Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 49 DAGBÓK YOGA •YOGA • YOGA YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, símar 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is Líkamsæfingar, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Morguntímar, hádegistímar, síðdegistímar og kvöldtímar. Nýtt í yogastöðinni Heilsubót - KRAFT YOGA Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur NÝTT! Asthanga Yoga Frá nemendasýningu í Borgarleikhúsinu Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 frá kl. 14-18 Kennsla hefst 10. janúar Gleðilegt ár! ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ ◆ Námskeið á vorönn hefjast 24. og 26. janúar Framhaldsnámskeið: Hefst 24. janúar og stendur yfir í 10 mánudagskvöld frá kl. 20-23. Þú kannt að spila, en finnur samt fyrir nokkurri stöðnun - sagnir mættu vera nákvæmari, kastþröng er eitthvað sem þú hefur bara heyrt talað um og vörnin er í molum! Ef þetta er rétt lýsing ætti framhaldsnámskeið Bridsskólans að henta þér vel. Á námskeiðinu er Standardsagnkerfið skoðað í smáatrið- um, úrspilstæknin slípuð og vörnin tekin rækilega í gegn. Byggt er á bókinni Nútíma brids eftir Guðmund Pál Arnarson. Kjörið fyrir þá sem vilja tileinka sér nútímalegar aðferðir og taka stórstígum framförum á stuttum tíma. Þú getur komið ein (einn) eða dregið makker með. Byrjendanámskeið: Hefst 26. janúar og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld frá kl. 20-23. Allir geta lært að spila brids, en það tekur svolítinn tíma að komast af stað. Á byrjendanámskeiði Bridsskólans er ekki gert ráð fyrir neinni kunnáttu og ekki er nauðsynlegt að hafa með sér spilafélaga. Það er fólk á öllum aldri og af báðum kynjum sem sækir skólann. Vönduð kennslugögn fylgja. Láttu slag standa - lærðu grunninn í Standardkerfinu og skemmtu þér í góðum félagsskap. Brids er skemmtilegur leikur, sem er leikur að læra! Kennari á báðum námskeiðum er Guðmundur Páll Arnarson. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 frá kl. 13 og 18 virka daga. Námskeiðin eru haldin í húsnæði Bridssambands Íslands, Síðumúla 37 í Reykjavík. BRIDSSKÓLINN MT-stofan, Síðumúla 37, býður upp á hóptíma í æfingasal stofunnar. Einstaklingsmiðuð þjálfun. Fáir í hverjum tíma. Sértæk styrktarþjálfun sem eykur stöðugleika liða í mjóbaki og/eða hálsi. Fyrir langvarandi vandamál í mjóbaki og/eða hálsi s.s: ❏ Fyrir viðkvæma ofhreyfanlega liði. ❏ Eftir tognanir. ❏ Eftir brjósklosaðgerðir. ❏ Eftir brjósklos- eða brjóskþófaröskun. ❏ Við slitgigt. 7 vikna þjálfun - Hádegis- og eftirmiðdagstímar. Æft tvisvar sinnum í viku - Skráning í vikunni. Leiðbeinandi: Oddný Sigsteinsdóttir, sjúkraþjálfari og sérfræðingur í greiningu og meðferð á hrygg. Upplýsingar og skráning á MT-stofunni í símum 568 3660 og 568 3748. Netfang: mtstofan@mmedia.is Bakþjálfun Hálsþjálfun Þjálfun stöðugleika mjóbaks og/eða háls ÚTSALA Verslunin hættir Listhúsinu við Engjateig ATVINNA mbl.is Misheppnuð sögn. Norður ♠DG10653 ♥8 A/Enginn ♦764 ♣1032 Suður ♠K2 ♥ÁD ♦ÁK105 ♣ÁG876 Vestur Norður Austur Suður – – 2 hjörtu 3 grönd Pass Pass Pass Spilið er frá viðureign Noregs og Bandaríkjanna á HM í París 2001. Norðmaðurinn Tor Helness var í suður og fékk það erfiða verkefni að segja við opnun austurs á veikum tveimur í hjarta. Dobl kemur auðvitað til greina, en hættan er sú að norður stökkvi í fjóra spaða á fimmlit, jafnvel fjórlit. Helness ákvað því að skjóta á þrjú grönd og makker hans, Geir Helgemo, sá ekki ástæðu til að breyta því, enda er slíkt „skot“ iðulega byggt á þéttum láglit. En það sem misfórst í sögnum bætti Helness upp í úrspilinu. Hann fékk út hjartatíu. Hvernig myndi lesandinn spila? Spaðaásinn blankur gæti bjargað spilinu, en slíkt er ólíklegt. Einn slag á spaða má þó kría út (vörnin verður að dúkka spaðakónginn), og þá vinnst spil- ið ef laufið gefur fjóra slagi. En þar eð engin leið er inn á blindan verða lauf- hjónin að vera blönk (eða mannspil stakt í austur). Ekki sérlega líklegt heldur. Norður ♠DG10653 ♥8 ♦765 ♣1032 Vestur Austur ♠Á974 ♠8 ♥10952 ♥KG7643 ♦98 ♦DG32 ♣K54 ♣D9 Suður ♠K2 ♥ÁD ♦ÁK105 ♣ÁG876 Helness hafnaði þessum „ekta“ vinn- ingsmöguleikum og spilaði upp varn- armistök í staðinn. Hann fór af stað með spaðatvistinn í öðrum slag! Vestur get- ur jarðað samninginn með því að rjúka upp með spaðaás, en hann hafði engin tök á því að sjá fyrir sér spaðaleguna. Suður gat átt kónginn þriðja eða tvo hunda, en þá má alls ekki fara upp með ásinn. Vestur dúkkaði því og Helness notaði innkomuna til að spila laufi á gos- ann. Laufdrottningin kom svo síðar undir ásinn og það dugði Helness í níu slagi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is ÞAÐ sem fær lesendur skáldsög- unnar Imago líklega til að gefast ekki upp við lesturinn er ástríðufull leit höfundar og einnar aðalpersónunnar, sem segir frá í fyrstu persónu, að sögu. Sagan, eða lítið brot af mann- kynssögunni, er viðfangsefni Esme en hún hefur sérvitringslegan áhuga á sagnfræði og grúski. Höfundurinn er á sama báti því leitin eða ferðin á söguslóðir virðist stýra penna hans fremur en áhugi á að tengja saman brotin sem birtast á síðum bók- arinnar. Sagt er frá því í eftirmála að Imago sé hreinn skáldskapur en byggt á litlum brotum úr raunveru- leikanum og orrustunni um Dybböl. Sagan gerist í Danmörku á þremur tímaskeiðum: Á tímanum kringum 1864 þegar Prússar sigruðu Dani við Dybbölvirkin á Suður-Jótlandi; árið 1938 og þar um bil, þegar lík af ung- um manni frá 1864 finnst í mýrinni þar rétt hjá og svo árið 2000 þegar skúringakonan og sagnfræðigrúsk- arinn Esme fer í ferðalag frá Kaup- mannahöfn til þess að komast til botns í málunum en hún hafði dvalið á sama svæði á sumrin í bernsku. Allt er þetta heillandi og sagan byrjar vel. Farið er á milli tímaskeiða og brota úr rannsóknum og hugleiðingum fólks um leið og ferðalag Esme og samferðamanns hennar er rakið. Nokkrar persónur verða minn- isstæðar vegna þess hver skýrt þær eru dregnar og lesandi vill fá meira að heyra um örlög þeirra, til dæmis um lögreglumanninn Rav, unga manninn Gabríel Mayer og ljósmynd- arann Kasemann. Reynt er í sögunni að tengja saman tilgangslaust og grimmdarlegt stríðsbröltið sem Þjóð- verjar hafa stundað á ýmsum tímum. Einnig er reynt að tengja atburði og hugarflug persónanna við hvarf Norðurheimskautsfaranna á skip- unum Erebus og Terror á nítjándu öld. Telja má ástæðuna vera hlið- stæðu milli þess að frjósa í hel á ísn- um og varðveitast í Jótlandsmýrinni sem fræg er fyrir að þar var fólk lagt til hinstu hvílu svo það rotnaði ekki. Margt er vel gert í bókinni og aug- ljóst að vel tekst að búa til sannfær- andi sagnfræðilega leit. Hins vegar er sumt of langsótt og brotakennt til að vekja áhuga, eins og til dæmis þegar minnst er á að hið framandi fiðrildi hringspinni sem týnist bara þegar á líður og frásagnir fólks af atburðum sem ekki er fylgt eftir en dæmi um það er frásögnin af silfurúrinu og eig- endum þess. Stíllinn er stundum stirður í nákvæmum lýsingum á um- hverfi og útliti og háttalagi en stund- um má jafnvel kenna þýðingunni ásamt óvönduðum prófarkalestri. Það eru blendnar tilfinningar sem bærast í brjósti lesanda að lestri lokn- um: Pirringur yfir langdregnum stíl og að fá ekki heillegri mynd þegar brotum er raðað saman en á sama tíma gleði yfir litlum og þó stór- brotnum glugga sem höfundurinn hefur opnað til mýrasvæðis Jótlands. BÆKUR Skáldsaga Höfundur: Eva-Marie Liffner Þýðandi: Sigrún Ástríður Eiríksdóttir 283 bls. PP forlag 2004. Imago – drengurinn í mýrinni Hrund Ólafsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.