Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 44
44 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ A T V I N N U A U G L Ý S I N G A R Kraftvélar ehf. · Dalvegi 6-8 · 201 Kópavogur · Sími 535 3500 · Fax 535 3501 Upplýsingar um Kraftvélar má finna á heimasíðunum www.kraftvelar.is og www.komatsu.is Umsóknir skulu fylltar út á www.hagvangur.is eða sendar til Hagvangs ehf, Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík, fyrir 10. janúar n.k. Upplýsingar veitir Baldur Jónsson hjá Hagvangi í síma 520-4700. Netfang: baldur@hagvangur.is Þjónustustjóri Starfið felst í samhæfingu á starfsemi varahlutaverslunar og verkstæðis. Leitað er að öflugum stjórnanda með ríka þjónustulund. Hæfniskröfur: • Menntun af véla- eða tæknisviði • Stjórnunarreynsla • Mjög góð Excel þekking og almennt góð tölvuþekking • Góð enskukunnátta skilyrði • Góð þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum Kraftvélaleigan Starfið felst í daglegri stjórn leigustarfsemi, tilboðsgerð og arðsemisútreikningum. Leitað er að starfsmanni sem er vakandi fyrir viðskiptatækifærum og er sölu- og markaðsþenkjandi. Hæfniskröfur: • Háskólamenntun á sviði viðskipta, tæknifræði eða sambærileg menntun. • Mjög góð Excel þekking og góð almenn tölvuþekking • Góð enskukunnátta skilyrði Sölumaður Starfið felst í sölu til viðskiptavina og öflun nýrra viðskiptavina. Starfinu fylgja ferðalög bæði innalands og utan. Leitað er að starfsmanni sem hefur ánægju af samskiptum við viðskiptavini. Hæfniskröfur: • Reynsla af sölustörfum • Góð enskukunnátta skilyrði • Góð almenn tölvuþekking Vélvirki / bifvélavirki Starfið felst í almennum vélaviðgerðum Hæfniskröfur: • Þekking og reynsla af vélaviðgerðum • Menntun á sviði vélvirkjunar eða bifvélavirkjunar Bílstjóri Starfið felst í útkeyrslu, sendiferðum og ýmsum útréttingum. Hæfniskröfur: • Meirapróf Fyrir öll störf gildir: • Heiðarleiki og snyrtimennska • Stundvísi og reglusemi Kraftvélar óska eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf vegna aukinnar starfsemi „Au pair“ í Stokkhólmi Íslensk/sænsk læknafjölskylda óskar eftir ábyrgri og barngóðri „au pair“ til að gæta þriggja barna, 4ra, 7 og 9 ára, og sinna léttum heimilisstörfum frá byrjun janúar fram á sum- ar. Börnin eru í gæslu/skóla á daginn. Sænsku- námskeið í boði. Þarf að hafa bílpróf. Vinsam- legast hafðu samband sem fyrst við Ásdísi í síma 0046 707 423600. Netfang: asdis@ilterkliniken.se . Rafvirkja vantar á Austurlandi Vantar að ráða rafvirkja sem fyrst. Æskilegt er að viðkomandi hafi sveinspróf og reynslu í verkstjórn. Mikil vinna framundan. Áhugasamir sendi tölvupóst á saxa@simnet.is eða hringi í Jóhann í síma 893 6558. Í Hafnarfirði búa um 22 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningar í jaðri höfuð- borgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Nýr skóli á Völlum Skólastjóri grunnskóla Staða skólastjóra við nýjan grunnskóla á Völlum í Hafnarfirði er laus til umsóknar. Þar er í hönnun þriggja hliðastæðna grunnskóli og leikskóli í sama hús- næði. Nýr skólastjóri tekur þátt í að móta umgjörð skólastarfsins og stefnu skólans í samráði við fræðsluyf- irvöld og aðra hagsmunaaðila. Ráðið verður í 50% stöðu skólastjóra grunnskólans frá 1. febrúar 2005 (eða eftir samkomulagi) og fulla stöðu frá 1. ágúst 2005 eða eftir nánara samkomulagi. Starfsemi grunn- skólans hefst haustið 2005 en leikskólinn tekur til starfa haustið 2006. Meginhlutverk skólastjóra er að stýra og bera ábyrgð á daglegri starfsemi og rekstri skólans, en einnig að veita skólanum faglega forystu á sviði kennslu og þróunar. Umsækjandi þarf að hafa til að bera eftirfarandi þætti: Kennaramenntun. Framhaldsmenntun á sviði stjórnunar, uppeldis- eða kennslufræði og reynslu af stjórnun. Lipurð í mannlegum samskiptum. Metnað og áhuga fyrir nýjungum. Grunnskólinn verður byggður fyrir allt að 700-750 börn. Í Hafnarfirði eru íbúar tæplega 22.000 og í bænum eru 7 grunnskólar og 14 leikskólar og er þjónustusamningur við einn til viðbótar. Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar er þjónustu- stofnun í þágu menntunar í bæjarfélaginu og þar starfa sér- hæfðir starfsmenn sem veita faglega ráðgjöf og þjónustu sem hæfir hverju sinni. Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Bald- ursson, fræðslustjóri, í síma 585 5800, netfang magnusb@hafnarfjordur.is en fræðslustjóri er næsti yfirmaður skólastjóra. Um kaup og kjör fer samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ. Umsókn þarf að innihalda yfirlit um menntun og reynslu, ásamt ítarlegri greinargerð um fyrirhugaðar áherslur í skólastarfi. Í samræmi við jafnréttis- stefnu Hafnarfjarðar eru karlar jafnt sem konur hvattir til að sækja um starfið. Umsókn skal skilað á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar, Strandgötu 31, 220 Hafnarfirði, eigi síðar en 10. janúar 2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.