Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Söfnunarsíminn er 907 2020 Með því að hringja í söfnunarsímann leggur þú fram 1.000 kr. til hjálparstarfsins í Asíu. Einnig er hægt að leggja fram fé með kreditkorti á www.redcross.is, eða millifærslu á bankareikning 1151-26-000012, kt. 530269-2649. M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN kostar birtingu auglýsingarinnar METFRAMLÖG TIL SÞ Sameinuðu þjóðirnar hafa fengið metfjárframlög vegna hjálparstarfs- ins á hamfarasvæðunum í Asíu. Erf- iðlega hefur þó gengið að dreifa hjálpargögnum, einkum í Aceh- héraði í Indónesíu þar sem mann- tjónið var mest. Talið er að rúmlega 150.000 manns í ellefu löndum hafi látið lífið í hamförunum, þar af minnst 94.000 í Indónesíu og yfir 30.000 á Sri Lanka. Áætlað er að 1,8 milljónir manna þurfi matvælaað- stoð og um fimm milljónir hafi misst heimili sín. Samþykkt Baska fordæmd Spænska ríkisstjórnin fordæmdi í gær samþykkt þings Baskalands um breytta stöðu héraðsins innan spænska ríkisins. Jose Zapatero, forsætisráðherra Spánar, sagði sam- þykktina „fráleitan og ólöglegan“ gjörning. Rýmt vegna snjóflóðahættu Á annað hundrað manns þurfti að yfirgefa heimili sín á norðanverðum Vestfjörðum í gær og í fyrradag vegna snjóflóðahættu. Almanna- varnanefndir á Vestfjörðum koma saman árdegis í dag til að end- urmeta aðstæður. Stórt snjóflóð féll á Skutulsfjarðarbraut síðdegis í gær og féllu minni flóð víðar á Vest- fjörðum. Átta augnslys um áramótin Betur fór en á horfðist þegar Sig- urgeir Hannesson lenti í augnslysi daginn fyrir gamlársdag. Hann var ásamt félaga sínum að taka í sundur flugelda og endaði tilraunastarf- semin með því að púðrið sprakk framan í þá. Báðir voru án hlífðar- gleraugna og voru fluttir á slysa- deild Landspítalans. Þeir voru með- al þeirra átta drengja er slösuðust á augum um áramótin. Brot á höfundarréttarlögum Fulltrúar rétthafa efnis hafa lagt fram kærur til Ríkislögreglustjóra á hendur tíu einstaklingum á fimm svokölluðum tengipunktum fyrir meint gróf brot á höfundarréttar- lögum með því að hafa fjölfaldað og gert fólki kleift aðsækja á Netið um- talsverðan fjölda af tónlistarverkum, kvikmyndaverkum, sjónvarpsefni og tölvuleikjum. Y f i r l i t Í dag Sigmund 8 Viðhorf 28 Viðskipti 15 Forystugrein 26 Erlent 18/19 Minningar 30/36 Landið 21 Skák 30/36 Akureyri 22 Dagbók 40/42 Höfuðborgin 22 Fólk 46/49 Suðurnes 23 Bíó 46/49 Austurland 23 Ljósvakar 50 Daglegt líf 24 Veður 51 Umræðan 25/28 Staksteinar 51 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is UM 60 björgunarsveitarmenn frá 11 björgunarsveitum Slysavarna- félagsins Landsbjargar voru við störf víða um land í gær. Hjálp- arsveit skáta í Hveragerði var á ferðinni á Hellisheiði til aðstoðar við bílstjóra sem áttu í vandræðum vegna veðurs og ófærðar. Björg- unarsveitir í Húnavatnssýslu voru að störfum frá því um miðjan dag vegna veðurs og ófærðar ásamt því að aðstoða við sjúkraflutning. Þá voru nánast allar björgunarsveitir á Vestfjörðum í önnum vegna mik- illar ófærðar og óveðurs. Morgunblaðið/RAX Vafalaust hafa margir bílstjórar, er lentu í ófærðinni á Hellisheiðinni, séð Litlu kaffistofuna í Svínahrauni fyrir sér sem nokkurs konar vin í eyðimörkinni og fundist tilhugsunin um að staldra þar við og fá sér heitan drykk góð. Annir hjá björgunarsveitum LÖGREGLUMENN mega taka munnvatnssýni úr ökumönnun sem grunaðir eru um fíkniefnaneyslu samkvæmt drögum að breyttum um- ferðarlögum sem samgönguráðu- neytið hefur verið að skoða. Ráðu- neytið hefur óskað eftir umsögn hagsmunaaðila og almennings á breytingunum. Hinar auknu heim- ildir lögreglunnar til sýnatöku taka bæði til ávana- og fíkniefna. Í athugasemdum við frumvarps- drögin kemur m.a. fram að erfiðara sé fyrir lögreglu að mæla fíkniefni en áfengi hjá ökumönnum. Komið hafi fram nýjar aðferðir við að mæla ýmis ávana- og fíkniefni, aðrar en blóð- og þvagsýni. Þróuð hafa verið tæki til að greina ávana- og fíkniefni með töku munnvatnssýnis. Er þessi að- ferð einföld í framkvæmd og getur lögreglumaður mælt ökumanninn á staðnum í stað þess að færa hann til rannsóknar. Í Belgíu og Sviss eru í notkun tæki til þessara mælinga en þau eru þó ekki lögfull sönnun þess að ökumaður sé undir áhrifum. Reynist sýnið jákvætt þarf að færa hann til blóð- eða þvagrannsóknar til nánari greiningar og staðfestingar. Með þessu er hins vegar hægt að leiða í ljós hvort ástæða sé til að færa ökumann til slíkrar rannsóknar og þannig hægt að komast hjá því að sýni séu send í dýrar rannsóknir sem ekki reynast svo jákvæðar. Munnvatnsmælingar myndu auð- velda eftirlit lögreglu, spara veru- lega tíma hennar og annarra, ekki síst ökumannsins sjálfs. Munnvatnssýni tekin ef grunur er um fíkni- efnaneyslu ökumanna VERÐ á 95 oktana blýlausu bensíni á heimsmarkaði var 362,97 Bandaríkja- dalir fatið í desember en 432,4 Banda- ríkjadalir í nóvember. Þar með lækk- aði meðalverð um tæpa 70 Banda- ríkjadali, eða 16,06% á milli mánaða. Að sögn Magnúsar Ásgeirssonar hjá Olíufélaginu má skýra þessa lækkun á heimsmarkaðsverði að ein- hverju leyti með því að markaðurinn sé að leiðrétta þá miklu hækkun sem orðið hefur á árinu. Það sé þó eðlilegt að verð lækki lítillega um miðjan vet- ur þegar hægt sé að segja til um hvort birgðir nægi út veturinn, að sögn Magnúsar. Hann segir jafn- framt að eftirspurn frá Kína, sem í dag hefur mest áhrif á heimsmark- aðsverð, sé lítil nú en Kínverjar og aðrar Asíuþjóðir haldi venjulega að sér höndum fram yfir kínverska ný- árið sem byrjar hinn 9. febrúar næst- komandi. Í desember hefur algengasta verð á bensíni í sjálfsafgreiðslu á Íslandi lækkað úr 104,4 krónum í 98,7 krónur eða um 5,45%. Um ástæðuna fyrir þessum mun, þ.e. af hverju bensín- verð hefur ekki lækkað meira, vildi enginn talsmanna olíufélaganna tjá sig í gærkvöldi. Bensínið lækkaði um 16% í desember Lækkaði um 5,45% á Íslandi BÆKLUNARLÆKNAR sam- þykktu í gær samning sem gerður var við heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneyti á gamlársdag um greiðslur fyrir bæklunarlækningar sjúkratryggðra einstaklinga. Samn- ingurinn gildir til marsloka 2008, og með honum eru í höfn samningar við síðasta samningslausa hóp klínískra sérfræðilækna. Sveinbjörn Brandsson, formaður samninganefndar Íslenska bæklun- arlæknafélagsins, segir að með þess- um samningi sé í raun viðurkennd þörf á aukinni þjónustu bæklunar- lækna, og ljóst sé að biðlistar séu of langir og ekki náist að þjónusta þá sem þurfi. Því hafi verið bætt við þann fjölda aðgerða sem sjálfstætt starfandi bæklunarlæknar megi gera. Áfram þak á fjölda aðgerða Alls eru um þrjátíu læknar í Ís- lenska bæklunarlæknafélaginu. Með samningnum verður töxtum breytt til móts við kröfur bæklunarlækna. Áfram verður þak á fjölda aðgerða, svo áfram verður takmarkað hvað hver og einn getur unnið. Að öðru leyti segir Sveinbjörn samninginn svipaðan samningi sem Læknafélag Reykjavíkur hefur þegar gert við ráðuneytið. Sveinbjörn segir að bæklunar- læknar hafi náð fram mun betri samningi með því að semja sérstak- lega við ráðuneytið í stað þess að vera í samfloti við aðra hópa sér- fræðilækna. „Aðallega fannst mér gefandi fyrir mig sem bæklunar- skurðlækni að horfa framan í samn- inganefnd [ráðuneytisins] og geta útskýrt málið betur,“ segir hann. „Það er ómögulegt fyrir þessa menn að átta sig á umfangi, þörf á þjónustu eða eðli þjónustunnar, þannig að þarna höfðum við tækifæri til að sitja með þeim og eiga, að mér fannst, uppbyggilegar viðræður,“ segir Sveinbjörn. Samið við síðasta hóp sérfræðilækna SNJÓFLÓÐ féll í Vatnsdal síð- degis í gær. Að sögn lögregl- unnar á Blönduósi tilkynnti bóndinn í Káradalstungu í Ás- hreppi í Vatnsdal að snjóflóð hefði fallið á og eyðilagt stöðv- arhús sem stendur við bæinn, en í stöðvarhúsinu er framleitt rafmagn fyrir bæinn og sá raf- stöðin fyrir kyndingu á bænum. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar þótti ekki ástæða til að rýma bæinn þar sem hann var ekki talinn í hættu. Vegna ófærðar komst lögreglan ekki á staðinn í gær, en gert er ráð fyrir að kanna aðstæður í dag. Snjóflóð eyðilegg- ur rafstöð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.