Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF Munið að slökkva á kertunum ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins ❄ ❄ ❄ Eldspýtur og kerti eru ekki barna meðfæri. ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄ KÓPAVOGSFYRIRTÆKIN Saga, heilsa og spa ehf. á Nýbýlavegi og HS-bólstrun í Auð- brekku hafa gert með sér samstarfssamning um sérfræðiþjónustu hjá fyrirtækjum og stofn- unum. Samstarfið lýtur að bættri vellíðan starfsmanna og telja forsvarsmenn fyrirtækj- anna, þeir Guðmundur Björnsson endurhæfing- arlæknir og Hafsteinn Sigurbjarnason bólstrari að vel þess virði sé að reyna. Fyrirtækin tvö geti, þó ólík séu, stutt hvort annað í þeirri við- leitni að fækka veikindadögum og auka afköst og vinnugleði starfsmanna. Liður í þjónustu Sögu, heilsu og spa hefur verið mat á vinnuaðstöðu, fræðsla og ráðgjöf sjúkraþjálfara um vinnustellingar og atvinnu- tengd álagseinkenni. HS-bólstrun býr hins- vegar yfir þekkingu á hönnun og framleiðslu á skrifstofustólum. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í stillingum, viðgerðum og endurbótum á flestum tegundum skrifstofustóla, sem hér eru á mark- aði. Þorsteinn Guðnason, sem starfað hefur við skrifstofustólaviðgerðir hjá Pennanum til fjölda ára, er nú kominn til samstarfs við HS-bólstrun. Stilla stólana rétt „Tiltölulega stutt er síðan við ákváðum að fara út í formlegt samstarf,“ segir Guðmundur, „en segja má að okkar leiðir hafi legið saman í fyrirtækjum, þar sem við í Sögu, heilsu og spa vorum að huga að svokallaðri vinnuvistfræði, sem felur í sér m.a. almenna heilsuvernd, vinnu- stellingar, lýsingu og loftræstingu og rákumst við á starfsmenn HS-bólstrunar sem voru að stilla og gera við skrifstofustólana.“ Hafsteinn bætir við að hér sé Guðmundur að vísa til heim- sókna í Sjóvá-Almennar. „Við vorum fengnir til að yfirfara stóla fyrirtækisins sem höfðu valdið sliti á parketi með þeim afleiðingum að slípa hafði þurft upp öll parketgólfin. Þegar betur var að gáð kom í ljós að hjólin undir stólunum voru röng enda þarf að setja sérstök parkethjól undir stóla, sem eiga að vera á parketi. Að tillögu tryggingafræðings innan Sjóvár-Almennra, sem hafði trú á að samstarf fyrirtækjanna kynni að leiða gott af sér, höfðum við samband við Sögu, heilsu og spa, sem lengi hefur verið í sam- starfi við Sjóvá-Almennar varðandi heilsuvernd og heilsueflingu starfsmanna. Á meðan sjúkra- þjálfarar og hjúkrunarfræðingar fyrirtækisins vinna með fólkið, yfirförum við stóla og still- ingar og sjáum til að þeir virki samkvæmt þörf- um notenda. Aðalatriðið er að stilla stólinn rétt og í samræmi við þarfir líkamans. Hæfilegur stuðningur við mjóbak Fjölmargar stólategundir eru hér á markaði og segjast þeir Guðmundur og Hafsteinn ekki vilja mæla með einni tegund umfram aðra. Hinsvegar sé því ekki að leyna að verð á skrif- stofustólum sé allt frá þrjú þúsund krónum og upp í tvö hundruð þúsund. Það segi sig sjálft að því dýrari sem stólarnir eru, því betri séu þeir. „Verðmunurinn liggur einnig í hönnun stólanna, en við mælum auðvitað með því að fólk og fyr- irtæki séu ekki að fjárfesta í einnota stólum, eins og ég orða það svo gjarnan, fyrir utan það að ekki eru til neinir varahlutir í slíka stóla. Hinsvegar eru framleiddir varahlutir í vandaða stóla og þá geta þeir orðið mjög lífseigir, segir Hafsteinn. Þegar Guðmundur er spurður út í kosti góðs skrifstofustóls, svarar hann því til að góður stóll veiti hæfilegan stuðning við mjóbakið. Sömu- leiðis sé góður stóll stöðugur og formaður út til hliðanna eftir bakinu. Mikilvægt er að geta velt setunni svo að hægt sé að breyta afstöðunni milli lærleggja og hryggjar til að létta bæði á fótum og hrygg. Stóllinn þarf einnig að vera léttur og meðfærilegur svo auðvelt sé að færa hann eftir gólfinu, segir Guðmundur og Haf- steinn bætir við að ekki megi gleyma stellinu undir stólnum. Það þurfi að vera vandað og varahlutir til. „Allt of algengt virðist vera að gömlum rándýrum stólum sé hent á haugana fyrir nýtt útlit, en með smá yfirferð má gera þessa stóla sem nýja með nýjum pumpum, nýj- um svampi og nýju áklæði. Við höfum t.d. verið að kaupa gamla „dýra“ stóla, gera þá upp og selja síðan aftur á hálfvirði með fullri ábyrgð. Bakmeiðsl og vöðvabólga Að sögn Guðmundar eru stoðkerfisvandamál, svo sem bakmeiðsl og vöðvabólga, meðal al- gengustu heilsukvilla á vinnustöðum. „Stóllinn skiptir því miklu máli fyrir vellíðan starfsmanna og ég held að samstarfið geti orðið til þess að bæta ástandið víða enda eru forsvarsmenn fyr- irtækja í vaxandi mæli farnir að átta sig á mik- ilvægi vellíðunar starfsmanna sinna. Það bætir svo um betur að sjá árangur í formi færri veik- indadaga, minni fjarvista, meiri afkasta, og auk- innar starfsánægju.“  HEILSA | Vandaðir skrifstofustólar endast jafnvel í áratugi með góðu viðhaldi Rétt stilltur stóll forsenda vellíðunar Sérfræðingar Sögu, heilsu og spa og HS-bólstrunar hafa sameinað krafta sína í því augnamiði að bæta að- búnað á vinnustöðum. Þeir segja að vinnuumhverfið skipti miklu þegar starfsánægja er annarsvegar. Morgunblaðið/Jim Smart Fyrirtækin geta stutt hvort annað í þeirri viðleitni að fækka veikindadögum, auka afköst og vinnugleði, segja Guðmundur Björnsson læknir og Hafsteinn Sigurbjarnason bólstrari. join@mbl.is SAMKVÆMT norskri könnun er nú orðið algengara að fólk reyki af og til eða bara við sérstök tæki- færi. Þeir sem það gera eru betur menntaðir en þeir sem reykja dag- lega og búa frekar í borgum. Þetta kemur m.a. fram í Aftenposten. Þegar reykingar urðu út- breiddar upp úr miðri síðustu öld voru það vel menntaðir menn í góðum stöðum sem aðallega reyktu. Smám saman tóku aðrir hópar upp sama sið, en þeir vel- menntuðu vissu þá um heilsufars- ógnina sem stafaði af reykingum. „Nú virðast þeir vel menntuðu vera að búa til nýtt reykinga- mynstur sem snýst frekar um sjálfsmyndina, nautn og afþrey- ingu, en um nikótínfíkn og reyk- ingaþörf,“ segir vísindamaðurinn Ragnhild Hovengen við Aftenpost- en. Hún segir að það sem kalla má félagslegar reykingar fari vaxandi meðal ungs fólks og ef ekkert verði gert í málunum, festist þær í sessi sem nýjar reykingavenjur. Þeir sem reykja af og til líta ekki á sjálfa sig sem reykingamenn og því getur verið að kannanir gefi ekki rétta mynd þegar fjallað er um hversu margir reykja. Hovengen telur að þeir sem reykja af og til hafi ekki fengið næga athygli vísindamanna, þenn- an hóp þurfi að rannsaka betur m.t.t. skaðsemi slíkra reykinga og þess hvernig hægt er að fyrir- byggja reykingar. Morgunblaðið/Ómar Félagslegar reykingar færast í aukana  HEILSA Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.