Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 42
42 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 framan á hálsi, 8 logar, 9 brúkar, 10 eykta- mark, 11 verða óljósari, 13 mátturinn, 15 gljálausa, 18 rok, 21 útlim, 22 dökkt, 23 gufa, 24 ferðadóts. Lóðrétt | 2 andstaða, 3 ílát, 4 þekkja, 5 smá, 6 loð- skinn, 7 andvari, 12 veið- arfæri, 14 lengdareining, 15 tala, 16 fugl, 17 hindra, 18 karlfugl, 19 snákur, 20 mannvíg. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 eyrir, 4 eldur, 7 gæfur, 8 mátum, 9 und, 11 ansa, 13 maur, 14 ginna, 15 megn, 17 nagg, 20 gat, 22 terta, 23 játar, 24 reisa, 25 norpi. Lóðrétt | 1 eygja, 2 rófan, 3 rýru, 4 eymd, 5 dotta, 6 rímur, 10 nenna, 12 agn, 13 man, 15 mítur, 16 gerpi, 18 aftur, 19 gerði, 20 gata, 21 tjón.  Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sigurbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíu- málverk. Árbæjarsafn | Í hlutanna eðli – Stefnu- mót lista og minja. Gallerí Banananas | Úlfur Chaka – Geim- dúkka og Fönix reglan/spacedol™ and the phoenix rule. Opið eftir samkomulagi. Gallerí Dvergur | Sigga Björg Sigurð- ardóttir – Lappir, línudans og fórnarlamb í gulri peysu. Gallerí I8 | Finnur Arnar sýnir ýmis myndverk. Gerðuberg | Þetta vilja börnin sjá! – Myndskreytingar úr íslenskum barnabók- um sem gefnar hafa verið út á árinu. Sýndar eru myndir úr nær fjörutíu bókum eftir tuttugu og sjö myndskreyta. Gerðuberg | Ari Sigvaldason fréttamaður – mannlífsmyndir af götunni. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný ol- íumálverk í forkirkju Hallgrímskirkju. Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist- insson myndlistarmaður sýnir málverk og tússmyndir í Menningarsal. Kaffi Espresso | Guðrún Eggertsdóttir – skúlptúrar og myndir. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Þórður Ben Sveinsson – Borg náttúrunn- ar. Bjargey Ólafsdóttir – Ég missti næst- um vitið. Erró – Víðáttur. Brian Griffin – Einkasýning. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg Textílsýning. Kjarval í Kjarvalssal. Leiklist Borgarleikhúsið | Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson. Eggert Þorleifsson hlaut Grímuverðlaunin fyrir túlkun sína á aðal- hlutverkinu, en hann leikur Rósalind, fjör- gamla konu á elliheimili sem ræður því sem hún vill ráða. Stefán Jónsson leik- stýrir. Örfáar sýningar eftir. Héri Hérason eftir Coline Serreau er fyndin og fjörug sýning. Mamma hans Héra trúir því að bráðum muni allt batna: Pabbi fá kaup- hækkun, Héri hætta að tala um geimver- ur, börnin hennar snúa sér að öðru en hryðjuverkum. En alltaf má bæta við nýrri dýnu og nýjum diski á borðið þegar nýr gestur kemur. Fréttir Norræna upplýsingaskrifstofan | Dansk- ur lýðháskóli með áherslu á leiklist, dans og tónlist býður 6 íslenskum ungmennum 400 DKK afslátt á viku, á vorönn 2005. Heimasíða skólans er www.musikogtea- ter.dk þar sem umsóknareyðublað og all- ar upplýsingar er að finna. Nánari upplýs- ingar hjá Norrænu upplýsingaskrifstofunni. Sími 4601462. Málstofa Safnaðarheimili Neskirkju | Ian Breward prófessor í Melbourne-háskóla flytur fyr- irlestur um kirkjur í Eyjaálfu og nýleg átök í ensku biskupakirkjunni í safn- aðarheimili Neskirkju kl. 12.15. Léttar veit- ingar verða á boðstólum. Námskeið Skipulag og skjöl ehf. | Námskeiðið „Inn- gangur að skjalastjórnun“ verður haldið mið. 19. og fim. 20. jan. kl. 13–16.30. Í námskeiðinu, sem er öllum opið, er farið í grunnhugtök skjalastjórnunar; lífshlaup skjals, virk skjöl, óvirk skjöl, skjalaáætlun og skjalalykil. Uppl í síma 564-4688 og 695-6706 eða skipulag@vortex.is. Ráðstefnur Askja – Náttúrufræðihús HÍ | Ráðstefna um rannsóknir í líf- og heilbrigðisvís- indum verður haldin í tólfta sinn 4. og 5. janúar í Öskju, Háskóla Íslands. Kynntar verða rannsóknir með 135 erindum og ríf- lega 100 veggspjöldum. Viðfangsefnin sem kynnt verða eru frá grunnvísindum til heilsufarskannana. Nánar á www.- laeknabladid.is/fylgirit. Útivist Ferðafélagið Útivist | Útivistarræktin fer frá gömlu Toppstöðinni í Elliðaárdalnum kl. 18. Allir velkomnir ekkert þátttöku- gjald. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Skoðanir þínar á stjórn- og trúmálum eru svo sterkar, að þú ert þrasgirnin uppmáluð. Það er ekki vænlegt til árang- urs, enda ekki hægt að neyða fólk til þess að vera sammála manni. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þér er lagið að ná árangri í rannsóknum á nánast hvaða sviði sem er í dag. Geta þín til þess að kafa undir yfirborðið og komast að sannleikanum er einstök. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Forðastu rifrildi við maka og nána vini í dag. Einhver reynir að breyta þér eða „bæta“ þig. Það er auðvitað ekkert ann- að en afskiptasemi. Þú þarft ekki að taka mark á þessu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú ert staðráðinn í því að fá vilja þínum framgengt í vinnunni í dag. Bíddu hæg- ur, krabbi góður. Maður veiðir fleiri flugur með hunangi en súrmeti. Mundu það. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú freistast til þess að ná yfirhöndinni í valdatafli við börn eða ungt fólk. Þig langar til þess að leiða þau í allan sann- leik um tiltekið efni. Ekki beita offorsi, slakaðu frekar á. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ekki pína fjölskyldumeðlimi til þess að vera þér sammála eða lúta vilja þínum. Sýndu mildi og mýkt og gakktu úr skugga um hvað aðrir vilja. Best er að báðir aðilar séu sáttir. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú nærð góðum árangri við að selja, kenna, markaðssetja eða sannfæra aðra í dag. Orð þín eru hnitmiðuð og markviss og hitta beint í mark. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Hugsanlegt er að þú verðir með hug- mynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Kannski iðar þú í skinn- inu eftir að kaupa ótilgreindan hlut. Taktu þér tak. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Gættu þess að vera ekki of yfirþyrmandi eða áhugasamur um eitthvað sem þig langar til þess að gera í dag. Kældu þig aðeins niður. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Geta þín til þess að þefa uppi vandamál er með mesta móti í dag. Ekki hika við að sinna rannsóknum eða leita nýrra lausna við vandamálum. Þú ert óstöðv- andi. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Skoðanir þínar eru sterkar núna og þrjóskan er ekki langt undan. (Þú skil- ur.) Ekki reyna að sannfæra vini þína um eitthvað í dag og sýndu varfærni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Valdatafl við yfirboðara er líklegra en ekki í dag. Reyndu að forðast slík átök ef mögulegt er. Reiðköst eru bara nið- urdrepandi, líka fyrir þig. Sýndu þol- inmæði. Stjörnuspá Frances Drake Steingeit Afmælisbarn dagsins: Þú hefur þankagang menntamannsins og kannt að leggja á ráðin og gera áætlanir fyrir framtíðina. Fyrir vikið áttu auðvelt með að leysa vandamál. Þér er lagið að ná tökum á tæknilegum aðferðum og fólk lærir fljótt að reiða sig á aðstoð þína. HINIR árlegu nýárstónleikar Tríós Reykja- víkur, ásamt söngvurunum Sigrúnu Hjálm- týsdóttur og Bergþóri Pálssyni, verða end- urteknir í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar í kvöld kl. 20. Eins og á fyrri tónleikunum munu fimm- menningarnir fara með tónleikagestum víða um Evrópu og vestur um haf til Banda- ríkjanna. Þar verða ungverskir og spánskir dansar á ferð, tónlist frá Vín eftir Strauss og Lehar ásamt aríum úr Brúðkaupi Fig- aros og Töfraflautunni eftir Mozart. Syrpur úr vinsælum söngleikjum koma einnig við sögu og má þar t.d. nefna South Pacific og Fiðlarann á þakinu. Að sögn meðlima tríós- ins er tónleikunum umfram allt ætlað að koma öllum í létt og gott skap og vera þannig gott veganesti í upphafi nýs árs. Morgunblaðið/Kristinn Nýárstónleikar aftur í Hafnarborg Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is ÞRÁTT fyrir að jóla- bókaflóðið sé í rénun, láta íslensk skáld hvergi deigan síga við að halda uppi fána bókmennta og lista hér á landi og blása til tuttugasta og sjötta Skálda- spírukvöldsins á Kaffi Reykjavík í kvöld kl. 21. Þetta er fyrsta skáldaspírukvöld árs- ins, en sterk hefð hefur myndast fyrir þessum bókmennta- kvöldum. Skáldin sem lesa upp úr bókum sínum í kvöld eru Sigfús Bjartmarsson, Þóra Ingimarsdóttir, Úlfar Þormóðsson, Sindri Freysson og Jökull Valsson, sem öll lesa úr nýútkomnum bók- um, en einnig les Guðrún Heiður Ísaks- dóttir úr óbirtum verkum sínum. Skáldin spíra á nýju ári Jökull ValssonSindri Freysson 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 d5 5. cxd5 Rxd5 6. e4 Rb6 7. Re2 c5 8. d5 e6 9. Rbc3 0–0 10. 0–0 Ra6 11. Rf4 exd5 12. exd5 Rc4 13. He1 Rd6 14. Re4 c4 15. Rxd6 Dxd6 16. De2 Bf5 17. g4 Bd7 18. Dxc4 Staðan kom upp á mjög öflugu lokuðu skákmóti sem lauk um áramótin í Pamplona á Spáni. Emil Sutovsky (2.697) hafði svart gegn gamla brýninu Rafael Vaganjan (2.640) og refsaði hon- um fyrir græðgi sína í c4 peðið. 18. … Hac8! 19. Db3 drottningin gat ekki valdað riddarann á f4 áfram þar sem 19. De4 yrði svarað með 19. … Hfe8. 19. … Hxc1! 20. Haxc1 Dxf4 21. Dxb7 Rb4 22. Dc7 Dxg4 23. Dc4 Dxc4 24. Hxc4 Rd3 25. He7 Bb5 svartur hefur nú tvo létta menn fyrir hrók og dugði það til sigurs þó að Armeninn snjalli hafi barist um á hæl og hnakka. 26. Hc2 Rf4 27. Bf1 Bxf1 28. Kxf1 Hd8 29. Hd2 a5 30. d6 Bf8 31. a4 Hxd6 32. Hxd6 Bxe7 33. Hd4 g5 34. Ke1 Bf6 35. Hc4 Bxb2 36. Kd1 Ba3 37. Hc8+ Kg7 38. Kc2 Rd5 39. Kb3 Bb4 40. Hd8 Rf6 41. Hb8 Bc5 42. f3 h5 43. Hb7 g4 44. fxg4 hxg4 45. Hc7 Bb4 46. Hb7 Rd5 47. Hb5 Re3 48. Hxb4 axb4 49. Kxb4 Rd5+ 50. Kc5 Re7 og hvítur gafst upp. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Boris Gelfand (2.693) 5½ vinning af 7 mögulegum. 2. Sergey Karjakin (2.576) 4½ v. 3. Lazaro Bruzon (2.637) 4 v. 4. Oscar De la Riva (2.528) 3½ v. 5.–7. Shakhriyar Memedyarov (2.660), Arkadij Naiditsch (2.611) og Emil Sutovsky (2.697) 3 v. 8. Rafael Vaganjan (2.640) 1½ v. SKÁK Svartur á leik. Helgi Áss Grétarsson 60 ÁRA afmæli. Í dag, 4. janúar,er sextugur Gunnar Þórðar- son. Sambýliskona hans er Toby Sig- rún Herman. Þau dveljast í faðmi fjöl- skyldunnar á afmælisdaginn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Brúðkaup | Gefin voru saman 19. júní 2004 í Fríkirkjunni í Reykjavík af sr. Hirti Magna Jóhannssyni þau Linda B. Stefánsdóttir og Guðmundur S. Ragn- arsson. Skugginn/Barbara Birgis Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.