Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Innritun hefst í dag, 5. janúar, og fer fram daglega virka daga kl. 14:00 til 17:00 í skól-
anum, Síðumúla 17, sími: 588-3730, fax: 588-3731, tölvupóstur: ol-gaukur@islandia.is
Heimasíða: www.gitarskoli-olgauks.is Á þessari önn verða í boði þau námskeið sem
talin eru upp hér að neðan, miðað við næga þátttöku. Nánari upplýsingar í síma á inn-
ritunartíma og einnig sendum við ítarlegan bækling um skólann til þeirra sem þess óska.
Léttur undirleikur
Hægt
að fá leigða
HEIMAGÍTARA
kr. 3500 á önn
Hefðbundinn
gítarleikur
Önnur námskeið
1. FORÞREP FULLORÐINNA Byrjenda-
kennsla, undirstaða, léttur undirleikur við alþekkt
lög. Geisladiskur með æfingum fylgir.
2. FORÞREP UNGLINGA Byrjendakennsla,
sama og Forþrep fullorðinna. Geisladiskur með
æfingum fylgir.
3. LÍTIÐ FORÞREP Spennandi, styttra,
ódýrara námskeið fyrir börn 8-10 ára. Geisla-
diskur með heimaæfingum fylgir.
4. FRAMHALDSFORÞREP Skemmtilegt
námskeið í beinu framhaldi af Forþrepi. Geisla-
diskur með æfingum fylgir.
5. FORÞREP – PLOKK Mjög áhugavert
námskeið. Kenndur svonefndur „plokk“-
ásláttur eftir auðveldum aðferðum. Fyrir þá
sem lokið hafa Forþrepi eða Framhaldsfor-
þrepi /eða hafa leikið eitthvað áður. Geisla-
diskur fylgir.
6. FORÞREP – ÞVERGRIP Á námskeið-
inu eru kennd öll höfuðatriði þvergripanna og
hvernig samhengi þeirra er háttað. Aðeins
eru notuð þvergrip í námskeiðinu og þarf því
töluverða ástundun. Ekki ráðlegt nema fyrir
þá sem hafa mikinn áhuga og nokkurn und-
irbúning, t.d. ekki minna en FRAMHALDS-
FORÞREP eða þó nokkra heimaspilun.
Geisladiskur fylgir.
7. MIÐÞREP – RITMAGÍTAR Beint fram-
hald FORÞREPS-ÞVERGRIPA. Haldið áfram
með ritmagítar, bæði hvað varðar hljóma og
hina fjölbreyttu ásláttarmöguleika, svo sem í
sveitatónlist, blús, poppi, latin, funki og jazzi.
TAB aðferðin kynnt. Geisladiskur fylgir.
8. HÁÞREP – RITMAGÍTAR Kenndur
ritmagítar allt að stigi atvinnumannsins og
æfingar og námið allt því af þeirri þyngdar-
gráðu. Aðeins fyrir þá sem reglulega vilja
leggja sig fram og verja töluverðum tíma í
námið. Geisladiskur fylgir.
9. FYRSTA ÞREP Undirstöðuatriði
nótnalesturs fyrir byrjendur lærð með því
að leika léttar laglínur á gítarinn o.m.fl.
Forstig tónfræði. Próf. Geisladiskur með
heimaæfingum fylgir.
10. ANNAÐ ÞREP Framhald Fyrsta
þreps, leikin þekkt smálög eftir nótum,
framhald tónfræði- og tónheyrnar-
kennslu. Próf. Geisladiskur með heima-
æfingum fylgir.
11. ÞRIÐJA ÞREP Beint framhald
Annars þreps. Verkefnin þyngjast smátt
og smátt. Framhald tónfræði- og tón-
heyrnarkennslu. Próf.
12. FJÓRÐA ÞREP Beint framhald
Þriðja þreps. Bæði smálög og
hefðbundið gítarkennsluefni eftir þekkt
tónskáld. Tónfræði, tónheyrn, tekur tvær
annir. Próf.
13. FIMMTA ÞREP Beint framhald
Fjórða þreps. Leikið námsefni verður
fjölbreyttara. Tónfræði, tónheyrn. Tekur
tvær annir. Próf.
14. TÓNSMÍÐAR Byrjunarkennsla
á hagnýtum atriðum varðandi tón-
smíðar. Einhver undirstaða nauðsyn-
leg. Einkatímar eftir samkomulagi.
15. TÓNFRÆÐI – TÓNHEYRN
Innifalin í námi þar sem það á við.
16. RAFBASSI Kennsla á rafbassa
eftir samkomulagi.
17. SJÁLFSNÁM Námskeið fyrir
byrjendur á tveim geisladiskum og
bók. Tilvalið fyrir þá sem vegna
búsetu eða af öðrum ástæðum geta
ekki sótt tíma í skólanum en langar
að kynnast gítarnum. Sent í póst-
kröfu, greitt með korti eða millifært
fyrirfram.
18. TÓMSTUNDAGÍTAR
Byrjendakennsla (sama og Forþrep
fullorðinna en styttra) í samvinnu við
Mími-símenntun og innritað þar (sími
588-7222). Geisladiskur fylgir.
19. SÓLÓGÍTAR – 1. ÞREP
Byrjunarkennsla í sólóleik á rafmagns-
gítar.
TABLATURE kerfið og nótur. Geisla-
diskur með æfingum.
20. SÓLÓGÍTAR – 2. ÞREP Beint
framhald. TAB og nótur. Geisladiskur.
21. SÓLÓGÍTAR – 3. ÞREP Beint
framhald. Aðeins eftir nótum. Geisla-
diskur.
INNRITUN DAGLEGA KL. 14-17
588-3630
588-3730
ww
w.g
itar
sko
li-o
lga
uks
.is
G
A
U
K
U
R
–
G
U
T
E
N
B
E
R
G
Ritmagítar
Sólógítar
Ræs, ræs, allir upp á dekk. Það er kominn nýr karl í brúna.
Verkalýðsforystanhefur deilt harka-lega á málsmeð-
ferð Vinnumálastofnunar
vegna umsókna Impregilo
um atvinnuleyfi fyrir er-
lenda starfsmenn við
Kárahnjúkavirkjun. Tals-
menn ASÍ efast um lög-
mæti þeirra ákvarðana að
veita leyfin og hafa talað
um að Impregilo njóti „sér-
stakrar vildarþjónustu“ og
fái „flýtimeðferð“ hjá
stjórnvöldum við af-
greiðslu á umsóknum sín-
um fyrir erlent vinnuafl.
Hefur verkalýðsforystan
bent á að fæstir þessara erlendu
starfsmanna hafi tilskilin réttindi
samkvæmt íslenskum lögum,
Impregilo hafi hvorki auglýst þessi
störf hér á landi né á evrópska
efnahagssvæðinu og erlendir
starfsmenn séu á sultarlaunum við
Kárahnjúka. Hefur Impregilo mót-
mælt þessu og m.a. ekki talið sér
bera skyldu til að auglýsa störf við
virkjunina fyrst á Evrópska efna-
hagssvæðinu, áður en leitað er eftir
vinnuafli utan svæðisins. Engin ís-
lensk lög kveði á um það.
Eftir fund samráðsnefndar
stjórnvalda og aðila vinnumarkað-
arins skömmu fyrir áramót varð
ljóst að Vinnumálastofnun ætlaði
að veita Impregilo atvinnuleyfi fyr-
ir 54 Kínverja. Verða þær umsókn-
ir afgreiddar á næstu dögum, að
sögn Gissurar Péturssonar, for-
stjóra Vinnumálastofnunar. Stofn-
unin taldi Impregilo hafa uppfyllt
skilyrði sem hún hafði sett með
starfsauglýsingu sem birtist í
Morgunblaðinu í síðustu viku og
auglýsingu á evrópska vinnumiðl-
unarvefnum, EURES, sem reynd-
ar hefur ekki birst þar ennþá. Síð-
ar hefur komið í ljós að þetta eru
ekki allt saman Kínverjar, heldur
koma níu frá Pakistan og einn frá
Kólumbíu.
Mun forysta ASÍ eiga fund í dag
með Árna Magnússyni félagsmála-
ráðherra og sérfræðingum hans í
félagsmálaráðuneytinu vegna
starfsmanna- og kjaramála við
Kárahnjúkavirkjun. Halldór Grön-
vold, aðstoðarframkvæmdastjóri
ASÍ, vonast til þess að atvinnuleyf-
in verði ekki veitt fyrr en að lokn-
um fundinum með ráðherra. ASÍ
þurfi að fá tækifæri til að skýra út
sín sjónarmið.
Sótt um leyfi fyrir 160
starfsmenn til viðbótar
Samkvæmt upplýsingum frá
Impregilo hafa þessir 54 starfs-
menn fengið vegabréfsáritanir og
er komu þeirra til landsins að
vænta eftir tvær eða þrjár vikur.
Til viðbótar hefur ítalska verktaka-
fyrirtækið sótt um atvinnuleyfi fyr-
ir 152 Kínverja og átta einstaklinga
af öðru þjóðerni, utan evrópska
efnahagssvæðisins. Bíða þær um-
sóknir nú afgreiðslu yfirvalda hér á
landi. Gissur Pétursson segir að
fyrst verði látið reyna á hvaða við-
brögð starfsauglýsingar Impregilo
fái, ekki sé sjálfgefið að leyfi fáist
fyrir öllum umsóknum fyrirtækis-
ins. Viðbrögð við auglýsingum
fram að þessu hafi ekki verið mikil
og að auki sé mikil eftirspurn hér á
landi eftir iðnaðarmönnum, t.d. á
Austurlandi og suðvesturhorninu.
Að sögn Ómars R. Valdimarsson-
ar, talsmanns Impregilo, er brýn
þörf nú talin vera á um 150 manns
til viðbótar við þá um 1.000 sem
vinna við virkjunina, ekki síst
vegna táveggsins í Kárahnjúka-
stíflu sem af ýmsum ástæðum er
kominn fjóra mánuði á eftir áætl-
un. Flestir eiga þessir starfsmenn
að koma í stað þeirra portúgölsku
sem yfirgáfu landið fyrir jól og ætl-
uðu ekki að koma aftur í vetrarrík-
ið að Kárahnjúkum eftir áramót.
Af um 1.000 starfsmönnum við
virkjunina í dag koma um 400 frá
löndum utan evrópska efnahags-
svæðisins, og hafa því fengið dval-
ar- og atvinnuleyfi hér á landi.
Að sögn Ómars hafa eingöngu
10 nýjar umsóknir borist í kjölfar
starfsauglýsinga fyrirtækisins í
síðustu viku og símtöl frá áhuga-
sömum umsækjendum voru komin
á þriðja tuginn í gær. Ómar segir
starfsmannahald Impregilo eiga
von á fleiri umsóknum áður en
frestur rennur út 10. janúar næst-
komandi.
Í auglýsingatexta sem sendur
var á EURES-vefinn kemur m.a.
fram að umsækjendur þurfi að
hafa áhuga á að lifa og starfa við
„afskekktar og vindasamar heim-
skautaaðstæður“, „remote windy
arctic conditions“, eins og það er
orðað á frummálinu í textanum.
Spurður hvort þetta sé ekki frá-
hrindandi auglýsingatexti segir
Ómar enga launung á því að Kára-
hnjúkavirkjun geti á miðjum vetri
ekki talist aðlaðandi vinnustaður.
Impregilo vilji ekki ráða fólk á
fölskum forsendum og bendir Óm-
ar á að vetrarríkið hafi komið
mörgum portúgölskum starfs-
mönnum í opna skjöldu. Þessi texti
hafi því verið settur í auglýsinguna
af „biturri reynslu“.
Samráðsnefndin fyrrnefnda
mun koma öðru sinni saman í vik-
unni til að ræða deiluefnin við
Kárahnjúka. Á síðasta fundi lagði
fulltrúi ASÍ fram nokkrar spurn-
ingar til Vinnumálastofnunar sem
ekki hefur verið svarað. Að sögn
Gissurar verður þeim svarað í
tengslum við næsta fund en stofn-
unin sjái ekkert aðfinnsluvert við
sína málsmeðferð.
Fréttaskýring | Ráðningar á erlendum
virkjunarstarfsmönnum
Karpað um
Kárahnjúka
ASÍ vonast til að atvinnuleyfi verði ekki
veitt fyrr en eftir fund með ráðherra
Störf við Kárahnjúka freista ekki Íslendinga.
125 manns skráðir án
atvinnu á Austurlandi
Samkvæmt nýjustu skráningu
svæðismiðlana Vinnumálastofn-
unar voru 4.615 manns án at-
vinnu í gær, 2.480 konur og 2.135
karlar. Þar af voru atvinnulausir
2.946 á höfuðborgarsvæðinu og
125 á Austurlandi, þar af 84 kon-
ur og 41 karl. Hjá Svæðismiðlun
Austurlands eru 52 störf í boði,
flest á Reyðarfirði fyrir iðn-
menntaða og þjónustufólk. Í
gegnum svæðismiðlanir á öllu
landinu eru 142 störf laus.
bjb@mbl.is