Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 17.01.2005, Blaðsíða 36
Í gær munaði ekki miklu að maður yrði undirbíl í bókstaflegri merkingu. Maðurinn heitirDean Gunnarson og er kanadískur töfra- maður en bíllinn var af gerðinni Subaru. Almenningi var boðið að koma í Reiðhöllina og fylgjast með áhættuatriðinu en það er liður í að undirbúa jarðveginn fyrir sýninguna „The Return of Houdini“ eða „Houdini snýr aftur“ sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í mars. Við komuna í Reiðhöllina blasti við risakrani með heilan fjölskyldubíl í skoltinum sem þar sveiflast um í 5 m hæð frá jörðu. Undir þeim bíl var annar bíll sem hverfilistamaðurinn (escape- artist) Dean Gunnarson var járnaður við með keðjum á höndum og fótum en ekki skorti hand- járnin. Dean fékk 90 sekúndur til að losa sig við fjötrana áður en kraninn lét efri bílinn gossa á hinn sem undir var og breytti honum í brota- járn. Hver veit hvað hefði gerst hefði Dean ver- ið nokkrum sekúndum lengur að losa sig og stökkva af bílnum ... Houdini snýr aftur í Borgarleikhúsinu Sýningin Houdini snýr aftur verður fjöl- skyldusýning sem sameinar leikhús, sirkús og töfrabrögð. Í sýningunni koma, að sögn aðstandenda, fram tveir af helstu sjónhverfinga- og hverfilista- mönnum samtímans. Dean Gunnarson hefur ver- ið kallaður hinn nýi Houdini og kom hann hing- að til lands til að leika í sýningunni ásamt mexíkóska sjónhverfingamanninum Ayala. Töframenn | Áhættuatriði í anda Houdinis Milli bíls og dauða! 5. „Býður einhver í brotajárnið?“ Morgunblaðið/Golli 1. „Segiði mömmu að ég elski hana!“ 2. Verður Dean bráðum að pulsu með öllu? 3. Kominn í keðjurnar og klukkan tifar … 4. Hrökkva eða stökkva! Bíllinn á niðurleið. 36 MÁNUDAGUR 17. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ SÝND Í LÚXUS VIP KL. 5.30, 8 OG 10.30. ÁLFABAKKI kl. 5.30, 8 og 10.30. TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! illingurin Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumy d ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ INCREDIBLES ER VINSÆLASTA JÓLAMYNDIN, YFIR 32.000 ÁHORFENDUR FRÁ ÖÐRUM DEGI JÓLA TIL DAGSINS Í DAG KRINGLAN Sýnd kl. 7.30 og 10. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4, 6.15, 8.30 og 10.40. Ein vinsælasta myndin í USA í 4 vikur samfleytt l l Furðulega frábær og spennandi fjörug ævintýramynd með hinum einu sönnu, Jim Carrey, Jim Carrey og Jim Carrey. Sýnd kl. 8 og 10.20.  S.V. Mbl.  Kvikmyndir.com „Hressir ræningjar“ Fréttablaðið Sýnd kl. 5.30 ísl tal Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. TIL AÐ RÁÐA DULMÁLIÐ ÞARF HANN AÐ BRJÓTA ALLAR REGLUR. I I J . Snillingurinn Jerry Bruckheimer kemur hér með fyrstu stórspennumynd ársins sem sló rækilega í gegn í USA og var 2 vikur í toppsætinu! FRÁ FRAMLEIÐENDUM „PIRATES OF THE CARIBBEAN“ OCEAN´S TWELVEYFIR 32.000 ÁHORFENDUR Kvikmyndir.is H.J. Mbl.  M.M.J. Kvikmyndir.com  FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTIÐ Langa trúlofunin Sýnd kl. 5.30 og 8. Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Einstök ný kvikmynd frá leikstjóranum Jean-Pierre Jeunet ("Amelie") með hinni fallegu Audrey Tautou úr"Amelie". Stórbrotið meistaraverk sem enginn má missa af. Hjartans mál - Le coeur des hommes kl. 18:00 Frá degi til dags - A la petite semaine kl. 20:00 Bróðirinn - Son Frére kl: 22:00 Grjóthaltu kjafti - Tais Toi kl. 22:30 FRÖNSK KVIKMYNDAHÁTIÐ  H.L. Mbl..L. bl.  DV  Rás 2ás 2  Kvikmyndir.comvik yndir.co Kvikmyndir.is ÍSLENSKA kvikmynda- klipparanum Valdísi Ósk- arsdóttur skýtur stöðugt hærra upp á stjörnuhimininn en hún hefur vakið mikla at- hygli í kvikmyndaheiminum fyrir verk sín í gegnum tíðina. Hún klippti meðal annars kvik- myndina Eternal Sunshine of the Spotless Mind eftir handriti Charlies Kaufman með Jim Carrey í aðal- hlutverki. Myndin sú þótti afburða góð og hefur Valdís nú upp- skorið erfiði sitt við að klippa kvikmyndina sem sögð er með flóknustu myndum hvað varðar uppbyggingu þetta árið. Fyrir stuttu hlaut Valdís verðlaun fyrir bestu klippingu á verð- launahátíð gagnrýnenda í San Diego en einnig var Jim Carrey verðlaunaður fyrir aðalhlutverkið. Besta kvikmynd ársins var valin Vera Drake í leikstjórn Mike Leighs en í henni þótti Imelda Staunton sýna stjörnuleik. Nú þegar þessi verðlaun hafa hlotnast Valdísi hefur hún einnig verið orðuð við þekktustu verðlaun sem veitt eru fyrir kvikmyndir – nefnilega Ósk- arinn. Á heimasíðunni www.moviecitynews.com er talið niður til Óskarsverð- launahátíðarinnar og spáð fyrir um verðlaunahafa í hin- um ýmsu flokkum. Þar er Valdís nefnd til sögunnar og talin líklegust til verðlauna fyrir bestu klippingu. Valdís hefur komið víða við og m.a. klippt dönsku kvik- myndirnar Mifunes sidste sang og Festen en skemmst er að minnast þess þegar hún hlaut Eddu-verðlaun fyrir klippistörf sín við kvikmyndina Hafið. Kvikmyndir | Valdís Óskarsdóttir kvik- myndaklippari verðlaunuð Jim Carrey og Kate Winslet í aðalhlutverkum kvikmyndarinnar Eilíft sól- skin hvítþvegins huga en Valdís er lofuð í hástert fyrir klippinguna á henni. Morgunblaðið/Jim Smart Valdís Óskarsdóttir. Skyldi hún eignast lítinn Óskar? Óskar frændi á næsta leiti?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.