Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Sigurvin Sveins-son fæddist í
Reykjavík 9. júní
1925. Hann andaðist
á Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja mánu-
daginn 27. desember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hans voru Sveinn
Jóhannesson húsa-
smiður og Kristrún
Jónsdóttir. Sigurvin
átti átta systkini, eft-
irlifandi systur hans
eru: Kristín, Marta
og Anna. Látin eru:
Oddgeir, Jón, Guð-
mundur, Guðlaug og Valgeir. Sig-
urvin kvæntist 21. apríl 1946 Jó-
hönnu Karlsdóttur f. 21.
nóvember 1925. Börn þeirra eru:
1) Kristín f. 7. desember 1945, gift
Hreini Steinþórssyni, þau eiga
þrjá syni og sjö barnabörn. 2)
Kristrún f. 6 ágúst 1948, gift Leo
George, þau eiga einn son. 3) Haf-
steinn f. 1. júní 1951, kvæntur
Önnu G. Árnadóttur. Hann á þrjár
dætur og tvö barnabörn frá fyrra
hjónabandi. 4) Jóhanna Svanlaug
f. 25. apríl 1954, gift
Þorvaldi Kjartans-
syni, þau eiga tvær
dætur, tvo syni og
tvö barnabörn. 5)
Sigurvin Ægir f. 25.
september 1956,
kvæntur Bergþóru
Sigurjónsdóttur, þau
eiga fjóra syni, fjög-
ur barnabörn og tvö
fósturbarnabörn. 6)
Ólöf f. 12. október
1958, gift Halldóri
Rúnari Þorkelssyni,
þau eiga tvær dætur,
tvo syni og tvö
barnabörn. 7) Dröfn f. 9. janúar
1961, hún á þrjár dætur og einn
son frá fyrra hjónabandi. 8) Karit-
as f. 2. nóvember 1963, gift
Tryggva B. Tryggvasyni, þau eiga
tvær dætur og eitt barnabarn.
Sigurvin og Jóhanna hófu bú-
skap í Reykjavík og byggðu síðar
húsið að Vesturbraut 11 í Keflavík
og bjuggu þar alla tíð.
Útför Sigurvins fer fram frá
Keflavíkurkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.
Elsku pabbi, nú ert þú farinn frá
okkur svo óvænt og er söknuður
okkar mikill. Við vorum öll fjöl-
skyldan saman heima á Vestur-
brautinni á jóladag og þú lást veikur
í rúminu þínu. Enginn átti von á því
að þú yfirgæfir okkur tveimur dög-
um seinna. Minningin um þennan
dag mun lifa lengi í hjörtum okkar,
þú talaðir við alla og barnabörnin
sem þér þótti svo óskaplega vænt
um, léku sér í kringum þig.
Okkur langar til að minnast allra
skemmtilegu stundanna sem við átt-
um saman í litla sumarbústaðnum
okkar. Þú varst svo ánægður þegar
við keyptum landið og varst alltaf
mættur til að hjálpa okkur og ráð-
leggja. Þú gróðursettir með okkur
og þegar við fengum húsið þá mætt-
ir þú nánast beint af flugvellinum,
nýkomin frá Ameríku.
Þú hafðir unun af því að ferðast
og eigum við yndislegar minningar
síðan í febrúar sl. þegar við hittumst
öll á Kanaríeyjum. Þið mamma vor-
uð búin að koma svo oft þangað og
fræddir þú okkur á þinn einstaka
hátt um staðinn.
Stóra fjölskyldan okkar var þér
mikils virði og ef einhver stóð í
framkvæmdum þá varst þú mættur
til að hjálpa til. Barnabörnin stór og
smá leituðu mikið til þín og þú gafst
þeim góð ráð. Eftir að þú hættir að
vinna þá gafst þú börnunum meiri
tíma, varst alltaf tilbúinn að spjalla
við þau, skutla þeim til og frá eða
líta eftir þeim.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Þið mamma voruð alltaf svo sam-
hent og verður erfitt að sjá þig ekki
lengur við hlið hennar. Elsku pabbi,
um leið og við biðjum góðan Guð að
styrkja mömmu þökkum við sam-
fylgdina. Betri föður, tengdaföður
og afa var ekki hægt að eiga.
Karitas, Tryggvi og börn.
Jóhanna Svanlaug, Þorvaldur
og börn.
Ég man alltaf eftir fyrstu kynnum
mínum af tengdaföður mínum hon-
um Venna eins og hann var alltaf
kallaður. Það var fyrir 27 árum að
ég hitti hann fyrst eftir að ég fór að
slá mér upp með dóttur hans. Þá sat
hann í hægindastólunum sínum í
stofunni og var þá nýkominn úr
vinnu. Ég man að hann tók í hönd
mína og sagði, svo þú ert hann Rún-
ar sem ert að slá þér upp með henni
dóttur minni. Ekki óraði mig fyrir
því þá að hann ætti eftir að hafa
mikil áhrif á mig sem persónu. Þeg-
ar við hjónin hófum búskap fengum
við að búa í bílskúrnum hjá þeim Jó-
hönnu og Venna en þar höfðu hann
og Jóhanna hafið sinn búskap á
meðan þau byggðu sitt framtíðar-
heimili. Þegar við fluttum úr skúrn-
um og í okkar eigið heimili átti ég
ekki von á því að við ættum eftir að
búa undir sama þaki seinna meir.
En við fluttum aftur til þeirra á
Vesturbrautina og búum í kjallaran-
um. Þegar maður horfir til baka og
rifjar upp allar þær góðu minningar
sem maður á með honum Venna
kemur fyrst upp í hugann hversu
hjálplegur hann var öllum þeim sem
til hans leituðu og skipti engu máli
hvert tilefnið var. Eitt er það sem
öllum er sérstaklega minnisstætt og
er það hversu barngóður hann var
og það sem einkenndi hann sérstak-
leg gagnvart börnum og barnabörn-
um var að eftir að þau voru skírð átti
hann það til að kalla þau sínum
nöfnum eins og t.d. Jóninn og Jón-
inn minn eða Boggan og Boggan
mín. Á jóladag kom öll fjölskyldan
sama á heimili hans og var hann þá
orðinn verulega veikur en hann tók
á móti öllum sínum nánustu þar sem
hann sat á rúmstokknum og spjall-
aði við alla. Við Venni áttum langt
spjall saman og virtist honum meira
umhugað um mína heilsu en sína en
nokkru fyrir jól hafði ég ekið honum
á heilsugæsluna þar sem hann var í
þjálfun en seinna sama dag var ég
lagður inn á heilsugæsluna með
vægan blóðtappa við höfuðið. Hann
kom auðvitað til mín og sagði ég átti
ekki von á því þegar þú ókst mér
hingað að ég ætti eftir að koma og
heimsækja þig hingað. Einnig
ræddum við um veikindi hans og
hann sagði við mig að nú væri þetta
sennilega að vera búið hjá sér en ég
sagði við hann, við gefumst ekki
svona auðveldlega upp, þá sagði
hann Rúnar þú veist betur en það en
mundu bara eftir því að hugsa vel
um hana Hönnu mína. Ég sagði á
móti að það yrðu fleiri en ég sem
mundu sjá um hana Hönnu þegar
þar að kæmi og var hann ánægður
með það svar. Ég vil þakka þér,
Venni minn, fyrir allt það sem þú
hefur gert fyrir mig og mína fjöl-
skyldu, þú komst alltaf fram við mig
eins og ég væri sonur þinn en ekki
tengdasonur. Það verður mikil eft-
irsjá að þér, Venni minn, þá sér-
staklega fyrir börnin mín því núna
er enginn afi til þess að skutla eða
sækja þau hvert sem þau fóru enda
taldir þú það ekki eftir þér að vera
þeim innan handar ef á þurfti að
halda sem var æði oft.
Með þessum fátæklegu orðum
kveð ég þig með miklum söknuði og
sendi allri fjölskyldunni mínar inni-
legustu samúðaróskir. Minningin
um einstakan mann mun lifa með
mér og mínum börnum.
Þinn
Rúnar.
Við opnum útidyrahurðina að
Vesturbrautinni og þarna stendur
þú í efstu tröppunni. Þú kallar nafn
okkar nokkrum sinnum með blíðum
tóni og þegar upp er komið tekur þú
um andlit okkar hvers og eins og
strýkur nokkrum sinnum yfir vanga
okkar og kyssir, svo glaður að sjá
okkur. Svona voru þínar móttökur
þegar við komum á Vesturbrautina,
svo mikla ást og hlýju hafðir þú að
gefa. Við þekkjum engan mann auð-
ugri en þig, 8 börn, 25 barnabörn, 17
barnabarnabörn og geri nú aðrir
betur.
Elsku besti afi, vonandi munt þú
fá sömu móttökur fyrir handan og
við höfum fengið hjá þér gegnum
tíðina því það eru bestu móttökur
sem nokkur getur fengið.
Þín verður sárt saknað.
Anna Steinunn og fjölskylda,
Sveinn Helgi og fjölskylda,
Jón Karl,
Ólöf Rún.
SIGURVIN
SVEINSSONElskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
GYÐA KARLSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 5. janúar kl. 15.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim, sem
vilja minnast Gyðu, er bent á bankareikning
0537-14-606699, kt. 670194-2729, til styrktar
heimilisfólki á sambýlinu Borgarholtsbraut 51,
Kópavogi.
Guðrún Þorvarðardóttir,
Helga Þorvarðardóttir,
Margrét Þorvarðardóttir,
Vilhelmína Þóra Þorvarðardóttir,
Þorvarður Karl Þorvarðarson
og fjölskyldur.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og
langalangömmu,
HÖNNU MARTINU SIGURGEIRSSON,
Seljahlíð,
áður Drápuhlíð 34,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir viljum við færa öllu starfsfólki
Seljahlíðar.
Erla Gunnarsdóttir,
Hildur Rögnvaldsdóttir, Þrándur Rögnvaldsson,
Friðgeir Gunnarsson, Helga Stefánsdóttir,
Stefán Friðgeirsson, Gunnar Friðgeirsson,
Steinar Jens Friðgeirsson, Hanna Martina Friðgeirsdóttir,
barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
hlýhug og stuðning og til allra þeirra sem lögðu
hönd á undirbúning minningarathafnar í Þor-
geirskirkju og útför okkar ástkæra sonar,
bróður, dóttursonar, unnusta og frænda,
EGILS FANNARS GRÉTARSSONAR,
Fellsenda,
Þingeyjarsveit.
Sérstakar þakkir til nemenda, kennara og starfsfólks Stórutjarnaskóla.
Einnig viljum við þakka fyrir söfnun sem staðið var að okkur til stuðnings.
Kristín Harpa Þráinsdóttir, Sigurður Haraldsson,
Guðrún Bryndís Jónsdóttir,
Guðjón Þór Grétarsson,
Þráinn Traustason, Ása Ólafsdóttir,
Sunna Ösp Bragadóttir og fjölskylda,
Sigurður Helgi Þráinsson og fjölskylda,
Fríða Birna Þráinsdóttir og fjölskylda.
Elskuleg systir okkar,
GUÐBJÖRG EINARSDÓTTIR
frá Kárastöðum í Þingvallasveit,
fyrrverandi deildarstjóri í Búnaðarbanka
Íslands,
varð bráðkvödd á heimili sínu föstudaginn
24. desember sl.
Útförin verður gerð frá Neskirkju fimmtudag-
inn 6. janúar kl. 13.00.
Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Rauða kross Íslands.
Elísabet Einarsdóttir,
Hallfríður Einarsdóttir,
Stefán Bragi Einarsson
og aðrir vandamenn.
Elsku afi Gussi, nú
ertu farinn til ömmu
eftir langan aðskilnað
og nú getið þið í sam-
einingu gætt okkar sem eftir erum.
Ég sit hér og er að hugsa um hvað
Hafdís Líf er heppin að hafa fengið
að kynnast þér. Alltaf þegar við
komum til þín ljómaðir þú allur og
Hafdís Líf hljóp í fangið á þér. Alltaf
gat hún snúið upp á litla fingurinn á
þér. t.d. þegar hún fékk að raka þig.
Vá! Það var ekkert smágaman hjá
henni þá. Og þegar hún sá stóru
naglaklippurnar á borðinu hjá þér
og vildi prufa þær og hún reyndi að
nota þær á þig en þær voru of stórar
fyrir hana. Þá bauðst þú til að sýna
henni hvernig þetta virkaði allt sam-
GUNNAR
EINARSSON
✝ Gunnar Einars-son fæddist í
Keflavík 29. maí
1919. Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja 10. des-
ember síðastliðinn
og var jarðsunginn
frá Keflavíkurkirkju
þriðjudaginn 21. des-
ember í kyrrþey að
hans eigin ósk.
an með því að klippa
neglurnar á henni og
hún varð voða spennt.
Hún með litlu puttana
sína og þú varst svo
skjálfhentur að ég varð
svolítið nervus enn
horfði bara hamingju-
söm á tengslin sem
höfðu styrkst svo mikið
síðan við fluttum til
Keflavíkur. Svo klippt-
ir þú og úpps! Hafdís
Líf sagði ááái! þá hafðir
þú klippt aðeins í
skinnið á henni og það
blæddi smá og þér brá.
En Hafdís Líf sagði bara, afi minn,
ég veit að þetta var bara slys og
brosti til afa síns. Þær eru margar
minningarnar sem ég mun varð-
veita. Ég ætla að hjálpa Hafdísi Líf
að halda minningunni um langaafa
sinn. Þú fékkst að sjá nýjasta fjöl-
skyldumeðliminn okkar og það er
sorg að hún fái ekki að kynnast lang-
afa sínum. Ég veit að nú ert þú í
faðmi ömmu þar sem þú vilt vera.
Sáttur og sæll. Nú kveð ég með
söknuði og, afi, ég elska þig.
Bless bless, afi, langafi og vinur.
Elín Ása og fjölskylda.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda
inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um,
fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn
og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að
þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning-
argreinunum.
Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning-
argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana
á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar