Morgunblaðið - 03.01.2005, Page 47

Morgunblaðið - 03.01.2005, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 47 Reykjanesvirkjun Útboð Hitaveita Suðurnesja hf. leitar eftir tilboðum í eftirfarandi vegna byggingar 100 MW raforkuvers á Reykjanesi. Útboð F0215-23, Ryðfrí rör og tengi (Stainless Steel Pipes and Fittings). Óskað er eftir tilboðum í ryðfrí stálrör, flansa og tengi. Helstu magntölur eru: Stálrör, DN15-DN800 mm: 1.620 m, hné, té og minnkanir, DN15- DN800 mm: 640 stk, flansar, DN40-DN800 mm: 210 stk. og botnar, DN250-DN600: 6 stk. Efnið skal afhenda FOB eigi síðar en 30. júní 2005. Útboðsgögn er unnt að nálgast á heimasíðu Hitaveitunnar, www.hs.is . Tilboðum skal skilað á skrifstofu Hitaveitu Suð- urnesja hf., Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ, eigi síðar en miðvikudaginn 2. febrúar 2005 kl. 10.00. Útboð þetta er auglýst á Evrópska efnahags- svæðinu. Hitaveita Suðurnesja hf., Brekkustíg 36, 260 Reykjanesbæ, sími 422 5200, fax 421 4727, netfang hs@hs.is Tilkynningar Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtaldar framkvæmdir skuli ekki háðar mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/ 2000 um mat á umhverfisáhrifum. Hringvegur um Eldvatnsbotna, Skaftár- hreppi. Hringvegur um Dynjanda, Hornafirði. Krísuvíkurvegur milli Hraunhellu og Hamraness, Hafnarfirði. Allt að 415 ha skógrækt í landi Silfra- staða, Akrahreppi. Ákvarðanirnar liggja frammi hjá Skipulags- stofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Þær er einnig að finna á heimasíðu Skipulags- stofnunar: www.skipulag.is. Ákvarðanir Skipulagsstofnunar má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur til 31. janúar 2005. Skipulagsstofnun. Gvendur dúllari Lokað í dag. Hin rómaða janúarútsala hefst á morgun kl. 12.00. 50% afsláttur af öllum bókum. Gvendur dúllari - alltaf góður, Klapparstíg 35, sími 511 1925. Bátar/Skip R A Ð A U G L Ý S I N G A R Til sölu Straumey, sknr. 1919, Sauðárkróki Byggðastofnun lýsir eftir tilboðum í bátinn Straumey, 33 tonna farþegabát, fyrir allt að 60 farþega, kjörinn í sjóstangveiði og/eða skoð- unarferðir. Tilboð skulu send Byggðastofnun, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki, eða hjalti@byggdastofnun.is . Nán- ari upplýsingar eru veittar í Byggðastofnun í síma 455 5400. Sjá einnig fleiri auglýstar eignir á heimasíðu Byggðastofnunar byggdastofnun.is . Styrkir Styrkir til náms í hafrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar að treysta þekkingu á rétt- arreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, utanríkisráðuneytið og sjávarútvegsráðu- neytið. Hafréttarstofnun auglýsir hér með eftir- farandi styrki til náms í hafrétti lausa til umsóknar: 1. Styrk til framhaldsnáms í hafrétti á háskólaárinu 2005—2006. 2. Styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 4.—22. júlí 2005. Umsóknir berist Hafréttarstofnun Íslands, pósthólf 5445, 125 Reykjavík, fyrir 1. febrú- ar næstkomandi. Nánari upplýsingar veitir Tómas H. Heið- ar, forstöðumaður stofnunarinnar, í síma 545 9900. Breska sendiráðið, Reykjavík Styrkir til náms Breska sendiráðið býður íslenskum náms- mönnum að sækja um „Chevening" styrki til framhaldsnáms við breska háskóla skólaárið 2005/2006. Umsækjendur þurfa annað hvort að hafa tryggt sér skólavist eða hyggja á framhalds- nám við breskan háskóla á tímabilinu. Styrkirnir eru eingöngu veittir til greiðslu á skó- lagjöldum. Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar um styrkina, sem sumir eru veittir í samvinnu við KB banka og lyfjafyrirtækið GlaxoSmithKline á Íslandi, má nálgast á vefsíðu Breska sendiráðs- ins; www.britishembassy.is eða í Breska sendi- ráðinu, Laufásvegi 31, 101 Reykjavík, sími 550 5100 virka daga frá kl. 9.00—12.00. Eyðublöðin fást einnig send í pósti. Umsóknum ber að skila í sendiráðið ekki síðar en 31. janúar 2005. Umsóknir, sem berast eftir þann dag, verða ekki teknar til greina. Tilboð/Útboð Hluthafafundur í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Hluthafafundur verður haldinn í Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. mánudaginn 10. janúar 2005 kl. 13.00 í kaffistofu félagsins á Þórshöfn. Dagskrá fundarins: 1. Breytingar á samþykktum félagsins 20. gr. að stjórnina skipi 3 aðalmenn í stað 5 áður. 2. Stjórnarkjör. F.h. stjórnar Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf., Magnús H. Helgason, framkvæmdastjóri. Fundir/Mannfagnaður MENNTASKÓLINN í Kópavogi braut- skráði 164 nemendur við hátíðlega athöfn í Digraneskirkju 17. desember sl. Alls voru það 68 stúdentar, 31 iðnnemi, 21 matartæknir og 4 nemar af skrifstofu- braut. Þá brautskráðust 2 nemar út meist- araskóla matvælagreina. Einnig útskrif- uðust frá skólanum á þessu hausti 12 nemar úr hagnýtu viðskipta- og fjár- málagreinanámi, 5 ferðafræðinemar og 21 nemi af flugþjónustubraut. Forseti bæjarstjórnar, Gunnsteinn Sig- urðsson, afhenti útskriftarnemum viður- kenningar úr Viðurkenningarsjóði MK. Fjórir nemendur hlutu viðurkenningu að þessu sinni: Stúdentarnir Guðrún Ágústa Kjartansdóttir, Gísli Örn Bragason og Anna Jónsdóttir og Ingibjörg Jóhann- esdóttir matartæknanemi. Í máli Helga Kristjánssonar skóla- meistara kom m.a. fram að nemendur hefðu verið innritaðir í haust samkvæmt nýrri námskrá í hótel- og matvælagrein- um. Þá hófst kennsla á flugþjónustubraut við Menntaskólann í Kópavogi á haustönn og er námið undirbúningur fyrir starf í farþegarými flugvéla eða fyrir þá sem vilja starfa sem flugfreyjur og flug- þjónar. 164 nemar út- skrifast frá MK „ÉG VIL hvetja landsmenn og fyrirtæki til þess að styðja þetta málefni sem snertir okkur öll,“ segir Eilífur Friður Edgarsson sem afhenti í gær Rauða krossi Íslands 70 þúsund krónur til styrktar hjálparstarfinu sem nú á sér stað í Asíu. Eilífur Friður er kólumbískur að uppruna en hef- ur búið hérlendis í 16 ár. Aðspurður segist hann ekki þekkja neinn sem lenti í náttúruhamförun- um í Asíu, sér hafi aðeins runnið blóðið til skyld- unnar að leggja málefninu lið. Hann segir peningana koma af reikningi sem hann stofnaði fyrir um sjö árum til þess að styrkja hjálparstarf í Kólumbíu eftir að jarð- skjálfti skók landið. Hann segist hafa athugað stöðuna á reikningnum í gær og séð að þar hafi verið um 70 þúsund krónur og þótti honum nauð- synlegt að nýta féð til þess að styrkja hjálpar- starfið í Asíu. Eilífur vill þakka þeim sem lögðu hönd á plóginn með fjárframlögum á reikninginn og ítrekaði hann hvatningu sína til einstaklinga og fyrirtækja að styrkja hjálparstarfið í Asíu. Afhenti Rauða krossi Íslands 70.000 kr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.