Morgunblaðið - 04.01.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 04.01.2005, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU RÍKIÐ mun ekki breyta reglum til að rekstraraðilar strætisvagna njóti sama afsláttar af virðisauka- skatti eins og aðrir hópferðabílar, en segja Strætó bs. frjálst að sækja mál fyrir dómstólum, telji þeir á sér brotið. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu fyrir áramót íhugar stjórn Strætó bs. að stefna ríkinu vegna mismununar þar sem ekki er gef- inn sami afsláttur af virðisauka- skatti við innkaup á nýjum stræt- isvögnum eins og gefinn er við innkaup á öðrum hópferðabílum. Baldur Guðlaugsson, ráðuneyt- isstjóri í fjármálaráðuneytinu, seg- ir strætisvagna njóta annars konar ívilnana sem aðrir hópferðabílar fá ekki, enda fái þeir um 70% afslátt af þungaskatti sem aðrir hópferða- bílar fái ekki. Hann segir ákveðnar ástæður fyrir því að ákveðið var að endurgreiða 2⁄3 hluta virðisauka- skatts af hópferðabílum, tíma- bundið til loka næsta árs, og þær ástæður eigi ekki við um stræt- isvagna. Ógnaði umferðaröryggi „Það lá fyrir að meðalaldur hóp- ferðabifreiða var orðinn mjög hár, og það var talið að svo hár aldur gæti ógnað umferðaröryggi. Einn- ig var talið að mikil mengun væri frá svo gömlum bílum. Þess vegna var tekin þessi ákvörðun til að liðka fyrir endurnýjun hópbifreiða- flotans með þessari sérstöku að- gerð,“ segir Baldur. „Þetta var ekki látið ná til al- menningsvagna, bæði vegna þess að samsetning þess flota er ekki með sama hætti, en ekki síður vegna þess að þegar giltu ákveðnar sérreglur þeim til hags- bóta, sem er þessi afsláttur sem þeir njóta af þungaskatti, þeir fá um 70% af honum endurgreiddan,“ segir Baldur. Þar njóta strætis- vagnar ívilnana umfram aðra hóp- ferðabíla, og segir Baldur að í raun gildi einfaldlega mismunandi reglugerðir um þessa afslætti fyrir þessa tvo flokka bifreiða. Baldur segir að reglugerðinni verði ekki breytt. „Það verður ekki gert, en þeir eru auðvitað frjálsir að því að láta á þetta reyna.“ Fylgjast með málarekstrinum Stefán Baldursson, forstöðumað- ur Strætisvagna Akureyrar, segir að þessi mál hafi ekki verið rædd sérstaklega, en gerir ráð fyrir því að fylgst verði gaumgæfilega með því hvernig málarekstur Strætó bs. gangi. Ef það fari á þann veg að endurgreiða skuli virðisauka- skatt af strætisvögnum muni eitt yfir alla ganga. Hann segir að ekki hafi verið keyptir nýir vagnar und- anfarin ár, þó til standi að kaupa a.m.k. einn vagn á árinu 2005. Guðni Jóhannesson, fram- kvæmdastjóri FMG sem rekur m.a. tvo strætisvagna á Ísafirði, segir það vissulega réttlætismál að sama gangi yfir strætisvagna og aðra hópferðabíla, þótt endur- greiðsla á þungaskatti strætis- vagna komi að einhverju leyti þar á móti. Reglum um endurgreiðslu virðisaukaskatts ekki breytt Strætisvagnar njóta annarra ívilnana Morgunblaðið/Golli Á ÁRINU 2004 var Slysavarna- félagið Landsbjörg kallað út 930 sinnum. Þetta eru eingöngu þau út- köll sem berast frá Neyðarlínunni en um 25% af útköllum hjálpar- sveita berast eftir öðrum leiðum, samkvæmt upplýsingum frá Lands- björgu. Að sögn Valgeirs Elíassonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar, er 101 björgunarsveit í landinu og eru virkir félagar í þeim um 3.500. Sveitirnar ráða yfir um 170 björg- unarbifreiðum, 30 snjóbílum, 60 vélsleðum, 14 stærri björg- unarskipum, 30 harðbotna hrað- björgunarbátum auk smærri báta og annarra tækja. Valgeir minnir á að starf björgunarsveitanna bygg- ist á sjálfboðaliðastarfi. Mikilvæg- asta fjáröflun þeirra sé flugeldasala en með henni sé aflað um 80% af rekstrarfé björgunarsveitanna og hjá sumum sveitunum sé flug- eldasala eina tekjuöflunarleiðin. Með umfangsmestu útköllum árs- ins voru 14. janúar er snjóflóð féll við bæinn Bakka, innst í Ólafsfirði, 23 janúar er Sigurvin GK hvolfdi í innsiglingunni til Grindavíkur og 2. maí er sex vélsleðamenn slösuðust þegar þeir óku fram af snjóhengj- um í Garðsárdal og Gönguskörðum. Virkir félagar í Slysavarnafélaginu Landsbjörgu eru um 3.500 Sveitirnar kallaðar út 930 sinnum Morgunblaðið/RAX Tveimur bátsverjum Sigurvins GK bjargað á síðustu stundu úr innsiglingu Grindavíkurhafnar eftir að bátnum hvolfdi skyndilega í foráttubrimi. ÁKVEÐIÐ hefur verið að sameina rekstur Netagerðar Friðriks Vil- hjálmssonar hf. og Netagerðar Vestfjarða hf. undir nafninu Fjarðanet hf. Samtímis hefur verið ákveðið að sameina inn í Fjarðanet hf. Gúmmíbátaþjónustu Austur- lands ehf. og Gúmmíbátaþjón- ustuna ehf. á Ísafirði. Netagerð Vestfjarða er dótturfélag Neta- gerðar Friðriks Vilhjálmssonar, sem á um 81% hlutafjár í félaginu. Gúmmíbátaþjónusta Austurlands er að fullu í eigu Netagerðar Friðriks Vilhjálmssonar og Gúmmíbátaþjón- ustan er að fullu í eigu Netagerðar Vestfjarða. Sameiningin mun gilda frá og með 1. janúar 2005. Fjarðanet hf. er með starfsemi á sjö stöðum á landinu; rekur alhliða veiðarfæraþjónustu á sex stöðum: á Fáskrúðsfirði, í Neskaupstað, á Seyðisfirði, á Akureyri, á Siglufirði og á Ísafirði. Einnig rekur Fjarða- net hf. Gúmmíbátaþjónustu á tveimur af starfsstöðvunum, í Nes- kaupstað og á Ísafirði, ásamt þvottastöð fyrir fiskeldispoka á Reyðarfirði. Fjarðanet hf. samanstendur af mörgum netagerðum sem allar eru rótgrónar og þekktar fyrir starf- semi sína og þjónustu við sjávar- útveginn í áratugi. Stærstu hlut- hafar í Fjarðaneti hf. eru: Hampiðjan hf., Eignarhaldsfélag Austurlands hf., og Jón Einar Mar- teinsson, framkvæmdastjóri félags- ins. Fjarðanet hf. mun eiga náið sam- starf við Hampiðjuna hér á landi og dótturfélög hennar, ekki síst á Írlandi, í Litháen og í Danmörku. Í því samstarfi mun félagið koma að vöruþróun grunneininga veiðarfæra og fiskeldiskvía og mun draga að sér þekkingu í því samstarfi þar sem hennar er þörf. „Fjarðanet hf. veitir alhliða veið- arfæraþjónustu á öllum starfsstöðv- unum og framleiðir og þjónustar allar gerðir veiðarfæra. Fjarðanet hf. er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við fiskeldi, með framleiðslu á net- pokum og festingum til fiskeldis, rekstri á þvottastöð fyrir fiskeld- ispoka og sölu á kvíum og öðrum búnaði til fiskeldisstöðva. Áætluð heildarvelta hinna sameinuðu fyr- irtækja er um 400 milljónir króna á þessu ári og heildarstarfsmanna- fjöldi er um 40,“ segir í frétt frá Fjarðarneti. Netagerðir sameinast Fyrirtækin sameinuð undir nafninu Fjarðanet hf. sem er með starfsemi á sjö stöðum og um 40 starfsmenn ÁHÖFNUM frystitogaranna Kleifabergs ÓF og Sigurbjargar ÓF voru veittar viðurkenningar frá Icelandic UK í Bretlandi, dótturfélagi Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna, á sjófrystifundi félagsins fyrir skömmu. Viðurkenningarnar voru veittar fyrir framúrskarandi gæði sjófrystra af- urða á síðasta fiskveiðiári. Einnig fengu þessi sömu skip, ásamt Hrafni Sveinbjarnarsyni GK, viðurkenningu frá Icelandic US í Bandaríkjunum fyrir framúrskarandi gæði sjófrystra afurða á síðasta fiskveiðiári. Á mynd- inni taka þeir Vilhjálmur Sigurðsson, skipstjóri á Sigurbjörgu ÓF, og Víðir Jónsson, skipstjóri á Kleifabergi ÓF, við viðurkenningunum úr hendi Magna Þórs Geirssonar, framkvæmdastjóra Icelandic UK Bretlandi. Viðurkenning fyrir gæði á morgun Eldað fyrir andann jógamunkur eldar andans fæði í nýju kaffihúsi á Laugaveginum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.