Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 5 FRÉTTIR ILLUGI Jökulsson hefur látið af störfum sem ritstjóri DV og hefur fengið það verkefni að stýra vinnu- hópi um stofnun nýrrar útvarps- stöðvar á vegum Íslenska útvarps- félagsins samkvæmt því sem fram kemur á vísi.is. Útvarpsstöðin á eingöngu að senda út talað mál og verður ákveðið innan þriggja vikna hvort hugmyndinni verður hrint í framkvæmd að sögn Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmda- stjóra. Í vinnuhópnum eru auk Ill- uga Hallgrímur Thorsteinsson og Sigurður G. Tómasson og fleiri. Verið er að skoða þörfina fyrir útvarpsstöð af þessu tagi að sögn Gunnars Smára. Ekki hefur verið ákveðið heiti á stöðina en óform- legt vinnuheiti mun vera „Gufan“, hvað sem stöðin verður svo síðar kölluð ef af verður. Á DV verður enginn settur í rit- stjórastól í stað Illuga og mun því Mikael Torfason stýra blaðinu einn. Illugi Jökulsson hættir á DV UNGUR maður réðst á stúlku í heimahúsi á Selfossi á sunnudags- kvöld með þeim afleiðingum að stúlkan hlaut áverka í andliti. Hún var flutt á heilsugæslustöðina á Sel- fossi þar sem læknir skoðaði áverk- ana. Að sögn lögreglu var maðurinn talsvert drukkinn og mun árásin hafa verið tilefnislaus. Hann var horfinn á braut þegar lögregla kom á vettvang en verður boðaður í yfir- heyrslu hið fyrsta. Réðst á stúlku á Selfossi LITLU munaði að togarinn Gunn- björn ÍS-302 sykki í höfninni á Flat- eyri á þriðja tímanum í gær en fyrir snarræði vélstjóra á öðrum bát tókst að koma í veg fyrir að illa færi. Sjór komst af einhverjum ástæð- um inn á millidekk togarans svo að hann tók að hallast uns hans lá á bryggjukantinum. Að sögn Samúels Sigurjónssonar, vélstjóra á Halla Eggerts ÍS-197, sem einnig liggur við festar í Flat- eyrarhöfn, sá hann að Gunnbjörn tók að hallast óeðlilega mikið og sá í hvert stefndi. Þá voru engin ljós á bátnum. Hann hringdi í eigandann sem lóðsaði hann að ljósavél en í ljós kom að rafmagnskapall frá landi hafði slitnað í sundur svo rafmagns- laust var um borð. Eftir að hafa komið ljósavélinni í gang tókst honum að dæla sjónum úr skipinu svo það rétti sig við. Ekki er talið að skemmdir hafi orðið á skip- inu vegna atviksins. Gunnbjörn er með heimahöfn í Bolungarvík en leggur upp afla sinn á Flateyri. Skip- ið er 263 brúttótonn smíðað í Njarð- vík árið 1984. Halli Eggerts átti upphaflega að fara á veiðar í fyrradag en sökum veðurs verður væntanlega ekki hald- ið á sjó fyrr en í dag, að sögn Sam- úels. Bálhvasst var í byljum á Flat- eyri í gær og vindur að jafnaði um 24 metrar á sekúndu. Litlu munaði að skip sykki í Flateyrarhöfn Vélstjóri á öðrum bát sá í hvað stefndi LÖGREGLAN í Kópavogi hefur upplýst amfetamínmál sem kom upp þegar hún fann efnið á ein- um gesti veitingahúss í bænum aðfaranótt sunnudags. Maðurinn var handtekinn en síðan sleppt að yfirheyrslum loknum. Sömu nótt var bíl ekið út af Hafnarfjarðarvegi þar sem hann valt. Ökumaður, sem var einn í bifreiðinni og er grunaður um ölvun við akstur, var fluttur á slysadeild en meiðsli hans reynd- ust minniháttar. Á sunnudagsmorgun var til- kynnt innbrot í fimm bíla í Hjallahverfi. Málin eru í rann- sókn. Fíkniefnamál upplýst TF-ELU Airbus-vél frá Íslandsflugi flaug frá Liege í Belgíu áleiðis til Rabat í Marokkó í fyrradag til að sækja þangað fjörutíu tonn af bún- aði til lækninga, sem nýta á á ham- farasvæðunum við Indlandshaf. Vélin mun á næstu fjórum dögum fljúga með búnaðinn til Maldíveyja, Sri Lanka, Taílands og Indónesíu. Vélin er í leiguflugi fyrir Kon- unglega flugfélagið í Marokkó og eru tveir Íslendingar í áhöfn. Vél frá Íslandsflugi dreifir hjálpargögnum ÖKUMAÐUR jeppabifreiðar var fluttur á slysadeild Landspítalans í Fossvogi eftir umferðaróhapp á Reykjanesbraut seinnipartinn í gær en hann var ekki talinn alvarlega slasaður. Að sögn lögreglunnar í Keflavík voru tildrög slyssins þau að öku- maður jeppabifreiðarinnar lenti ut- an í traktor með haugsugu í eftir- dragi og missti við það vald á bifreiðinni sem lenti á ljósastaur en hafnaði síðan utan vegar. Ók utan í traktor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.