Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 54
54 MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 10.15. B.i. 14 ára.Sýnd kl. 3.30, 5.45 og 8. PoppTíví  Hann er á toppnum... og allir á eftir honum Framleidd af Mel Gibson Pottþéttur spennutryllir... ... Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára. Jólaklúður Kranks Jólamynd fjölskyldunnar Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára Sýnd kl. 6, 8 og 10. Sýnd kl. 6. ÍSLENSKT TAL SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRI SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRI BLÓÐBAÐIÐ ER HAFIÐ VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI ÍSLANDSBANKI ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , !   "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL ... í l , , ! "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r   Sýnd kl. 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, og 11. Sýnd kl. 2, 4 og 6. ÍSLENSKT TAL kl. 3, 5, 7, 9 og 11. er Canales þessi slarkfær í texta- smíðum sem gerir valið enn auð- veldara en án teikninganna hefði þessi saga átt erfitt uppdráttar. Guarnido býr til heim manngerðra dýra (eða dýrgerðra manna) þar sem persónuleiki sögupersónanna ræðst að miklu leyti af því hvaða dýr um er að ræða. Vel þekkt úr Disneymyndum allra tíma en í Blacksad er þetta gert með þvílík- um ágætum að annað eins hefur varla sést. Rykfrakkaklæddur kött- urinn Blacksad sinnir einkaspæj- arastörfum sínum af þvílíkum sval- leika að Bogart sjálfur bliknar í samanburði. Morðóðar eðlur, snuðr- andi refir með myndavéladellu, ís- birnir með kynþáttakomplexa og kynþokkafullar tíkur (nema hvað) eru í öðrum aðalhlutverkum. Teikn- ingar ársins og hana nú. 4. Mother Come Home Eftir Paul Hornschemeier. Útgefin af Dark Horse Books. 128 blaðsíð- ur. Ótti og einmanaleiki barnæsk- unnar er meginþema í Mother come Home. Snáðinn Thomas þarf að kljást við dauða móður sinnar og gerir það eins og börnum einum er lagið með því að endurskilgreina raunveruleikann. Í ofanálag þarf hann að halda föður sínum réttum megin við strikið en sá hefur misst allan lífsvilja eftir fráfall eiginkonu sinnar og rambar á barmi þung- lyndishyldýpis. Mikið lagt á ungan Að venju er úr vönduað ráða þegarmyndasögur ársinseru valdar. Því fylgir ljúfsár höfuðverkur að endurlesa og endurskoða verk liðins árs og ákveða hver þeirra hafa skarað fram úr. Sannkallað góðærisvandamál. Eins og áður þá er mynda- söguflóran margbrotin og lit- skrúðug. Síðasta ár hefur þó einkennst eins og árin þar á undan af innreið þýddra, jap- anskra myndasagna á vest- rænan markað. Af nógu er þar að taka enda myndasögufram- leiðsla í Japan meiri en allra annarra landa samanlögð. Einnig hafa fleiri og fleiri mynda- sögur sem teljast til jaðars eða list- rænna myndasagna fengið hljóm- grunn hjá þorra enskumælandi lesenda. Gæti þar verið um að ræða aukna færni myndasöguneytenda til skilnings á ýmiss konar tormeltu efni. Þar sem ofurhetjumyndasögur hafa verið ráðandi á markaði í Bandaríkjunum og Bretlandi í gegnum árin hafa lesendur alist upp við slíkt frá blautu barnsbeini. Nú er því svo komið að fjöldinn all- ur er læs á myndasöguna en finnur ekki lengur samleið með ofurhetju- ævintýrum. Þar er því óplægður akur fyrir metnaðarfyllri mynda- sögur í hámenningarlegum skilningi sem nú er farið að skila sér í auk- inni útbreiðslu slíks efnis. En þess ber þó að geta að magt af því besta sem myndasögugeirinn getur af sér er á ofurhetjuformi og gæðin á þeim bænum sífellt að aukast. Hag- ur Strympu er því að vænkast í hví- vetna og hér fer listi yfir fimm helstu myndasögurnar sem út komu á síðasta ári. 5. Blacksad: Arctic Nation Eftir Juan Diaz Canales (texti) og Guarnido (teikningar). Útgefin af ibooks. 56 blaðsíður. Þó að textahöfundurinn Canales væri gersamlega hæfileikalaus á sínu sviði og ritblindur í þokkabót hefði þessi bók komist á þennan lista eingöngu vegna hæfileika teiknarans Guarnido. Sem betur fer dreng en hann reynir að skilja þessa óskiljanlegu hluti út frá sinni takmörkuðu lífsreynslu. Einfaldar og gullfallegar teikningar í möttum litum með mörgum nýstárlegum sjónarhornum gera söguefninu góð skil. Með Mother come Home stekkur Hornschemeier í djúpu laugina og hefði þar getað sokkið eins og steinn vegna þunga frá- sagnarinnar en með lipurð og nær- gætni tekst honum að skapa átak- anlegt og gullfallegt listaverk. 3. Daredevil: The Widow Eftir Brian Michael Bendis (texti) og Alex Maleev (teikningar). Út- gefin af Marvel Comics. Það komast fáar ofurhetju- myndasögur dagsins í dag í hálf- kvisti við það sem Bendis og Maleev hafa áorkað með Dardevil. Þetta er 7. bókin í ritröð þeirra um ofurhuganm blinda og þær verða bara betri með hverri nýrri útgáfu. Í upphafi ákváðu höfundarnir að sjá hvað yrði ef þeir myndu þvinga Daredevil út úr skápnum svo að segja. Á ofurhetjumáli þýðir það að upp komst um hver maðurinn er á bak við grímuna og þarf hann þá að kljást fyrir lífi sínu á nýstárlegum og raunverulegri grundvelli. Sú or- usta á sér meðal annars stað í rétt- arsalnum þar sem lögfræðingurinn Matt Murdock sækir mál á hendur dagblöðunum sem opinberuðu leyndarmál hans. Þetta hefur í för með sér endalausar flækjur sem hafa lítið verið skoðaðar í ofur- hetjusögum. Öllum þeim sem hryll- ir við tilhugsuninni um að lesa um eitthvað jafn fjarstæðukennt og fólk í þröngum latexgöllum með súper- krafta væri hollt að glugga í Dare- devil og láta frelsast. 2. Phoenix (4. bindi): Karma Eftir Osamu Tezuka. Útgefið af Viz. 361 blaðsíða. Enn og aftur er guðfaðir jap- anskra myndasagna á listanum yfir bestu sögur ársins og ef áfram heldur sem horfir verður hann fastagestur næstu ár. Tezuka lést reyndar 1989 en lét eftir sig því- líkan urmul myndasagna að evr- ópskir og bandarískir útgefendur mega hafa sig alla við til að ná að koma því á markað fyrir þá sem ekki eru vel að sér í japönsku. Ein- hverjum taldist svo til að mynda- sögublaðsíðurnar sem hann lét frá sér á sínum 43 ára ferli hefðu verið um 150.000 talsins. Það eru tæplega 10 teiknaðar blaðsíður á dag og engin helgarfrí, takk fyrir. Hreint ótrúlegt afrek. Karma er hluti af Phoenix sagnabálknum sem Tezuka leit á sem miðil til að koma öllu því til leiðar sem hann hafði lært um myndasögulistina á höfundaferli sínum auk þess að útskýra mun- úðlega heimsmynd sína. Í þessu bindi er sögð þroskasaga tveggja ólíkra högglistamanna í Japan til forna. Lífshlaup þeirra tvinnast saman á ótrúlegan hátt. Æðruleysi og dramb takast á í leit þeirra að hinu æðsta ídeali mannlegs þroska sem felst í skilningi á lífs- fuglinum Phoenix. Eng- inn sem þessa bók les verður ósnortinn. Það get ég ábyrgst. 1. Bone: One volume edition Eftir Jeff Smith. Útgefið af Cartoon Books. 1332 blaðsíður. Frá 1991 hefur Jeff Smith setið jöfnum hönd- um við skriftir annars vegar og teikningu hins vegar til að glæða þetta stór- fenglega ævintýri lífi og loks er sagan öll. Bone segir af þremur frændum sem hafa verið hraktir frá heimabæ sínum vegna miður mál- efnalegra viðskiptahátta eins þeirra. Þeir lenda í miklum hrakn- ingum og komast í kynni við nýjan heim, fullan af undrum og stór- merkjum. Illir seiðkarlar, fallegar prinsessur, nautheimskar og sífellt hungraðar risarottur og drekar verða á vegi þeirra og eins og sönnu ævintýri sæmir stendur per- visin aðalsöguhetjan uppi sem sig- urvegari og bjargvættur að lokum. Söguþemað sem slíkt er margnotað og engum þeim sem lesið hefur (eða séð) Hringadróttinssögu dylst hverjar lyktirnar verða en fram- setningin er í algerum sérflokki. Eins og í áðurnefndu stórvirki Tolkiens nær Smith því að brúa bil- ið milli áhuga barna og fullorðinna og það eitt ætti að teljast snilld- arbragð. En það sem gerir Bone að bestu bók ársins er einstaklega ljúf- ur og á köflum sprenghlægilegur húmorinn sem fær lesandann til að þykja vænt um persónurnar frá fyrstu síðu. Blaðsíðurnar 1.300 hefðu mátt vera helmingi fleiri mín vegna því að í Bone er það vegferð- in sem heldur lesandanum við efnið en ekki loforð um flugeldasýningu í lokin (sem þó er til staðar). Besta myndasaga ársins og þótt víðar væri leitað. Myndasögur | Þær bestu 2004 Innreið japanskra myndasagna Myndasögumenningin glímdi við ákveðnar hræringar á árinu 2004 en innreið þýddra japanskra myndasagna á vestrænan markað, uppgangur jaðars eða listrænna myndasagna og aukinn áhugi fyrir metnaðarfyllri mynda- sögum í hámenningarlegum skilningi setti mark sitt á árið. Hér er farið yfir það sem upp úr stóð í myndasögu- útgáfu ársins 2004. Heimir Snorrason velur fimm bestu bækurnar. Blacksad: Arctic Nation. Mother Come Home. Phoenix (4. bindi): Karma. Bone: One volume edition. Daredevil: The Widow. Heimir Snorrason
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.