Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 60
ALMANNAVARNANEFND Ísafjarðarbæjar kom saman til fundar í
stjórnstöð almannavarna við Fjarðarstræti á Ísafirði í gærkvöldi þar sem
tekin var ákvörðun um rýmingu vegna snjóflóðahættu. Síðastliðinn laug-
ardag lýsti Veðurstofa yfir viðvörunarstigi á norðanverðum Vestfjörðum
vegna gífurlegrar fannkomu, en sérveðurspá fyrir Vestfirði, sem gildir til
hádegis 3. janúar, er slæm. Í fréttatilkynningu sem almannavarnanefnd
sendi frá sér að fundi loknum kemur fram að Veðurstofan hafi í ljósi þessa
tekið ákvörðun um að rýma á svæði C í Skutulsfirði en það er húsið Selja-
land og M-N-O svæði í Hnífsdal (þ.e. bæinn Hraun og íbúðir við Árvelli).
Jafnframt kemur fram að almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar hefur
tekið ákvörðun um að rýma eftirtalin hús: Fremri- og Neðri Breiðadal í
Önundarfirði, Kirkjuból í Korpudal, Veðrará í Önundarfirði og Fremstu-
hús í Dýrafirði. „Að öllu jöfnu er ekki búið á öllum þessum bæjum en
nefndin mun láta vita engu að síður,“ segir í fréttatilkynningunni, en var-
að er við veðurham og hugsanlegum snjóflóðum á athafnasvæði Funa og
Gámaþjónustu í Engidal, Grænagarðs og áhaldahúss í Skutulsfirði og Ísa-
fjarðarflugvallar.
Almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á að íbúar haldi
sig innandyra og fylgist vel með veðri og veðurspá og tilkynningum al-
mannavarnanefndar, en Veðurstofa spáir vondu veðri og aðstæður eru
mjög slæmar og því fyllsta ástæða til varkárni. Spáð er austanátt sem get-
ur verið varasöm fyrir Holtahverfi í botni Skutulsfjarðar snúist hún í suð-
vestlæga átt.
Svæði rýmd á Vestfjörð-
um vegna snjóflóðahættu
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Mikið hefur snjóað á Ísafirði um áramótin og snjóaði enn í gærkvöldi.
Ísfirðingar kveiktu samt í brennu í gær og skutu upp flugeldum.
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Næring ekki
refsing
FEIKNAGÓÐ aðsókn var á skíðasvæðið í
Bláfjöllum í gær þegar tvö þúsund manns
lögðu leið sína þangað og skemmtu sér á
skíðum og brettum. Flestar lyftur voru í
gangi og skíðafæri frábært, að sögn Grétars
Halls Þórissonar, forstöðumanns skíðasvæð-
anna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opið var líka
í Skálafelli, fyrsta skiptið í vetur, og skíða-
færi þar er líka mjög gott. Ekki var þó stóla-
lyftan opin og ekki eins mikil aðsókn og í
Bláfjöllum.
Þrátt fyrir leiðindaveðurspá næstu daga
ætti skíða- og brettafólk ekki að hafa
áhyggjur því mikill og góður snjókjarni er
kominn í fjöllin og engin hætta á að hann
hverfi í bráð. Þótt spáð sé rigningu hefur
það engin áhrif því það þýðir einfaldlega
meiri snjókomu í fjöllin.
Morgunblaðið/Jim Smart
Tvö þúsund manns í frábæru skíðafæri
ÁTTA drengir á aldrinum 9–18 ára
slösuðust á augum vegna flugelda um
áramótin. Þar af slösuðust þrír þeirra
nokkuð alvarlega og einn sýnu mest.
Gekkst hann undir aðgerð og liggur á
Landspítalanum.
Slysin urðu á tímabilinu 30. desem-
ber til 1. janúar. Tvö slys urðu daginn
fyrir gamlárskvöld og voru báðir
drengirnir sem lentu í þeim það illa
slasaðir að leggja þurfti þá inn á
barnadeild. Þriðji drengurinn sem
hlaut alvarleg meiðsli var lagður inn í
fyrrakvöld, slasaður á báðum augum
eftir flugeldabruna. Var það alvarleg-
asta slysið og fór hann í aðgerð. Aðrir
drengir sem komu á slysadeild vegna
augnskaða fengu að fara heim eftir
skoðun og gátu haldið meðferð sinni
áfram heima hjá sér.
Tilraunastarfsemi
María Soffía Gottfreðsdóttir, augn-
læknir á Landspítalanum, segir aðal-
orsök slysanna hafa verið tilrauna-
starfsemi hjá drengjunum með
flugeldana. Þannig megi rekja aðdrag-
anda flestra slysanna til þess að verið
var að taka flugelda í sundur. Þeir sem
hlutu minni háttar bruna voru hins
vegar að skjóta upp flugeldunum en
voru ekki með hlífðargleraugu og
sömu sögu var að segja um hin fórn-
arlömbin.
Átta augn-
slys um
áramótin
TÆP 50% kvenna á aldrinum 47–53 ára, sem
notað hafa tíðahvarfahormón, hafa hætt því
m.a. af ótta við aukaverkanir. Þetta er niður-
staða rannsóknar sem dr. Herdís Sveins-
dóttir, við hjúkrunarfræðideild HÍ, gerði
2004. Tilgangur hennar var að rannsaka
hvernig íslenskar konur tóku ákvörðun um
hormónanotkun og hver afstaða þeirra var
til ýmissa þátta tengdum tíðahvörfum. Sendi
hún spurningalista til þúsund kvenna í þess-
um aldurshópi á höfuðborgarsvæðinu og
svöruðu 56%.
Rannsóknin var gerð tveimur árum eftir
að stór bandarísk rannsókn á áhrifum tíða-
hvarfahormóna á konur, Women’s Health
Initiative, var stöðvuð í miðjum klíðum sum-
arið 2002. Rannsóknin var stöðvuð þegar í
ljós komu neikvæð áhrif hormónanotkunar-
innar á heilsu kvenna.
Herdís segir að hér á landi hafi verið gríð-
arleg aukning á notkun tíðahvarfahormóna
hjá konum allt frá 1990 og fram á þessa öld.
Það hafi gerst í ljósi mjög jákvæðrar umfjöll-
unar um góð áhrif hormónanna á heilsu og
fyrirbyggjandi áhrif þeirra gegn hjarta- og
æðasjúkdómum, beinþynningu, Alzheimer
og fleiri kvillum. Herdís segir að ekki ein-
ungis konur hafi haft trú á notkun tíða-
hvarfahormónanna, held-
ur hafi það einnig gilt um
allt læknasamfélagið.
Niðurstaða WHI-rann-
sóknarinnar varð þver-
öfug við ætluð áhrif tíða-
hvarfahormónanna og
eftir að það kom í ljós hafi
dregið mjög úr hormóna-
notkuninni.
Herdís spurði konurnar
einnig að því hvert þær leituðu ráða um notk-
un tíðahvarfahormóna. Hún segir að hátt í
50% kvennanna hafi ráðfært sig við lækna og
vinkonur en einungis 13% við mæður sínar.
„Mér þykir það mjög athyglisvert,“ sagði
Herdís. „Þarna verður rof í færslu þekkingar
á milli kynslóða í því hvernig á að takast á við
lífið.“
Herdís mun kynna niðurstöður sínar á
tólftu ráðstefnunni um rannsóknir í líf- og
heilbrigðisvísindum í Háskóla Íslands, sem
haldin verður 4. og 5. janúar í Öskju, nátt-
úruvísindahúsi HÍ. Þar verða kynntar fjöl-
margar rannsóknir með 135 erindum og
meira en 100 veggspjöldum. Viðfangsefnin
eru af ýmsum toga og ná allt frá grunnvís-
indum til heilsufarskannana.
Mikið hefur dregið úr notkun tíðahvarfahormóna
Herdís
Sveinsdóttir
ORKUVEITA Húsavíkur hefur gert samning
við Hitaveitu Suðurnesja um kaup á rafmagni.
Orkuveitan hefur fram að þessu keypt rafmagn
af RARIK, en með nýjum raforkulögum er veit-
unni heimilt að færa viðskiptin til þess fyrirtæk-
is sem býður hagstæðust kjör. Orkuveita Húsa-
víkur framleiðir um 80% af þeirri raforku sem
Húsvíkingar þurfa á að halda.
Hreinn Hjartarson veitustjóri segir að afl-
toppur Orkuveitu Húsavíkur og RARIK falli
illa saman og því hafi fyrirtækið haft hug á að
leita hagkvæmari leiða við orkukaup. Lands-
virkjun neiti að selja notendum minna en 10
GWst, en Orkuveita Húsavíkur þurfi hins vegar
aðeins að kaupa 2,5 GWst til viðbótar eigin
orkuframleiðslu. Niðurstaðan hefði því orðið sú
að leita til Hitaveitu Suðurnesja. Afltoppur HS
falli vel að þörfum Orkuveitu Húsavíkur og því
sé þetta hagstæður kostur.
Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suður-
nesja, segist vera ánægður með samninginn.
Hann hafi aðeins verið gerður til eins árs því
báðir aðilar vilji hafa tækifæri til að skoða málin
að nýju þegar meiri reynsla sé komin á nýtt raf-
orkulagaumhverfi.
Húsvíkingar
kaupa rafmagn
af Suðurnesjum