Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 20
ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2005 Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977, sbr. auglýsingu nr. 673 frá 12. september 2000 um staðfestingu á breytingu á skipulagsskrá fyrir Þjóðhátíðarsjóð, er tilgangur sjóðsins „að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf.“ Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau. Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2005. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Nálgast má umsóknareyðublöð á veffanginu www.sedlabanki.is Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðstjórnar, Sigfús Gauti Þórðarson, í síma 569 9600. Reykjavík, 29. desember 2004 ÞJÓÐHÁT ÍÐARS JÓÐUR Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Margir góðir gestir hafa stigið á svið gamla Samkomuhússins undir brekkunni í gegn- um tíðina. Fjöldi þeirra eftirminnilegur en ég efast um að annar eins senuþjófur og Ólafur Egill Egilsson hafi birst þar lengi. Fagín Ólafs Egils í nýfrumsýndum söng- leiknum Óliver! er alveg frábær.    Áramótaskaupið sást vel í Eyjafirði. Mér heyrist ýmsir sammála mér um það að Al- freð Þorsteinsson hafi verið bestur; sniðugt að fá fólk til að koma fram í eigin persónu(!) Davíð og Bjarni Fel voru líka góðir.    Á heimasíðu Akureyrar er greint frá því að inflúensa hafi stungið sér niður í bænum. Helstu einkenni eru, skv. fréttinni: hár hiti sem byrjar skyndilega, höfuðverkur og beinverkir, hósti, hæsi, sviði í augum, nef- rennsli og hálssærindi, og kviðverkir og uppköst sem geta komið fyrir hjá börnum. Mér skilst að flensan hafi stungið sér víða niður á nýársdag en verið á bak og burt strax daginn eftir, jafnvel síðar sama dag. Börn sluppu þó í þetta sinn, skilst mér.    Nútímabarnið veit líklega ekki hvað það þýðir að draga til stekks og nafnið Stekkja- staur hefur jafnvel enga merkingu. Ég heyrði af sveini, sem gefið var nýtt nafn, en sá færði ungri Akureyrarmær síma í jóla- gjöf að þessu sinni. Og heitir nú sem sagt Símastaur! Býsna sniðugt. Eða hvað? Þeg- ar pabbinn ætlaði að vera fyndinn og frum- flutti nafnið skildi unga kynslóðin auðvitað ekki neitt í neinu. Símastaurar, sem voru út um allt í ungdæmi föðurins, eru hvergi sjá- anlegir lengur. Nú eru allir hugsanlegir kaplar lagðir í jörðu … Nei, það er kannski úrelt líka. Allt orðið stafrænt, flutt einhvern veginn í gegnum eilífðina og gervihnött.    Einn af föstu punktunum í tilverunni í upp- hafi nýs árs á Akureyri er þrettándagleði íþróttafélagsins Þórs 6. janúar. Að þessu sinni kemur Birgitta Haukdal fram, ásamt álfakóngi, drottningu hans, tröllum og púk- um. Annar atburður, sem sannarlega er til- hlökkunarefni, er afmælisleikur KA á laug- ardaginn, 8. janúar – félagið var stofnað þann dag 1928 – en þá mætast núverandi úrvalsdeildarlið félagsins í handbolta og fyrstu bikarmeistarar KA frá 1995. Leik- urinn verður í KA-heimilinu kl. 15. Í gamla liðinu verða m.a. Alfreð Gíslason, Valdimar Grímsson og Sigmar Þröstur Óskarsson og heyrst hefur að Róbert Julian Duranona mæti til leiks. Úr bæjarlífinu AKUREYRI EFTIR SKAPTA HALLGRÍMSSON BLAÐAMANN Notkun á vefBændasamtak-anna, bondi.is, jókst verulega á nýliðnu ári miðað við árið á undan, eða um 32%. Notendur eru að jafnaði á bilinu 300–500 á dag en flestir heimsóttu vefinn hinn 30. ágúst sl. þegar 830 einstaklingar fóru þar inn. Ástæðan var sú að þann dag voru settar inn upplýsingar um fjár- og stóðréttir sem vöktu áhuga annarra vefmiðla sem beindu gestum inn á vef Bændasamtakanna. Fæstir rápa um Netið á nýársdag en þó voru 116 notendur sem fögnuðu nýju ári með bondi.is segir í frétt á vefnum. Fleiri skoða bændavefinn Við reynum að leggja eitthvað af mörkum til sam-félagsins sem stendur á bak við okkur,“ sagðiSkúli Skúlason starfsmannastjóri Samkaupa sem afhenti félaginu Stróki á Suðurlandi 250 þúsund króna styrk. Hann sagði þýðingarmikið starf unnið í fé- laginu þó hljótt færi. „Allt sem gert er til að færa birtu í hjörtu fólks er af hinu góða, sagði Skúli. Sigríður Jensdóttir, hjá Stróki, tók við styrknum og þakkaði hlýhug í garð félagsins og sagði hann gefa kraft til að halda áfram við að koma starfinu á legg. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Styrkja starfsemi Stróks Friðrik Stein-grímsson í Mý-vatnssveit orti yf- ir bridsspilunum kvöldið fyrir gamlárskvöld: Þó að heit ég eitt og eitt um áramótin strengi endast þau nú yfirleitt ekkert voða lengi. Nýtt ár er gengið í garð og Jón Ingvar Jóns- son strax farinn að yrkja af kappi: Gengur ár í garð hjá mér glæstra nýrra vona. Fyrsta vísa ársins er einfaldlega svona. Áramótabrennum var víðast hvar aflýst vegna veðurútlits, en Hjálmar Freysteinsson tók eftir fréttum sem sýndu að það var ekki algilt: Gáfumenn í Grindavík eru gjarnan með á nótunum, sú forsjálni er fáu lík að flýta áramótunum. Um áramót pebl@mbl.is Akureyri | „Þetta er neyslufylleríið í hnotskurn,“ sagði Guðjón Eiríksson og sveiflaði svörtum rusla- pokum lipurlega upp í bíl sinn, en hann ekur einum af sorpbílum bæjarins. Karlarnir í ruslinu voru komnir af stað í býtið í gærmorgun að losa íbúana við áramótaúrganginn, en líkt og í liðinni viku, eftir jólin, voru ruslapokarnir við hvert heimili nokkru fleiri en vant er. „Þetta voru 76 tonn í Glerárhverfi í síðustu viku og mér sýnist stefna í að það verði svip- að magn í þessari viku,“ sagði Guðjón. Morgunblaðið/Kristján Mun meira rusl eftir hátíðarnar Neyslufyllerí Blönduós | Stjórn Húnakaupa hf. á Blönduósi hefur tekið tilboði Samkaupa hf. í rekstur dagvöruverslana félagsins á Blönduósi og Skagaströnd. Þá er einnig gert ráð fyrir a rekstur Skálans á Blöndu- ósi verði í höndum Samkaupa hf. Markmið Samkaupa hf. með þessum kaupum er að því er fram kemur í frétta- tilkynningu að styrkja framtíð verslunar- reksturs með matvöru í Húnaþingi. Sam- kaup hf. taka við rekstrinum 1. febrúar nk. og mun starfsfólk verslana Húnakaupa hf. starfa hjá Samkaupum hf. Húnakaup hf. voru stofnuð upp úr Kaup- félagi Húnvetninga. Samkaup reka fjölda matvöruverslana um land allt. Félagið var upphaflega stofnað um verslunarrekstur Kaupfélags Suðurnesja en tók síðar við verslunarrekstri KEA við Eyjafjörð og ýmissa kaupfélaga, t.d. á Austurlandi og í Borgarnesi. Auk matvöruverslunarinnar á Blönduósi ráku Húnakaup hf. bygginga- og búvöruverslun en hún var nýlega seld Krák ehf., félagi Lárusar B. Jónssonar á Blönduósi. Nýr eigandi tók við um áramót og starfsmenn halda áfram störfum. Samkaup yfirtaka rekstur Húnakaupa Ísafjörður| Heilbrigðisstofnunin í Ísafjarð- arbæ hefur hætt við þau áform að innheimta gjald fyrir þvott á fötum vistmanna á öldr- unardeild stofnunarinnar. Sú gjaldtaka var ákveðin fyrir skömmu og átti að innheimta 5.500 krónur á mánuði. Þessi ákvörðun vakti töluverða óánægju en meðal þeirra sem gagnrýndu gjaldtökuna var Jón Fanndal Þórðarson formaður félags aldraðra á Ísa- firði. Ákvörðun um þessa gjaldtöku var tek- in eftir að þvottahús stofnunarinnar var lagt niður í sumar. Í frétt á vef Heilbrigðisstofn- unarinnar á gamlársdag var tilkynnt um ákvörðunina. Þar segir að stofnunin hafi ákveðið að falla frá áformum um innheimtu gjalds fyrir þvott á einkafatnaði vistmanna öldrunarlækningadeildar um ótilgreindan tíma eins og segir í fréttinni. Þar kemur fram að samkvæmt reglugerð um öldrunar- stofnanir sé ekki skylt að kosta persónulega muni og því telji stofnunin sér ekki skylt að standa straum af kostnaði við þvott. Hins vegar hefði verið ákveðið að stofnunin muni áfram kosta þvott á persónulegum flíkum vistmanna. Hætt við gjaldtöku fyrir þvott ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.