Morgunblaðið - 04.01.2005, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Jón KristinnPálsson skip-
stjóri og útgerðar-
maður fæddist í
Vestmannaeyjum 21.
október 1930. Hann
lést á heimili sínu á
Seyðisfirði 25. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar Jóns voru
Páll Sigurgeir Jónas-
son skipstjóri og út-
gerðarmaður, f. 8.10.
1900, d. 31.1. 1951 og
Þórsteina Jóhanns-
dóttir húsmóðir í
Vestmanneyjum, f.
22.1. 1904, d. 23.11. 1991. Frá
eins og hálfsárs aldri ólst Jón upp
hjá ömmu sinni og afa, Margréti
Pálsdóttur og Jónasi Pétri Jóns-
syni í Brekku á Eskifirði. Jón átti
tólf syskini í Vestmanneyjum og
eina uppeldissystur á Eskifirði.
Jón kvæntist 25.12. 1953 Helgu
Þorgeirsdóttur, f. á Seyðisfirði
19.4. 1935. Foreldrar Helgu voru
Þorgeir G. Jónsson útgerðarmað-
ur og Kristjana Þorvaldsdóttir
húsmóðir á Seyðisfirði. Börn Jóns
og Helgu eru, Margrét, f. 25.6.
1952, maki Árni K. Magnússon,
Þorgeir Guðjón, f. 26.7. 1954, d.
19.11. 2002, maki Björg Valdórs-
dóttir, Jónas Pétur, f. 7.8. 1955,
maki Anna Maren
Sveinbjörnsdóttir,
Páll Sigurgeir, f.
7.8. 1955, maki Bett-
ina Nielsen, Krist-
ján, f. 12.8. 1963,
maki Birna Guð-
mundsdóttir og
Unnur, f. 12.11.
1966, maki Þórður
Þórisson. Barna-
börnin eru þrettán
og barnabarnabörn-
in þrjú.
Jón fór fyrst til
sjós fjórtán ára
gamall, sótti mótor-
námskeið á Eskifirði 1947, var
síðan vélstjóri á vélbátnum Val-
þóri frá Seyðisfirði þar til hann
fór í Stýrimannaskólann í
Reykjavík þaðan sem hann út-
skrifaðist 1958. Jón sótti nýjan
bát til Danmerkur fyrir Ólaf M.
Ólafsson á Seyðisfirði 1958. Jón
og Ólafur stofnuðu árið 1963 út-
gerðarfélagið Gullberg ehf. Skip
þeirra hafa flest borið nafnið
Gullver NS-12. Jón hætti til sjós
1991 og starfaði eftir það við út-
gerðina í landi meðan heilsa og
kraftar leyfðu.
Jón verður jarðsunginn frá
Seyðisfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Elskulegur tengdafaðir minn lést
á heimili sínu á jóladag. Ég kynntist
Jóni fyrir 28 árum og alveg frá fyrstu
stundu reyndist hann mér eins og ég
væri hans eigin dóttir. Hann var ein-
staklega yndislegur maður og vel lið-
inn af öllum er hann þekktu. Þau
hjón Jón og Helga voru einhver sam-
rýmdustu hjón sem ég þekki. Hún
Helga mín hefur misst mikið, þau
voru saman öllum stundum eftir að
hann hætti á sjónum, að loknum far-
sælum skipstjórnarferli. Jón unni
tónlist og hafði mjög gaman af því að
dansa, og þá sérstaklega við hana
Helgu sína. Hann teiknaði og málaði
mjög vel en sinnti þeirri gáfu sinni
ekki mikið. Það var sama hvað hann
tók sér fyrir hendur, hann gerði það
allt vel og líkaði ekki fúsk. Ekki hefði
Jóni mínum líkað að um hann væru
skrifaðar einhverjar lofræður, en
annað er vart hægt. Ég þakka Jóni
fyrir yndislegheitin við mig og mína í
gegnum árin, hans verður sárt sakn-
að.
Ég votta Helgu, börnum hans,
fjölskyldum þeirra og öllum þeim
sem eiga um sárt að binda vegna frá-
falls þessa góða manns mína dýpstu
samúð.
Anna Maren.
Elskulegi afi minn, þú ert nú far-
inn frá okkur á betri stað þar sem þú
hefur heimt heilsuna á ný. Situr
meðal engla himinsins og vakir yfir
okkur hinum sem elskuðum þig svo
mikið.
Ég á marga minninguna um þig,
elsku afi minn, sem hafa rúllað í
gegnum huga minn undanfarna daga
líkt og kvikmynd. Minningin um þig í
gulu stuttbuxunum að dansa fyrir
okkur í fallega garðinum ykkar
ömmu með bros á vör, þá var hlegið.
Minninguna um þig kappklæddan
með skófluna að vopni að moka snjó-
göng fyrir litlu afabörnin þín. Minn-
ingar um þig og ömmu saman svo
ástfangin og falleg. Takk fyrir ferða-
lögin á bensanum rauða þar sem ég
dansaði og söng aftur í. Takk fyrir
allar kentucky-veislurnar. Takk fyr-
ir yndislega heimilið ykkar ömmu
þar sem maður er alltaf svo hjart-
anlega velkominn. Takk fyrir öll kúr-
in í sófanum. Takk fyrir að vera góð
fyrirmynd. Takk fyrir þig. Ég sá allt-
af fyrir mér að þú, eins hraustur og
heilbrigður og þú alltaf varst, yrðir
háaldraður maður og myndir jafnvel
lifa okkur hin, en vegir skaparans
eru órannsakanlegir og nú hefur
hann tekið þig frá okkur. Núna
þarftu þó ekki lengur að kveljast.
Englar himinsins gefi þér ljós og frið
og brosi þér við hlið og einnig þeim
sem eftir sitja og syrgja þig.
Ég elska þig, afi minn, og minn-
ingin um þig mun lifa áfram í hjarta
mér.
Sylvía Lára Sævarsdóttir.
Kveðja frá systkinunum
í Eyjum
Jón Pálsson fæddist í Þingholti í
Eyjum, var hann sjötti í röðinni í ört
stækkandi fjölskyldu. Þar urðu
börnin 16 áður en yfir lauk, en það
má segja að aðeins 13 hafi komist á
legg. Mamma og pabbi fóru með Jón
ungan til Eskifjarðar í heimsókn til
afa og ömmu. En svo fór að hann
varð eftir þar, sem átti að vera tíma-
bundið. Í Eyjum fjölgaði börnunum,
þau komu næstum árlega þannig að
þessi eyjapeyi sem hann hefði átt að
vera, varð ekta Austfirðingur. Hann
talaði meira að segja öðruvísi en við
börnin hér í Eyjum, hann sagði t.d.
orð eins og gæska o.fl. Á þessum ár-
um voru samgöngur vægast sagt lé-
legar og þess vegna hittist fólk ekki
jafn oft og síðar varð. Það sést best á
því að ég sem þetta skrifa var um 5
ára gamall þegar ég hitti Jón í fyrsta
sinn hjá ömmu og afa á Eskifirði.
Næst þegar ég hitti Jón var ég um 10
ára gamall, en þá var Jón í heimsókn
hjá fjölskyldu sinni í Eyjum. Síðan
varð mikil breyting á, Jón farinn að
sækja vetrarvertíð til Eyja, sem
skipstjóri á Gullver NS 12, sem var
fyrsti í röðinni af mörgum glæsileg-
um skipum sem þeir félagarnir Óli
Óla og Jón Pálsson eignuðust um
árafjöld. Ég verð að segja að það var
bjart yfir Eyjunum þegar Austfirð-
ingarnir komu, þetta voru kappsam-
ir menn og hristu vel upp í Eyja-
mönnum. Þeir byrjuðu vertíðina á
línu og fiskuðu vel, og fóru síðan á
net. En Eyjamenn höfðu fram að
þessu verið slakir við línuveiðar,
urðu nú að taka á þeim stóra sínum
til að halda í við aðkomumennina.
Það má segja að á þessum árum hafi
Jón kynnst almennilega fjölskyldu
sinni, bræðrum og systrum. Því oft
var mikið um að vera í Þingholti,
mikið af ungu fólki og mikið brallað.
Þarna komu oft bræður pabba að
austan, Kristgeir, Sigurður, Böðvar,
Ingvar og fleiri Austfirðingar enda
alltaf opið hús.
Jón ólst upp hjá afa og ömmu á
Eskifirði og fór hann snemma að
stunda sjómennsku. Jón kynntist
eftirlifandi konu sinni Helgu Þor-
geirsdóttur, sem ættuð er frá Seyð-
isfirði og varð þeirra heimili þar.
Þetta var mikið gæfuspor fyrir þau
hjónin og byggðarlagið. Hjónaband
þeirra var ástríkt og farsælt og eign-
uðust þau sex mannvænleg börn.
Samvinna þeirra Óla Óla og Jóns var
alla tíð góð og framsækin. Fyrst
gerðu þeir út vertíðar- og síldarbáta
og síðan ventu þeir kvæði sínu í
kross og fóru að gera út skuttogara,
sem síðan hefur skapað mikla vinnu í
hans heimabyggð um áravís öllum
heimamönnum til góðs.
Jón var hægur, rólegur og klár og
fiskaði feiknavel á snyrtilegan máta,
hvort sem verið var á netum, síld-
veiðum eða togveiðum.
Á heimili Helgu og Jóns var gott
að koma, móttökurnar fölskvalausar,
gleði og vinátta og alltaf miklar og
góðar veitingar. Höfum við öll systk-
inin notið þess þegar við höfum verið
á ferð á Seyðisfirði.
Síðan eru það allir frændurnir af
Berg VE 44, Huginn VE 55 og Vest-
manney VE 54 sem svo oft hafa kom-
ið í heimsókn og notið gestristni
heimilisins og vilja þeir þakka fyrir
móttökurnar í gegnum árin.
Elsku Helga, nú að leiðarlokum
viljum við systkinin, mágkonur og
mágar senda samúðarkveðjur okkar
til þín og fjölskyldu þinnar. Jón, við
vorum alltaf stolt af þér, þú varst
bara góður. Kveðja, systkinin frá
Þingholti,
Sævald Pálsson.
Á götum bæjarins hefur löngum
mátt sjá glæsilegt par á göngu.
Hann gengur röskum, ákveðnum
skrefum, hún hröðum, stuttum
skrefum, létt og lipur við hlið manns
síns. Svo glæsilegt er þetta par að ut-
anaðkomandi hafa spurt hverjir séu
þarna á ferð, hvort þau séu héðan.
Meira að segja innfæddir velta því
stundum fyrir sér hvaða unga stúlka
og glæsilegi piltur séu þarna á ferð-
inni. Þegar nær kemur má sjá að
þetta eru Jón og Helga. Jú, þau eru
héðan. Hún borin og barnfædd, hann
uppalinn í nærliggjandi plássi, bæði
afsprengi hins íslenska sjávarþorps,
komin af sjómönnum aftur í ættir.
Unglegt fasið ber ekki með sér að
þau hafa unnið hörðum höndum frá
unga aldri og alið upp sex börn … og
þó! Börnin og iðjan hafa fært þessum
hjónum þá gleði og það stolt sem
endurspeglast í hnarreistu göngu-
laginu. Og svo samrýmd eru þessi
hjón að ekki verður minnst á Jón
öðruvísi en Helga sé nefnd í sömu
andrá.
Jón Pálsson, skipstjóri, lést á
heimili sínu á Seyðisfirði á jóladag.
Þann dag var fimmtíu og eitt ár síð-
an hann gekk í hjónaband með
Helgu sinni. Þau voru kornung þeg-
ar þau kynntust fyrst og strax var
ljóst að þau myndu verða samferða á
lífsins gönguferð.
Helga var innan við tvítugt og Jón
rétt kominn á þriðja tuginn þegar
elsta dóttir þeirra fæddist. Fljótlega
bættist við sonur og skömmu seinna
tvíburastrákar. Síðar komu tvö börn
í viðbót, piltur og stúlka. Jón var
mikið fjarverandi við sjósókn og á
vertíðum á þessum árum og því kom
það að mestu í hlut Helgu að sjá um
heimilishald og barnauppeldi. Oft og
tíðum var þetta erfitt fyrir stúlkuna
ungu, en hún átti góða fjölskyldu
sem studdi við bakið á henni og þeg-
ar Jón var heima átti hún allan hans
stuðning. Eins og títt er um sjó-
menn, var honum afar umhugað um
börnin sín og var óspar á handtökin
heima fyrir.
Allt sem Jón tók sér fyrir hendur
gerði hann af stakri samviskusemi
og vandvirkni. Hann hafði fallegt
handbragð og smíðaði og teiknaði af
listfengi. Einkum voru það blóm og
fuglar sem hann fékkst við að teikna
og oft sat hann í brú skipsins með
blað og blýant og teiknaði sér til
ánægju. Jón hafði fallega rithönd og
þeir sem til þekkja vita að sjókortin
hans voru listaverki líkust. Jón lagði
alla tíð áherslu á snyrtimennsku og
góða umgengni, ekki síður á sjónum
en heima fyrir. Hann sá til þess að
umgengni um aflann var til fyrir-
myndar og svo vel var hugsað um
skipin sem Jón stýrði að jafnan voru
þau talin mun nýrri en raunin var.
Hér á líka hlut að máli útgerðarfélag
þeirra Jóns og Ólafs M. Ólafssonar,
Gullberg hf. Samstarf Jóns og Óla
hefur staðið um margra áratuga
skeið og aldrei borið skugga á. Út-
gerðin þeirra hefur í heiðri gömlu
gildin og hagur starfsmanna og okk-
ar litla samfélags hafður ofar gróða-
JÓN KRISTINN
PÁLSSON
Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengda-
faðir, afi og langafi,
VALTÝR GUÐMUNDSSON
húsasmíðameistari
frá Nýp, Skarðströnd,
Skólastíg 14a,
Stykkishólmi,
lést á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi á gamlárs-
dag.
Ingunn Sveinsdóttir,
Valgerður Valtýsdóttir, Sæbjörn Jónsson,
Sveinlaug Salóme Valtýsdóttir,
Rut Meldal Valtýsdóttir, Gylfi Haraldsson,
Guðmundur V. Valtýsson, Steinunn Dóra Garðarsdóttir,
Valtýr Friðgeir Valtýsson,
barnabörn og fjölskyldur þeirra.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
MARÍA MAGNÚSDÓTTIR,
Keflavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Víðihlíð í Grindavík
mánudaginn 20. desember síðastliðinn.
Hjartans þakkir til starfsfólks fyrir góða
umönnun og elskulegt viðmót.
Útförin fór fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 30. desember.
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug.
F.h. aðstandenda,
Kristín Tryggvadóttir, Sigurbjörn Skírnisson,
Ari Tryggvason, Kristín H. Runólfsdóttir,
Haukur Tryggvason, Anna Kristjánsdóttir,
Edda Tryggvadóttir, Ólafur Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
INDRIÐI SIGURÐSSON,
Holtsgötu 41,
Reykjavík,
lést á líknardeildinni í Kópavogi á gamlársdag.
Svava Jenný Þorsteinsdóttir,
Guðrún Indriðadóttir, Stefán Haraldsson,
Sigurður Indriðason, Sólveig Kristinsdóttir
og barnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
VALGERÐUR FRÍMANN,
Suðurbyggð 13,
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
sunnudaginn 2. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Karl Jörundsson,
Ragna Frímann Karlsdóttir, Helgi Friðjónsson,
Aldís María Karlsdóttir, Vignir Traustason,
Jórunn Karlsdóttir, Jónas Sigþór Sigfússon,
Valgerður Karlsdóttir, Kári Magnússon
og barnabörn.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
GUÐRÚN BJÖRNSDÓTTIR,
Sólheimum 16,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítala Landakoti
laugardaginn 1. janúar.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Magnús Guðmundssson,
Hallfríður Guðmundsdóttir, Drago Vrh,
Bjarni Guðmundsson, Hólmfríður Jónsdóttir,
Baldur Guðmundsson,
Björg Guðmundsdóttir, Baldvin Baldvinsson,
Björn Rúnar Sigurðsson, Sigríður Viðarsdóttir,
barnabörn, langömmubörn
og langalangömmubörn.