Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 03.01.2005, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 3. JANÚAR 2005 57 HINIR ELLEFU ERU ORÐIN TÓLF. OCEAN´S TWELVE GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA andJULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES HINIR ELLEFU ERU ORÐIN TÓLF. OCEAN´S TWELVE KRINGLAN kl. 12, 2.30, 5, 7.30 og 10.  S.V. Mbl. „Algert augnayndi“ Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið BEN AFFLECK CHATERINE O´HARA CHRISTINA APPLEGATE JAMES GANDOLFINI Deildu hlýjunni um jólin ÁLFABAKKI kl. 2, 4, 8.30 og 10.30. ÁLFABAKKI kl. 6, 8.40 og 11.15. TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. TIL AÐ RÁÐA DUL ÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ I I I FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ I I I NICHOLAS CAGEI SÝND Í LÚXUS VIP KL. 3.30. KRINGLAN Sýnd kl. 7.30 og 10.15. AKUREYRI kl. 8 og 10.30. AKUREYRI kl. 10.20. KEFLAVÍK kl. 8 og 10.30. KEFLAVÍK kl. 10.15 KEFLAVÍK kl. 8. Ísl. tal. AKUREYRI kl. 5.40. Ísl.tal. kl. 8 Enskt tal. ÁLFABAKKI kl. 1.30 og 3.30. Ísl.tal. / kl. 6, 8.30 og 11. Enskt tal. KRINGLAN kl. 12 og 2.30. Ísl.tal. GEORGE CLOONEY BRAD PITT ANDY GARCIA andJULIA ROBERTS BERNIE MAC DON CHEADLE MATT DAMON CATHERINE ZETA-JONES Gleðilegt nýtt ár TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! ÁRAMÓTASKAUPIÐ minnir okk- ur á að lífið er eitt allsherjarleik- svið og fjalirnar minna oftar en ekki á fjölleikahús. Öll fáum við eitthvað að bardúsa, sumir festast í rullunni til lífstíðar, aðrir ekki. Gott skaup skoðar sviðið í spé- spegli og aðall þess að breyta sem minnstu en gantast með menn og málefni sem athygli hafa vakið á árinu. Að þessu sinni var handrits- gerðin alfarið í höndum Spaug- stofumanna og í stuttu máli tókst þeim prýðilega upp enda langsjó- aðir atvinnumenn. Þeir skulduðu okkur áhorfendum fyrir arfaslaka sólarlandaþætti, nú sýndu þeir á sér betri hliðina og eru aftur komnir með innistæðu í Gleði- banka þjóðarinnar. Engum var hlíft nema stjórnarandstöðunni (það er kannske ekki grín að henni gerandi), menn fengu góð- látlega á baukinn og stórsöngv- arinn fékk þar að auki í baukinn. Skaupið hófst á opnun Þjóð- arsafnsins – sem var samkvæmt íslenskri venju ekki alveg tilbúið í slaginn á opnunardaginn. Þar með var ramminn kominn og Skaupið fikraði sig síðan áfram á nokkuð hefðbundinn hátt með hressilegum sviðsetningum úr fréttabanka árs- ins, bæð leiknar og með tónlistar- ívafi. Af nógu er að taka á ári mý- margra umdarlegra atburða. Samráð olíufélaganna, fjölmiðla- frumvarpið, ofurlánin (sem von- andi binda endi á gamalkunnar, þriðju gráðu yfirheyrslur banka- stjóra), útflutningur ísjaka og aðr- ar skondnar uppákomur fengu til- hlýðilega meðhöndlun. Spaugstofumenn fóru fyrir landsliði gamanleikara sem fór mikinn í sæg aðal- og auka- hlutverka. Að öðrum ólöstuðum eru þeir eftirminnilegastir, Jó- hannes Kristjánsson sem er hreint út sagt óborganlegur sem orku- boltinn Alfreð Þorsteinsson, Örn sem stórsöngvarinn Kristján Jó- hannsson og Laddi, í hvaða kvik- inda líki sem hann bregður sér í. Til að bæta um betur var kallaður til fjöldi þjóðkunnra gesta sem gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér og tilverunni. Þátttaka vel þekktra húmorista eins og Davíðs Oddssonar, Ómars, Björgvins, Sveppa og Erps kom ekki á óvart en þarna stungu einnig upp koll- inum ólíklegustu persónur á borð við Árna Finnsson, Brynjólf Bjarnason, Völu Matt, Bjarna Fel. og Ellert B. Schram, sem sýndu á sér léttari hliðina. Þessi ágæti hópur stóð sig engu síður en at- vinnumennirnir, hann frískaði verulega upp á sýninguna og á stóran þátt í hversu vel tókst til. Stofumenn héldu vel utan um framvinduna og textinn lengst af vel yfir fimmauramörkunum sem hafa átt það til að setja um of svip sinn á þetta ómissandi og vinsæl- asta sjónvarpsefni þjóðarinnar. Þá má ekki gleyma frábærum þætti tónlistarmannanna Ragga Bjarna, Jónsa, Hljóma, Quarashi, Nylon o.fl. Fréttamennirnir á RÚV létu ekki sitt eftir liggja og skildu sett- legan virðuleikann eftir heima. Þegar upp er staðið stendur Skaupið 2004 talsvert upp úr slík- um skemmtunum á síðari árum; fyndið, fagmannlegt og rögg- samlega stjórnað. Kryddað óvænt- um og afslappandi uppákomum sem víkkuðu sviðið og gerðu gæfu- muninn. Fyndið Skaup og fagmannlegt SJÓNVARP RÚV – Sjónvarpið. 31.12. 2004 Leikstjóri: Sigurður Sigurjónsson. Hand- rit: Karl Ágúst Úlfsson, Sigurður Sigur- jónsson, Örn Árnason, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson. Upptökustjóri: Gunnlaugur Jónasson. Sviðsstjóri: Helga Pálmadóttir. Aðalleikendur: Örn, Karl Ágúst, Randver, Pálmi, Sigurður, Jóhann- es Kristjánsson, Kjartan Guðjónsson, Þórhallur Sigurðsson, Þröstur Leó Gunn- arsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Unnur Ösp Stefánsóttir, Brynhildur Guð- jónsdóttir, Jón Gnarr o.fl. SKAUPIÐ 2004 Sæbjörn Valdimarsson Sverrir Þór Sverrisson og Jón Gnarr í hlutverkum sínum í skaupinu. saebjorn@heimsnet.is ÞAÐ hefur verið óvenjuhljótt um útgáfu á nýjustu plötu Mezzoforte, Forward Motion, hér á landi. Þetta er ellefta platan sem bræðings- sveitin sendir frá sér síðan hún var stofnuð árið 1977. Síðasta plata þar á undan, Monkey Fields, kom út árið 1996, ef undanskilinn er safn- diskur sveitarinnar, Very Best of Mezzoforte, sem kom út í nóv- ember 2001. Það var því fyllilega tímabært að mati fjölmargra aðdá- enda Mezzoforte að fá nýjan disk í hendurnar og það eru alltaf stór tímamót í íslenskri tónlistarsögu. Og þeir sem á annað borð hafa smekk fyrir tónlist Mezzoforte eru ekki sviknir frekar en fyrri daginn. Á Forward Motion eru tólf lög, öll í styttri kantinum, þetta fjórar til tæpar sex mínútur. Diskurinn opnar á „Tribute“ sem er svona dæmigerð Mezzoforte-laglína með flottri en kannski ögn fyrir- sjáanlegri útsetningu á hornum. Þar er að verki Chris Cameron, sem áður hefur komið við sögu á plötum Mezzoforte í gegnum tíðina. Það er kannski eini ljóðurinn á Forward Motion, hversu fyrir- sjáanleg tónlistin er að mörgu leyti og gamalkunnug, sem þegar nánar er að gætt er ef til vill hennar mesti kostur. Við fyrstu hlustun dytti kannski mörgum í hug að hér væri á ferðinni Mezzoforte fyrir 15– 20 árum og þetta er ekki sagt í niðrandi merkingu, þvert á móti. Forward Motion er afturhvarf til hreinna laglína eins og þær birtust á fyrstu plötum Mezzoforte, hljóm- urinn er ekki heldur ósvipaður en spilamennskan er orðin ennþá fágaðri og spila- gleðin og sköpunin ennþá til staðar. Mezzoforte er ekki að fara inn á nýjar brautir með Forward Motion heldur að gera það sem þeir hafa gert best í gegnum tíðina; að miðla flottum laglínum pökkuðum inn í fönkaða og djassaða ramma. Titillagið er fönkað grúv sem minnir á það sem Mezzo var að gera á Playing for Time sem kom út 1989 en „Beyond the Horizon“ er ein af þessum Mezzoforte ball- öðum sem límist við heilann. „Funky Staircase“ er fjölbreytt í einfaldleika sínum og skartar m.a. einkar smekklegu rafmagnspíanói Eyþórs og þar kveður sér líka hljóðs Andy nokkur Snitzer á ten- órsaxófón, með tón sem minnir mest á David Sanborn. „Weather Ahead“ er önnur ballaða, viðkvæm og með þungan undirtón. Disknum lýkur á „Gratitude“, hægum blús þar sem vert er að leggja eyrun eftir einleiksköflum Friðriks og Ey- þórs. Þetta eru að mati rýnis bestu lög disksins sem að öðru leyti er einkar heildstæð og góð upplifun. Forward Motion er með bestu disk- um Mezzoforte og full ástæða að bæta honum við í safnið. Djassfönk af mestu gæðum Guðjón Guðmundsson TÓNLIST Íslenskar plötur Forward Motion er ellefta plata Mezzo- forte. Hljómsveitina skipa Friðrik Karls- son, gítar, Eyþór Gunnarsson, hljómborð, Jóhann Ásmundsson, bassi. Þeim til full- tingis er Thomas Dyani, ásláttur, Wolf- gang Haffner, trommur, Andy Snitzer og David Wilczewski, tenórsaxófónar og Jacob Andersen, ásláttur. Hornasveitina skipa Derek Watkins og Simon Gardener, trompetar, Jamie Talbot og Stan Sulz- man, saxófónar. Chris Cameron útsetti fyrir hornasveit. Upptakan fór fram í maí og júlí 2004 í Puk Studios, River of Light Studios, MK Studios, Scratch Studios. Mezzoforte – Forward Motion 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.