24 stundir


24 stundir - 09.05.2008, Qupperneq 56

24 stundir - 09.05.2008, Qupperneq 56
Afgreiðslustarf Þórsbakarí bistró Ármúla 21 Afgreiðslustarf í boði fyrir viðmótsþýðan, hressan og snyrtilegan starfskraft sem elskar að bjóða fram góðan mat, frábær og holl brauð og ómótstæðilegar kökur. Framtíðarstarf. Hringið í síma 588 0780 milli kl. 9 og 12. 56 FÖSTUDAGUR 9. MAÍ 2008 24stundir 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Þegar ég lít tilbaka þá hefði ég líklega átt að vera hrædd- ur en ég var það ekki. Stride-fyrirtækið, sem er þekktur tyggjóframleiðandi í Bandaríkj- unum, hefur ákveðið að leggja sitt af mörkum til að stuðla að gerð betri kvikmynda. Fyrirtækið hefur heitið því að ef milljón manns skrifar undir bænaskjal, þar sem leikstjórinn Uwe Boll er beðinn um að hætta að framleiða kvikmyndir, fyrir 14. maí muni fyrirtækið senda hverjum og ein- um aðila á listanum einn pakka af tyggigúmmíi. Boll er einn um- deildasti leikstjóri síðari ára en hann er fyrst og fremst þekktur fyrir að gera afskaplega lélegar bíómyndir, byggðar á tölvu- leikjum. Nú þegar hafa um 250.000 manns skrifað undir fyrrnefnt bænaskjal en ljóst er að meira þarf til ef það á að takast að bola Boll í burtu. vij Allir vilja stoppa Uwe Boll Bresku poppararnir í Oasis munu í ágústmánuði gefa út sjöundu breiðskífu sína en platan hefur, enn sem komið er, ekki fengið nafn. Nú hafa þrjú lög af plöt- unni lekið á netið og hafa Oasis- aðdáendur farið víða til að leita að lögunum. Lekinn hefur ekki fallið vel í kramið hjá hljómsveit- inni og útgáfufyrirtæki þeirra því stafrænir sporhundar elta nú uppi þessi lög og eyða þeim hvar sem þau finnast. Oasis-lög farin að leka á netið Eftir Viggó I. Jónasson viggo@24stundir.is „Þetta eru mjög spennandi tímar núna því nú eru svo margir sem eru að gera heimildamyndir og ég held að á vissan hátt séu heim- ildamyndirnar komnar í tísku,“ segir Albert Maysels en hann er staddur hér á landi til að vera við- staddur Skjaldborgar-heim- ildamyndahátíðina sem fram fer á Patreksfirði um helgina. Maysels er talinn vera frumkvöðull í gerð heimildamynda en hin heimsfræga heimildamynd hans, Gimme Shel- ter, verður sýnd á hátíðinni. Á síðasta ári gáfu IDA-samtökin, sem eru alþjóðleg samtök heim- ildagerðarmanna, út lista yfir 25 bestu heimildamyndir allra tíma. Á þeim lista voru þrjár af heim- ildamyndum Maysels, þar á meðal Gimme Shelter. Rolling Stones og Hell’s Angels Í Gimme Shelter fylgdi Maysels stórhljómsveitinni Rolling Stones á tónleikaferð hennar um Bandarík- in árið 1969 en sú tónleikaferð endaði með ósköpum. „Þetta var spennandi, sérstaklega undir lokin þegar ég áttaði mig á því að ég væri að mynda sögufrægan atburð.“ Tónleikaferðin endaði með hin- um skelfilegu Altamont Free- tónleikum þar sem meðlimir mót- orhjólagengisins Hell’s Angels sáu um gæsluna. Tónleikarnir og gæsl- an fóru algjörlega úr böndunum og á endanum var einn tónleika- gestur stunginn til bana af meðlimi Hell’s Angels. „Þetta var mjög óhugnanlegt en ég var svo ákveð- inn í að festa allt á filmu. Þegar ég lít til baka þá hefði ég líklega átt að vera hræddur en ég var það ekki.“ Heimildamyndir í tísku Þökk sé heimildamyndagerð- armönnum á borð við Michael Moore og Morgan Spurlock njóta heimildamyndir nú mikilla vin- sælda. Maysels segir að það sé mik- il breyting frá fyrri tímum. „Nú eru mun meiri tækifæri fyr- ir fólk til að sjá heimildamyndir. Það eru kvikmyndahúsin, sjón- varpstækið, DVD-diskar, netið og svo framvegis. Þetta er ekki eins og í gamla daga þegar maður gerði mynd og beið síðan, líkt og ég gerði, í mörg ár eftir því að mynd- in væri sýnd.“ Sannur frumkvöðull Menn eins og Michael Moore geta þakkað Maysels fyrir að hafa lyft heimildamyndunum á hærra plan. Frumkvöðull heimildamynda gestur á Skjaldborgarhátíð Heimildamyndir komnar í tísku Einn virtasti heimilda- myndagerðarmaður heimsins, Albert Maysels, er staddur hér á landi. Mynd hans, Gimme Shel- ter, er talin 8. besta heim- ildamynd allra tíma. ➤ Albert vann flestar sínarmyndir með bróður sínum, David. ➤ Leikstjórinn frægi George Lu-cas vann sem tökumaður við myndina Gimme Shelter, meðal annars á hinum frægu Altamont-tónleikum. ALBERT MAYSELS Hancock, hin nýja kvikmynd Wills Smiths, virðist vera mun drungalegri og alvarlegri en aug- lýsingar fyrir myndina hafa gefið til kynna. Samkvæmt grein í New York Times hefur myndin tvisvar sinnum farið í skoðun hjá banda- ríska kvikmyndaeftirlitinu og í bæði skiptin hefur myndin fengið R-stimpilinn, sem þýðir að mynd- in sé bönnuð innan 17 ára. „Auglýsingaherferðin fyrir myndina er mun vinalegri en myndin sjálf,“ sagði Peter Berg, leikstjóri myndarinnar, í viðtali við New York Post og bætti við að myndin væri mjög trú hinu upp- runalega kvikmyndahandriti sem hefur flakkað á milli kvikmynda- veranna síðastliðinn áratug. Sony-kvikmyndaverið vill nú að Berg og lið hans dragi úr hneyksl- unargildi myndarinnar til að fá myndina leyfða 13 ára og eldri en Berg þráast við og vill halda mynd- inni í því horfi sem hún er í núna. Því er spurning hvort búið verði að sótthreinsa myndina af kynlífi og ofbeldi þegar hún kemur fyrir sjónir Íslendinga í sumar. vij Myndin Hancock mun dekkri en talið var Engin barnamynd MYNDASÖGUR Aðþrengdur JÚ, ÞETTA VAR AÐ GANGA NOKKUÐ VEL HJÁ MÉR. SVO ÞURFTUM VIÐ AÐ FARA Í STURTU OG GERVI HÚÐFLÚRIÐ MITT SKOLAÐIST Í BURTU. Bizzaró Bizzaró Lítil gömul kona greip mig, snéri mér í hringi nokkra snúninga, svo stakk hún þessu í vasann hjá mér. „Skoðaður af númer 36“ Ég færist niður löng og dimm göng í áttina að björtu ljósi .... ég fer í gegnum hlið inn í ljósið ... þar er löng röð af fólki ... vinslamlegast tæmið vasana og farið úr skónum ... ég er látinn sýna skílríki mín aftur og aftur ...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.