Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 21 MINNSTAÐUR LANDIÐ Akranes | Bæjarráð Akraness hefur samþykkt að láta auglýsa opið alút- boð á fjölnota íþróttahúsi, Akranes- höllinni. Reiknað er með að húsið verði óeinangrað og óupphitað og það gæti kostað á þriðja hundrað millj- ónir kr. Á vegum Akraneskaupstaðar hef- ur verið unnið að stefnumótun í upp- byggingu íþróttamannvirkja, að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra. Nið- urstaðan var að byggja fyrst fjölnota íþróttahús en undirbúa jafnframt byggingu nýrrar sundlaugar og ann- arrar aðstöðu á laugarsvæðinu og huga að uppbyggingu golfvallarins á Görðum. Hönnun hf. var falið að undirbúa útboð Akraneshallarinnar og eru út- boðsskilmálar nú tilbúnir. Um leið og bæjarráð fól Hönnun að auglýsa út- boðið var skipulags- og umhverf- isnefnd falið að ganga frá nauðsyn- legu deiliskipulagi vegna byggingar hússins á Jaðarsbökkum. Skjól fyrir veðri Gert er ráð fyrir að húsið verði um 110 metra langt og 77,5 metra breitt. Þar verður stór knattspyrnuvöllur en jafnframt vísir að frjálsíþrótta- aðstöðu, það er að segja hlaupabraut og stökkgryfja. Húsið verður að lág- marki 12 metrar á hæð. Óskað verður eftir tilboðum í óupphitað og óeinangrað hús. Yrði það fyrsta húsið með því fyrir- komulagi hér á landi en sambærilegt hús má meðal annars finna í Ballerup í Danmörku. Jafnframt er verktök- um boðið upp á að gera frávikstilboð í upphitað og einangrað hús. Gísli seg- ir ljóst að miklu muni í verði og rekstri slíkra húsa, eftir því hvort þau eru einangruð og upphituð eða ekki. „Íþróttafólkið er fyrst og fremst að sækjast eftir skjóli og góðu undirlagi. Hitastigið í húsinu skiptir minna máli,“ segir Gísli þegar hann er spurður um þetta val og bætir því við að þetta sé verkefnið sem bærinn ráði við að þessu sinni. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í sumar eða haust og ljúki vorið eða haustið 2006, eftir því hvernig út- færsla verði ákveðin. Knattspyrnumenn Skagans hafa fengið einhverja tíma í íþróttahöllum í öðrum byggðarlögum en hafa ann- ars þurft að æfa úti við. Gísli segir að tilkoma Akraneshallarinnar muni því bæta aðstöðu þeirra verulega. Einnig muni hún lyfta undir þann vísi að frjálsíþróttastarfi sem sé á staðnum. Þá segir hann að til greina komi að selja nágrönnum tíma til æfinga. Þá muni Akraneshöllin bæta aðstöðu til móta- og sýningarhalds á Akranesi. Frekari uppbygging á íþróttasvið- inu er í undirbúningi á Akranesi. Starfshópur fer yfir framtíðar- skipulag á laugarsvæðinu á Jað- arsbökkum. Markmiðið er að þar verði byggð ný sundlaug og síðan yf- irbyggð laug í framtíðinni, auk ann- arrar aðstöðu fyrir fjölskyldufólk og laugargesti. Þá er verið að huga að uppbyggingu golfvallarins að Görð- um. Akraneshöllin verður væntanlega óeinangruð og óupphituð Ákveðið að auglýsa alútboð Íþróttahöll Fyrirmyndin að Akraneshöllinni er í Ballerup í Danmörku. Hólmavík | Efnt var til knattspyrnu- móts í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík á gamlársdag. Var þetta fyrsta íþróttamótið sem haldið var í húsinu en það var tekið í notkun laust fyrir jólin en verður vígt síðar í þessum mánuði. Hinn burtflutti Hólmvíkingur Flosi Helgason, sem verið hefur ákafur talsmaður ýmissa framfara í heima- byggð, stóð fyrir mótinu og fimm lið skráðu sig til leiks. Liðin voru skipuð vöskum karlmönnum á öllum aldri. Það var lið sem bar heitið Lið 4 sem sigraði og var það skipað fjórum ung- um Strandamönnum, Kolbeini Skag- fjörð Jósteinssyni, Erlendi Breiðfjörð Magnússyni, Steinari Inga Gunnars- syni og Smára Valssyni. Reikna má með blómlegu íþróttalífi í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík á næstu misserum. Morgunblaðið/Kristín Sigurrós Sigurvegararnir Lið 4 sigraði, Kol- beinn, Smári, Erlendur og Steinar. Fyrsta mót- ið í nýju íþróttahúsi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.