24 stundir


24 stundir - 09.05.2008, Qupperneq 40

24 stundir - 09.05.2008, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir Um 90 prósent landsmanna hafa aðgang að jarðhita til að kynda hús sín en íbúar þeirra svæða sem ekki hafa aðgang að jarðhita og kynda hús sín með raforku eða olíu njóta niðurgreiðslna á húshitun. Al- menn umsýsla með niður- greiðslum til húshitunar er í hönd- um Orkustofnunar, sem veitir frekari upplýsingar og á vef þeirra, www.os.is. Heimilt er að veita styrki til nýrra hitaveitna sem lagðar eru á svæð- um þar sem áður hefur verið kynt með rafmagni. Styrkirnir geta numið allt að átta ára áætluðum niðurgreiðslum á rafmagni eða ol- íu til húshitunar á orkuveitusvæði viðkomandi hitaveitu miðað við meðalnotkun til húshitunar næstu fimm ár á undan. Margir velta því fyrir sér hvort orku- og heitavatnsnotkunin sé eðlileg en oft má hafa gagn af við- miðunartölum. Varmanýting verð- ur að teljast góð þegar notuð eru 1,2-1,7 tonn (rúmmetrar) af heitu vatni fyrir hvern rúmmetra hús- næðis á ári. Á þetta við um með- alstór einbýlishús. Í stórum húsum þarf að öllu jöfnu hlutfallslega minna vatn en í litlum húsum, í fjölbýli ætti notkun t.d. að vera hlutfallslega mun minni, vegna færri útveggja íbúða. Reynslan sýn- ir að í gömlum húsum þarf yfirleitt meira vatn til upphitunar en í nýj- um. Vatnsnotkun til upphitunar helst í hendur við veðurfar. Það er eðlilegt að notkun sé nokkuð mikil á veturna og lítil á sumrin. svanhvit@24stundir.is Niðurgreiðsla á húshitun Greiðsla Þeir sem hafa ekki aðgang að jarðhita geta fengið nið- urgreiðslu á húshitun. Eftir Svanhvíti Ljósbjörgu svanhvit@24stundir.is Erlendar kannanir hafa sýnt að Ís- lendingar hafa ekki haldið í við þau lönd sem við viljum helst bera okk- ur saman við, hvað varðar rafræna þjónustu hins opinbera, að sögn Margrétar Erlendsdóttur, deild- arstjóra á sviði stjórnsýslu og stefnumótunar í félags- og trygg- ingamálaráðuneytinu. „Það sem er svo athyglisvert er að Íslendingar eru mjög tölvufærir, tölvueign er mikil og fólk kann að nýta sér raf- ræna tækni. Það er mikil eftirspurn eftir þessari þjónustu en framboðið er ekki eins og það þyrfti að vera. Það þarf því að efla rafræna op- inbera þjónustu.“ Aukin sjálfvirkni Á næstu árum mun því verða unnið markvisst að því í félags- og tryggingamálaráðuneytinu að fjölga rafrænum eyðublöðum á borð við umsóknir vegna at- vinnuleysisbóta, fæðingarorlofs og margt fleira. Margrét segir að markmiðið hjá ráðuneytinu sé að efla alla svona þjónustu, bæði fyrir sitt leyti og hjá stofnunum ráðuneytisins og að því verður unnið í samvinnu við þær. „Stærsta verkefnið sem tengist félagsmálaráðuneytinu í gegn- um stofnanir þess er þjón- ustuvefur Tryggingastofnunar ríkisins en það er ýmislegt í þjónustu stofnana ráðuneytisins sem hægt er að hafa rafrænt, auka sjálfvirkni og auðvelda þannig fólki að bera sig eftir þjónustu. Það er þó ekki þannig að engin rafræn þjónusta sé í boði hjá stofnunum ráðuneyt- isins en hún er mislangt á veg komin. Grundvallarmarkmið er að þetta sé til góðs fyrir not- endur, að auðvelda þeim aðgang og þetta á líka að koma sér vel fyrir starfsfólk þessara stofnana þannig að minni tími fari í pappírsvafstur og þá er hægt að einbeita sér að öðrum verk- efnum. Meginmarkmiðið er að efla rafræna þjónustu hjá öllum stofnunum á öllum sviðum þar sem það er mögulegt.“ Jafnir möguleikar Margrét segir að þó sé mikilvægt að halda því til haga að þegar rafræn þjónusta er í boði á netinu þá þýðir það ekki að fólk sem hefur ekki að- gang að tölvu hafi ekki tækifæri til að nýta sér vissa þjónustu. „Það verður lögð áhersla á að allir eigi jafna möguleika. Nú þegar er tölu- vert af eyðublöðum sem má finna á netinu og fylla út en sjálfvirknin í afgreiðslunni er ekki fyrir hendi. Við stefnum á að það verði sem mest sjálfvirkni í afgreiðslu um- sókna þar sem það er mögulegt,“ segir Margrét og bætir við að áhugi notenda á rafrænni þjónustu sé mikill. „Fólki finnst þetta þægilegt og aðgengilegt. Það eru svo óskap- lega margir sem hafa tölvur og geta nýtt sér þá möguleika sem þær bjóða upp á.“ 24Stundir/Kristinn Ingvarsson Fjölgun rafrænna eyðublaða og aukin sjálfvirkni Auðveldari aðgangur fyrir notendur ➤ Rafræn þjónusta hefur aukistjafn og þétt en þó er hægt að gera miklu betur, að mati Margrétar. ➤ Rafræn þjónusta er í nokkr-um stigum, allt frá eyðublöð- um sem þarf að prenta og senda yfir í rafræn kerfi þar sem afgreiðslan er meira og minna sjálfvirk. ➤ Sú rafræna opinbera þjón-usta sem almenningur þekkir best er í sambandi við skatt- inn. RAFRÆN ÞJÓNUSTA Á næstu árum verður unnið markvisst að því að fjölga rafrænum eyðu- blöðum í félags- og tryggingamálaráðuneyt- inu enda sýna kannanir að Íslendingar eru eftir á í þeim málum þrátt fyrir mikla tölvufærni. Margrét Erlendsdóttir: „Það verður lögð áhersla á að allir eigi jafna möguleika.“ Það eru margir sem vilja láta gott af sér leiða, ferðast til stríðs- hrjáðra landa og stuðla að friði á allan mögulegan hátt. Þá er tilvalið að sækja um starf hjá íslensku frið- argæslunni en allar upplýsingar um hana má finna á heimasíðu ut- anríkisráðuneytisins. Íslensku friðargæslunni var komið á fót í núverandi mynd árið 2001. Einn helsti vandi stríðs- hrjáðra landa er að viðhalda friði. Í um helmingi þeirra landa þar sem friður hefur komist á hefjast vopn- uð átök á nýjan leik innan fimm ára. Í meira en áratug hefur um- ræða á alþjóðavettvangi snúist um það hvernig brúa megi þá gjá sem hefur verið milli friðargæslu ann- ars vegar og þróunaraðstoðar hins vegar. Í því sambandi hafa al- þjóðastofnanir í auknum mæli lit- ið til borgaralegra þátta friðar- og uppbyggingarstarfs. Þátttaka borg- aralegra starfsmanna í friðargæslu- verkefnum á vegum Íslands, sem hófst á síðasta áratug, hefur því öðlast aukið mikilvægi. Verk íslenskra friðargæsluliða í samstarfi við alþjóðasamtök og -stofnanir hafa verið marg- breytileg. Í meginatriðum má segja að tvennt hafi verið haft að leið- arljósi. Hið fyrra er, að vera til taks þar sem íslensk reynsla og þekking nýtist best. Hið seinna er, að leggja sitt af mörkum til þeirra al- þjóðastofnana, sem Ísland starfar í eða hefur samskipti við. Íslenska friðargæslan í stríðshrjáðum löndum Stuðlað að friði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.