Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Söfnunarsíminn er 907 2020 Með því að hringja í söfnunarsímann leggur þú fram 1.000 kr. til hjálparstarfsins í Asíu. Einnig er hægt að leggja fram fé með kreditkorti á www.redcross.is, eða millifærslu á bankareikning 1151-26-000012, kt. 530269-2649. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN kostar birtingu auglýsingarinnar FLUGVÉL FARIN UTAN 60 milljónir króna hafa safnast hér á landi til neyðarhjálpar Rauða kross- ins á jarðskjálfta- og flóðasvæðum í Asíu. Fjárhæðin er komin frá al- menningi, stjórnvöldum, fyrirtækjum og félagasamtökum. Sex íslenskir læknar og tólf hjúkrunarfræðingar fóru til Taílands í gær á vegum Land- spítala – háskólasjúkrahúss til þess að sækja slasaða sænska ferðamenn á hamfarasvæðunum í Asíu. Margra þúsunda enn saknað Sameinuðu þjóðirnar telja að líða muni mörg ár áður en ástandið verði aftur eðlilegt á flóðasvæðunum í Asíu. Alþjóðlegt hjálparstarf er sagt vera farið að bera árangur og safnast hafa sem svarar um 120 milljörðum króna um allan heim. Talið er að allt að 150 þúsund manns hafi farist, langflestir þeirra Asíubúar. Öruggt má telja að um 400 Evrópumenn hafi farist og líklegt að sú tala eigi eftir að hækka mikið. Þjóðarsorg var í Svíþjóð, Nor- egi og Finnlandi á nýársdag og í Dan- mörku í gær vegna manntjónsins. Rýmt vegna snjóflóðahættu Almannavarnanefnd Ísafjarðar- bæjar ákvað í gærkvöldi að rýma svæði vegna snjóflóðahættu. Meðal þeirra svæða sem rýma átti voru svæði C í Skutulsfirði og M-N-O- svæði í Hnífsdal. Nefndin leggur áherslu á að íbúar haldi sig innandyra og fylgist vel með veðri, veðurspá og tilkynningum almannavarnanefndar, en Veðurstofan spáir vondu veðri. Janúkovítsj neitar enn Víktor Janúkovítsj neitar enn að viðurkenna ósigur sinn í forsetakosn- ingunum í Úkraínu á öðrum degi jóla. Janúkovítsj sagði af sér embætti for- sætisráðherra í sjónvarpsávarpi á gamlárskvöld. Hætta hormónanotkun Tæp 50% kvenna, á aldrinum 47– 53 ára, sem notað hafa tíðahvarfa- hormón, hafa hætt því m.a. af ótta við aukaverkanir. Þetta er niðurstaða rannsóknar við hjúkrunarfræðideild HÍ árið 2004. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Skák 43 Minn staður 12 Brids 43 Erlent 16 Dagbók 48/51 Daglegt líf 18/24 Menning 52/57 Forystugrein 30 Leikhús 52 Umræðan 32/36 Bíó 54/57 Bréf 37 Ljósvakar 58 Auðlesið efni 38 Veður 59 Minningar 39/42 Staksteinar 59 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið Glæsilegar sérferðir Heimsferða 2005. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is í hverju þjóðfélagi. Þann kjarna þarf að styrkja og treysta og við höfum komið til móts við breyttar kröfur með fæðingarorlofi fyrir báða foreldra, sem var mikið jafnréttismál. Að sama skapi höfum við lagt áherslu á að allir geti eignast sitt eigið húsnæði. En bet- ur má ef duga skal,“ sagði Halldór. Börnin afgangsstærð Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, sagði í nýársávarpi sínu að hann hefði ákveðið að stofna til íslensku menntaverðlaunanna sem yrðu ásamt íslensku bókmenntaverðlaununum og útflutningsverðlaununum helstu verð- laun úr hendi forseta Íslands. Ís- lensku menntaverðlaunin yrðu eink- um bundin við grunnskólastarfið enda hvað mikilvægast að rækta þar garð- inn og skapa samstöðu sem dygði um langa framtíð. Leitað yrði víðtæks samstarfs um að gera verðlaunin vel úr garði og tilnefninga óskað frá foreldrum, nemendum, kennurum og HALLDÓR Ásgrímsson, forsætisráð- herra, hefur ákveðið að setja af stað vinnu við að meta stöðu íslensku fjöl- skyldunnar. Í sjónvarpsávarpi á gaml- árskvöld sagði hann ýmis teikn á lofti um að gömul og gróin fjölskyldugildi væru á undanhaldi með óæskilegum afleiðingum. Samheldni fjölskyldna virtist minni og börnin þyrftu um- hyggju foreldra sinna og tíma fyrir leik og samræðu. „Hverju er um að kenna? Langur vinnudagur margra er auðvitað nær- tæk ástæða, en örugglega ekki eina skýringin. Er mögulegt að ýmiss kon- ar afþreying tefji svo fyrir börnum og fullorðnum að heimanám, elskulegur agi og uppeldi líði fyrir? Er ástæða til að sjá fjölskyldugerð fyrri tíma í hill- ingum? Hefur stórfjölskyldan gefið um of eftir? Látum við aðra um upp- eldi barna okkar – dýrmætustu eign- ina í lífinu? Það er bjargföst trú mín að sam- heldin og ástrík fjölskylda sé kjarninn öllum sem meta skólastarfið mikils. Karl Sigurbjörnsson, biskup Ís- lands, ljáði einnig máls á annríki for- eldra og vanrækslu barna í messu í Dómkirkjunni á nýársdag. „Það er alveg ljóst að við þurfum að vakna upp og meta börnin meira og gefa þeim tíma, börnunum sem sann- arlega er mikilvægasta auðlind lands- ins. Sú auðlind virðist afgangsstærð á Íslandi. Það virðist enginn tími fyrir börnin. Þau verða fórnarlömb lífs- gæðakapphlaupsins. Vanlíðan barn- anna, kvíði og vonleysi ber því vitni, og alls konar dæmi um vanrækslu sem börnin okkar líða. Það er auðvelt að skella skuldinni á kerfið en er ekki eitthvað að hvað varðar gildismat okk- ar sjálfra? Er ekki kominn tími til að horfa í eigin barm, er ekki eitthvað al- varlegt að þegar við megum varla vera að því að sinna því sem mestu máli skiptir?“ spurði biskup. Æska landsins var umfjöllunarefni í áramótaávörpum Meta á stöðu íslensku fjölskyldunnar  Áramótaávörp/28–31 FYRSTA barn ársins 2005 fæddist á Ísafirði kl. 7.49 að morgni nýárs- dags. Áramótabarnið er stúlka sem mældist 3.370 g og 51 sentimetri. Foreldrar hennar eru þau Anna Lára Guðmundsdóttir og Árni Víðir Alfreðsson. Þetta er fyrsta barn Önnu Láru en fjórða barn Árna Víðis. Aðspurður segir Árni Víðir allt hafa gengið vel og að bæði móður og barni heilsist vel. Að sögn Árna Víðis var fæðingin upphaflega sett 20. desember og áttu þau Anna Lára því alls ekki von á dótturinni snemma á nýju ári. „Það kom okkur í sjálfu sér ekkert á óvart að hún færi eitthvað framyfir tímann, en við áttum þó alls ekki von á því að það yrði svona langt framyfir.“ Að sögn Árna Víðis byrjuðu hríðirnar seinnipart gamlársdags og þegar líða fór á nóttina hafi það farið að hvarfla að þeim Önnu Láru að mögulega yrði dóttur þeirra fyrsta barn ársins. Spurður hvernig dóttirin tæki allri þeirri athygli sem hún fái sem fyrsta barn ársins segir Árni hún taka henni með mikilli ró. „Hún er alveg sallaróleg yfir þessu. Reynd- ar fara flössin á myndavélunum svolítið í hana, en að öðru leyti er hún alveg róleg.“ Fyrsta barnið á höfuðborgar- svæðinu leit ekki dagsins ljós fyrr en síðdegis á nýársdag er lítil stúlka kom í heiminn. Ljósmynd/Sigurjón J. Sigurðsson Fyrsta barn ársins 2005 fæddist á Ísafirði. Áramótabarnið er stúlka sem hér liggur í faðmi móður sinnar, Önnu Láru Guðmundsdóttur. Við hlið þeirra stendur faðirinn, Árni Víðir Alfreðsson, og eldri börnin hans þrjú, Stefán Halldór, Rannveig og Anna Steinunn. Fyrsta barn ársins fæddist á Ísafirði SKATTAR dæmigerðra fjölskyldna í borginni hækka um tugi þúsunda á þessu ári vegna skattahækkunar R-listans. Þetta kemur fram í aug- lýsingu sem borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins birta í Morgun- blaðinu í dag. Auglýsingin ber yfirskriftina: „Jólagjöfin sem þú getur ekki skilað.“ Í fréttatilkynn- ingu frá borgar- stjórnarflokki Sjálfstæðis- flokksins segir að eitt síðasta verk R-listans fyrir jól hafi verið að staðfesta verulegar skatta- og gjaldahækkanir á Reyk- víkinga í fjárhagsáætlun fyrir árið 2005, þvert á þau loforð sem gefin voru fyrir kosningar 2002. Í auglýs- ingunni eru tekin þrjú dæmi vegna hækkunar útsvars, fasteignaskatta, sorphirðugjalds og leikskólagjalds þar sem annað foreldri er í námi: Hjón með 6 m. kr. í árstekjur, sem búa í íbúð þar sem fasteigna- mat er 15 m. kr. greiða 25.772 kr. meira árið 2005 en þau gerðu árið 2004. Hjón með 3 m. kr. í árstekjur, sem búa í íbúð þar sem fasteigna- mat er 15 m. kr. og með barn á leik- skóla, þar sem annað foreldri er í námi greiða 68.652 kr. meira árið 2005 en þau gerðu árið 2004. Hjón með 3 m. kr. í árstekjur, sem búa í íbúð þar sem fasteignmat er 15 m. kr. og með 2 börn á leik- skóla, þar sem annað foreldri er í námi, greiða 109.065 kr. meira árið 2005 en þau gerðu árið 2004. Í dæmunum er ekki gert ráð fyrir hækkun fasteignamats um áramót á íbúðarhúsnæði. Það má því gera ráð fyrir að fasteignaskattahækkanirn- ar verði enn meiri. Hækkun fast- eignaskatta kemur ekki aðeins íbúð- areigendum við því slík hækkun skilar sér til langs tíma í leiguverði. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, odd- viti sjálfstæðismanna í borgar- stjórn, segir tilganginn með auglýs- ingunni vera þann að vekja Reykvíkinga til umhugsunar um fjármálastjórn R-listans sem ein- kennist af því að sífellt sé farið dýpra ofan í vasa skattgreiðenda í Reykjavík vegna langvarandi óráðsíu í fjármálum borgarinnar og skuldasöfnunar. Auglýsing borgarfull- trúa Sjálfstæðisflokks Aukin skattheimta R-listans Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson TVEIR drengir voru fluttir á slysadeild Landspítalans vegna gruns um reykeitrun eftir að kviknaði í íbúðarhúsi við Króka- byggð í Mosfellsbæ rétt fyrir klukkan 17 í gær. Eldurinn mun hafa kviknað í rúmdýnu en barst upp í þak hússins og var töluverð- ur eldur út um þakglugga þegar slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Tæpa klukku- stund tók að slökkva eldinn en eldvakt var höfð við húsið til klukkan 20.45. Húsið er raðhús á einni hæð með millilofti. Ljóst er að skemmdir eru talsverðar. Lögreglan í Reykjavík fer með rannsókn á upptökum eldsins. Kviknaði í íbúðarhúsi Morgunblaðið/Jim Smart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.