Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 27
haldinn fundur í gær þar sem end-
anleg verkaskipting var ákveðin svo
hægt yrði að ganga beint til verks í
morgun.
Millilenda þarf á leiðinni og taldi
Steingrímur líklegast að það yrði gert
í Dubai. Flugvélin á að lenda í Stokk-
hólmi í Svíþjóð síðdegis í dag sam-
kvæmt áætlun.
Uppbygging hafin
Taílensk yfirvöld hyggjast hraða
uppbyggingu á Andaman-strönd sem
varð illa úti þegar flóðbylgja gekk þar
á land á annan dag jóla. Thaksin
Shinawatra forsætisráðherra landsins
sagði að uppbyggingu við baðstrendur
í Phuket og Phi Phi verði hraðað,
samkvæmt frétt vefútgáfu Bankok
Post. Samkvæmt frétt blaðsins er
þegar búið að hreinsa sumar strendur
og opna nokkur hótel við ströndina.
Er búist við að ferðamenn fari aftur
að leggja leið sína til Phuket innan
tveggja vikna. Talsmaður ferðaþjón-
ustunnar í Phuket taldi að minnst
mánuður yrði að líða áður en ferða-
þjónustan færi aftur að lifna við.
Að sögn Íslendings í Taílandi, sem
Morgunblaðið ræddi við í gær, er búið
að loka svæðum fyrir útlendingum þar
sem unnið er að því að bera kennsl á
látna.
Honum þótti afstaða fólks sem hann
hafði hitt vera að sú að þetta hafi ver-
ið náttúruhamfarir, einstakur atburð-
ur, en ekki hryðjuverk af mannavöld-
um. Þessi atburður sé að baki og nú
sé ekkert annað að gera en að horfa
fram á við.
Morgunblaðið/Sverrir
Leiðangursfólkið þurfti að fylla út skjöl fyrir útlendingaeftirlit Taílands við komuna þangað. Poul Weber ræðismaður ræddi við hópinn sem kom með íslensku flugvélinni til Taílands.
tvær ferðir til Taílands að sækja Svía
íkum og persónulegum eigum, sem á þeim voru, eru við ráðhúsið í Phuket og víðar.
FRIÐRIK Árnason prentsmiður
var á veitingastað Leelawadee-
hótelsins við Patong-ströndina í
Phuket á Taílandi þegar hann
veitti því athygli að vatn fór að
flæða upp úr göturæsunum. Hann
smellti mynd af þessu fyrirbæri
og var klukkan þá 10.08.54 að
morgni annars dags jóla.
Vatnið hækkaði ört og
skömmu síðar dreif fólk að hót-
elinu, sem stendur ívið hærra
en næsta nágrenni, á flótta und-
an flóðinu. Fyrr en varði var
gatan öll undir vatni og hækk-
aði það stöðugt. Mikil ringul-
reið ríkti og óvissa um hvað
væri að gerast.
Næstu mynd tók Friðrik rúm-
um 20 mínútum síðar, kl.
10.31.50, þegar vatnið var tekið
að sjatna og streyma aftur til
sjávar. Hótelið stendur um einn
kílómetra frá ströndinni.
Ljósmynd/Friðrik Árnason
Flóðið er tekið að sjatna á þessari mynd sem er tekin kl. 10.31.50, eða
tæpum 23 mínútum síðar en fyrri myndin. Í millitíðinni flykktist hlaup-
andi fólk að hótelinu á flótta undan flóðinu.
Friðrik Árnasyni þótti óeðlilegt að sjá vatn streyma upp úr niðurföllum
á götunni. Hann tók því þessa mynd frá veitingastað Leelawadee-hótels-
ins í Phuket kl. 10.08.54 að morgni annars dags jóla. Þarna sjást fyrstu
ummerki flóðbylgjunnar um einn km frá ströndinni.
Sá flóðið fyrst upp úr niðurföllunum
eru lík. Fólk hefur safnast saman í efri hluta
bæjarins, í stærsta húsinu þar eru um 12.700
manns samankomin, og hefur verið erfitt með
vatn og erfitt að komast á staðinn.“
Guðbjörg segir að fólk sem hafi lent í þessum
hörmungum – og hafi flest misst fjölskyldu og
vini – sé eins og lamað eftir. „Fólk situr og star-
ir bara fram fyrir sig. Svona áfall hefur oft þau
áhrif að fólk getur ekki sinnt sínum störfum og
það þarf að aðstoða fólk við að komast í gang
við að sinna sér, og sinna börnunum, sem verða
mjög illa úti við svona aðstæður.“
Þarf að koma reglu á lífið
Í borginni Meulabouch hafa hópar fólks sem
lært hefur sálræna skyndihjálp nú hafið störf.
Byrjað er á því að tala við fólk og reynt að
virkja það til þess að sjá um sig og vera með í
að koma einhverri reglu á líf sitt. Guðbjörg
segir mikilvægt að koma aftur reglu á lífið eftir
svo stór áföll, en við áfallið hrynji grundvöllur
tilverunnar undan mörgum. Svo fari eftir því
hvernig tekst til með enduruppbyggingu og að-
stoð hversu vel gangi að ná fólki út úr því.
Guðbjörg mun ekki sinna heimamönnum
beint, enda þurfa þeir sem það gera að tala
tungumál íbúanna. Hún hefur þó sinnt sjálf-
boðaliðum sem unnið hafa á svæðum sem urðu
illa úti, og mun halda því áfram. Hún segir þá
sem hún hefur rætt við vera algerlega úrvinda,
sem eðlilegt er við slíkar aðstæður.
rmunganna