Morgunblaðið - 17.01.2005, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 17.01.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 15 DAGLEGT LÍF Vers l un Odda • Hö fðabakka 3 • S ím i 515 5105 www.oddi.is Verð áður: 16.900 kr. 9.900 kr. Oddi hf - L7 94 7 Vers l un Odda • Hö fðabakka 3 • S ím i 515 5105 www.oddi.is Verð áður: 12.900 kr. 7.490 kr. Oddi hf - L7 94 7 Vers l un Odda • Hö fðabakka 3 • S ím i 515 5105 www.oddi.is Verð áður: 49.900 kr. 39.900 kr. Oddi h f - L7 94 7 NEVER TURN YOUR MATTRESS AGAIN Technology so advanced, it´s TURN-FREE Amerískar lúxus heilsudýnur. ÚTSALA - ÚTSALA TURN-FREE Verð frá 72.000.- Dýnusett frá kr. 59.000 Skipholt 35 Sími 588 1955 www.rekkjan.is Skemmuvegi 48 • Kópavogi • S: 557 6677 www.steinsmidjan.is                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% NÝSMÍÐI - BREYTINGAR - VIÐGERÐIR HLYNUR SF alhliða byggingastarfsemi Pétur J. Hjartarson húsasmíðameistari SÍMI 865 2300 KARLAR reyna frekar að ná völdum á vinnu- staðnum og eru líklegri til að upphefja sjálfa sig á kostnað annarra og taka heiður fyrir það sem þeir hafa ekki gert, en konur. Þær reyna frekar að hjálpa öðrum en forðast að taka stjórnina, að því er vísindamenn við Sálfræðistofnun Oslóar- háskóla komust að, en greint er frá niður- stöðum könnunar þeirra á vef Aftenposten. Könnunin náði til 400 vísindamanna, ráðgjafa og blaðamanna sem svöruðu ítarlegum spurn- ingalista. Allir unnu á vinnustöðum þar sem samkeppni ríkti en ekki í umönnunarstörfum. Í ljós kom m.a. að fleiri karlar en konur sögð- ust geta hugsað sér að svindla til að þjóna eigin hagsmunum í vinnunni. Konur velja fremur hópvinnu og eru ekki eins uppteknar af að vinna mikið og lengi. Bæði konur og karlar leggja mikla áherslu á að þróast í starfi. Aðstandendur könnunarinnar draga m.a. þær ályktanir að áætlanagerð sé ekki bara hluti af starfi þess sem stjórnar á vinnustaðnum, heldur geri allir áætlanir til að koma sjálfum sér á framfæri. Þeir segja að gott ráð til kvenna sem vilja hærri laun sé að reyna að sýna sjálfar sig í jákvæðu ljósi og taka stjórnina í sínar hendur.  KÖNNUN | Í samkeppn- isumhverfi á vinnustað Karlar upphefja sig frekar á kostnað annarra Tveir er betra en einn Depill er tæpum tveimur árum eldri en Dúfa og bjó einn með Unni fyrsta æviskeiðið. En þar sem Unnur þurfti að vera mikið að heiman vegna starfs síns, þá ákvað hún að fá sér annan kött til að halda honum selskap. „Dúfu Dalalæðu fékk ég þriggja mánaða gamla frá Selfossi en þá var Depill á þriðja ári. Þau hafa verið perluvinir allt frá fyrsta fundi, þvert á fullyrðingar margra um að þessar samvistir myndu aldrei ganga. Depill var vissulega mjög undrandi þegar hann hitti Dúfu fyrst en ég vissi ekki af fyrr en þau voru farin að kúra saman og hann var farinn að þvo henni og hugsa vel um hana. Nú er Dúfa tveggja ára og sambúðin gengur vel.“ Postulínskettir og lítið fyrir útivist Depill hefur níu líf eins köttum sæmir. Hann hefur þrisvar dottið ofan af svölunum þar sem hann býr á þriðju hæð. „Hann lendir alltaf á löppunum og verður ekki meint af. En hann er óskaplega viðkvæm sál. Þegar hann var yngri gerði ég tilraunir til að fara með hann út að labba í beisli. Þegar ég rölti með hann hér í kringum tjörnina varð hann skíthræddur við endurnar. Svo ég gafst upp á útivist með hon- um. Hann vill bara vera inni í sínu öryggi.“ Dúfa er aftur á móti meiri veiðiköttur og töffari á heimavelli en hún er þó með merarhjarta að sögn eigandans. „Þau eru bæði ósköp miklir postulínskettir, en Dúfa má eiga það að hún er, eins og kvenfólk almennt, síkjaftandi og hún talar heilmikið við mig. Hún er mjög jákvæð og segir iðulega já við því sem ég spyr hana um og stundum leysum við saman heimsmálin.“ Kettirnir krefjast þess á hverjum morgni að fá að fara niður á fyrstu hæð til vinar síns, Sverris. „Ég fer ævinlega á fætur klukkan sex á morgnana og hleypi þeim þá fram á stigagang og þá trítla þau niður tröppurnar og heilsa upp á Sverri sem tekur þeim fagnandi.“ Dúfa vermir rúmið Unnur kann því vel að vera í nálægð við skepn- ur og hún er mikið náttúrubarn. Hún var með hross í bænum þegar hún var ung kona en seinna fór hún að gera meira af því að ferðast á hestum postulanna. Hún hefur gengið á fjölda fjalla, bæði hér heima og í útlöndum. Hún spilar golf og er í golf- klúbbnum MissTiger en þar má enginn vera með nema hann sé mátulega mistækur. Unnur hefur verið virkur meðlimur í leikhópnum Hugleik í þau tuttugu ár sem hann hefur starfað og hún er einn af stofn- endum hans. Hún hefur leikið, leikstýrt og skrifað nokkur leikrit fyrir Hugleik og aðeins fyrir aðra líka. Einnig vermir hún skólabekk í Háskóla Íslands og lærir þar að skrifa kvikmyndahandrit. Kattakonan Unnur hefur því mörg járn í eldinum. Hún segir Dúfu Dalalæðu sofa upp í hjá sér, en Depill hefur ekki fengið að kúra þar frá þeim degi sem Dúfa flutti inn. „Hún rak hann úr rúminu með þjósti og hann hlýddi henni eins og kurteis herra- maður. En hann er samt miðDepillinn, þó svo að Dúfa haldi að hún sé prinsessan á heim- ilinu.“ khk@mbl.is Í einu afmæl- inu laumuðust gestirnir inn á baðherbergi og máluðu á sig veiðihár og gerðu sig þannig eins kisulega og hægt var. Depill hinn fagri gefur einhverju óvæntu gaum. Morgunblaðið/Jim Smart

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.