Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 56
56 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Kvikmyndir.is H.J. Mbl.  M.M.J. Kvikmyndir.com  OCEAN´S TWELVE GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA andJULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES Sýnd kl. 5.30, 8, 9.20 og 10.40. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Stórstjörnu þjófagengi aldarinnar er mætt aftur og stillir skotmark sitt að þessu sinni á Evrópu ✯  S.V. Mbl. „Algert augnayndi“ Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið Sýnd kl. 5.30 ísl tal / 5.30, 8 og 10.20 enskt tal FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ I I I FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ I I I Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. SÝND Í LÚXUS VIP KL. 8.30 OG 11.15. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 1, 3.30, 6, 8.30 og 11.15. KRINGLAN kl. 12, 2.30 og 5. Ísl.tal. kl. 5, 7.30 og 10. Enskt tal. ÁLFABAKKI kl. 1, 3.30 og 5.30. Ísl.tal. kl. 1, 3,30, 6, 8.30 og 11 Enskt tal. G TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! Morgunblaðið/Jim Smart Fjölmenni var við brennuna á Ægi- síðu en lítið fór fyrir flugeldum að þessu sinni. Eflaust hafa flestir lok- ið við að skjóta þeim upp á gamlárs- kvöld eins og siður er. Þessar ungu stúlkur fylgdust hug- fangnar með brennunni. Blysum var brugðið á loft en þessar ungu stúlkur voru til fyrirmyndar þar sem þær skörtuðu öryggisgleraugum og höfðu hanska á höndum. Víða kveikt í brenn- um á nýársdag ENGAR brennur fóru fram á höfuð- borgarsvæðinu á gamlárskvöld vegna slæmrar veðurspár. Ofsa- veðri var spáð á svæðinu og að sögn lögreglu var ákveðið að eitt yrði yfir alla að ganga. Leyfi var hins vegar gefið fyrir því að kveikja í brenn- unum á nýársdag. Fjölmenni var við brennuna á Ægisíðu og voru viðstaddir ánægðir með myndarlegan bálköstinn sem lýsti upp himininn á nýju ári. UPPISTANDI á Íslandi má skipta nokkuð snyrtilega í tvennt. Annars vegar er um að ræða þá fáu Íslend- inga sem berjast við þetta erfiða sviðslistaform, og þá útlendinga sem fluttir eru inn í ljósi verðleika sinna til að efla þennan nýgræðing í listalíf- inu, oftar en ekki frá Bretlands- eyjum. Margt af þessu hefur reynst alveg frábær skemmtun. Hins vegar eru sóttir amerískir frægðarmenn, iðulega einhverjir sem hafa náð frama í sjónvarpi, jafnvel á ein- hverjum öðrum sviðum en sem stand-up listamenn. Því miður hafa þessar skemmtanir alltof oft ein- kennst af fátæklegum og illa und- irbúnum atriðum stjarnanna, með fyrirferðarmikilli uppfyllingu mis- skemmtilegra innlendra og erlendra aukaatriða. Of oft lykta herlegheitin af peningaplokki í krafti frægðar sem reynist þegar á hólminn er kom- in innistæðulítil. Þessu marki brennd var heimsókn Jamie Kennedy óneit- anlega. Hr. Kennedy er greinilega margt betur gefið en uppistand. Atriði hans var illa upp byggt, brandararnir meira og minna fyrirsjáanlegir og flatneskjulegir. Það var einna helst að hann næði sér á strik í skopstæl- ingum á amerískum sjónvarpsþátt- um, en veiklulegar tilraunir hans til að snúa gríni sínu að Íslendingum voru andvana fæddar. Maðurinn er einna frægastur fyrir fimlegar eft- irhermur en hér voru þær meira og minna andlausar, og hvers vegna heldur hann að Íslendingar tali ensku eins og Indverjar? Verst var að í lokin var eins og Kennedy þryti erindið, hann spurði salinn hvað klukkan væri og hvort ekki væri nóg komið, enda væri hann búinn með efni sitt. Hvað á svona hörmung- arframmistaða að þýða? Kynnir dagskrárinnar var Þor- steinn Guðmundsson, sem náði sér heldur ekki almennilega á strik. Upphitunaratriðið var stórfurðuleg framkoma Grindergirl sem hafði dottið niður á þá ágætu hugmynd að saga í sundur stálslegið korselett sitt með slípirokk, sem rifjaðist upp fyrir mér meðan á atriðinu stóð að var kallaður „graddi“ á æskuárum mín- um sem handlangari iðnaðarmanna á Húsavík. En graddastelpunni tókst að jarða hugmyndina með ótrúlega viðvaningslegri framkomu og alger- um skorti á tilfinningu fyrir tíma- setningu, áhorfendum og spennu- sköpun. Kannski hún ætti að bregða sér á næsta erótíska dandsstað áður en hún hverfur af landi brott, þar ku starfa stúlkur sem kunna að byggja upp áhuga áhorfenda sinna. Skemmtun þeirra Jaime og Grindergirl var afleit. Ófyndin, illa undirbúið fúsk. Ekki hjálpar hinn hörmulegi staður Broadway sem virðist fyrst og fremst hannaður til að hindra nokkur samskipti millum sviðs og salar. Þessum gestum tókst ekki að yfirvinna þessi vandkvæði, enda virtist hvorugt þeirra hafa áhuga á því að þessu sinni. Féflett með slípirokk SKEMMTUN Broadway Uppistand Jamie Kennedy og Grindergirl á Broadway 30.12. 2004 Morgunblaðið/Jim Smart „Hr. Kennedy er greinilega margt betur gefið en uppistand,“ segir gagn- rýnandi Morgunblaðsins. Þorgeir Tryggvason Ljósmynd/Hákon Freyr Freysson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.