Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 48
Grettir Grettir Smáfólk HÆTTU HVERJU ÞVÍ SEM ÞÚ ERT AÐ GERA! MIG HEFUR ALLTAF LANGAÐ AÐ SEGJA ÞETTA ÞANNIG AÐ ÉG ÞARF EKKI AÐ HÆTTA ÞESSU? ÞESSI KATTARMATUR LYKTAR EKKERT ÞAÐ VIÐBJÓÐSLEGA Ó... JÆJA... ÆTLI ÉG BORÐI HANN EKKI SAMT MIG LANGAR Í FLUGDREKA ÞAÐ VILDI ENGINN KOMA MEÐ MÉR! Beini © DARGAUD Dagbók Í dag er mánudagur 3. janúar, 3. dagur ársins 2005 Víkverji dagsinsfylgdist að þessu sinni með flugelda- skyttum höfuðborg- arsvæðisins ofan úr Breiðholti sem reynd- ist vel til þess fallið enda sum hverfin mun hærri en eldri byggðir. Víkverji er yfirleitt of latur eða huglaus til að leggja sjálfur fram skerf en nýtur þess að horfa á dýrðina. Var minna skotið nú en áður? Ekki sýndist Víkverja það. Hvatn- ingin sem sumir land- ar hans sendu frá sér um að sýna fórnarlömbum hamfar- anna í Asíu samúð og skjóta minna virðist ekki hafa haft áhrif á viljann til að fagna áramótum. Ef marka má fréttir frá mörgum öðrum löndum var þar sömu sögu að segja þótt víða væri hinum látnu sýnd virðing með stuttri þögn um áramótin. En hversu hörmulegir sem atburðirnir í Asíu eru þá er ljóst að lífið heldur áfram. Íslendingar geta hins vegar sýnt hug sinn með fégjöfum og annarri aðstoð þótt þeir hafi eins og aðrir viljað halda við þeirri gömlu hefð að fagna nýju ári. En Víkverja fannst vanhugsað þegar talsmenn björg- unarsamtaka bentu á að hagnaður af flug- eldasölu rynni til nauð- synlegra starfa þeirra og virtust gefa í skyn að ef menn keyptu ekki vöruna yrði að leggja samtökin niður. Þetta er fáránlegt. Að sjálfsögðu gegna liðs- menn þessara sjálf- boðaliðasamtaka mik- ilvægu öryggishlut- verki, um það geta allir vitnað sem hafa einhvern tíma þurft á þeim að halda. En hvernig við fjár- mögnum starfið er allt annar hand- leggur. Það er ekki eitthvert nátt- úrulögmál að það sé gert með flugeldasölu. Við gætum t.d. ákveðið að þetta sé hluti óhjákvæmilegra rík- isútgjalda. Mætti þá láta frjálsu sam- tökin starfa áfram en úthluta þeim peningunum eftir reglum sem að vísu yrði nokkuð vandasamt að setja. En vanahugsun talsmannanna minnti helst á fulltrúa Rauða kross- ins sem oft virðast álíta að ekki komi til mála að hætta að græða á óham- ingju spilafíkla. Leggst þá starf Rauða krossins niður ef lækning finnst einhvern tíma við spilafíkn? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Nauthólsvík | Þrettán karlar og konur létu sjávar- og loftkulda ekkert á sig fá og fengu sér sundsprett í jökulköldum sjónum í Nauthólsvík á nýársdag. Þar voru á ferð félagar í Sjósundsfélagi Íslands, Sundfélagi Hafnarfjarðar og Sjósundsfélagi lögreglunnar en það voru lögreglumenn sem endurvöktu þennan sið fyrir nokkrum árum sem verið hefur árviss viðburður síðan. Að sögn Benedikts S. Lafleur, formanns Sjósundsfélags Íslands, var sjáv- arhitinn í Nauthólsvík aðeins eitt stig en það kom ekki í veg fyrir að menn legðust til sunds í um þrjár mínútur. „Þetta var hefðbundið og allir hressir að því loknu. Eftir sprettinn losuðu menn sig við hroll með því að hita sér kakó og fara í sturtu,“ sagði Benedikt við Fréttavef Morgunblaðsins (mbl.is). Auk sundmannanna 13 skellti einn lögregluhundur sér með í sundið og stóð sig vel. Morgunblaðið/Jim Smart Þrettán þreyttu sjósund á nýársdegi MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. En oss hefur Guð opinberað hana fyrir andann, því að andinn rann- sakar allt, jafnvel djúp Guðs. (I. Kor. 2, 10.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.