Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT LJÓST er að minnst 186 létu lífið og um 700 slösuðust, sumir hættulega, þegar eldur kom upp á skemmtistað í Buenos Aires, höfuðborg Argent- ínu, daginn fyrir gamlársdag. Eig- andi skemmtistaðarins, Omar Chab- an, hefur verið handtekinn en fullyrt er að neyðardyr hafi verið læstar og allt of margt fólk innan dyra. Heimilt var að leyfa 1.500 manns að vera í salnum en þar er sagt að hafi verið um 4.000 manns, aðallega unglingar. Hundruð manna efndu til mótmælafundar við staðinn á nýárs- dag og kröfðust þess að reglur um öryggi á skemmtistöðum yrðu hert- ar. „Við verðum að tryggja að svona atburðir gerist aldrei aftur,“ sagði Jorge Viegas Mendes, sem missti 18 ára gamlan son sinn, Cristian, í slys- inu. Angistarfullir ættingjar leituðu í gær enn að ástvinum sínum meðal hinna látnu, aðrir undirbjuggu útför. Eldurinn kviknaði um miðnætti að þarlendum tíma í Cro-Magnon Republic klúbbnum í miðborginni en þar fóru fram rokktónleikar með vin- sælli sveit, Los Callejeros. Óstað- festar fréttir herma að eldurinn hafi kviknað eftir að tónleikagestir köst- uðu upp í loftið logandi blysum sem munu hafa valdið því að það kviknaði í loftklæðningu. Reuters Maður sem komst lífs af andar að sér súrefni með hjálp grímu í sjúkrabíl fyrir utan skemmtistaðinn aðfaranótt gamlársdags. Harmleikur í Argentínu Hátt í 200 fórust í eldi Buenos Aires. AP, AFP. ÖRYGGISSVEITIR í Afganistan hafa handtekið mann sem hefur við- urkennt að hafa skipulagt sprengju- árásir í landinu, þ.á m. sjálfsvígstil- ræði sem varð tveim að bana í verslunargötunni Chicken Street í Kabúl 23. október og særði þrjá ís- lenska friðargæsluliða. Maðurinn heitir Mohammad Haidar, er úr þjóðarbroti tadsíka og um þrítugt. Hann er talinn hafa hlítt fyrirmælum samtaka Osama bin Ladens, al-Qaeda. Segist Haidar hafa farið til Peshawar í Pakistan og hitt mann að nafni Attaullah sem gaf honum fyrirmælin um árásirnar. Einnig hafi Attaullah fengið honum 7.000 dollara til að kaupa bíl og sprengiefni. Hefur Haidar einnig að sögn afg- anska sjónvarpsins játað aðild sína að bílsprengjutilræði í ágúst sem varð 10 manns að bana, meðal þeirra voru þrír Bandaríkjamenn. Afganskt barn og bandarísk kona létu lífið í tilræðinu 23. október en talið er að sjálfsmorðinginn hafi ver- ið frá Kasmír. Í frétt AP-fréttastof- unnar segir að Íslendingarnir, sem hafi verið í teppaverslun, hafi senni- lega verið skotmark tilræðismanns- ins. Tilræðið í Chicken Street í Kabúl Skipuleggj- andi hand- tekinn ÚTLIT var í gær fyrir að óvissa í úkraínskum stjórnmálum myndi enn dragast á langinn. Víktor Janúkov- ítsj neitar enn að viðurkenna ósigur sinn í forsetakosningunum í landinu á öðrum degi jóla. Verkamenn hófu í gær að rífa svið sem komið hafði verið upp á Sjálf- stæðistorginu í höfuðborginni, Kíev. Torgið hefur verið helsti vettvangur stjórnarandstöðunnar sem nú hefur knúið fram söguleg umskipti í land- inu eftir sigur Víktors Jústsjenkos í forsetakosningunum. Sú staðreynd að sviðið í miðborginni hefur nú verið rifið þykir til marks um að Jústsj- enko hafi ekki þungar áhyggjur af mótmælum keppinautar síns. Jan- úkovítsj kærði úrslitin til Hæstarétt- ar Úkraínu með þeim rökum að brögð hefðu verið í tafli. Um var að ræða kæru í fjórum liðum og hefur rétturinn nú hafnað þeim öllum. Eft- ir stendur kæra hans varðandi sjálf úrslit kosninganna. Jústsjenko er sagður hafa fengið meira en tvær milljónir atkvæða umfram mótfram- bjóðanda sinn. Janúkovítsj sagði af sér embætti forsætisráðherra í „dramatísku“ sjónvarpsávarpi á gamlárskvöld. Kvað hann ógerlegt með öllu að starfa með „þessum stjórnvöldum“. Sagði hann að baráttunni yrði haldið áfram hvað úrslit kosninganna varð- aði en kvaðst ekki bjartsýnn um að kjörstjórn eða dómstólar kæmust að sanngjarnri niðurstöðu í málinu. Nokkrum klukkustundum áður en Janúkovítsj flutti sjónvarpsávarp sitt hafði Jústsjenko talað til um 100.000 stuðningsmanna sinna á Sjálfstæðistorginu. Mikið var um dýrðir, glæsilegum flugeldum var skotið á loft en athygli vakti að með Jústsjenko á sviðinu var Mikhail Saakashvili, forseti Georgíu, sem einnig fór fyrir frið- samlegri lýðræðisbyltingu í heima- landi sínu. Skrúfað fyrir gasið Stjórnvöld í Túrkmenistan skýrðu frá því á laugardag að þau hefðu staðið við hótun um að stöðva flutn- inga á gasi til Rússlands og Úkraínu. Þau krefjast hærra verðs fyrir fram- leiðslu sína. Í yfirlýsingunni var vís- að sérstaklega til „nýrra stjórnvalda í Úkraínu“ og sagt að Túrkmenar væru tilbúnir til viðræðna við þau um nýja verðskrá. Stjórnvöld í Túrkmenistan halda því fram að ákvörðun þessi tengist á engan veg stjórnarskiptunum í Úkraínu. Þekktur rússneskur frétta- skýrandi, Andreij Píontkovskíj, kvaðst hins vegar telja að ráðamenn í Rússlandi hefðu ákveðið að nýta sér tengsl við stjórnina í Túrkmenistan til að minna Jústsjenko og menn hans á að enn væri Úkraína háð hin- um volduga granna sínum um margt. Ákvörðun Túrkmena hefur lítil sem engin áhrif í Rússlandi en kemur sér illa fyrir Úkraínumenn. Rússar hafa sagt að þeir muni áfram selja Úkr- aínumönnum gas en kveðast á hinn bóginn ekki geta bætt það upp sem á vantar vegna ákvörðunar Túrkmena. Enn neitar Janúkovítsj að viðurkenna ósigur sinn Kíev. AFP. Reuters Viktor Jústsjenko (t.v.), nýkjörinn forseti Úkraínu, og forseti Georgíu, Mikhail Saakashvili, veifa til fagnandi mannfjölda í Kíev á nýársdag. OPINBER þjóðarsorg var í Svíþjóð, Noregi og Finnlandi á nýársdag og Danmörku í gær vegna manntjóns- ins í náttúruhamförunum í Asíu þar sem talið er að allt að 150.000 manns hafi farist, langflestir þeirra Asíu- búar. Öruggt má telja að um 400 Evrópumenn hafi farist og líklegt að sú tala eigi eftir að hækka mikið. Staðfest hefur verið lát yfir 70 manna frá Svíþjóð og Noregi og vit- að er um sjö Dani og fjóra Finna sem dóu. Í mörgum löndum var flaggað í hálfa stöng, fögnuður vegna áramót- anna var minni en venjulega á gaml- árskvöld og hinum látnu sýnd virð- ing með ýmsum hætti, meðal annars með mínútu þögn á Trafalgartorgi í London þegar nýja árið var að ganga í garð, að sögn BBC. Enn er um níu þúsund Evrópu- manna saknað á flóðasvæðunum í Asíu og dvína vonir um að fólkið finnist á lífi með hverjum deginum sem líður. Staðfest er að minnst 60 Þjóðverjar fórust í hamförunum en að auki er um eitt þúsund saknað. Frakkar segja að líklega hafi þeir misst allt að 150 manns. Vitað er um 18 látna Ítali auk þess sem um 570 manns er saknað. Einnig er fleiri hundraða Svisslendinga og Austur- ríkismanna saknað og vitað um minnst 36 látna frá löndunum tveim, að sögn AFP-fréttastofunnar. Enn er þó fólk að gefa sig fram að sögn sænskra stjórnvalda, sem lækkuðu í gær tölu þeirra sem sakn- að er í 2.915. Staðfest er að 52 Svíar eru látnir. Stöðugt er strikað yfir nöfn fólks sem upplýsingar hafa fengist um að sé á lífi en samtímis bætast við nöfn þeirra sem ekki var vitað um áður á flóðasvæðinu. Yfir 1.400 Norðmanna saknað Staðfest er að 21 Norðmaður lét lífið en rösklega 1.440 er saknað, þar af eru 983 sem talið er að hafi ef til vill verið á hamfarasvæðunum. Gert var ráð fyrir því að sögn Dagens Nyheter að flogið yrði áfram með slasaða og veika Svía á flóðasvæð- unum í Taílandi heim í gær og sama var að segja um slasaða Norðmenn. Að sögn Aftonbladet í Svíþjóð hafa þegar verið flutt heim 60 sænsk börn sem hafa annaðhvort misst foreldra sína eða ekki er vitað um afdrif þeirra. „Aldrei hefur verið jafn erfitt að fagna nýju ári,“ sagði Göran Pers- son, forsætisráðherra Svíþjóðar, í nýársræðu sinni. Auk þeirra sem fórust er enn saknað 194 frá Finn- landi og 268 frá Danmörku. Af þeim eru þó rúmlega hundrað Danir sem aðeins er óttast um af því að ekki er vitað hvar þeir voru. Nöfn hinna voru hins vegar gefin upp í gær til að auðvelda lögreglunni að slá því föstu hvort umrætt fólk hefði verið á hættusvæðunum í Asíu, að sögn Jyllandsposten. Dagblaðið Aftenposten hafði í gær eftir lögreglumönnum að komið hefðu í ljós margar villur á listum utanríkisráðuneytisins í Ósló yfir þá sem væri saknað, þar væri sama fólkið nefnt oftar en einu sinni undir ólíkum nöfnum. Seinagangur gagnrýndur Nokkrum stundum eftir að flóðin urðu stóðu þrjár sérútbúnar flugvél- ar, með sjúkragögn og tækjabúnað auk 10 lækna og 10 hjúkrunarfræð- inga, reiðubúnar á flugvelli í Sønder- borg í Danmörku. Þær voru hins vegar ekki sendar á vettvang þótt stjórnum landanna væri sagt frá vél- unum, sem reknar eru af fyrirtækinu Global Medical Support er annast slíka þjónustu einnig í öðrum nor- rænum ríkjum. Var það ekki fyrr en nokkrum dögum seinna sem haft var samband við fyrirtækið. Þykir seina- gangurinn með ólíkindum en for- stjóri fyrirtækisins segist telja að stjórnvöld hafi viljað byrja á því að senda fyrst eigin fulltrúa til flóða- svæðanna til að meta ástandið. Það hafi hins vegar tekið nokkra dýr- mæta daga. Enn er margra þúsunda Evrópumanna saknað Þjóðarsorg á nýársdag í Skandinavíu  52 Svíar fórust og nær 3.000 er saknað  Seinagangur stjórnvalda fyrstu dagana gagnrýndur Reuters Víða er skortur á brýnum nauðsynjum. Hér bíður fólk á Súmötru eftir steinolíu sem yfirvöld úthlutuðu í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.