Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 47 Reykjanesvirkjun Útboð Hitaveita Suðurnesja hf. leitar eftir tilboðum í eftirfarandi vegna byggingar 100 MW raforkuvers á Reykjanesi. Útboð F0215-23, Ryðfrí rör og tengi (Stainless Steel Pipes and Fittings). Óskað er eftir tilboðum í ryðfrí stálrör, flansa og tengi. Helstu magntölur eru: Stálrör, DN15-DN800 mm: 1.620 m, hné, té og minnkanir, DN15- DN800 mm: 640 stk, flansar, DN40-DN800 mm: 210 stk. og botnar, DN250-DN600: 6 stk. Efnið skal afhenda FOB eigi síðar en 30. júní 2005. Útboðsgögn er unnt að nálgast á heimasíðu Hitaveitunnar, www.hs.is . Tilboðum skal skilað á skrifstofu Hitaveitu Suð- urnesja hf., Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ, eigi síðar en miðvikudaginn 2. febrúar 2005 kl. 10.00. Útboð þetta er auglýst á Evrópska efnahags- svæðinu. Hitaveita Suðurnesja hf., Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ, sími 422 5200, fax 421 4727, netfang hs@hs.is Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000 um mat á umhverfisáhrifum. Hringvegur um Eldvatnsbotna, Skaftár- hreppi. Hringvegur um Dynjanda, Hornafirði. Krísuvíkurvegur milli Hraunhellu og Hamraness, Hafnarfirði. Allt að 415 ha skógrækt í landi Silfra- staða, Akrahreppi. Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is. Ákvarðanir Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 31. janúar 2005. Skipulagsstofnun. Gvendur dúllari Lokað í dag. Hin rómaða janúarútsala hefst á morgun kl. 12.00. 50% afsláttur af öllum bókum. Gvendur dúllari - alltaf góður, Klapparstíg 35, sími 511 1925. Bátar/Skip R A Ð A U G L Ý S I N G A R Til sölu Straumey, sknr. 1919, Sauðárkróki Byggðastofnun lýsir eftir tilboðum í bátinn Straumey, 33 tonna farþegabát, fyrir allt að 60 farþega, kjörinn í sjóstangveiði og/eða skoð- unarferðir. Tilboð skulu send Byggðastofnun, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki, eða hjalti@byggdastofnun.is . Nán- ari upplýsingar eru veittar í Byggðastofnun í síma 455 5400. Sjá einnig fleiri auglýstar eignir á heimasíðu Byggðastofnunar byggdastofnun.is . Styrkir Styrkir til náms í hafrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar að treysta þekkingu á rétt- arreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, utanríkisráðuneytið og sjávarútvegsráðu- neytið. Hafréttarstofnun auglýsir hér með eftir- farandi styrki til náms í hafrétti lausa til umsóknar: 1. Styrk til framhaldsnáms í hafrétti á háskólaárinu 2005—2006. 2. Styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 4.—22. júlí 2005. Umsóknir berist Hafréttarstofnun Íslands, pósthólf 5445, 125 Reykjavík, fyrir 1. febrú- ar næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Tómas H. Heið- ar, forstöðumaður stofnunarinnar, í síma 545 9900. Breska sendiráðið, Reykjavík Styrkir til náms Breska sendiráðið býður íslenskum náms- mönnum að sækja um „Chevening" styrki til framhaldsnáms við breska háskóla skólaárið 2005/2006. Umsækjendur þurfa annað hvort að hafa tryggt sér skólavist eða hyggja á framhalds- nám við breskan háskóla á tímabilinu. Styrkirnir eru eingöngu veittir til greiðslu á skó- lagjöldum. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar um styrkina, sem sumir eru veittir í samvinnu við KB banka og lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline á Íslandi, má nálgast á vefsíðu Breska sendiráðs- ins; www.britishembassy.is eða í Breska sendi- ráðinu, Laufásvegi 31, 101 Reykjavík, sími 550 5100 virka daga frá kl. 9.00—12.00. Eyðublöðin fást einnig send í pósti. Umsóknum ber að skila í sendiráðið ekki síðar en 31. janúar 2005. Umsóknir, sem berast eftir þann dag, verða ekki teknar til greina. Tilboð/Útboð Hluthafafundur í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Hluthafafundur verður haldinn í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. mánudaginn 10. janúar 2005 kl. 13.00 í kaffistofu félagsins á Þórshöfn. Dagskrá fundarins: 1. Breytingar á samþykktum félagsins 20. gr. að stjórnina skipi 3 aðalmenn í stað 5 áður. 2. Stjórnarkjör. F.h. stjórnar Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf., Magnús H. Helgason, framkvæmdastjóri. Fundir/Mannfagnaður MENNTASKÓLINN í Kópavogi braut- skráði 164 nemendur við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju 17. desember sl. Alls voru það 68 stúdentar, 31 iðnnemi, 21 matartæknir og 4 nemar af skrifstofu- braut. Þá brautskráðust 2 nemar út meist- araskóla matvælagreina. Einnig útskrif- uðust frá skólanum á þessu hausti 12 nemar úr hagnýtu viðskipta- og fjár- málagreinanámi, 5 ferðafræðinemar og 21 nemi af flugþjónustubraut. Forseti bæjarstjórnar, Gunnsteinn Sig- urðsson, afhenti útskriftarnemum viður- kenningar úr Viðurkenningarsjóði MK. Fjórir nemendur hlutu viðurkenningu að þessu sinni: Stúdentarnir Guðrún Ágústa Kjartansdóttir, Gísli Örn Bragason og Anna Jónsdóttir og Ingibjörg Jóhann- esdóttir matartæknanemi. Í máli Helga Kristjánssonar skóla- meistara kom m.a. fram að nemendur hefðu verið innritaðir í haust samkvæmt nýrri námskrá í hótel- og matvælagrein- um. Þá hófst kennsla á flugþjónustubraut við Menntaskólann í Kópavogi á haustönn og er námið undirbúningur fyrir starf í farþegarými flugvéla eða fyrir þá sem vilja starfa sem flugfreyjur og flug- þjónar. 164 nemar út- skrifast frá MK „ÉG VIL hvetja landsmenn og fyrirtæki til þess að styðja þetta málefni sem snertir okkur öll,“ segir Eilífur Friður Edgarsson sem afhenti í gær Rauða krossi Íslands 70 þúsund krónur til styrktar hjálparstarfinu sem nú á sér stað í Asíu. Eilífur Friður er kólumbískur að uppruna en hef- ur búið hérlendis í 16 ár. Aðspurður segist hann ekki þekkja neinn sem lenti í náttúruhamförun- um í Asíu, sér hafi aðeins runnið blóðið til skyld- unnar að leggja málefninu lið. Hann segir peningana koma af reikningi sem hann stofnaði fyrir um sjö árum til þess að styrkja hjálparstarf í Kólumbíu eftir að jarð- skjálfti skók landið. Hann segist hafa athugað stöðuna á reikningnum í gær og séð að þar hafi verið um 70 þúsund krónur og þótti honum nauð- synlegt að nýta féð til þess að styrkja hjálpar- starfið í Asíu. Eilífur vill þakka þeim sem lögðu hönd á plóginn með fjárframlögum á reikninginn og ítrekaði hann hvatningu sína til einstaklinga og fyrirtækja að styrkja hjálparstarfið í Asíu. Afhenti Rauða krossi Íslands 70.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.