Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 40
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes ÉG ÆTLA AÐ FARA AÐ SKOÐA NÁTTÚRUNA AF HVERJU ERTU AÐ HORFA Á GARDÍNUNA? STUNDUM KEMST MAÐUR EKKI LENGRA AFSAKIÐ! ÉG VAR AÐ VEIÐA OG ÉG SÁ EKKI AÐ ÞETTA VARST ÞÚ ÞÚ SÁST ALVEG AÐ ÞETTA VAR ÉG! RITARAR GETA ALDREI NEITT FYRIR KAFFI! Svínið mitt HOPP! ELSKAN ... © LE LOMBARD ÉG HEF ÁHYGGUR AF HENNI ÖDDU NÚ JÁ ... FINNST ÞÉR EKKI SKRÍTIÐ HVAÐ HÚN LEIKUR SÉR MIKIÐ VIÐ SVÍNIÐ ... JÚ, ER ÞAÐ EKKI SÆTT ... SÆTT! ER ÞAÐ ALLT OF SUMT SEM ÞÚ HEFUR AÐ SEGJA. ÞEGAR HÚN ER Á MIKILVÆGASTA ÞROSKA- SKEIÐINU SÍNU OG LEIKUR SÉR BARA VIÐ SVÍN HÚN Á ENGA AÐRA VINI! GERIR ÞÚ ÞÉR GREIN FYRIR ÞVÍ! SVONA, SVONA! Á HENNAR ALDRI LÉK ÉG MÉR VIÐ ASNANN SEM NÁGRANINN ÁTTI. ÞANNIG AÐ ... ... ÞETTA ER EINMITT VANDAMÁLIÐ ..... HMM... Dagbók Í dag er þriðjudagur 4. janúar, 4. dagur ársins 2005 Börn Víkverja fengubýsna sniðugt spil í jólagjöf. Popp- punktur heitir það og byggist á samnefndum spurningaþætti sem notið hefur vinsælda á Skjá einum. Eins og nafnið gefur til kynna hverfast spurning- arnar um dægurtónlist og eru af ýmsum toga, hraðaspurningar, bjölluspurningar, vís- bendingaspurningar, valflokkaspurningar og popphjólið, sem get- ur leitt til þrauta, eins og að leika poppstjörnu og spreyta sig á flutningi lags. Svo er þarna und- arlegur flokkur sem nefnist „Auglýs- ingar“ og er bersýnilega tengdur kostun við útgáfuna. Hann skemmir þó ekkert fyrir. Helsti kostur þessa spils er að svo til öll fjölskyldan getur tekið þátt. Á heimili Víkverja eru sjö einstaklingar á aldrinum frá átta ára til fertugs og það er aðeins yngsta barnið sem er utan gátta. Það tekur þó þátt, einkum með því að lesa spurningar fyrir keppendurna. Næst yngsti fjöl- skyldumeðlimurinn, tíu ára, er hins vegar vel keppnisfær og gefur hinum eldri lítið eftir. Víkverja kom þessi breidd spilsins á óvart en það spannar upp undir hálfa öld, allt frá Elvis og Bítlunum fram til 50 Cent og Eminem. Þetta er ástæðan fyrir því að ungir og „aldnir“ geta glímt, þó óneitanlega vegi reynslan þungt, einkum á endasprett- inum. x x x Víkverjafjölskyldanhefur dregið spilið nokkrum sinnum fram yfir hátíðirnar og jafnan hefur verið glatt á hjalla enda keppni eitt göf- ugasta form mannlegra samskipta. Raunar kveið Víkverji aðeins fyrir spilamennskunni í fyrstu þar sem hann þolir afskaplega illa að tapa – gildir þá einu hvort börn hans eiga í hlut eða aðrir – en þegar hann komst að því, sér til undrunar verður að við- urkennast, að hann gat svarað hinum ýmsu spurningum hefur hann færst allur í aukana. Grípur spilið og drep- ur tittlinga framan í eiginkonu sína sem stendur þar hjá og hristir höf- uðið. „Jæja, góði,“ segir hún. „Það er óskandi að þú verðir bara ekki fyrir því að tapa!“ Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Kötlutangi | Veður var afar fallegt víða um land á nýársdag og nýttu margir landsmenn sér veðurblíðuna til útivistar. Suður af Hjörleifshöfða í Mýrdal léku þau Ragnhildur Jónsdóttir og vinur hennar Fókus sér saman, en Fókus hafði nóg fyrir stafni við að dunda sér með prik. Blíðviðrið entist þó ekki lengi og í gær var leiðindaveður víða um land með stormum og rigningum til skiptis. Það er ekki óalgengt að janúarmánuður sé nokkuð umhleypingasamur og mega landsmenn án efa eiga von á áframhald- andi veðrabrigðum. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Nýársleikir á ströndinni MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.400 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Berið hver annars byrðar og uppfyllið þannig lögmál Krists. Sá sem þykist vera nokkuð, en er þó ekkert, dregur sjálfan sig á tálar. (Gal. 6, 2.–4.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.