Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ HRAFNKELS saga Freysgoða er ein þeirra Íslendingasagna sem eru á kennsluskrá grunnskólans. Hún er stutt, viðburðarík og ef grannt er skoðað prýðis dæmisaga til að kenna unglingum að draga ekki helgi eignarréttarins í efa og bukta sig og beygja fyrir valdamönn- um því þar fer svo sannarlega illa fyrir bú- andalýð, sem ekkert á undir sér, þegar hann gerir tilraunir til að rísa upp gegn heimsku og yfirgangi valdamanna. Hrafnkell Freysgoði er austfirskur höfðingi er drepur smalamann sem, þrátt fyrir bann, ríður hesti hans Frey- faxa til að bjarga fénaði goðans. Í framhaldi af því löðurmannlega vígi reynir faðir piltsins með liðstyrk frænda síns Sáms að sækja rétt sinn gagnvart Hrafnkeli. Hvernig um þessa sögu er fjallað í skólanum eða hvernig hún er lesin þar og skoðuð veit ég ekki, en Stoppleikhópurinn hefur fengið Val- geir Skagfjörð til að skrifa leikgerð uppúr sög- unni og leikstýra henni og leikararnir Eggert Kaaber og Sigurþór Albert Heimisson ferðast nú um grunnskólana með þá leiksýningu. Ég sá þessa sýningu í samkomusal Selja- skólans með níunda bekk skömmu fyrir jól. Á gólfinu fyrir enda salarins hafði verið sett upp leikmynd Vignis Jóhannssonar, tveir flekar. Í öðrum flekanum var skjár. Fyrir framan flek- ana gína klædd í fornmannabúning og óreiða af sverðum, skjöldum, öxum, spjótum, hjálm- um, líkneski af fornum guðum: Minjasafn í uppbyggingu. Valgeir Skagfjörð velur sem sé þá ágætu leið að Hrafnkelssögu að láta ungan ferðalang, Hrafnkel (Eggert Kaaber) villast inná safn austur á Héraði til safnstjóra sem heitir Sámur ( Sigurþór Albert Heimisson) og úr fundi þeirra tveggja þróast leikverkið. Þar verður safnvörðurinn sögumaður en annars túlka þeir báðir allar persónurí verkinu. Bún- inga, hjálma, sverð, skikkjur, hestshausa, sækja þeir í safnmunina. Á skjánum birtast teikningar Vignis sem fylla út í frásögn sögu- manns. Verkið er lipurlega skrifað. Valgeir reynir að feta meðalveg milli hins forna máls og nú- tímamáls, dregur skýrt fram aðalatriði fram- vindunnar og mynd hrokafulls höfðingja en kemur annars ekki fram með nýtt sjónarhorn á persónur eða atburðarás fornsögunnar. Sem leikstjóri afbyggir hann hins vegar víkinga- rómantík og grefur undan dæmisögunni með því að leggja gaman og ýkjur til grundvallar, allir verða jafn hlægilegir eða kostulegir: Kjánalegir höfðingjar og vælandi búandlýður. Eggert og Sigurþór bregða sér áreynslu- laust, með einföldum meðölum, í allra kvikinda líki, og tekst vel að gera skörp skil á milli per- sóna og bregða upp skýrum myndum. Þeir heyja orrustur með þungum sverðum og þeysa í flokkum yfir landið. Frá upphafi til loka höfðu þeir alla athygli unglinganna í salnum sem hlógu að vísu ekki alltaf á þeim stöðum sem reynt var að kalla fram hlátur en fögnuðu þeim í lokin með miklu klappi og viðeigandi blístri. Það er merkilegt starf og veigamikið að flytja leiklist inní skólana og einnig hlýtur að vera fengur fyrir íslenskunám að til viðbótar við lestur og greiningu komi sýn leikhúsfólks á bókmenntirnar. Persónur og atburðir séu gerðir lifandi. Ég saknaði þess hins vegar að ekki væru umræður á eftir verkinu, – að nem- endur fengju að máta hugmyndir sínar um verkið við hugmyndir leikhópsins. Hvað fannst þeim til dæmis um það að ferðalangurinn Hrafnkell á leið til Kárahnjúka skyldi flýta sér að taka fram að hann væri ekki að fara til að mótmæla virkjunarframkvæmdum? Hvað fannst þeim um það að Þorbjörn faðir Einars smalamanns vældi út samúð og liðstyrk (sem Sigurþór gerði nota bene mjög skemmtilega)? Hvað fannst þeim um heimsku höfðingjans? Finnast þeim valdamenn hlægilegir og hættu- lausir? Hvað fannst þeim um túlkun mann- drápanna? Eru þeir sammála höfundi um að til þess séu sögur að gleyma stund og stað? Að kalla fram umræðu um atriði einsog þessi hlýt- ur að vera áhugavert og gagnlegt jafnt fyrir áhorfendur sem leikhópinn. Að minnsta kosti langaði mig að vita þetta og fleira þegar ég gekk út í desembermyrkrið með þessum kurteisu, eftirtektarsömu, og hrifnæmu unglingum. Svo fór ég að velta því fyrir mér hversu merkilegt það væri að enn væri tungutak Íslendingasagnanna að hluta til lifandi á vörum okkar og hugmyndaheimur þeirra ríkti enn í kollinum á okkur og stjórnaði ærið oft orðum okkar og athöfnum hvort sem við vildum eða ekki. Og hvort það væri rætt í íslenskutímum í níunda bekk? LEIKLIST Stoppleikhópurinn Eftir Valgeir Skagfjörð. Leikstjóri Valgeir Skagfjörð. Leikmynd og búningar: Vignir Jóhannsson. Leikarar: Eggert Kaaber, Sigurþór Albert Heimisson. Selja- skóli í desember. Hrafnkels saga Freysgoða Hrafnkell Freys- goði í Seljaskóla Morgunblaðið/Þorkell „Eggert og Sigurþór bregða sér áreynslulaust, með einföldum meðölum, í allra kvikinda líki.“ María Kristjánsdóttir GUNNAR Dal er orðinn fimmtíu bóka höfundur. Eftir hann liggja ljóð og heimspekirit. Það sem hér um ræðir telst í röð hinna síðar nefndu. Þó verður þetta tæpast kall- að vísinda- eða fræðirit. Mest eru þetta hugleiðingar almenns eðlis. Aldraður maður horfir fram og aftur á tímamótum, hugar að hvar við stöndum með hliðsjón af framgangi vísinda, trúar og stjórnmála og spyr hvað hafi áunnist og hvað sé fram- undan? Tíðum vitnar hann í Einstein sem kollvarpaði hugmyndum okkar um tímann og talaði svo að fáir skildu. Það er að vonum á mótum ár- þúsunda að hugtakið tíminn sé tekið til íhugunar. Möguleikar mannsins að sigrast á tímanum og rúminu hljóta að vera einhverjum takmörk- unum háðir. Aðra hindrun þyrfti maðurinn líka að yfirstíga áður en lengra er haldið. En það er hans eig- ið hvikula eðli. Tækifæri hans að láta gott og illt af sér leiða aukast jöfnum skrefum. Höfundur kynnir sig sem málsvara frelsis og lýðræðis með veiku leiðtogahlutverki en játar að því hljóti að fylgja »hávær og fyrir- ferðarmikil lágmenning.« Sterkt leiðtogahlutverk, hóps eða þjóðar, auki samkennd en ali jafnframt á andúð gegn öðrum. »Allir menn verða að læra að taka málin í sínar eigin hendur og forðast hina svo kölluðu sterku leiðtoga sem menn sjá síðar að lifa aldrei fyrir neitt annað en sinn eigin hé- góma,« segir Gunnar Dal. Hér er afdráttarlaust að orði kveðið. Spyrja má hvort ekki muni erfitt að sanna þá alhæf- ing að sterkur leiðtogi lifi aldrei fyrir annað en sinn eigin hégóma? Sterkir leiðtogar eru sjaldnast frábrugðnir fjöldanum að öðru leyti en því að þeir eru stjórnsamari og í þeim skilningi sterkari. Á öðrum stað minnir höfundur á að lýðræðið sé nú um stundir talið »hið endanlega rétta form mannlegs samfélags.« En hvað er þetta lýðræði? Það varð í öndverðu til í borgríkjunum grísku þar sem allir frjálsbornir menn gátu komið saman og greitt atkvæði. Eftirlíking þess í nútíman- um getur vart orðið annað og meira en loftkennd kennisetning sem á sér aðeins takmarkaða stoð í raunveru- leikanum. Vald kjósandans nær sjaldnast lengra en að velja milla manna sem hann þekkir ekki hót. Og þá hyllist hann ósjaldan til að kjósa þann sem hann telur að standa muni við orð sín, það er sterka leiðtoga- efnið. Enda segir höfundur nokkru síðar að »við getum verið alveg viss um að hið frjálsa lýðræði okkar er ekki hin endanlega samfélagsgerð.« Höfundur vitnar í fyrri tíma spek- inga sem gerðust til að spá en reynd- ust síður en svo sannspáir. Framtíð sé falin en hvaðeina sé breytingum undirorpið. Það eitt getum við talið öruggt. Auk þess að mæla með lýð- ræðinu kynnir höfundur sig jafn- framt sem boðbera kristinnar trúar. Trúin sé sá hemill sem forði mann- inum frá andfélagslegri hegðun. Heimspekilegri er kafli sem höf- undur skrifar um núllið. Nema hvað maður hlýtur að efast um að »núll« sér rétta orðið yfir hugtak það sem höfundur er þar að velta fyrir sér. Núll er stærðfræðilegt hugtak frem- ur en heimspekilegt. L’Etre et le néant nefndi Sartre höfuðrit sitt. Það væri best útlagt með orðunum: Veran og neindin. Alls ekki núllið! Að öllu saman lögðu má segja að kjarninn í boðskap höfundar felist í þessum orðum: »Það er von mín að þriðja árþúsundið skilji að trú og þekking eiga samleið, að veröld án guðs sé innantóm veröld, veröld án merkingar.« Jafnframt minnir höf- undur á að maðurinn sé ekki og geti ekki verið sinnar gæfu smiður í einu og öllu, náttúruhamfarir af ýmsu tagi geti raskað lífi hans á jörðinni, þar með taldar meiriháttar loftslags- breytingar. Þó margt sé vel athugað í bók þessari verður hún fremur að teljast í ætt við kappræðu en heimspekirit. Orð eins og »rugludallur« sem kem- ur nokkuð víða fyrir, meðal annars tvisvar á sömu síðunni, benda til að höfundi sé mikið niðri fyrir. Sem rit- höfundur hefur hann mátt þola bæði meðvind og mótbyr á langri ævi, fremur þó mótbyr. Hann er nú að jafna reikningana þó seint sé. Og er svo sannarlega vorkunn. BÆKUR Hugleiðingar Framtíð manns og heims eftir Gunnar Dal. 170 bls. Bókaútgáfan Skjaldborg. Reykjavík, 2004. Þriðja árþúsundið Erlendur Jónsson Gunnar Dal Stóra svið Nýja svið og Litla svið BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Fö 7/1 kl 20, Fö 14/1 kl 20, Su 16/1 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögum Böðvars Guðmundssonar Aðalæfing fi 6/1 kl 20 - UPPSELT Frumsýning fö 7/1 kl 20 - UPPSELT Lau 8/1 kl 20 - GUL KORT- UPPSELT Su 9/1 kl 20 - AUKASÝNING - UPPSELT Lau 15/1 kl 20 - RAUÐ KORT - UPPSELT Su 16/1 kl 20 - GRÆN KORT Fö 21/1 kl 20 - BLÁ KORT Lau 22/1 kl 20, Lau 29/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 9/1 kl 14, Su 16/1 kl 14 Su 23/1 kl 14, Su 30/1 kl 14 HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Fö 14/1 kl 20, Su 23/1 kl 20 SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Fö 14/1 kl 20, Fi 20/1 kl 20 AUSA eftir Lee Hall og STÓLARNIR eftir Ionesco - Í samstarfi við LA Lau 8/1 kl 20, Su 9/1 kl 20 Fi 13/1 kl 20, Lau 15/1 kl 20 HÉRI HÉRASON Fyndið - ferskt - fjörugt - farsakennt LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Frumsýning su 16/1 kl 20 Lau 22/1 kl 20, Fi 27/1 kl 20, Su 30/1 kl 20 ☎ 552 3000 ALLRA SÍÐASTA SÝNING • Laugardag 15. janúar kl 20 eftir LEE HALL Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 KÓNGURINN KVEÐUR! í samstarfi við LEIKFÉLAG AKUREYRAR Ekki missa af Elvis! Ein vinsælasta sýning ársins kveður sviðið www.loftkastalinn.is 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Fjarskalega leiftrandi og skemmtileg sýning.“ H.Ö.B. RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Fim. 6.1 kl 20 5. kortas. UPPSELT Lau. 8.1 kl 20 6.kortas. UPPSELT Sun. 9.1 kl 20 7.kortas. Örfá sæti Fim. 13.1 kl 20 Örfá sæti Lau. 15.1 kl 14 aukasýn. Örfá sæti Lau. 15.1 kl 20 Örfá sæti Sun. 16.1 kl 20 Nokkur sæti Fös. 21.1 kl 20 Nokkur sæti Lau. 22.01 kl 20 Nokkur sæti Sýnt í Reykjavík: Eldað með Elvis, Svik og Ausa og stólarnir Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Hljómsveitarstjóri ::: Michael Dittrich Einsöngvari ::: Ingveldur Ýr Jónsdóttir HÁSKÓLABÍÓI, MIÐVIKUDAGINN 5. JANÚAR KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS FIMMTUDAGINN 6. JANÚAR KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS FÖSTUDAGINN 7. JANÚAR KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 8. JANÚAR KL. 17.00 – UPPSELT Græn tónleikaröð #3 Óðum að seljast upp á Vínartónleikana! Ef að líkum lætur verða miðar á hina sívinsælu Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands ófáanlegir innan skamms. Enda ekki von, Vínartónleikarnir eru ávallt hátíðlegir og skemmti- legir og í ár eru gestir Sinfóníunnar ekki af verri endanum: Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran-söngkonan fjölhæfa og þýski Strauss-sérfræðingurinn og hljómsveitarstjórinn Michael Dittrich.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.