Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Veiðiþjónustan Strengir • Pósthólf 12024 • 132 Reykjavík • Smárarima 30
Sími 567 5204 • Netfang ell idason@strengir. is • Vefur: strengir. is
SÖLUSKRÁIN
ER KOMIN
ÚT!
Fjölbreytt
úrval
í lax-og
silungsveiði
fyrir árið
2005,
ásamt fyrsta
flokks
gistiaðstöðu
GUÐBJÖRG Sveinsdóttir geð-
hjúkrunarfræðingur og sjálf-
boðaliði Rauða kross Íslands er ný-
komin til Súmötru og mun á næstu
dögum reyna að komast til Banda
Aceh-borgar í Aceh-héraði ásamt
indónesískum sálfræðingi til að
meta þörfina fyrir sálræna aðstoð í
héraðinu og gera tillögur um
hvernig standa skuli að aðstoðinni.
Líklegt er að hún verði næstu 3
vikur í leiðangri sínum en megin-
erfiðleikarnir felast ekki síst í mjög
lélegum samgöngum.
Fólk sem hún hefur hitt á Súm-
ötru hefur sagt henni frá hrikaleg-
um aðstæðum á norðvesturhluta
Aceh þar sem flóðbylgjan skildi eft-
ir sig eyðileggingu og dauða 3 km
upp á land eftir strandlengjunni.
„Þar er ekkert nema mold og leðja.
Undir þessu eru rotnandi lík en
tala látinna sem hljóðar upp á 80
þúsund manns er ágiskun. Þar fyr-
ir utan eru hundruð þúsunda
manna heimilislausar. Það hefur
verið erfitt að koma aðstoð til fólks
og stærðargráða þessara hamfara
er svo mikil að maður nær því
varla.
Neyðaraðstoð drífur hér að frá
félagasamtökum, Rauða krossinum
og herjum. Það björgunarfólk sem
fer til Aceh þreytist mjög mikið
vegna aðstæðnanna.“
Tugir þorpa og borga horfnir
Í Banda Aceh ætlar Guðbjörg
ásamt sálfræðingnum að snúa sér
fyrst að þeim sjálfboðaliðum sem
hafa verið að vinna í eina viku í
borginni. „Síðan ætlum við að
koma með tillögur að áframhald-
andi aðstoð og aðkomu Rauða
krossins. Við höfum ekki komist á
staðinn landleiðina vegna rigninga
og lélegra vega sem eru farnir í
sundur á köflum. Á suðurhluta eyj-
unnar eru yfir 34 þorp og borgir á
svæðinu algerlega horfnar og það
er óvíst hversu margir eru eftir á
lífi. Her frá Indónesíu, Malasíu og
Bandaríkjunum hafa lagt til þyrlur
og hjálpargögn og nú er verið að
meta ástandið. Sjálfboðaliðar
Rauða krossins, 4–800 talsins, hafa
unnið við að bjarga fólki og veita
því nauðsynlegustu aðstoð. En
sjálfboðaliðarnir hafa varið miklum
tíma í að finna lík og grafa þau.“
Metur þörf fyrir sálræna
aðstoð á hamfarasvæðum
60 MILLJÓNIR króna hafa safnast
hér á landi til neyðarhjálpar Rauða
krossins á jarðskjálfta- og flóða-
svæðum í Asíu. Fjárhæðin er komin
frá almenningi, stjórnvöldum, fyrir-
tækjum og félagasamtökum. Rúm-
lega 25 þúsund manns hafa lagt
hjálparstarfinu lið með framlagi
sínu, samkvæmt upplýsingum Þóris
Guðmundssonar sviðsstjóra út-
breiðslusviðs Rauða kross Íslands.
Hluta upphæðarinnar hefur þegar
verið komið til Alþjóða Rauða kross-
ins og nýtist til hjálparstarfs við afar
erfiðar aðstæður, einkum á Sri
Lanka og í Indónesíu.
Tveir sendifulltrúar Rauða kross
Íslands hafa verið sendir á flóða-
svæðin, annar til Sri Lanka og hinn
til Indónesíu. Fjöldi annarra er í við-
bragðsstöðu.
Tala látinna er komin í 124 þús-
und. Þá slösuðust um 520 þúsund
manns og allt að fimm milljónir
manna þurfa á neyðaraðstoð að
halda. Enn er gert ráð fyrir að þess-
ar tölur muni hækka. Hjálparstarfið
beinist einkum að Sri Lanka,
Indónesíu, Indlandi og Maldíveyjum
en einnig er verið að aðstoða í Taí-
landi, Malasíu og í löndum Austur-
Afríku.
Í löndunum sem urðu fyrir flóð-
bylgjunni vinna hjálparstarfsmenn í
kapp við tímann að koma matvælum,
lyfjum, teppum og tjöldum til fólks
sem í mörgum tilvikum hefur misst
allt sitt. Flugvélar flytja hjálpargögn
víðs vegar að úr heiminum en sam-
göngukerfi á skaðasvæðunum eru
sums staðar að kikna undan álaginu
við að koma hjálpargögnum frá flug-
völlum áleiðis til þeirra sem á þurfa
að halda.
Hjálparstarfið á flóðasvæðunum
60 milljónir kr. hafa
safnast hér á landi
RAUÐI kross Íslands sendi í gær 10
tonn af vatni og eitt og hálft tonn af
segldúkum til flóðasvæða í Taílandi
með flugvél sem ríkisstjórn Íslands
tók á leigu til að ná í slasaða Svía.
Ölgerð Egils Skallagrímssonar gaf
vatnið og Seglagerðin Ægir veitti
Rauða krossinum verulegan afslátt
af segldúkunum.
Um er að ræða 247 segldúka sem
nýtast jafn mörgum fjölskyldum –
líklega um eitt þúsund ein-
staklingum – til að koma sér upp
bráðabirgðaskýli. Vatninu verður
dreift á hamfarasvæðinu, þar sem
mikil þörf er fyrir það.
Vatn og segldúk-
ar til Taílands
Morgunblaðið/Sverrir
10 MANNS eru eftir á lista ís-
lenska utanríkisráðuneytisins
yfir fólk sem ekkert hefur
heyrst frá eftir hamfaraflóðin
á Indlandshafi 26. desember.
Að sögn Péturs Ásgeirsson-
ar, skrifstofustjóra utanríkis-
ráðuneytisins, er um að ræða
þrjá hópa, þar af eina fimm
manna fjölskyldu, aðra
þriggja manna og loks tvo
karlmenn. Pétur segist hafa
nokkuð öruggar vísbendingar
um að ekkert ami að fólkinu
þrátt fyrir að ekkert hafi
heyrst til fólksins. Fimm
manna fjölskyldan er á Bali
og þriggja manna fjölskyldan
mun hafa farið í þorp norður
af Bangkok en annað
hjónanna er taílensk kona. Þá
eru mennirnir tveir á Bang-
kok-svæðinu.
„Við teljum enga ástæðu til
að ætla að þetta fólk hafi ver-
ið nálægt hættusvæðum,“
segir Pétur en bætir við að
óneitanlega sé undarlegt að
ekki hafi heyrst frá fólkinu.
Aðspurður segir hann ætt-
ingja fólksins hér heima hafa
haldið ró sinni vegna málsins.
Ekki hef-
ur náðst í
10 manns
NÁTTÚRUHAMFARIR, líkt og
skjálftinn sem varð í Indlandshafi á
sunnudag, eru ekki algengar á þess-
um slóðum og í raun ekki á allri jarð-
arkringlunni, að sögn Haraldar Sig-
urðssonar, prófessors í eldfjalla-
fræði við Háskólann í Rhode Island í
Bandaríkjunum, en hann hefur
stundað eldfjallarannsóknir á þessu
svæði síðastliðin 18 ár. „Skjálftar af
sömu stærð hafa átt sér stað eftir að
mælingar hófust en hann er á meðal
þeirra stærstu. Þó vitum við ekki
hvað hefur gerst fyrir tíma mælinga,
en saga mannkynsins er svo stutt
miðað við jarðsöguna. Við getum þó
ávallt búist við því að enn þá stærri
fyrirbæri komi fyrir á jörðinni, þ.e.
stærri skjálftar, eldgos og loftstein-
ar, sem valda slíkum hörmungum.
Það er vissulega langt á milli slíkra
atburða en það er ekki þar með sagt
að þeir muni ekki eiga sér stað,“ seg-
ir Haraldur.
Bundið við ákveðin svæði
Haraldur hefur unnið við rann-
sóknir á austurenda eyjunnar Súm-
ötru og eyjunum fyrir austan hana.
Þar hefur hann að mestu leyti feng-
ist við eldfjallarannsóknir en eldfjöll-
in og skjálftarnir eru tengdir því
sama, flekahreyfingunum. „Slíkar
hreyfingar eru ekki algengar á þess-
um slóðum og í raun ekki á allri jarð-
arkringlunni. Þær gerast ekki á
nema 50 til 100 ára fresti en það áttu
sér stað stórir skjálftar í Chile árið
1960 og í Alaska 1964. Þeir skjálftar,
ásamt þeim sem varð í Indlandshafi,
eru þeir stærstu sem orðið hafa á
síðustu hundrað árum,“ segir Har-
aldur en tekur það fram að það sé
ekki regla að ákveðinn tími líði á
milli svo stórra skjálfta.
Að sögn Haralds geta jarðskjálft-
ar af þessari stærðargráðu einungis
orðið á þeim svæðum þar sem er að
finna svokölluð sigbelti, en þau ein-
kenna svæðið meðfram allri Indó-
nesíu. „Suðurströnd allrar Indónesíu
er sigbelti. Flekinn sem er undir öllu
Indlandshafinu gengur þar að og
dregst þar niður. Honum er ekki ýtt
áfram heldur er hann togaður niður,
líkt og blautt handklæði á borðrönd.
Þetta er bundið við viss svæði, sem
eru í Indlandshafi og mikið til allt í
kringum Kyrrahafið, þar sem hinn
svokallaði Kyrrahafseldhringur (e.
Pacific ring of fire) er að finna. Hann
spannar vesturströnd Suður-Amer-
íku, Mið-Ameríku, vesturströnd
Norður-Ameríku alveg upp í Alaska,
niður Japan og niður í Filippseyjar
og svo heldur þetta áfram niður til
Indónesíu en á öllu þessu svæði er
sigbelti þar sem flekarnir ganga nið-
ur.“
Mikið vandræðasvæði
Í haust, eftir áralangar rannsóknir
og leit á eldfjallaeyjunni Sumbawa í
Indónesíu, fann Haraldur 6–10 þús-
und manna bæ sem hvarf undir ösku
þegar eldfjallið Tambora gaus árið
1815. „Umrætt gos var það mesta
sem orðið hefur á sögulegum tíma en
þá fórust um 117.000 manns. Þessi
eyja er það austarlega að ekki er
sennilegt að hún hafi orðið fyrir flóð-
bylgjunni. Annað stórt gos, á sömu
slóðum, á norðurhluta Súmötru í
Toba-eldfjalli, sem er gríðarstór
askja, 100 km löng og 30 km breið,
átti sér stað fyrir 65.000.000 árum og
þá komu upp 2.000 rúmkílómetrar af
kviku en í gosinu í Tambora komu
upp 100 rúmkílómetrar af kviku.
Gosið í Toba er stærsta gos sem vit-
að er um í jarðsögunni. Á Norður-
Súmötru verður því ekki einungis
vart við þessa gríðarstóru jarð-
skjálfta heldur hefur einnig orðið
þar stærsta gos jarðsögunnar. Þetta
er því mikið vandræðasvæði hvað
snertir náttúruhamfarir, bæði hvað
snertir jarðskjálfta og eldgos,“ segir
Haraldur.
Morgunblaðið/Sverrir
Svipaður órói á 50
til 100 ára fresti
Allir íbúar í þorpinu Sea Gypsy í Taílandi náðu að flýja upp á fjall áður en flóðbylgjan skall á því. Sea Gypsy er á
Si-re-eyju sem er tengd Phuket með brú. Sjómenn í þorpinu eru farnir að huga að því að koma bátum sínum á flot.