Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT SAMEINUÐU þjóðirnar hafa hvatt til, að komið verði upp kerfi til að vara við flóðbylgjum á Indlandshafi innan árs og á það ætlar Taílands- stjórn að leggja áherslu á ráðstefnu um hamfarirnar, sem haldin verður í Jakarta í Indónesíu á fimmtudag. Á það er einnig bent, að sams konar náttúruhamfarir geti orðið á Atl- antshafi og í Miðjarðarhafi. Salvano Briceno, sem starfar við að auka viðbúnað og draga þannig úr afleiðingum náttúruhamfara, segir, að kerfi eða búnaður, sem vari við flóðbylgjum, sé mjög öruggur en mesti vandinn sé hins vegar að koma boðunum áleiðis til þeirra, sem mest þurfa á þeim að halda. Þar sé oft um að ræða fólk í afskekktum og fátæk- um strandbyggðum. Briceno benti á, að það hefði tekið flóðbylgjuna eina klukkustund að ná ströndum Súmötru í Indónesíu og sex klukkustundir að ná til Afríku- stranda. Hefði þessi tími átt að nægja til að vara flesta við en reynd- in var hins vegar sú, að almennt hafði fólk ekki nema eina eða tvær mínútur til að forða sér. Japanir, Bandaríkjamenn og Rússar bjóða aðgang Briceno nefndi einnig, að strax eftir jarðskjálftann á öðrum degi jóla hefðu bandarískir jarðskjálftafræð- ingar varað við hættunni á flóðbylgju en sú viðvörun hefði því miður ekki borist til þeirra byggða, sem voru í mestri hættu. Sagði hann, að yfir- völd í Japan, Bandaríkjunum og Rússlandi hefðu nú boðist til að veita öðrum ríkjum aðgang að sínum kerf- um og gæti það orðið grundvöllur nýs kerfis um allan heim. Sagði hann, að sams konar hamfarir gætu orðið í Karíbahafi og í löndunum við Miðjarðarhaf. Ástæða til að óttast Kanaríeyjar Sir David King, helsti vísindaráð- gjafi bresku stjórnarinnar, segir í grein í Independent on Sunday, að hætta sé á, að hluti af einni Kan- aríeyjanna, Cumbre Vieja, geti hrunið fram í sjó og valdið gífurlegri flóðbylgju. Byggir hann það á rann- sóknum tveggja bandarískra vís- indamanna en þeir telja, að eldgos á Cumbre Vieja gæti valdið því, að vesturhelmingur eyjarinnar brotn- aði frá. Flóðbylgjan, sem hrunið ylli, gæti orðið 100 metra há. Sir David segir, að mestar yrðu hamfarirnar á Kanaríeyjum sjálfum en á Spáni og Englandi mætti búast við fimm til sjö metra hárri öldu. Á Nýfundnalandi gæti ölduhæðin orðið 10 metrar en 20 til 25 á Flórída. Í norðanverðri Suður-Ameríku 25 til 20 metrar. Sir David segir, að þetta geti gerst „einhvern tíma á næstu 10.000 ár- um“ og bendir á, að í Atlantshafi hafi þetta gerst 10 til 20 sinnum á síðustu milljón árum. Líkur á heimssamstarfi um viðvörunarkerfi Bandaríkjamenn vöruðu við flóð- bylgjum strax eftir jarðskjálftann en boðin komust ekki á leiðarenda Phuket, Genf. AP. AFP.     %&'!'  !"        #$ !      % &  # '( ((        ()*! ! +,, ./+01 *0.2!)'' 31+&4 0 !'/ '4 564 .!20/7 89.02' * 4&':0;'!*   $ "   $%$!  )!  !   $ " !" * + $ * $  #$  # *  (0.2!)''+0 !0 *)*!! '4 45!!.0! ')/. 9 8)0/+  !   *  )   $       ,!     . )    )"$     )"  $ ! #$ ! <'4               UPPREISNARMENN í Írak eru fleiri en 200 þúsund talsins að mati Mohameds Abdullah Shahwani, yfir- manns írösku leyniþjónustunnar. „Ég tel að fleiri andspyrnumenn séu í Írak heldur en bandarískir her- menn. Ég tel að þeir séu meira en 200 þúsund,“ sagði Shahwani í gær. Sextán mann biðu bana í þremur tilræðum í Írak í gær, þ.á m. þrír í sjálfsmorðsárás nálægt höfuðstöðv- um stjórnmálaflokks Iyads Allawis, forsætisráðherra bráðabirgðastjórn- arinnar, í Bagdad. Á sunnudag höfðu nítján íraskir þjóðvarðliðar fallið í sjálfsmorðsárás í Balad, norður af Bagdad. Um tugur manna til viðbót- ar féll í árásum annars staðar í land- inu á sunnudag. Shahwani, yfirmaður írösku leyni- þjónustunnar, segist telja að um 40.000 séu mjög virkir í baráttu upp- reisnarmanna í Írak en hinir séu þeir sem taka stundum þátt, eða hjálpa til með einhverju móti, t.d. veita upp- lýsingar um herliðið eða húsaskjól. Á sunnudag viðurkenndi Colin Powell, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, að líklega myndi sameig- inlegt framboð helstu flokka sjíta í Írak, sem nýtur blessunar Ali Sist- anis erkiklerks, vinna þar stórsigur. Súnnítar þyrftu þó ekki að hafa áhyggjur af þessu. Réttindi Súnníta og Kúrda yrðu tryggð í stjórnar- skránni sem þingið nýja mun skrifa. Tugir farast í árásum í Írak Bagdad. AFP, AP. SUÐUR-KÓRESKI læknirinn Sin Sang-Do (t.h.) veitir stúlkubarninu Sandes aðhlynningu í sjávarþorp- inu Mirisa á Sri Lanka í gær. Sand- es er níu mánaða gömul en Sri Lanka varð mjög illa úti í hamför- unum í Suðaustur-Asíu á öðrum degi jóla, þar dóu meira en 30.000 manns. Reuters Læknar hjúkra fólki á Sri Lanka STJÓRNVÖLD í Danmörku, Nor- egi og Finnlandi hafa birt lista yfir þá, sem létust eða er saknað eftir náttúruhamfarirnar í Suður-Asíu. Eru tölurnar verulega lægri en ótt- ast var. Í Svíþjóð verður enginn slík- ur listi birtur á næstu dögum vegna mikillar óvissu um áreiðanlegar upp- lýsingar. Að því er fram kemur í nor- rænum fjölmiðlum er þó ljóst, að tala þeirra, sem er saknað, fer lækkandi. Danska lögreglan greindi í gær frá nöfnum sjö Dana, sem vitað er, að fórust í hamförunum, og birti einnig lista með nöfnum 69 manna, sem er saknað. Á sunnudag setti hún á Netið lista með nöfnum 268 manna, sem þá var saknað, og kom þá strax í ljós, að 199 þeirra voru heilir á húfi. Á listanum, sem norska lögreglan birti í gær, eru nöfn 16 Norðmanna, sem staðfest er, að séu látnir, og 275, sem er saknað. Áður hafði verið talið, að 21 hefði látist og tala þeirra, sem saknað var, var líka miklu hærri. „Hef aldrei til Taílands komið“ Norska lögreglan og sú danska leggja mikla áherslu á, að hér sé ekki um neinar endanlegar tölur að ræða. Kom enda á daginn síðar í gær að norsku lögreglunni barst fjöldi sím- tala frá fólki, sem séð hafði nafn sitt á listanum og sem gera vildi grein fyrir því að allt væri í lagi. Er nú 150 Norðmanna saknað. Það er því ljóst að mun færri Norðmenn hafa farist en talið var í upphafi, bæði Kjell Magne Bondevik forsætisráðherra og Jan Petersen utanríkisráðherra höfðu lýst áhyggjum af því að norsk fórnarlömb „kynnu að verða fleiri en 1.000“. Ole Finseth, sem býr í Ósló, sagð- ist í samtali við AFP-fréttastofuna hafa undrast það mjög að hafa séð nafn sitt á lista lögreglunnar fyrr um daginn. „Ég hef aldrei til Taílands komið,“ sagði hann. Fleiri slíkar sögur voru sagðar, Kjersti Hoyer frá Lillehammer, sagðist t.d. tvívegis hafa greint norska utanríkisráðuneytinu frá því að henni og sex ættingjum hennar eða vinir væri óhætt. Engu að síður fann hún nafn sitt á listanum sem birtur var í gærmorgun. Staðfest að 52 Svíar fórust, 827 er enn saknað Í Svíþjóð er óvissan mest enda voru Svíar fjölmennir á hamfaraslóð- unum eða allt að 20.000 manns. Á sunnudag var tala þeirra, sem er saknað, lækkuð úr um 3.500 manns í 2.915 en í fyrrakvöld og fram undir morgun í gær var búið að strika út af þeim lista 1.554 menn. Á sama tíma bættust hins vegar við einhver nöfn. Göran Persson, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði í gær, að þá væri með vissu saknað 827 manna en auk þess hefði utanríkisráðuneytið ónóg- ar upplýsingar um aðra 1.495 manns. Væri margt af því fólki á ferðalagi í Asíu en hefði ekki haft samband heim. Staðfest tala yfir látna er enn 52. Á listanum, sem finnska lögreglan birti á sunnudag, voru nöfn 15 manns, sem eru látnir, og 186, sem er saknað. Færri Norður- landabúa sakn- að en óttast var Nafnalistar birtir í Danmörku, Noregi og Finnlandi en ekki í Svíþjóð TÓLF ára gömlum sænskum dreng sem slasaðist í flóðbylgj- unni sem reið yfir landið kann að hafa verið rænt af sjúkrahúsi sem hann dvaldi á í Taí- landi. Sænska og taílenska lögreglan vinna saman að því að finna drenginn sem heitir Kristian Walker. Læknir á sjúkrahúsinu í Khao Lak, einum af sumarleyf- isstöðunum sem verst varð úti í hamförunum, segir að maður hafi komið og tekið Kristian með sér. Maðurinn sem talið er að hafi farið með hann er sagð- ur „evrópskur í útliti, með yfir- varaskegg og í rauðri skyrtu.“ Samtökin Barnaheill í Sví- þjóð höfðu daginn áður varað við því að börn væru látin vera ein á sjúkrahúsum þar sem hætta væri á að barnaníðingar kæmust að þeim. „Reynslan af slíkum hamförum sýnir að börn eru sérstaklega varnarlaus,“ sagði Charlotte Petri Gorn- itzka, talsmaður Barnaheilla. Sagði hún að nú þegar væri ótt- ast að eitthvað af slíkum tilvik- um hefði komið upp í Sri Lanka sem varð illa úti í hamförunum. Ótti við barnarán í Taílandi Kristian Walker Sænskum dreng rænt af spítala?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.