Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. EITURLYFJABÖLVALDURINN Harkan í undirheimum Reykja-víkur færist í aukana. Fram-boð á sterkum eiturlyfjum eykst og eiturlyfjasalarnir eru engin blómabörn. Fyrir jólin kom út bók eft- ir Guðmund Sesar Magnússon, sem einn og óstuddur bauð eiturlyfjaklíku birginn til að frelsa dóttur sína úr klóm hennar. Í byrjun nóvember birt- ist viðtal við Guðmund Sesar um bók- ina: „Guðmundur óttast að bók sín kunni að hafa einhver eftirmál. „Við erum hrædd hjónin en ég ætla enn að treysta á kerfið. Ef ég verð laminn til óbóta eða drepinn hljóta menn að átta sig á því að það er raunveruleg ógn þarna úti í samfélaginu. Það hefði ver- ið ávísun á að vera drepinn hefði ég notað rétt nöfn í bókinni. Réttu nöfnin eru hins vegar í umslagi hjá lögfræð- ingnum mínum og þau verða gerð op- inber ef eitthvað kemur fyrir mig. Ég hef hugleitt það að grípa til örþrifa- ráða og ráða sjálfur niðurlögum eitur- lyfjahyskisins með skotvopnum. Ég veit að ég gæti það, en um leið og ég gerði það þá væri ég ekkert skárri en þessir karlar og það vil ég ekki vera. Ég er bara gutti úti í bæ sem vill kom- ast af og eiga sitt líf. Það er búið að taka það að miklu leyti frá mér og ég verð að sætta mig við það að fjárhags- staða mín er í molum. Núna snýst allt um það að hjálpa dætrunum að klára sitt nám og þreyja þorrann,“ segir Guðmundur.“ Ólafur Ragnar Grímsson forseti gerði bækur, sem komu út fyrir jól og „flytja örlagasögur æskufólks sem lent hefur í klóm eiturlyfja, hrökklast um stræti eymdar og ótta“, að umtalsefni í ræðu sinni um áramótin: „Vitnisburð- ur um napran og ógnvekjandi veru- leika birtist okkur í þessum bókum og einnig iðulega í blöðum og fjölmiðlum, í fréttum af starfi lögreglunnar og dómstólanna, í lýsingum á auknu of- beldi og fólskuverkum. Hér er mikið verk að vinna; að efna í sameiningu til átaks sem hrindir þessum vágesti af höndum okkar, lýsir upp skuggaheim og hreinsar þar til svo um munar. Við eigum öll hagsmuna að gæta því reynslan sýnir að enginn veit hver er næstur, að börn og unglingar frá ólík- um heimilum eru í hópi fórnarlamba, að eftir andartak getur víglínan legið um okkar eigin garð. Við hjónin höfum ákveðið að leggja okkar af mörkum, að bjóða fram lið- sinni í baráttunni við þennan vágest, að taka höndum saman við alla sem nú vilja leggjast á árar, efna til samræðna við unga fólkið sem orðið hefur fyrir grimmri reynslu, ættingja þeirra, vini og aðstandendur, laða fram lærdóma allra sem ábyrgð bera. Við erum líka reiðubúin að leita í smiðju til fólks í öðrum löndum og fá til samráðs ýmsa sem árangri hafa náð á sínum heimaslóðum, leggja þannig í sjóð ábendingar og góð ráð frá þeim sem fyrr hafa staðið í sömu sporum og Íslendingar eru nú. Við þurfum að gæta þess vel að bægja illum öflum frá okkar ranni, koma í veg fyrir að erlendir glæpa- hringir skjóti hér rótum. Það gefast því miður engar einfaldar lausnir, engar greiðar götur að fulln- aðarsigri, en við eigum öll erindi í hið nýja varnarlið sem nú þarf að mynda, varnarlið um friðsæld og öryggi hins íslenska veruleika. Í húfi er velferð barna okkar, framtíð þeirra, heill og heilsa; og hvatningin í því fólgin að geta fært þeim sömu gæfu og við nut- um ung.“ Hættumerkin er að finna um allt land og þróunin er hröð. Hvað eftir annað birtast fréttir um að smyglarar hafi verið gripnir með hauga af eit- urlyfjum, sem virðast aðeins vera brot af því, sem flæðir yfir landið. Neyslan eykst og færist niður í grunnskólana. Eiturlyf kunna að vera spennandi í upphafi, en þegar fíknin hefur tekið völdin blasir napur veru- leiki við þrælum eitursins og margir ná aldrei að slíta sig lausa. Frásögn Freys Njarðarsonar í bókinni Eftirmál, sem kom út fyrir jólin, er hrollvekjandi vitnisburður um veröld fíknarinnar. Oft er þó eins og við fljótum áfram sofandi í íslensku þjóðfélagi og egnum jafnvel gildrur fyrir þá, sem síst skyldi. Á síðasta degi liðins árs birtist frétt í Morgunblaðinu um samspil eiturlyfjaneyslu og spilafíknar. Þar kom fram að samkvæmt samantekt fé- lagsþjónustunnar um fjölda spilafíkla og meðferðarúrræði eiga þrír af hverj- um fjórum drengjum og ein af hverjum fjórum stúlkum, sem sótt hafa vímu- efnameðferð hjá Götusmiðjunni, við spilafíkn að stríða. Í fréttinni sagði einnig að í viðtölum við Götusmiðjuna kæmi fram að algengt væri að krakk- arnir, sem ættu við spilafíkn að stríða, hefðu stundað spilakassa áður en þau fóru í neyslu vímuefna. Happdrætti Háskóla Íslands annars vegar og Rauði krossinn, Slysavarnafélagið Landsbjörg og SÁÁ undir merkjum Ís- landsspils hins vegar reka spilakassa og hafa varið rekstur þeirra, en fyrsta skrefið í þeirri baráttu, sem forsetinn boðaði í ávarpi sínu, ætti að vera end- urskoðun spilavítanna, sem rekin eru í þökk yfirvalda út um allt land. En það þarf einnig að huga að heild- inni. Eftirspurnin eftir eiturlyfjum er hluti af stærra þjóðfélagsmeini, sem grefur um sig í einstaklingnum löngu áður en eiturlyfin koma til sögunnar. Þá er ekki hægt að líða það að örfáir einstaklingar geti haldið fíklum og að- standendum þeirra í ógnargreipum með árásum og barsmíðum án þess að laganna verðir fái rönd við reist. Þessa óöld verður að stöðva áður en ástandið versnar. H alldór Ásgrímsson for- sætisráðherra varð við beiðni sænskra stjórn- valda, sem barst síð- degis í gær, um frek- ari aðstoð við að koma slösuðum Svíum frá hamfarasvæðunum í Asíu. Flugvél Loftleiða Icelandic er vænt- anleg til Stokkhólms frá Taílandi í kvöld með 58 slasaða og sjúka Svía. Hún mun halda aftur til Taílands á morgun, án viðkomu hér á landi. Sem næst sami hópur sérfræðinga, það er lækna, hjúkrunarfræðinga, björgunarsveitarfólks og fleiri, mun aðstoða sjúka og slasaða í seinni ferðinni. Flugvélin, sem er af gerðinni Boeing 757-200, átti að leggja af stað í fyrsta sjúkraflugið frá Bangkok kl. 12.00 á hádegi í dag að taílenskum tíma, eða klukkan 5.00 í morgun að íslenskum tíma. Í gær var reiknað með að fyrstu sjúklingarnir kæmu um borð í flugvélina þremur tímum fyrir brottför. Alls 58 farþegar Að sögn Friðriks Sigurbergssonar, sem er leiðangursstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss auk Guðbjargar Pálsdóttur hjúkrunarfræðings, áttu átján legusjúklingar og fjörutíu sjúklingar og ættingjar þeirra, sem gátu setið uppi, að fá far með flug- vélinni eða alls 58 farþegar. Talið var að einn til tveir sjúklingar væru svo alvarlega veikir að þeir þörfn- uðust gjörgæslumeðferðar. Sjúkling- arnir eru margir alvarlega slasaðir, með beinbrot, sýkingar, sár og drep. Einnig er eitthvað um hryggjarskaða og iðrasýkingar. Andlegt ástand slasaðra og að- standenda er mjög slæmt og sér- stök áhersla lögð á að sinna þeim þætti vel. Íslenska flugvélin kom til Bankok í gær kl. 13.20 að staðartíma (6.20 að íslenskum tíma). Sex læknar og tólf hjúkrunarfræðingar frá LSH fóru héðan með flugvélinni en með í för voru einnig fulltrúi forsæt- isráðuneytisins, fulltrúi almanna- varnadeildar ríkislögreglustjóra, tveir fulltrúar frá Slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins og þrír frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg. „Nú tekur við sá tími þar sem endanlega verður gengið frá því hvaða sjúklingar það eru sem fara með vélinni,“ sagði Steingrímur Ólafsson, upplýsingafulltrúi forsæt- isráðuneytisins, sem fór með flug- vélinni til Taílands, í samtali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is, í gær. Mikil undirbúningsvinna Í gær var unnið nánar að und- irbúningi ferðarinnar til Svíþjóðar. „Það tekur talsverðan tíma að und- irbúa flugvélina fyrir komu farþeg- anna. Það þarf að ganga frá mjög miklu, raða upp lyfjabirgðum, koma rúmunum fyrir og skipuleggja í raun og veru uppsetningu flugvél- arinnar. Læknarnir og hjúkr- unarfræðingarnir eru í þeirri vinnu,“ sagði Steingrímur. Þá var Líkkistur berast í hundraðatali til greiningarstöðva þar sem kennsl eru borin á látna. Íslensk flugvél fer t Andlitsmyndir af lík L angtímaáhrif þess að lenda í hörm- ungum á borð við þær sem dundu yfir í strandhéruðum víða í Asíu annan dag jóla geta verið skelfi- leg, og ef fólk nær ekki að vinna úr tilfinningum sínum getur það endað með geð- ræn vandamál vegna áfallsins. Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræð- ingur og sjálfboðaliði Rauða kross Íslands, sem stödd er á Súmötru, segir þó erfitt að meta langtímaáhrifin vegna flóðbylgjunnar á þessari stundu. „Ef fólki er ekki hjálpað út úr svona, ef það festist í áhrifunum af þessu og nær ekki að vinna úr þessum tilfinningum sínum, þá getur fólk fengið alvarleg geðræn vandamál. Þetta eru heilu samfélögin sem eru í rúst, en það er erfitt að segja til um hvernig fer því maður veit ekki hvaða úrræði eru og verða fyrir hendi, hvort fólk hefur trú, og hvernig fólk hjálpar hvað öðru.“ Guðbjörg sætir nú færis á því að komast til Banda Aceh-borgar, en segir það ganga erf- iðlega. Flytja þarf fólk þangað með þyrlum, og segir hún að hingað til hafi fólk sem vinnur að vatnsmálum haft forgang í þær ferðir, þó að hún vonist til að komast þangað á næstu dög- um. Lík undir leðjunni Björgunarlið komst í fyrrakvöld í fyrsta skipti til borgarinnar Meulabouch á Súmötru og segir Guðbjörg að björgunarmenn segi sög- ur af mikilli eyðileggingu. „Þeir segja að við fyrstu sýn virðist þetta vera allt í lagi, en þegar maður sé kominn svona 3 km frá ströndinni þá sé ekkert uppistandandi þar sem áður var byggð niður að strönd. Þar sé ekkert annað en leðja, eins og allt hafi verið jafnað við jörðu og svo komið þessi leðja yfir allt, og undir þessu e b m v h v i á þ v m l B v a s s t h s b t b i s s Vinnur að hjálparstörfum á eyjunni Súmötru Skelfileg langtímaáhrif hör Reuters MERKILEG TÍMAMÓT Um áramót urðu merkileg tíma-mót í raforkumálum okkar Ís-lendinga. Þá hófst starfsemi fyrirtækis, sem nefnist Landsnet og sér um flutning á raforku og kerfis- stjórnun. Með stofnun þess eru skap- aðar aðstæður til að samkeppni hefjist í sölu á raforku langt umfram það, sem verið hefur til þessa. Eins og margar umbætur í íslenzk- um atvinnumálum á síðasta rúmum áratug eru þessar breytingar til orðnar vegna tilskipunar frá Evrópusamband- inu, sem okkur ber að fylgja eftir vegna EES-samningsins. Nú um áramótin geta þeir, sem nota meira en 100 kílóvött af raforku, valið sér raforkusala og eftir ár geta allir raforkukaupendur gert það sama. Þetta eru mikil tíðindi og verður fróðlegt að fylgjast með, hvers konar samkeppni á eftir að verða til á þessum vettvangi og hvaða áhrif og afleiðingar hún mun hafa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.