska menningararfinn í stafrænt form og í sambandi við það bendir Ingibjörg á vefsíðuna timarit.is. Þar er búið að færa inn öll íslensk tímarit til ársins 1920 og einnig er verið að setja inn ís- lensku dagblöðin hvert af öðru. Segist Ingibjörg reikna með að öll dagblöð fram til ársins 2000 verði komin inn á síðuna innan tveggja ára, en nú er unnið að því að endurskoða vefinn og bæta útlit hans. Auðvelt leitarkerfi Nú er unnið að því að bæta leit á timarit.is með því að ljóslesa gögnin þannig að hægt sé að leita eftir einstöku leitarorði í stað tölublaðs eða blaðsíðunúmers. Einnig heldur bókasafnið út vefn- um kort.is þar sem gömlum ís- lenskum kortum hefur verið safn- að saman og sagnanet.is þar sem finna má íslensk handrit og efni um þau. Eins eru uppi áætlanir um að setja allar prentaðar bækur á netið og fikra sig áfram við það smám saman. Fagna pdf-skjölum „Nýjasta nýtt hjá okkur er að safna saman öllum vefsíðum sem enda á punktur is. Tæknin gerir okkur kleift að safna þeim saman en við höfum ekki náð svo langt að geta leitað í síðunum eða opn- að þær og munum fá til okkar er- lendan sérfræðing í sumar til að- stoðar við það. Þá höfum við safnað saman fréttum af atburð- um í kringum alþingis- og sveit- arstjórnarkosningar og sett sam- an í smærri, afmörkuð söfn. Loks viljum við taka á móti rafrænni útgáfu s.s. þeim vefritum sem nú eru komin á netið og viljum einnig gjarnan fá pdf-skjöl af prentuðum bókum og dag- blöðum og erum nú að undirbúa okkur undir að taka á móti slík- um skjölum,“ segir Ingibjörg. Bókasöfn landsins sækja í sig veðrið á netinu og halda úti mörgum vefsíðum Árvekniþjónusta næsta skrefið ➤ Á vefnum timarit.is hafa núöll íslensk tímarit til ársins 1920 verið færð inn. ➤ Bókasafnið heldur úti vefnumkort.is með gömlum íslensk- um kortum. ➤ Fólk skráir sig í þjónustunaog skilgreinir þá flokka efnis sem það hefur áhuga á. ÁRVEKNIÞJÓNUSTA Hjá Landskerfi bókasafna og Landsbókasafni Ís- lands - Háskólabókasafni er í bígerð að koma upp árvekniþjónustu í Gegni. Með þjónustunni verða notendur látnir vita þeg- ar nýtt efni á þeirra áhugasviði kemur á bókasafnið og mun hún spara bæði notendum og starfsfólki tíma. Einkaleyfastofan áformar nú að hægt verði að leggja inn umsóknir um vörumerki, hönnun, einkaleyfi og greiðslur á rafrænu formi. Einkaleyfastofa var sett á laggirnar 1. júlí 1991 og tók þá við hlutverki einkaleyfa- og vörumerkjadeildar iðnaðarráðuneytisins. Hlutverk stofnunarinnar er að fara með málefni varðandi einkaleyfi, vöru- merki, hönnunarvernd, byggða- merki og önnur hliðstæð réttindi sem kveðið er á um í lögum, reglu- gerðum og alþjóðasamningum um vernd eignarréttinda á sviði iðn- aðar. ELS-tíðindi Í blaði sem Einkaleyfastofan gef- ur út einu sinni í mánuði (ELS- tíðindi) eru birtar auglýsingar og tilkynningar er varða umsóknir og skráningar á sviði einkaleyfa, vöru- merkja, byggðamerkja og hönn- unar. Blaðið er birt á heimasíðu einkaleyfastofu um leið og það kemur út en er einnig fáanlegt í prentuðu formi. Einkaleyfistofa skipuleggur næsta skref Áformar rafrænar umsóknir Umsóknarfrestur er til 30. maí Kynntu þér námið á www.hr.is HJÁ ATVINNULÍFINU KEMUR ÞÉR Á KORTIÐ Tölvunarfræði er afar fjölbreytt fagsvið sem býður upp á marga valkosti fyrir nám og störf, allt frá hagnýtum verkefnum til fræðilegra, frá umsjón tölvukerfa til smíði flókinna hugbúnaðar- kerfa, frá forritun til stjórnunar. Tölvunarfræðinám er góður grunnur fyrir starfsferil á fjölmörgum sviðum. Tölvunarfræðinám við Háskólann í Reykjavík einkennist af fjölbreytileika og skapandi umhverfi þar sem nemendum gefst kostur á að vinna verkefni í nánum tengslum við fræðimenn og fyrirtæki. Við bjóðum nýja nemendur velkomna til náms og starfa við öflugustu tölvunarfræðideild landsins. • BSc í tölvunarfræði (90 einingar) • BSc í hugbúnaðarverkfræði (90 einingar) • BSc í stærðfræði (90 einingar) • MSc í tölvunarfræði • MSc í hugbúnaðarverkfræði • MSc í máltækni • PhD í tölvunarfræði • Kerfisfræðigráða (60 eininga nám í fjarnámi og með vinnu) TÖLVUNARFRÆÐI Tölvunarfræðideild HR býður upp á nám í
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.