Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 43
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ingveldur Ýr Jónsdóttir messósópransöngkona á æfingu ásamt hljómsveit-
arstjóranum Michael Dittrich en hann er borinn og barnfæddur Vínarbúi.
Það er alveg sérstök upplifunað fara á VínartónleikaSinfóníuhljómsveitar Ís-
lands. Sérstaklega ánægjuleg
upplifun þykir flestum sem reynt
hafa, enda hafa tónleikarnir verið
haldnir sleitulaust við miklar vin-
sældir í yfir tuttugu ár.
Í ár verða haldnir fernir tón-
leikar og í þessum töluðum orðum
eru miðarnir óðum að seljast upp,
þó samtals séu um fjögur þúsund
sæti í boði. Þessi eftirspurn kem-
ur kannski ekki á óvart, þar sem á
efnisskránni
er ein
skemmtileg-
asta tónlist
hins klassíska
geira – sjálf Vínartónlistin með
völsum sínum og Bláum Dónám.
Tónleikagestir leggja líka sitt
af mörkum til að gera stundina
eins hátíðlega og kostur er: Mæta
prúðbúnir í Háskólabíó, sem einn-
ig hefur farið í sparifötin af þessu
tilefni – þar hefur rauðum dregli
verið rúllað út og anddyri og sal-
ur verið fagurlega skreytt.
Hefð hefur myndast fyrir þvíað söngvarar leggi hljóm-
sveitinni lið á þessum tónleikum,
og í ár er það messósópran-
söngkonan Ingveldur Ýr Jóns-
dóttir sem ljær þeim rödd sína
undir stjórn hljómsveitarstjórans
Michaels Dittrich. Heimatökin við
Vínartónlistina eru hæg fyrir þau
bæði, Dittrich er Vínarbúi í húð
og hár og Ingveldur Ýr var búsett
þar um átta ára skeið og stundaði
nám í söngleikja- og óperettu-
tónlist. „Þar kynntist ég þessari
tónlist heilmikið,“ segir Ingveldur
í samtali við Morgunblaðið. „Og
að náminu loknu söng ég á heil-
mörgum Vínartónleikum þar í
borginni, meðal annars með fyrr-
verandi manni mínum, sem leikur
á harmonikku. Það var því dálítið
eins og að koma heim, að fara að
skoða þessa tónlist að nýju.“
Á efnisskránni er tónlist eftirSchrammel, Ziehrer, Lehár,
Fucik, Sjostakovitsj, Kalmán og
Stolz, ýmist sungin við undirleik
hljómsveitarinnar eða eingöngu
flutt af hljóðfærum. „Þetta er
bæði létt og fjörug tónlist,“ út-
skýrir Ingveldur, „og í henni er
mikill danstaktur, oft vals eða
marsúrki. Síðan er þemað oft síg-
aunatengt, enda stutt til heim-
kynna sígaunanna í Ungverjalandi
frá Vínarborg. Tónlistin er því oft
blönduð þessari valsamenningu og
sígaunamenningu, og útkoman er
mjög áhugaverð.“
Þónokkur atriðanna á efnis-
skránni ættu margir að þekkja, til
dæmis „Vilja Lied“ úr Kátu ekkj-
unni og „Meini Lippen die küssen
so heiss“ úr Giuditta. Ingveldur
segir umfjöllunarefnin í textunum
yfirleitt vera tengda ástríðum og
hita, en tónlistin sjálf einkennist
af fjöri og dansi. „Óperettur, sem
Vínartónlistin kemur meðal ann-
ars úr, eru þannig frábrugðnar
óperum að í þeim eru alltaf marg-
ir danskaflar. Forleikir, sem með-
al annars munu heyrast á tónleik-
unum, gefa oft tóninn að því sem
koma skal og eru mjög dansandi
og fjörugir. Hefðbundin uppbygg-
ing í óperettum samanstendur síð-
an af tveimur dálítið ólíkum pör-
um. Annars vegar er það dívan og
tenórinn og hins vegar búffóinn
og súprettan, sem eru fjöruga
parið sem dansar og grínar. Þeg-
ar ég kom fram á tónleikum í Vín
var ég yfirleitt í hlutverki
súprettunnar, en þessu tilviki fæ
ég að vera dívan, sem er mjög
gaman.“
En þó að fjör sé í tónlistinnireynir hún vissulega á lista-
mennina. Krafturinn er alls ráð-
andi og ekkert til sparað varðandi
tónhæð – sérstaklega á lokatón-
unum. Þrátt fyrir þetta er Ingv-
eldur Ýr hvergi bangin og segist
hlakka mikið til að koma fram á
tónleikunum. „Ég hef sjálf sótt
þessa tónleika oftsinnis, og þar er
alveg sérstök hátíðastemning.
Þetta verða áreiðanlega mjög
skemmtilegir tónleikar, í anda
hinnar einu sönnu Vínar,“ segir
hún að síðustu.
Fyrstu Vínartónleikarnir hefj-
ast annað kvöld kl. 19.30. Eftir
það verða tónleikar á fimmtu-
dags- og föstudagskvöld á sama
tíma, og á laugardaginn kl. 17.
Í anda hinnar
einu sönnu
Vínarborgar
’Þetta er bæði létt ogfjörug tónlist og í henni
er mikill danstaktur, oft
vals eða marsúrki. Síðan
er þemað oft sígauna-
tengt, enda stutt til
heimkynna sígaunanna í
Ungverjalandi frá Vín-
arborg.‘AF LISTUM
Inga María Leifsdóttir
ingamaria@mbl.is
Morgunblaðið/Þorkell
Stefán Baldursson afhendir arftaka sínum, Tinnu
Gunnlaugsdóttur, lyklana að Þjóðleikhúsinu.
TINNA Gunnlaugsdóttir tók formlega við stjórn-
artaumunum í Þjóðleikhúsinu við athöfn í Þjóðleik-
húskjallaranum í gær. Tinna er fyrsta konan sem
gegnir embætti þjóðleikhússtjóra.
Stefán Baldursson, fráfarandi þjóðleikhússtjóri,
afhenti Tinnu lyklavöldin að viðstöddu starfsfólki
hússins. Stefán hefur gegnt embætti þjóðleik-
hússtjóra í fjórtán ár, næst lengst allra þjóðleik-
hússtjóra.
Menntamálaráðherra skipaði Tinnu í embættið í
september sl. en átján umsóknir bárust um emb-
ættið. Tinna fæddist í Reykjavík 18. júní 1954. Hún
hefur samhliða vinnu stundað meistaranám (MBA)
við Háskólann í Reykjavík frá 2003 og mun ljúka því
námi á næstunni.
Var forseti BÍL
Tinna starfaði hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1978–
1979. Hún hóf störf hjá Þjóðleikhúsinu 1979 og var á
verkefnasamningi til ársins 1982 er hún hlaut fast-
ráðningu. Hún sat í Þjóðleikhúsráði frá 1988 til 1996
og í verkefnavalsnefnd Þjóðleikhússins frá 1988–
2002. Tinna hefur unnið sem aðstoðarleikstjóri og
leikstjóri á sviði, í sjónvarpi og kvikmyndum. Hún
hefur setið í stjórn FÍL og var formaður Leik-
arafélags Íslands um tíma. Þá var hún forseti Banda-
lags íslenskra listamanna á árunum 1998–2004.
Tinna var um hríð í forsvari fyrir norrænu lista-
bandalögin auk þess sem hún var varaforseti Evr-
ópuráðs listamanna 2002–2004.
Forverar Tinnu í embætti þjóðleikhússtjóra eru
fjórir. Guðlaugur Rósinkranz (1950–1972), Sveinn
Einarsson (1972–1983), Gísli Alfreðsson (1983–1991)
og Stefán Baldursson (1991–2005).
Leikhús | Fimmti þjóðleikhússtjórinn kominn til starfa
Tinna tekin við lyklunum
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 43
MENNING
SAMNINGUR um samstarf milli
Sveitarfélagsins Skagafjarðar og
einkasafnarans Kristjáns Runólfs-
sonar, um að sveitarfélagið hýsi
safn hans, rann út nú um áramót
þar sem ekki náðust samningar um
áframhaldandi samstarf. Árið 1997
lagði Sauðárkrókskaupstaður Krist-
jáni til húsnæði undir minjasafn
hans og kostaði uppsetningu sýn-
ingar fyrir hann í Minjahúsinu á
Sauðárkróki. Frá þeim tíma hefur
hann árlega fengið rekstrarstyrk,
auk þess sem hann hefur fengið all-
an aðgangseyri af eigin sýningu og
sýningum Byggðasafns Skagfirð-
inga á gömlu verkstæðunum, sem
einnig eru í húsinu, en byggðasafnið
hefur kostað auglýsingar vegna
þeirra. Kristján Runólfsson segir að
sér hafi verið boðinn nýr samningur
sem hafi verið þess eðlis að hann
hafi ekki getað gengið að honum, og
því sé hann nú á leið suður með
muni sína, og leit nú húsnæðis þar
undir þá. „Það var minnkað við mig
plássið um helming og mínir munir
alveg stúkaðir af. Ástæða þessa er
sjálfsagt sú, að Byggðasafn Skag-
firðinga ætlar að nota plássið undir
eitthvað annað, sem ég veit ekki
hvað er.“
Kristján segir að munir þeir sem
hann hefur safnað í gegnum tíðina
og eru nú á leið suður, séu allt grip-
ir sem tengist menningu Skaga-
fjarðar, á þriðja þúsund skráðir
munir, auk óskráðra muna, hand-
ritasafns og fjölda ljósmynda. „Þar
sem menn vilja ekkert með þetta
hafa, þá ætla ég ekki að troða þeim
um tær lengur. Þetta er auðvitað
sárt, og um þetta orti ég vísu nú á
dögunum:
Úti í kulda oft ég var
en aldrei hef þó kvartað,
fyrr en slyngir slátrarar
slitu úr mér hjartað.
Ég var að taka dótið niður á
gamlársdag og gamlárskvöld, og
mér fannst það eins og að slíta úr
mér hjartað að pakka því niður í
kassa. Lífið er ekki allt niðrí móti.“
Starfsmenn mega ekki
vera einkasafnarar
Ársæll Guðmundsson, sveit-
arstjóri í Skagafirði, segir vissulega
ástæðu fyrir því að samningurinn
við Kristján Runólfsson var ekki
framlengdur í óbreyttri mynd, og
spurningu hvort sveitarfélög eigi yf-
ir höfuð að styrkja einkasafnara.
Hann segir að í safnalögum sé kveð-
ið á um að starfsmenn safna megi
ekki safna munum sjálfir, en Krist-
ján hafi alla tíð verið einkasafnari,
og þetta tvennt fari einfaldlega ekki
saman. „Kjarni málsins er sá að
samningurinn við Kristján rann út í
þeirri mynd sem hann var. Það var
reynt að breyta honum til þess
horfs sem eðlilegra hefði verið, og
munir úr sögu Skagfirðinga yrðu í
eign þeirra. Þetta gekk ekki ekki
eftir og því er Kristján að pakka
sínum persónulegu eigum saman,
og fer með þær væntanlega eins og
honum sýnist. Í samningum við
Kristján hefur falist, að hann hefur
fengið ókeypis húsnæði undir sitt
safn, og hefur ekki þurft að standa
straum af rekstri þess. Hann hefur
fengið allan aðgangseyri að sýning-
unum og sýningum byggðasafnsins í
húsinu, og hátt í hálfa milljón á ári
að auki. Þetta er ekki eðlilegur
framgangur á söfnum,“ sagði sveit-
arstjórinn í Skagafirði Ársæll Guð-
mundsson.
Sárt að missa munina úr héraði
Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðs-
stjóri markaðs- og þróunarsviðs
Skagafjarðar, er yfirmaður safna-
og menningarmála í sveitarfélaginu
og hefur unnið að samningum við
Kristján um safn hans. Hann segir
það aldrei hafa verið efað að Krist-
ján ætti sína muni. Viðræður um
samninginn hafi staðið yfir í um ár,
en í lokatilboði Kristjáns hafi hann
farið fram á að framlög til hans
yrðu hækkuð. „Við erum búin að
leita ýmissa leiða til að koma þessu
heim og saman og ná samningi við
Kristján, en í þeim þrönga fjárhags-
stakk sem okkur er sniðinn gekk
það ekki upp. Það módel, að hafa
einkasafnara í opinberu húsnæði, á
opinberu framfæri, við hliðina á op-
inberu safni, er ekki æskilegt og við
teljum þetta fyrirkomulag ekki hafa
skilað okkur fram á veginn í safn-
amálum. Það var ákvæði í samn-
ingnum um það, að ef Kristján kysi
að hætta störfum við minjasafnið
rynnu munir hans til sveitarfé-
lagsins. Við höfum hins vegar ekki
gengið eftir því – við höfum talið
óumdeilt að hann ætti munina.
Vissulega er sárt að missa marga
þessara muna úr héraði, en fólk hef-
ur gefið Kristjáni þessa muni per-
sónulega, og við getum ekkert sagt
við því hvað hann gerir við þá.“
Aðspurður telur Áskell Heiðar þó
að vel geti verið að í einhverjum til-
fellum hafi fólk talið sig vera að
gefa muni til Byggðasafnsins, en í
raun verið að gefa Kristjáni Run-
ólfssyni þá persónulega. Afstaða
Byggðasafnsins til einkaeignar hans
á mununum sé þó skýr. „Það sýnir
enn frekar hversu óheppileg þessi
sambúð er. Ég ítreka þó að við höf-
um átt ánægjuleg samskipti við
Kristján, og það er eftirsjá að hon-
um og mununum úr húsinu. Við
gerðum honum tilboð sem við töld-
um vera þokkalegt, að hann hefði
áfram frítt húsnæði undir sitt safn,
kvaðalaust, þótt um væri að ræða
minna rými, en hann hafnaði því.“
Minjar | Samstarfi Skagfirðinga og einkasafnara lokið
Fjöldi minja úr héraði
Ljósmynd/Björn Björnsson
Minjasafn Kristjáns Runólfssonar hefur deilt neðri hæð Minjahússins með
Byggðasafni Skagfirðinga. Í svefnkamesinu á myndinni gat meðal annars
að sjá útskurð Bólu-Hjálmars og rúm eftir Jón Sigurðsson í Stóra-Gerði.