Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 23 MINNSTAÐUR Opnum á morgun miðvikudaginn 5. janúar með MAGNAÐRI ÚTSÖLU Fyrstir koma fyrstir fá! Persónuleg þjónusta og rólegt umhverfi Hverafold 1-3 • Foldatorg Grafarvogi • Sími 577 4949 SUÐURNES KANNAÐIR verða kostir þess að breyta nafni Hitaveitu Suðurnesja hf. eða einfalda það. Ástæðan er sú að markaðssvæði fyrirtækisins hefur breyst mjög með sameiningu og kaupum á veitum í öðrum landshlut- um og sölu á rafmagni víða um land. Hugmyndir eru uppi um að gera HS hf. að aðalheiti fyrirtækisins. Hitaveita Suðurnesja minnist um þessar mundir þrjátíu ára afmælis síns. Stofnun fyrirtækisins hefur ver- ið miðuð við 31. desember 1974 þegar lög um fyrirtækið voru staðfest á rík- isráðsfundi. Fyrirtækið einbeitti sér í upphafi að því að virkja orkuna í Svartsengi og leggja hitaveitu til þéttbýlisstaðanna á Suðurnesjum. Síðar var hafin rafmagnsframleiðsla í Svartsengi og fyrirtækið tók við raf- orkudreifingu á Suðurnesjum. Fé- lagið hefur sameinast Rafveitu Hafn- arfjarðar og Bæjarveitum Vest- mannaeyja og keypt rafveituhluta Selfossveitna í Sveitarfélaginu Ár- borg og vatnsveitur á Suðurnesjum. Þá hefur Hitaveita Suðurnesja samið um orkusölu til stækkunar álvers Norðuráls á Grundartanga og er að byggja 100 MW orkuver á Reykja- nesi í þeim tilgangi. Loks hefur fyr- irtækið samið um sölu rafmagns til Orkuveitu Húsavíkur. 8 milljónir til félaga Í tilefni af afmælinu samþykkti stjórn fyrirtækisins á síðasta stjórn- arfundi að færa sautján félögum og stofnunum á starfssvæði félagsins peningagjafir til tækjakaupa eða til styrktar starfsemi þeirra, samtals átta milljónir kr. Styrkir til heil- brigðisstofnana, líknarfélaga og björgunarsveita á Suðurnesjum voru afhentir við sérstaka athöfn sem fram fór að loknum stjórnarfundi 30. desember. Þar var ein milljón veitt Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, 750 þúsund Dvalarheimili aldraðra á Suðurnesjum og sama fjárhæð Hæf- ingarstöðinni í Keflavík og Þroska- hjálp á Suðurnesjum. Þá voru tæp- lega tvær milljónir samtals veittar fimm björgunarsveitum á Suðurnesj- um. Á næstunni verða afhentir styrkir til félaga og stofnana annars staðar á veitusvæðinu. St. Jósefsspítali í Hafnarfirði, Dagvistun minnissjúkra og Björgunarsveit Hafnarfjarðar fá 500 þúsund hver aðili. Björgunar- félag Vestmannaeyja fær afhentar 450 þúsund krónur og Skákfélag Vestmannaeyja 300 þúsund. Þá fá þrjár björgunarsveitir í Sveitarfé- laginu Árborg afhentar samtals 550 þúsund kr. Stjórnin ákvað jafnframt af þessu tilefni að veita öllum starfsmönnum í föstu starfi sérstakan afmæliskaup- auka, að upphæð 50 þúsund kr. Fram kom í ávarpi Ellerts Eiríks- sonar, formanns stjórnar Hitaveitu Suðurnesja, þegar styrkirnir á Suð- urnesjum voru afhentir að stjórnin hefði ákveðið að færa öllum grunn- skólabörnum á veitusvæði fyrirtæk- isins, um níu þúsund börnum, merkta gjöf frá fyrirtækinu auk þess sem op- ið hús verður í öllum starfsstöðvum á fyrri hluta þessa árs. Ákveðið hefur verið að hefja mark- vissa vinnu starfshóps innan fyrir- tækisins til að vinna að sköpun ímyndar í nýju starfsumhverfi. Þá verður leitað til sérfræðinga um kosti þess að breyta nafni fyrirtækisins eða einfalda það í ljósi breyttra að- stæðna. Ellert segir að Hitaveita Suðurnesja sé komin með starfsemi víða um land og hafi komið til tals innan fyrirtækisins hvort rétt sé að breyta nafni þess. Hann segir að nú séu menn þó einkum að velta fyrir sér að einfalda nafnið með því að gera skammstöfunina HS hf. að aðal- heiti þess. Hitaveita Suðurnesja afhendir styrki í tilefni afmælis Kanna kosti þess að breyta um nafn Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Styrkir Stjórnarformaður og forstjóri Hitaveitu Suðurnesja ásamt fulltrú- um líknarfélaga og stofnana á Suðurnesjum sem þáðu styrki fyrirtækisins. AUSTURLAND Múlasýslur| Múlaþing 2004 er komið út og er þetta 31. útgáfuár ritsins, sem selt er í áskrift. Ritstjóri er Arndís Þorvaldsdóttir. Meðal efnis að þessu sinni má telja ferðasögu frá fimmta áratugnum, þar sem Guðríður Guðmunds- dóttir prestsfrú á Skeggjastöðum segir frá ferð sinni frá Hrafnabjörgum í Hjaltastaðarþinghá norður í Skeggjastaði, „sem farin var má segja akandi, gangandi, ró- andi, ríðandi,“ sagði Arndís í samtali við Morgunblaðið. „Þá er í Múlaþingi bréf sem Gunnlaugur Eiríksson frá Setbergi skrifaði Stefáni systursyni sínum í Bót, þar sem hann lýsir búskap frá aldamótum fram til 1920. Stefán Aðalsteinsson skrifar um ör- nefni í Hrafnkelssögu, Helgi Hallgrímsson um skriðuföll í Fljótsdal, Sigurður Kristinsson um fólk frá bæjunum Hlíðarseli og Refsmýri í Fellum og rekur sögu þess í gegnum 300 ár. Þá má geta grein- ar Halldórs Walters Stefánssonar um atferli grá- gæsa á Héraði, skrifa Björns Jónssonar frá Geita- vík um gömul mið; fiskislóðir á Borgarfirði eystra, frásagnar Skúla Guðmundssonar af Peninga-Bergi og ritgerðar Sveinbjargar Sveinbjörnsdóttur um Svein Einarsson, hleðslumeistara frá Hrjót.“ Greinar eftir leika og lærða Arndís segir Múlaþing dæmigert byggðasögurit. „Þar er haldið til haga fjölbreyttum fróðleik og ritið er vettvangur fyrir fólk til að skrifa og koma sínu á framfæri, hvort sem um er að ræða fræðimenn eða alþýðumenn. Sem betur fer skrifa menn nú ennþá, en konur mættu vera duglegri. Í seinni tíð hafa komið náttúrufræðiþættir í Múlaþingi og er kaflinn um grágæsina því ákveð- ið nýmæli í ritinu. Þátturinn um fiskislóðirnar í Borgarfirði er mjög merkur og Múlaþingi væri mikil þægð í því að menn sem luma á slíku efni kæmu því á framfæri. Þetta eru eins og hver önn- ur örnefni sem gleymast ef þeim er ekki haldið til haga,“ segir Arndís. Útgefandi Múlaþings er Héraðsnefnd Múla- sýslna og upplag ritsins 800 eintök. Kápuna prýð- ir olíumálverk af Barðsnesi við Norðfjörð eftir Hildi B. Halldórsdóttur, ljósmóður í Neskaup- stað. Merkur þáttur um fiskislóðir meðal efnis Múlaþing gefið út óslitið í 31 ár Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Arndís Þorvaldsdóttir, ritstjóri Múlaþings. Tíu lið kepptu | Firmakeppni Hótels Bjargs og Leiknis í innanhússknattspyrnu var haldin á Fáskrúðsfirði 30. desember sl. Þetta er í áttunda sinn sem keppnin er hald- in. Tíu lið, frá Fáskrúðsfirði, Stöðvarfirði, Egilsstöðum og Reyðarfirði mættu til keppni og er þetta svipaður fjöldi og und- anfarin ár. Lið salthúss og frystihúss Loðnuvinnslunnar stóð uppi sem sigurveg- ari, lið BYKO lenti í 2. sæti og jöfn í 3.–4. sæti voru Bræðslan og Mikkarar. Sigurveg- ararnir fengu að launum pítsuveislu á Hótel Bjargi og farandgrip mikinn til varðveislu, sem Loðnuvinnslan gaf á sínum tíma. Á síð- astliðnu ári hafði þessi gripur verið í hönd- um fiskimjölsverksmiðju Loðnuvinnslunn- ar. Að þessu sinni voru leikmenn sigurliðsins allir af erlendu bergi brotnir; Ifet, Samir, Kenan og Adnan frá Bosníu, Rimantas frá Litháen og Andrzej frá Pól- landi. Frá þessu greinir á vefnum austur- byggd.is. Myndlist | Sigrún Björgvinsdóttir sýnir um þessar mundir 30 myndverk úr ullar- flóka í Flugstöðinni á Egilsstöðum. Verkin eru unnin á sl. fjórum árum og eru öll inn- römmuð í handsmíðaða lerkiramma. Verkin eru öll til sölu og stendur sýningin fram yfir áramót. Egilsstaðir | Glitský yfir Egilsstöðum á nýju ári. Þessar undursamlegu skýjamyndir eru algengar á Austurlandi og við hæfi að bródera upphaf nýs árs með einu slíku. Ljósmynd/Ólöf Birna Blöndal Litróf í himinglugga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.