Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FULLTRÚAR frá Kiwanisklúbbn- um Eldey í Kópavogi komu á jólatrésskemmtun Barnaspítala Hringsins og gáfu tvær Play- station-leikjatölvur, ásamt fylgi- hlutum og nokkrum leikjum og einnig sælgæti sem börnin fengu í lok skemmtunarinnar. Á myndinni má sjá þegar félagar í Kiwanis- klúbbnum Eldey afhentu fulltrúum Barnaspítala Hringsins leikjatölv- urnar. Eldey gaf Play- station-leikjatölvur Atvinnuauglýsingar Sérfræðingur á peningamálasviði Seðlabanka Íslands Seðlabanki Íslands auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á peningamálasviði. Pen- ingamálasvið annast öll viðskipti bankans á innlendum gjaldeyris- og peningamörkuðum og skráningu opinbers viðmiðunargengis krónunnar auk þess að vakta millibankamarkað í krónum. Peningamálasvið undirbýr vaxtaákvarðanir bankans, safnar upplýsingum um vexti innanlands og utan og tekur þátt í samráði bankans við fjármálaráðuneyti og Lánasýslu ríkisins um sölu ríkisverðbréfa. Helstu verkefni sérfræðingsins eru:  Umsjón með millibankamarkaði fyrir lán í krónum ásamt reglulegum samskiptum við markaðsaðila.  Skráning vaxta á innlendum mörkuðum.  Afgreiðsla daglána og önnur fyrirgreiðsla við lánastofnanir.  Eftirlit með viðskiptareikningum og bindiskyldu fé.  Gagnasöfnun um vexti o.fl. og uppfærsla gagnasafna.  Greining, skýrslugerð og upplýsingagjöf.  Afleysingar á gjaldeyrisborði og verðbréfaborði.  Rannsóknir sem tengjast viðfangsefnum sviðsins. Áskilið er háskólapróf í viðskipta- og/eða hagfræði. Góð tölvukunnátta sérstaklega í töflureikni er nauðsynleg auk ritfærni á íslensku og hæfni í mannlegum samskiptum. Upplýsingar um starfið veitir Tómas Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri peningamálasviðs, í síma 569 9600. Umsóknum skal skilað fyrir 8. janúar 2005 til starfsmannastjóra Seðlabanka Íslands, Kalkofnsvegi 1, 150 Reykjavík. Saltfiskmatsmaður Fyrirtæki á landsbyggðinni óskar eftir vönum saltfiskmatsmanni. Uppl. sendist til augldeildar Mbl. merktar: „Saltfiskur — 1234“.  á Grenivík. Verður að hafa bíl til umráða Upplýsingar gefur Ólöf Engilberts- dóttir í síma 569 1376.  á Vatnsenda, einnig á Grettisgötu og Njálsgötu Blaðbera vantar í afleysingar í Hóla, Berg og Bakka. Upplýsingar í síma 569 1376 R A Ð A U G L Ý S I N G A R Kennsla Ráðgjafaskólinn er fyrir þá sem starfa við, eða ætla sér að starfa við, ráðgjöf fyrir áfeng- is- og fíkniefnaneytendur og fjölskyldur þeir- ra, t.d. ráðgjafa, félagsráðgjafa, sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og lækna og er ætlað að tengja saman persónulega reynslu, starfs- reynslu og menntun á þessum sviðum. Skól- inn veitir réttindi til að sækja um viðurkenn- ingu frá ICRC/AODA (International Certificat- ion and Reciprocity Consortium/Alcohol and Other Drug Abuse) sem eru viðurkennd rétt- indi í um 20 löndum utan Bandaríkjanna. Eftirfarandi er m.a. tekið fyrir í náminu:  Grunnþekking á alkóhólisma og fíkn í önnur efni en áfengi.  Vinsun, inntaka, meðferðarkynning og mat á skjólstæðingi.  Ráðgjöf (einstaklings-, hóp- og fjölskyld- uráðgjöf) og tækni til inngripa.  Meðferðarstjórnun, meðferðaráætlanir, skýrsluhald.  Inngripatækni í áföllum.  Forvarnir og fræðsla.  Samstarf við aðra fagaðila.  Siðfræði, lögfræðileg álitamál, trúnaðar- mál.  Sérstakir hópar (þjóðerni, menning, kyn- hneigð, kynferði, alnæmi og fatlanir).  Líffræði og efnafræði áfengis og annarra vímuefna (lögleg, ólögleg, sniffefni og nikótín).  Sálfræðileg, tilfinningaleg og persónuleg álitamál, þroski skjólstæðinga.  Tólf spor, erfðavenjur og heimspeki sjálfshjálparhópa. Umsóknarfrestur um skólavist á vorönn 2005 er til 15. janúar. Upplýsingar og eyðublöð fást hjá: Ráðgjafaskólinn, pósthólf 943, 121 Rvík. Netfang stefanjo@xnet.is. Sími 553 8800. Fax 553 8802. Sjá www.forvarnir.is Styrkir SAMIK Samstarf Íslands og Grænlands um ferðamál SAMIK auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til verkefna sem aukið geta samstarf Íslands og Grænlands á sviði ferðaþjónustu. Styrkirnir geta aldrei numið nema 50% af heild- arkostnaði viðkomandi verkefnis. Umsóknir skulu sendar samgönguráðuneytinu – merktar SAMIK – fyrir 10. febrúar nk. á eyðu- blöðum sem þar fást. Eyðublöðin er einnig að finna á heimasíðu ráðuneytisins. Allar upplýs- ingar þurfa að vera á dönsku eða ensku. Nauðsynlegt er að leggja fram kostnaðaráætl- un þess verkefnis sem sótt er um styrk til auk nákvæmra upplýsinga um umsækjendur, verk- efnið og tilgang þess. Stefnt er að því að ákvörðun um úthlutun styrkjanna liggi fyrir í lok febrúar. Fyrri helmingur styrksins er að jafnaði greiddur út þegar ákvörðun um styrkveitingu liggur fyrir og seinni helmingur þegar viðkomandi verk- efni er lokið. Eldri umsóknir er nauðsynlegt að endurnýja. Nánari upplýsingar veitir Birgir Þorgilsson, stjórnarmaður SAMIK, í síma 553 9799. SAMIK, samgönguráðuneytinu, Hafnarhúsinu v. Tryggvagötu, 150 Reykjavík. www.samgonguraduneyti.is Tilkynningar Gvendur dúllari Hin rómaða janúarútsala hefst í dag kl. 12.00. 50% afsláttur af öllum bókum. Gvendur dúllari - alltaf góður, Klapparstíg 35, sími 511 1925. Félagslíf  FJÖLNIR 6005010419 I Jeppaferð í Þórsmörk 8.–9. janúar Farið frá Hlíðarenda á Hvolsvelli kl. 10 laugardaginn 8. janúar. Gist í Skagfjörðsskála í Langadal. Í Mörkinni verður farið um eftir því sem færi leyfir. Um kvöldið verður varðeldur og síðan kvöld- vaka í skála fram að stjörnu- j skoðun á miðnætti. Á sunnudegi farið úr Langadal kl. 11 og ekið í Bása og með viðkomu í Húsadal. Leitað vaðs á Markarfljóti og komið til Reykjavíkur um kl. 20. Skráning á skrifstofu félagsins í síma 568 2533. Láttu vita ef þú ferð á eigin bíl og hvort þú hefur laust sæti fyrir farþega. Lögð er áhersla á aðgát, liðsinni og sam- fylgd. Taktu með þér sprek á eld- inn og efni á kvöldvökuna. Þátt- tökugjald á jeppa kr. 3.200, þátt- tökugjald á auka farþega kr. 8.000. Gisting í Skagfjörðsskála kr. 1.100/1.600. Fararstjóri er Gísli Ólafur Péturs- son. Leið til jafnréttis? Stenst gagnvart stjórnarskrá og alþjóðlegum skuldbindingum Íslendinga að opinberir skólar krefji börn í skyldunámi um greiðslur fyrir hluta námsgagna, skemmtanir og mat? Börn eru jafnan tekjulaus og ekki er víst að forráðamenn þeirra vilji og geti greitt, nú, um 50 þús. krónur á ári fyrir hvert þeirra. Tómas Gunnarsson, áhugamaður um opinbera stjórnarhætti. Ýmislegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.