Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. „Góðir Íslendingar. Við hjónin óskum ykkur öllum gleðilegs árs og von- um að friðsæld og fögnuður ríki í hugum sem flestra, fögnuður yfir tækifærum og vonum sem tengd eru nýju ári, gleði vegna ávinninga fyrri tíðar. Þó hafa margir mátt þola þungar þrautir, glímt við veikindi og áföll, sótt á brattann og örvænt, þráð farsæld og frið. Við vottum öllum sem eiga um sárt að binda vegna hamfaranna ógurlegu, flóðbylgjunnar sem skall á fjar- lægum ströndum, okkar dýpstu samúð og heitum á þjóðir heims að taka höndum saman í hjálparstarfi. Áramótin eru oft tími sorgar og söknuðar. Við hugsum til látinna ástvina og eigum erfitt með að skilja hve mótdræg örlögin eru mörgum, en lofum líka hugrekkið og atorkuna sem gæða lífið nýjum þrótti, finnum í börnum að leik von og trú á framtíð- ina. Við Íslendingar höfum átt því láni að fagna að búa í samfélagi sem ber svipmót umhyggju og tillitssemi. Áhyggjulaus höfum við haft hús okkar opin, unga fólkið gengið hiklaust og greitt um allar dyr. Nú fáum við fréttir af vaxandi hörku og miskunnarleysi, átök- um í skuggaveröld, undirheimum þar sem sóknin í fíkniefni ræður för og mannfyrirlitning, grimmd og ofbeldi setja mark á daglegt líf. Á jólaföstu bárust okkur bækur sem flytja örlaga- sögur æskufólks sem lent hefur í klóm eiturlyfja, hrökklast um stræti eymdar og ótta. Ættingjar og vinir leggja á sig miklar fórnir til að hinir lánlausu sjái til sólar. Vitnisburður um napran og ógnvekjandi veruleika birtist okkur í þessum bókum og einnig iðu- lega í blöðum og fjölmiðlum, í fréttum af starfi lög- reglunnar og dómstólanna, í lýsingum á auknu ofbeldi og fólskuverkum. Hér er mikið verk að vinna; að efna í sameiningu til átaks sem hrindir þessum vágesti af höndum okkar, lýsir upp skuggaheim og hreinsar þar til svo um munar. Við eigum öll hagsmuna að gæta því reynslan sýnir að enginn veit hver er næstur, að börn og unglingar frá ólíkum heimilum eru í hópi fórnarlamba, að eftir andartak getur víglínan legið um okkar eigin garð. Við hjónin höfum ákveðið að leggja okkar af mörk- um, að bjóða fram liðsinni í baráttunni við þennan vá- gest, að taka höndum saman við alla sem nú vilja leggjast á árar, efna til samræðna við unga fólkið sem orðið hefur fyrir grimmri reynslu, ætt- ingja þeirra, vini og aðstandendur, laða fram lærdóma allra sem ábyrgð bera. Við erum líka reiðubúin að leita í smiðju til fólks í öðrum löndum og fá t samráðs ýmsa sem árangri hafa náð á sínum heimaslóðum, leggja þannig í sjó ábendingar og góð ráð frá þeim sem fy hafa staðið í sömu sporum og Íslend- ingar eru nú. Við þurfum að gæta þess vel að bægj illum öflum frá okkar ranni, koma í veg fyrir að erlendir glæpahringir skjóti hé rótum. Það gefast því miður engar einfaldar lausnir, engar greiðar götur að fulln- aðarsigri, en við eigum öll erindi í hið nýja varnarlið sem nú þarf að mynda, varnarlið um friðsæld og öryggi hins ís lenska veruleika. Í húfi er velferð barn tíð þeirra, heill og heilsa; og hvatningin geta fært þeim sömu gæfu og við nutum Uppeldi og menntun hafa löngum ve þráður í menningu og þjóðarvitund Ísle frá því að fornar sögur hófu til vegs or fóstra, þeirra sem þá önnuðust kennslu uppalendur. „Öllum kom hann til nokkurs þroska Sturluson um Erling Skjálgsson og hef síðan verið hrós að sinna þannig samfe Fræðslan var lengi í verkahring fjöls svo tók þjóðfélagið stakkaskiptum og n skipan á marga lund. Skólar risu um la kjarninn í byggðastefnu og stofnun Há var í árdaga heimastjórnar þjóðinni ke Snemma á síðustu öld gerðu Íslendin grein fyrir því að almenn skólaganga, f arasveit og víðtæk menntun voru forse að framfarirnar eiga sér rætur í litríku fræðslumálum. Kennaraskóli Íslands v skólanum lykilstofnun í öflugri sókn. Rannsóknir sérfræðinga um allan he að menntun æskufólksins er besta fjár þær þjóðir skara fram úr sem veita fræ eldi forgang, líta á skólana sem helsta sældar í framtíðinni. Jafnvel þjóðir sem Nýársávarp forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grí Þjóðareining um s eitt brýnasta verk „Góðir Íslendingar. Í kvöld kveðjum við enn eitt árið á lífsleið okkar; ár framfara, ár mikilla breytinga. Um leið höldum við áfram inn í nýtt ár með þá von í brjósti að okkur farn- ist öllum vel og fáum notið þess tíma sem framundan er. Sérhver stund, sérhvert ár er dýrmætt á lífsins göngu. Sjálf ráðum við miklu um hvað framtíðin ber í skauti sér. Með góðri samstöðu og trú á eigin mátt höfum við Íslendingar sannarlega náð miklum árangri á undanförnum árum. Við skulum halda áfram á þeirri braut á næsta ári með eigin hag og komandi kynslóða í fyrirrúmi. II. Alþjóðavæðingin skipar æ stærri sess í lífi okkar og starfi og á þeirri vegferð er saga þjóðarinnar dýrmæt. Sérhverjum manni er nauðsynlegt að þekkja sjálfan sig og til þess þarf að þekkja sögu sína. Menn mótast af uppeldi, umhverfi og reynslu og sækja þrek og þraut- seigju í sögu lands og þjóðar. Sögusvið Snorra Sturlusonar var ekki Ísland eitt, heldur öll Norðurálfan sem svo var nefnd, öll Vest- urlönd. Fátt hefur aukið hróður landsins meira en snilld og andagift þeirrar sögu sem þá var skráð. Varla hefur önnur íslensk bók haft meiri áhrif en Heims- kringla. Hún tengir norrænar þjóðir saman og leysti úr læðingi eldmóð og kraft. Bókin er því miklu meira en saga, hún hefur mótað nýja sögu frá fyrstu tíð. Það er umfram allt þessi forni arfur sem einkennir okkur sem þjóð. III. Sjaldan eða aldrei hafa tækifæri Íslendinga verið meiri. Landar okkar ganga djarflega fram víða um heim við að nýta tækifærin. Óhætt er að fullyrða að sókn íslenskra fyrirtækja á erlendum mörkuðum sé mesta hreyfiaflið í íslensk efnahagslífi um þessar mundir. Þetta er takt við sögulega hefð okkar Íslendinga þar sem samskipti við aðrar þjóðir hafa ávallt skipt sköpum í örlögum þjóð- arinnar. Allt er þetta af hinu góða. Hins vegar er nauðsynlegt að varúð sé viðhöfð á þessari vegferð. Það hefur ætíð verið gó regla að ganga hægt um gleðinnar dyr. Við höfum skapað einstök skilyrði til að gera marga hluti samhliða. Við höfum fengið mikið frelsi til athafna sem verðu að nýta vel. Þessu frelsi fylgir ábyrgð sem við verðum að axla hvert og eitt. Hættur geta leynst víða og mesta hætta skapast þegar farið er of geyst og stofn er til of mikilla skulda. Það á jafnt við u fyrirtæki og heimili. IV. Alþingi hefur samþykkt að létta undir ilunum í landinu með því að lækka skat leið bætur til barnafólks. Með þeim bre sérstök áhersla á barnafjölskyldur. Það ástæðulausu því ýmis teikn eru á lofti u gróin fjölskyldugildi séu á undanhaldi m afleiðingum. Samheldni fjölskyldna virð vitum að börn þarfnast umhyggju foreld tíma fyrir leik og samræðu. Nútímaþjóð breytt lífsmynstrinu og í kjölfarið hafa fjölskyldunnar tekið breytingum. Hverju er um að kenna? Langur vinn er auðvitað nærtæk ástæða, en öruggleg skýringin. Er mögulegt að ýmiss konar Áramótaávarp Halldórs Ásgrímssonar forsætis Mesta hættan ska of geyst og stofnað ÍSLENZKU MENNTAVERÐLAUNIN Það er góð hugmynd hjá ÓlafiRagnari Grímssyni, forseta Ís-lands, að setja á stofn Íslenzku menntaverðlaunin. Með því leggur for- setinn sitt af mörkum til þess að efla skólana og undirstrika mikilvægi kenn- arastarfsins. Um þetta sagði forsetinn í nýárs- ávarpi sínu: „Íslenzku menntaverðlaunin verða einkum bundin við grunnskólastarfið enda hvað mikilvægast að rækta þar garðinn og skapa samstöðu, sem dugir um langa framtíð. Hugmyndin er að verðlaunin verði veitt í fernu lagi: Skólum, sem sinnt hafa vel nýsköpun eða farsælu samhengi í fræðslustarfi. Kennurum, sem skilað hafa merku ævistarfi eða á annan hátt skarað fram- úr. Ungu fólki, sem í upphafi kennslu- ferils hefur sýnt alúð og hæfileika. Höfundum námsefnis, sem lagt hafa grundvöll að nýjum kennsluháttum. Leitað verður víðtæks samstarfs um að gera íslenzku menntaverðlaunin vel úr garði og tilnefninga óskað frá for- eldrum, nemendum, kennurum og öll- um, sem meta mikils skólastarfið.“ Umfjöllun um skólana og kennara- starfið var annar af tveimur grundvall- arþáttum í nýársávarpi forsetans. Hann sagði ennfremur: „Víð verðum að skapa víðtæka sátt um skólastarfið, ná eins og Morgun- blaðið vakti máls á fyrir skömmu, þjóð- arsamstöðu um úrvalsskóla, skóla, sem eru úrval vegna gæða, aðgangsins, sem er öllum opinn, jafnréttisins, sem þar ræður ríkjum, úrvalsskóla, sem mis- muna í engu vegna efnahags.“ Hér vísar forsetinn til ummæla í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins hinn 20. nóvember sl., þar sem m.a. sagði: „Hér þarf að skapa þjóðareiningu um að byggja upp úrvalsskóla. Hér þarf að skapa það andrúm og viðhorf, að kennarastarf sé eftirsóknarvert starf ... Nú þarf þjóðin að stilla saman strengi sína og beina kröftum sínum í einn og sama farveg. Nú þurfa lands- menn að taka höndum saman um að byggja upp skólakerfi, sem verður öðr- um framar og öðrum til fyrirmyndar.“ Það er ánægjulegt að forsetinn hefur tekið frumkvæði í þessum efnum og óhikað má fullyrða, að hann muni njóta til þess almenns stuðnings meðal landsmanna. UMRÆÐUR UM UTANRÍKISMÁL Tímabært er orðið að fram fari víð-tækar umræður um utanríkismál og utanríkisstefnu okkar Íslendinga næstu ár og áratugi. Í áramótagrein sinni hér í Morgun- blaðinu á gamlársdag fjallaði Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins, m.a. um stöðu viðræðna um framtíð varnar- stöðvarinnar í Keflavík við Banda- ríkjastjórn. Utanríkisráðherra sagði m.a.: „Að ósk forseta Bandaríkjanna verð- ur í þeim (þ.e. viðræðum á næstunni um framtíð varnarsamstarfs, innskot Mbl.) rætt um aukna þátttöku Íslend- inga við rekstur og viðhald Keflavíkur- flugvallar. Til þess eru íslenzk stjórn- völd reiðubúin enda hefur borgaralegt flug um völlinn aukizt verulega en hernaðarlegt flug minnkað …“ Við Íslendingar höfum í slíkum við- ræðum ekki lengur þá stöðu, sem við höfðum á dögum kalda stríðsins, þegar lífsnauðsyn var fyrir Bandaríkjamenn að hafa hér aðstöðu. Persónulegt samband Davíðs Odds- sonar við Bandaríkjaforseta hefur hins vegar skipt sköpum síðustu misseri. Eitt mikilvægasta verkefni utanrík- isþjónustunnar næstu árin verður að byggja upp slíkt samband á breiðum grundvelli við stjórnvöld í Bandaríkj- unum. UPPLAUSN FJÖLSKYLDUNNAR Upplausn fjölskyldunnar var um-fjöllunarefni bæði Halldórs Ás- grímssonar forsætisráðherra og Karls Sigurbjörnssonar biskups í ræðum þeirra um áramótin. „Aldrei nokkru sinni hefur for- eldrahlutverkið verið í meira upp- námi en einmitt nú, og aldrei hefur uppeldishlutverk foreldra verið minna metið en nú,“ sagði biskup. „Aldrei fyrr hafa eins margir for- eldrar yfirgefið börn sín og nú, á mesta velmegunarskeiði Íslandssög- unnar.“ Biskup minntist þess að móðir sín hefði alltaf haft nægan tíma fyrir sig og systkini sín. Hin heimavinnandi húsmóðir hefði verið metin sem hver annar ómagi á þjóðfélaginu en hvaða verðmætum hefðu móðir sín og henn- ar líkar í raun aflað Íslandi? Forsætisráðherra kvað gömul og gróin fjölskyldugildi á undanhaldi og spurði hvort ástæða væri til að sjá á eftir fjölskyldugerð fyrri tíma. Kjarni hvers samfélags væri sam- heldin og ástrík fjölskylda: „Þann kjarna þarf að styrkja og treysta og við höfum komið til móts við breyttar kröfur með fæðingarorlofi fyrir báða foreldra, sem var mikið jafnréttis- mál. Að sama skapi höfum við lagt áherslu á að allir geti eignast sitt eigið húsnæði. En betur má ef duga skal. Ég hef því ákveðið að setja af stað vinnu við að meta stöðu íslensku fjölskyldunnar.“ Full ástæða er til að taka undir það með biskupi og forsætisráðherra að taka þarf upplausn fjölskyldunnar föstum tökum. Allir Íslendingar þekkja afleiðingar þess að fjölskyld- ur sundrast og þá erfiðleika, sem fylgja í kjölfarið. Þeir bitna ekki síst á börnunum og skilja eftir sár, sem jafnvel aldrei gróa. Því þarf að leggja kapp á að finna leiðir í anda jafn- réttis kynjanna til að auka samheldni fjölskyldna með því að gera báðum foreldrum kleift að uppfylla metnað sinn jafnt í starfi sem uppeldi og um leið að hjálpa einstæðum foreldrum að gegna tvöföldu hlutverki undir tvöföldu álagi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.