Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
H
ún sagðist heita
Ólafía og fór að
gráta þegar ég tal-
aði hlýlega við
hana. Ég sá hana
fyrst við Hlemm. Það var að-
fangadagur og frekar kalt úti.
Búðirnar lokaðar og örfáir á
ferli. Hún staulaðist framhjá mér
með tóm, fljótandi augu. Eins og
vanalega ætlaði ég aðhorfa í aðra
átt og drífa mig heim. En ég
staldraði við og minnti mig á eig-
in orð um hvað heimurinn gæti
verið góður ef við hjálpuðum
hvert öðru.
Ég fylgdist með henni fara
upp í strætisvagn og horfði á bíl-
stjórann ýta henni út. Ég spurði
hana hvert hún vildi fara. Hún
var töff. Blót-
aði bílstjór-
anum fyrir að
hafa fleygt
sér út og
sagðist ætla
niður á Aust-
urvöll. Ég sagði henni frá Konu-
koti. Þar væri hlýtt, hrein rúm
og nóg af öllu. Neðri vörin á
henni byrjaði að titra.
Bíllinn var aðeins steinsnar frá
Hlemmi en það tók okkur langan
tíma að staulast þangað. Hún var
máttfarin og ískyggilega grönn.
Litlar vindhviður voru sem
stormur.
Ég hafði aldrei komið í Konu-
kot. Vissi bara að það ætti að
vera opið allan sólarhringinn yfir
hátíðirnar. Konukot var stofnað
fyrir tæpum mánuði. Reykjavík-
urborg útvegaði húsnæði en
Rauði krossinn sér um rekst-
urinn.
Talið er að um hundrað manns
séu heimilislausir hér á landi, þar
af um fjórðungur konur. Þarna
er átt við fólk sem er algjörlega
„á götunni“, þ.e. á sér ekki fastan
samastað. Að undanskildu Konu-
koti er aðeins eitt gistiskýli fyrir
heimilislausa í Reykjavík. Þar
eru fimmtán pláss en þau eru
sjaldnast fullnýtt enda segja þeir
sem til þekkja að skilyrði fyrir
gistiplássi sé að vera allsgáður.
Með opnun Konukots var í fyrsta
skipti komið til móts við heim-
ilislausar konur.
Þegar við nálguðumst Konukot
varð ég óneitanlega stressuð.
Hvað ef það mætti ekki koma
drukkin þangað inn? Hvert gæti
ég þá snúið mér?
Ótti minn var ástæðulaus.
Móttökurnar í Konukoti hefðu
vart getað verið hlýlegri. Þar var
sjálfboðaliði á vakt sem þekkti
lífið á götunni af eigin raun. Ég
komst ekki hjá því að hugsa til
þess að Kennaraháskólaprófið
mitt, reynsla af leiðtogastörfum
og ritun pistla sem þessa voru
einskis virði þarna inni. Ég var
gersamlega vanmáttug gagnvart
aðstæðum þessarar konu en
sjálfboðaliðinn sem skildi hvernig
henni leið sýndi mér að um-
hyggja er stundum allt sem þarf.
Ég komst að því að Ólafía var
ekki hennar rétta nafn. Hún var
ýmist hlæjandi eða grátandi, í
hlutverki lítils barns, feiminnar
unglingsstelpu eða reiðrar konu.
Ég kunni ekki annað ráð en að
eyða tali um dauðann og reyna
að líta á spaugilegu hliðarnar á
lífinu sem leikur okkur svo mis-
grátt. Hún skalf og titraði af
reiði þegar hún í sundurlausu
máli sagði okkur frá aðfaranótt
aðfangadags í fangageymslu lög-
reglunnar. „Það kom enginn þeg-
ar ég hringdi bjöllunni. Ég þurfti
að pissa á gólfið,“ sagði hún og
grét og blótaði konunni sem var
á vakt.
Ég velti því fyrir mér hvernig
það er að vera lokuð inni. Nið-
urlægingunni að fá ekki að fara á
klósettið og þessu undarlega
stolti sem kom upp þegar hún
hafnaði því að fara í Konukot.
Ég taldi mér trú um að tíma-
skyn hennar hefði ábyggilega
verið brenglað og að eilífðin sem
hún upplifði áður en bjöllunni var
svarað hefði í raun verið tíu mín-
útur. En tvær aðrar konur höfðu
sömu sögu að segja, báðar edrú.
Ég mundi allt í einu eftir ætt-
ingja mínum sem hafði gist í
fangageymslu og pissað í bux-
urnar því hann komst ekki á kló-
settið. Ég hélt alltaf að það væri
lygi.
Þær sögðu mér frá lyftunni á
Hverfisgötunni sem fólki hefði
verið misþyrmt í. Nauðgun og
brotnum hnéskeljum. Mér fannst
eiginlega verst að ég hafði heyrt
um þessa lyftu áður. Lög-
reglumaður átti að hafa sagt
hreykinn frá því þegar róni meig
í sig af hræðslu inni í lyftunni.
Konurnar sögðu mér samt að
þetta væru aðeins svörtu sauð-
irnir innan lögreglunnar. Þeir
stoppuðu vanalega stutt við.
„Þetta eru þessir rambóar sem
finnst þeir vera valdamiklir en
alls ekki gamla góða lögreglan.
Hún reynist okkur yfirleitt vel.“
Eftir því sem leið á að-
fangadag fór ég að skilja betur
aðstæður þessara kvenna. Ótti
þeirra við mitt líf er jafnmikill og
ótti minn við þeirra líf. Sumir
kalla heimilisleysingja aumingja
en ég sannfærðist um að það
þarf jaxla til þess að lifa af á göt-
unni. Staða kvenna er sérlega
slæm. „Við erum bara gjaldmið-
ill. „Ef ég fæ 30 grömm af spítti
hjá þér mátt þú hafa þessa konu
í eina viku. Gefðu henni bara
bjór og þá er hún ánægð,““ sagði
ein. Það þarf enginn að segja
mér hvernig þessar konur verða
sér úti um næturstað.
Sem stendur er Konukot að-
eins opið yfir nóttina. Það er
merkilegt að velferðarþjóðfélagið
skuli ekki geta gert betur en það.
Engan sérfræðing þarf til að átta
sig á hvert konurnar fara að
morgni. Barinn er a.m.k. húsa-
skjól.
Starfsemi Konukots á eflaust
eftir að breytast á næstu mán-
uðum og árum. Fólk þarf tíma til
þess að læra að treysta nýrri
starfsemi. Það er mikill fengur í
að hafa til staðar fólk sem þekkir
þennan heim af eigin raun en
hefur komið undir sig fótunum.
Virðing fyrir manneskjunni
skiptir sköpum sem og skilningur
á eðli heimilisleysis, geðsjúk-
dóma, fíknar, ofbeldis, vændis og
kynferðisofbeldis.
Við hin getum svo tekið okkur
sjálf í gegn og spurt hver viðhorf
okkar eru til þeirra sem minnst
mega sín.
Jól í
Konukoti
Ótti þeirra við mitt líf er jafnmikill og
ótti minn við þeirra líf. Sumir kalla
heimilisleysingja aumingja en ég sann-
færðist um að það þarf jaxla til þess að
lifa af á götunni.
VIÐHORF
Eftir Höllu
Gunnarsdóttur
hallag@mbl.is
KVIKMYNDAFYRIRTÆKIÐ Í
einni sæng, en þar eru aðal-
grjótpálarnir Lýður Árnason lækn-
ir og Jóakim Reynisson, sýndi
kvikmyndina Jólamessan á Þing-
eyri fyrr í þessum mánuði Myndin
er tekin í Bolungarvík. Aðalleikari
er Árni Tryggvason en Bolvíkingar
bera hana uppi að öðru leyti. Mátti
þar sjá mörg kunn andlit eins og
Ólaf bæjarstjóra sem var og kon-
urnar í kirkjukórnum sem eru hver
annarri myndarlegri.
Kvikmynd þessi er hið skemmti-
legasta verk. Yfir henni er ákveð-
inn ferskleiki og kraftur áhuga-
manna sem eru á góðri leið með að
verða frambærilegir í kvikmynda-
gerð. Er enginn vafi að með sama
áframhaldi geta þeir Í einni sæng
náð langt. En til þess að svo verði
þurfa þeir á stuðningi að halda og
fá fleiri með sér í sængina. Þetta
vestfirska kvikmyndafélag þarf
fjármuni til að þróast á eðlilegan
hátt. Annars eru líkur á að það
muni koðna niður og frumherjarnir
verða þreyttir á baslinu. Þau dæmi
þekkjum við alltof vel. Þeir sem
eiga nóga peninga ættu að huga að
þessum vaxtarsprota hér fyrir vest-
an.
Aukamyndin var einnig af
kirkjulegum vettvangi. Þar lék að-
alhlutverk, prestinn, hinn þekkti
flakari Jói í Norðurborg. Gerði
hann það ljómandi vel og er ekki
spurning um hæfileika hans á
þessu sviði.
Eftir vestfirsku kvikmyndaveisl-
una birtist hljómsveitin Gögl og
framdi tónlist og gjörninga sem
þeir telja að eigi eitthvað skylt við
galdur. Þar var sama sagan: Frum-
leiki og kraftur. Tónlistin var
skemmtileg á að heyra, taktur og
hrynjandi í mjög góðu lagi. Söngur
allur hinn besti, en gjallarhorn
hefðu mátt vera aðeins lægra stillt.
Olavi Körre, hljómlistarkennari á
Þingeyri, sem virðist leika á öll
hljóðfæri ef út í það er farið, er
greinilega mjög góður liðsmaður í
hljómsveit þessari, en Lýður lækn-
ir og hinir drengirnir, að ógleymdri
söngkonunni hvítklæddu og galdra-
söngvaranum, kunna vel með hljóð-
færi að fara.
Reykur var töluverður á sviðinu
en eldur var þó ekki laus.
HALLGRÍMUR SVEINSSON,
Hrafnseyri, 465 Arnarfirði.
Vestfirskt kvikmyndafélag sækir fram
Frá Hallgrími Sveinssyni
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bréf til blaðsins | mbl.is
HUGMYNDARFRÆÐIN um
dvalarheimili fyrir aldraða er að ganga
sér til húðar, en meiri áhersla lögð á
byggingu hjúkrunarheimila. Dval-
arheimilin leystu þó mjög vel þarfir
aldraðra þegar um takmarkaða heima-
þjónustu var að ræða. Mikil aukning
hefur hins vegar orðið á heimaþjón-
ustu, dagvistun, heimsendingu á mat,
byggingu sérhæfðra
íbúða, stofnun á félögum
eldri borgara, opnun
þjónustumiðstöðva
ásamt mörgum fleiri úr-
ræðum fyrir aldraða.
Uppgangstími dval-
arheimilanna var mest-
ur frá 1960 til 1990, en á
þessu þrjátíu ára tíma-
bili var öll þjónusta fyrir
aldraða sem bjuggu
heima í lágmarki; einnig
voru konur farnar að
hlýða kalli vinnumark-
aðarins, en eins og
kunnugt er hafði það lengi verið eitt af
hlutverkum þeirra að annast aldraða í
heimahúsum. Þar að auki vó það þungt
að á þessu 30 ára tímabili voru flest
sjúkrahús á daggjöldum en ekki á föst-
um fjárlögum eins og nú, sem þýddi að
öll pláss þar voru á þeim árum vel nýtt
í þágu aldraðra/sjúkra, og því þörfin
fyrir hjúkrunarheimili ekki eins brýn.
Hins vegar eftir að sjúkrahúsin fóru
yfir á föst fjárlög, árið 1987, þá fækkaði
legudögum þar um allt að því helming
vegna þeirra kerfisbreytinga, og mun-
aði um minna.
Hjúkrunarheimilum fjölgar
Þegar farið var að bjóða ýmis úrræði
fyrir þá sem vildu dvelja heima, þá
leiddi það til þess að mikill samdráttur
varð í byggingu svokallaðra dval-
arheimila. Einnig eru daggjöld til
þeirra það lág miðað við önnur vist-
gjöld að rekstrargrundvöllur er ekki
fyrir hendi miðað við þjónustukröfur.
Þau eru nú aðeins 5.674 kr. (2004) mið-
að við 12 til 14.000 kr. fyrir hvert
hjúkrunarrými á hjúkrunarheim-
ilunum. 20.000 kr. eru greiddar í dag-
gjöld til hjúkrunarheimilisins Sóltúns,
þó svo að þjónustan sé síst meiri þar á
bæ og áætlað er að kostnaður við rými
á sjúkrahúsunum sé u.þ.b. 35.000 kr. á
dag. Meðalaldur íbúa á vistheimilum
hefur hækkað, heilsufari þeirra hefur
því hrakað og eru þau því flest á góðri
leið með að verða hrein
hjúkrunarheimili, og er
sú þróun eðlileg miðað
við þær aðstæður sem að
ofan greinir.
Nú er svo komið að á
mörgum sviðum er
kostnaður við þjón-
usturýmin síst lægri en
við hjúkrunarrýmin;
einnig hafa íbúar vist-
rýma, eins og fram kem-
ur í nýútkominni bók,
Sjálfræði og aldraðir,
fleiri sérhæfðar óskir
fram að færa, sem aldr-
aðir/sjúkir á hjúkrunardeildum fara
síður fram á, svo sem hvenær þeir fari
í bað, hvenær þrifið skuli hjá þeim, eða
þeir aðstoðaðir á annan hátt; óskir sem
erfitt er að uppfylla við þær aðstæður
sem heimilin þurfa að búa við og lýst
hefur verið hér að ofan.
Sjálfræði aldraðra
á vistheimilum
Hvað varðar sjálfræði íbúa vistheimila
þá er það nokkuð djúpt í árina tekið að
segja að þeir hafi lítið svigrúm til að
vera þeir sjálfir. Þar sem ég þekki til
eru íbúar sjálfráða að flestu leyti, eða
svo lengi sem það stangast ekki á við
þarfir annarra íbúa og vinnutilhögun,
en hér er um blandað heimili að ræða.
Heimilisfólkið hefur töluvert mikla val-
kosti og ágætt rými til athafna, og eru
langflestir ánægðir með sinn hlut. Á
heimilinu er möguleiki að sækja starfs-
þjálfun daglega; einnig sjúkraþjálfun,
hár- og fótsnyrtingu, leikfimi, upp-
lestur, spil, bingódaga, golf og göngu-
ferðir. Verslun er þar, einnig banka-
þjónusta, guðsþjónustur, alls kyns
heimsóknir og svo mætti lengi telja.
Varsla er á heimilinu allan sólarhring-
inn, bæði utandyra sem innan. Örygg-
iskerfi í hverri íbúð, þrif, rekstur
þvottahúss (þar sem m.a. allur þvottur
á fatnaði íbúa fer fram), lyf- og lækn-
isþjónusta. Allir þessir liðir fylgja með
í gjaldinu, enda í samræmi við lögin
um málefni aldraðra. Meðalrými hvers
íbúa u.þ.b. 24 fermetrar nettó, en yfir
70 m2 ef allt þjónusturými er meðtalið.
Fullt fæði fylgir að sjálfsögðu, einnig
hjúkrunar- og umönnunarþjónusta
ásamt alls kyns félagsþjónustu, að-
gangur að bókasafni, dagblöðum og
öðrum fjölmiðlum.
Lokaorð
Komið hefur í ljós með könnun að
meðalaldur fólks er 80,5 ár þegar það
kemur til dvalar á vistheimilið. Með-
alaldur íbúa heimilisins í dag er hins
vegar 86 ár. 59% þeirra sem komið
hafa til dvalar frá upphafi voru konur
en 41% karlar. Meðan heimilið var
hefðbundið dvalarheimili var með-
aldvalartími íbúa 6,5 ár, þangað til
þeir, heilsunnar vegna, þurftu að fara á
sjúkrahús. Á sjúkrahúsinu bjuggu þeir
að meðaltali í nærri 2 ár uns þeir lét-
ust. Eftir að heimilin breytast í hjúkr-
unarheimili má reikna með að dvöl á
sjúkrahúsum styttist, þar sem stefnt
er að því að íbúar geti verið „heima“
(þ.e. á hjúkrunarheimilinu) helst allt til
enda. Meðaldvalartími þeirra kemur
þó væntanlega ekki til með lengjast
mikið, m.a. vegna þessa að fólk kemur
eldra til dvalar en áður.
Sjálfsákvörðunarréttur hinna öldr-
uðu er virtur eftir því sem kostur er á
vistheimilunum. Ekki síður ber að-
standendum að virða sjálfsákvörð-
unarrétt þeirra hvort sem þeir eru
heima hjá sér eða á vistheimilum; einn-
ig að virða þá ákvörðun sem þeir taka
varðandi eignir sínar og lífeyri. Þá er
brýnt að aðstoða þá öldruðu, sem vilja
búa heima, við að breyta húsnæði sínu
við breyttar aðstæður. Fagfólk þyrfti
þá að benda aðstandendum á hvar
breytinga væri helst þörf. Oftast eru
þetta ekki dýrar framkvæmdir. Flutn-
ingur í litlar sérhæfðar íbúðir kemur
einnig til greina. Mikil þörf er einnig
fyrir ódýr sambýli ýmiskonar, t.d. fyrir
félagslega einangraða einstaklinga,
fjölfatlaða og öryrkja. Hér væri meðal
annars um að ræða leiguíbúðir, sem
mikill skortur er á. Ef tekið væri tillit
til þessara þátta væru málefni aldraðra
í enn betra lagi en þau eru í dag.
Dvalarheimili á undanhaldi
Ásmundur Ólafsson fjallar
um málefni aldraðra ’Þá er brýnt að aðstoðaþá öldruðu, sem vilja
búa heima, við að breyta
húsnæði sínu við breytt-
ar aðstæður.‘
Ásmundur Ólafsson
Höfundur er framkvæmdastjóri
Dvalarheimilisins Höfða á Akranesi.
Í MÖRG ár hef ég fylgst með
kjöri íþróttamanns ársins og get
ekki sagt annað en ég hafi verið
ánægð með þau kjör. Hins vegar
við kjör íþróttamanns 2004 get ég
ekki verið sátt. Við Íslendingar
eigum marga efnilega og góða
íþróttamenn en þeir virðast vera
mismetnir af dómnefnd. Sá
íþróttamaður sem ég tala um er
Kristín Rós Hákonardóttir sund-
kona. Hún er íþróttamaður sem
allir geta horft upp til, hún er
sterkur einstaklingur enda unnið
til margra verðlauna, slegið
heimsmet og talin sú besta í sinni
grein. Spurning mín er þessi:
Hvað þarf svona dugleg mann-
eskja eins og Kristín Rós að gera
til að verða kosin íþróttamaður
ársins? Ég skil eiginlega ekki
hvernig matið fer fram. Fær fatl-
aður íþróttamaður jafn mörg stig
ef hann fær gullverðlaun í 50 m
bakskriði og heilbrigður íþrótta-
maður gullverðlaun í sama sundi?
Ef fatlaður einstaklingur fær ekki
jafn mörg stig og ófatlaður, hver
er þá tilgangurinn með því að hafa
Kristínu Rós inni í kjöri íþrótta-
manns ársins?
BERGLIND ÓMARSDÓTTIR,
Breiðvangi 18, Hafnarfirði.
Íþróttamaður ársins
Frá Berglindi Ómarsdóttur