Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 10
MÖGULEIKAR Netsins í hjúkrun-
armeðferð, ofbeldi meðal unglinga.
langvinn lungnateppa, líffæragjafir
og geðheilsa bænda eru dæmi um
rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísind-
um í Háskóla Íslands sem kynntar
eru í dag og á morgun.
Einnig er fjallað um efni sem eru
ekki eins auðskilin leikmönnum eins
og hlutverk SUMO prótíns í starf-
semi Mitf umritunarþáttarins, eða
um að tjáning kítínasa-líkra gena
breytist með kítósan meðhöndlun á
manna hnattkjarna átfrumulínu. Yfir
130 fyrirlestrar verða fluttir og rúm-
lega 100 viðfangsefni kynnt á vegg-
spjöldum.
Erla Kolbrún Svavarsdóttir, Anna
Ólafía Sigurðardóttir og Sigrún Þór-
oddsdóttir fjalla um möguleika Nets-
ins í hjúkrunarmeðferð sem sneri að
foreldrum barna með krabbamein. Á
hverju ári greinast 12–14 börn hér-
lendis með krabbamein og var rann-
sakað hvernig hjúkrunarfræðslu-
meðferð kom foreldrum barna og
unglinga með krabbamein að gagni.
Miðar hún að því að meta hvort
fræðslumeðferð á Netinu skili sér í
bættri aðlögun foreldra barna með
krabbamein. Ellefu fjölskyldur tóku
þátt í rannsókninni sem stóð í tvö ár
og var hún hluti af stærri landsrann-
sókn fyrir fjölskyldur hérlendis með
nýgreint barn eða ungling með
krabbamein. Þróuð var 137 blaðsíðna
vefsíða með fræðsluefni og var sér-
staða rannsóknarinnar m.a. fólgin í
þessari netnotkun. Meðal niður-
staðna var að líðan foreldra var
marktækt betri eftir meðferð. Kynnt
er einnig yfirlit yfir líffæragjafir á Ís-
landi árin 1992 til 2002. Höfundar eru
Runólfur V. Jóhannsson, Kristinn
Sigvaldason, Kristín Gunnarsdóttir,
Páll Ásmundsson og Sigurbergur
Kárason. Af 527 látnum á tímabilinu
voru 68 úrskurðaðir látnir vegna
heiladauða. Sótt var um líffæratöku
hjá aðstandendum 50 þeirra og
fékkst leyfi fyrir líffæratöku hjá 30
látnum. Ekki var unnt að taka líffæri
úr fjórum þeirra.
Í ályktunum höfunda kemur fram
Yfir 200 fyrirlestrar og veggspjaldakynningar á vísindaráðstefnu HÍ
Netið er notadrjúgt í
hjúkrunarmeðferð
að árlegur fjöldi líffæragjafa sé að-
eins lægri en annars staðar á Norð-
urlöndum og að þær virðist samsvara
þörf Íslendinga fyrir líffæri. Varpað
er fram því áhyggjuefni að aðstand-
endur virðist oftar neita beiðnum um
líffæragjafir.
Svefntruflanir algengar
hjá Parkinsonssjúklingum
Ein rannsóknin tók til svefnrask-
ana hjá sjúklingum með Parkinsons-
veiki og segir í inngangi ágrips þeirra
að þær séu algengar meðal þeirra.
Rannsóknina önnuðust Sigurlaug
Sveinbjörnsdóttir, Elsa Eiríksdóttir
og Þórarinn Gíslason. Fengu 377
sjúklingar spurningalista og svaraði
liðlega helmingur hópsins. Fyrstu
niðurstöður sýna að svefnvandamál
séu allt að fjórfalt algengari hjá Park-
insonssjúklingum en viðmiðunarhópi.
Meðal vandamála þeirra voru brota-
kenndur svefn, dagsyfja, fótaóeirð,
ofskynjanir í svefnrofunum og ein-
kenni um kæfisvefn.
10 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
brigða hópnum og reynt að meta hvort og þá hvaða
sjúkdóma hætta sé á að einstaklingar innan hans fái og
standa yfir við ræður um hugsanlega þátttöku Banda-
ríkjamanna í þeirri framhaldsrannsókn.
Átta þúsund manns í rannsókn
Alls verða 8 þúsund einstaklingar boðaðir í öldr-
unarrannsóknina. Í rannsóknina voru valdir þeir sem
tekið höfðu þátt í hóprannsókn Hjartaverndar á ár-
unum um og eftir 1970 og voru 67 ára eða eldri. Um 90
manns starfa við rannsóknina og segir Vilmundur hvern
og einn þátttakanda rannsakaðan með segulómtæki,
tölvusneiðmyndatæki og ómskoðun og þurfi þátttak-
endur að koma þrisvar í stöðina. Hann segir þetta lang-
yfirgripsmestu rannsókn sem ráðist hafi verið í hér-
lendis.
„Þessi nákvæma myndgreining gefur okkur mjög víð-
tækar og áhugaverðar upplýsingar sem vinna þarf nán-
ar úr,“ segir Vilmundur og telur að hún muni taka allt
að áratug. Hann segir að með rannsókninni sé mark-
miðið að geta fækkað sjúkrahúslegum og seinkað þeim
sjúkdómum sem herja á aldraða og að beita fyrirbyggj-
andi læknisfræði til að auka lífsgæði fólks á efri árum.
UM fjögur þúsund einstaklingar hafa komið til rann-
sóknar í öldrunarrannsókn Hjartaverndar og Öldrunar-
stofnunar bandaríska heilbrigðisráðuneytisins sem
hófst haustið 2002 og standa mun langt fram á næsta
ár. Vilmundur Guðnason, forstöðulæknir rann-
sóknastöðvar Hjartaverndar, greinir frá niðurstöðum á
rannsókn fyrstu 2.300 þátttakenda í gestafyrirlestri á
ráðstefnu um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvísindum í
Háskóla Íslands í dag.
Greint verður frá niðurstöðum varðandi rannsóknir á
hjarta- og æðakerfi, heila og stoðkerfi. „Magngreining á
kalki í kransæðum bendir til að mikið kalk sé samfara
útbreiddum kransæðasjúkdómi,“ segir Vilmundur.
„Magnmæling á heilavef á segulómmyndum bendir til
að það sé sterkt samband milli taps á heilavef og heila-
bilunar. Þessar niðurstöður gefa möguleika á að fylgj-
ast með þróun sjúkdóma og átta sig á hugsanlegum
þáttum sem geta haft áhrif á þá.“
Vilmundur Guðnason segir að fyrstu niðurstöður á
rannsókn á 2.300 þátttakendum sýni að hópurinn skipt-
ist í tvennt, annars vegar þá sem haldnir eru ýmsum
sjúkdómum og síðan hina sem ekki hafa greinanlega
sjúkdóma. Segir hann að nánar verði fylgst með heil-
Samband talið milli taps á heilavef og heilabilunar
Doktor
í tónlist
HÁKON Leifsson lauk doktors-
prófi í kórstjórn við University of
Washington í Seattle Bandaríkj-
unum 20. ágúst sl. Lokaritgerð Há-
konar heitir
„Ancient Ice-
landic Heritage
in Icelandic A
Cappella Choral
Music in the
Twentieth Cent-
ury“ og fjallar um
íslenskan tónlist-
ararf og endur-
birtingu hans í
kórtónlist án undirleiks á Íslandi á
20. öld.
Vörnin fór fram í júní en aðal-
leiðbeinendur Hákonar í náminu
voru prófessor Abraham Kaplan og
prófessor Peter Erös. Í náminu lagði
Hákon fyrst og fremst stund á kór-
og hljómsveitarstjórn. Hákon hefur
starfað að aðalstarfi sem organisti
og kórstjóri við Keflavíkurkirkju frá
árinu 2001. Hann hefur verið
stundakennari við Tónskóla Þjóð-
kirkjunnar frá 2002 og kennir þar
þriggja ára námskeið í kórstjórn.
Auk kórs Keflavíkurkirkju stjórnar
hann tveimur kórum á Reykjavík-
ursvæðinu, Háskólakórnum og
kórnum Vox Academica.
Hákon stundaði nám í hornleik við
Konunglega Tónlistarskólann í
Kaupmannahöfn en útskrifaðist sem
blásarakennari frá Tónlistarskól-
anum í Reykjavík 1986. Hann lauk
þriðja árs prófi í tónfræðum við
Hochschule der Darstellenden
Künste í Vín 1988. Lagði síðan stund
á hljómsveitarstjórn við New Eng-
land Conservatory of Music og lauk
þaðan meistaranámi 1990. Hákon er
einnig menntaður leikari og er með-
limur í Félagi íslenskra leikara. Há-
kon hefur samið og stjórnað tónlist
við fjölmörg leik- og dansverk og er
meðlimur í Tónskáldafélagi Íslands.
Hákon hefur starfað sem hljóm-
sveitar- og kórstjóri undanfarinn
rúman áratug og stjórnað meðal
annars Sinfóníuhljómsveit Íslands,
Caput hópnum, Íslensku hljómsveit-
inni og Jón Leifs Cammerata.
ÍSLENSK málstöð fékk góða
einkunn þegar IMG Gallup
kannaði ánægju landsmanna
með þjónustu stofnunarinnar.
Könnunin var gerð í nóvember
og desember 2004. Tilefnið var
að síðastliðinn nýársdag voru
liðin 20 ár frá því að Íslensk
málstöð tók formlega til starfa
sem skrifstofa Íslenskrar mál-
nefndar, að því er fram kemur í
fréttatilkynningu frá málstöð-
inni.
Niðurstöðurnar reyndust
mjög ánægjulegar því að 90%
aðspurðra, sem nýtt höfðu sér
þjónustuna, voru ánægð með
hana, segir í fréttinni. 55% sögð-
ust vera mjög ánægð og 35%
frekar ánægð. 10% svöruðu
„hvorki né“. Enginn þátttakandi
í könnuninni kvaðst frekar eða
mjög óánægður með þjónustu
Íslenskrar málstöðvar.
Vinsælast er að hafa samband
við Íslenska málstöð í síma til að
leita ókeypis ráða um mál og
málnotkun og að fletta upp í
orðabanka Íslenskrar málstöðv-
ar á Netinu til að leita uppi sér-
fræðihugtök. Aðrir kjósa að
senda fyrirspurnir í tölvupósti
og sífellt fleiri nota svonefndan
málfarsbanka Íslenskrar mál-
stöðvar á Netinu þar sem fólk
getur slegið inn spurningar um
málnotkun og fengið tilbúin svör
beint úr gagnagrunni. Önnur
vinsæl þjónusta hjá Íslenskri
málstöð er yfirlestur handrita,
einkum fyrir fyrirtæki, stofnanir
og ráðuneyti.
Einnig veitir málstöðin ráð-
gjöf um hvað eina sem snertir ís-
lenskt mál og málnotkun. Sér-
fræðingum gefst kostur á að
semja orðasöfn í sérgreinum sín-
um fyrir tilstilli orðabankans á
Netinu. Nýlega var orðabankinn
endurforritaður með styrk frá
tungutækniverkefni mennta-
málaráðuneytisins.
Auk framlaga frá ríkinu hefur
Íslensk málstöð notið margvís-
legs stuðnings Mjólkursamsöl-
unnar um tíu ára skeið. Þá hefur
stöðin hlotið ýmsa styrki úr al-
þjóðlegum og innlendum sjóð-
um.
Stór stafsetningarorðabók
Stærsta verkefni málstöðvar-
innar árið 2005 og fram í mars
2006 er gerð og útgáfa stórrar
stafsetningarorðabókar. Staf-
setningarorðabókin verður um
90.000 orð að stærð í handhægu
broti sem nýtast mun öllum sem
vilja glöggva sig á vandaðri ís-
lenskri málnotkun.
Efnið verður jafnframt gert
aðgengilegt á Netinu.
Ánægja með
þjónustu Ís-
lenskrar
málstöðvar
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns
Skarfar hvíla lúin bein við höfnina á Ísafirði á gamlársdag.
TVEIR sendifulltrúar frá Rauða
krossi Íslands, J. Birna Halldórs-
dóttir og Robin Bovey, fara til Aceh
í Indónesíu á fimmtudag og munu
þau vinna við dreifingu hjálpar-
gagna. Alls verða því fimm sendi-
fulltrúar félagsins að störfum vegna
flóðanna í Asíu. Áætlað er að Birna
og Robin verði í tvo mánuði í Aceh
en fjöldi annarra sendifulltrúa er í
viðbragðsstöðu, skv. upplýsingum
frá RKÍ.
Þegar eru þrír sendifulltrúar RKÍ
á hamfarasvæðunum, Hlér Guðjóns-
son, hjálparstarfsmaður á Sri
Lanka, Guðbjörg Sveinsdóttir, geð-
hjúkrunarfræðingur í Indónesíu,
auk Ómars Valdimarssonar, sendi-
fulltrúa í Jakarta í Indónesíu.
Tveir
fulltrúar til
viðbótar á
flóðasvæðin
♦♦♦
♦♦♦
23 óhöpp
í borginni
TVÖFALT fleiri umferðaróhöpp
urðu í gær í Reykjavík en á venju-
legum degi.
Alls urðu óhöppin 23 en eru 11
að meðaltali í borginni. Ekki urðu
slys á fólki svo teljandi sé að sögn
lögreglunnar.
Mjög slæmar aðstæður voru til
aksturs í borginni í gær vegna
hláku og síðar snjókomu. Enn verri
var færðin víða annars staðar á
landinu.