Morgunblaðið - 19.01.2005, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
á morgun
Nýsköpun
2005
Frumkvöðlar skapa
ný störf og stuðla
að hagvexti.
FULLTRÚAR Alþýðusambands
Íslands og Samtaka atvinnulífsins
komu fyrir félagsmálanefnd Al-
þingis í gær vegna starfsmanna-
mála við Kárahnjúkavirkjun, auk
þess sem forstjóri Vinnumála-
stofnunar kom öðru sinni til fund-
ar við nefndina. Meðal þess sem
kom til umræðu á fundinum var
hvort tilefni væri til breytinga á
lögum um atvinnuréttindi útlend-
inga og hvort setja ætti sérstök
lög um starfsmannaleigur. Að sögn
Sivjar Friðleifsdóttur, formanns
félagsmálanefndar, munu þessi
mál án vafa koma til tals þegar Al-
þingi kemur saman að nýju í
næstu viku eftir jólafrí.
Eins og greint var frá í Morg-
unblaðinu eftir fyrri fund félags-
málanefndar sl. föstudag vildu
fulltrúar Impregilo ekki funda með
ASÍ-mönnum á sama tíma. Var því
ákveðið að boða annan nefndar-
fund.
Í máli fulltrúa ASÍ í gær kom
fram að öll samskipti við Imp-
regilo hefðu verið erfið og ekki
hefði verið boðið
upp á mikið
samstarf. Á því
hefði nú orðið
breyting þegar
formlegt boð
barst ASÍ sl.
mánudag um að
funda með
fulltrúum Imp-
regilo og alþjóð-
legum verka-
lýðsfélögum næstkomandi
föstudag í Reykjavík. Er sá fundur
í tengslum við heimsókn samráðs-
nefndar alþjóðlegra verkalýðs-
félaga og Impregilo til landsins.
Siv segir að eftir þessa fundi
vakni sú spurning í sínum huga
hvort hægt sé að manna stöðurnar
við Kárahnjúka í meira mæli með
Íslendingum og Evrópubúum eða
ekki. Þar greini menn á og svör
málsaðila séu óskýr. „Impregilo
segir eitt og ASÍ segir annað,“
segir Siv en talsmenn ASÍ upp-
lýstu félagsmálanefnd m.a. um að
til skoðunar væri að fara með deil-
una fyrir Félagsdóm.
Upplýsingarnar gefa nefnd-
armönnum góðan grunn
Hún segir fundina hafa verið
upplýsandi fyrir félagsmálanefnd.
Málefnaleg rök og sjónarmið hafi
komið fram hjá öllum aðilum og
upplýsingarnar gefi nefndarmönn-
um góðan grunn til að byggja á í
væntanlegum umræðum sem fram
muni fara á Alþingi. Skýrt hafi
komið fram hve þenslan í bygging-
ariðnaði sé mikil á höfuðborgar-
svæðinu og hafi áhrif á ráðningar
annars staðar á landinu. Illa gangi
að manna störfin við Kárahnjúka
með Íslendingum eða fólki annars
staðar frá Evrópu.
Félagsmálanefnd hitti fulltrúa ASÍ og SA í gær
Rætt um breytingar á
lögum um atvinnuréttindi
Siv Friðleifsdóttir
FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA og
dómsmálaráðherra eru með það til
skoðunar að efla eftirlit með ólög-
legri atvinnustarfsemi útlendinga
hér á landi. Forstjóri Vinnumála-
stofnunar fagnar því frumkvæði
sem Samiðn hefur sýnt í að upp-
ræta þessa starfsemi, sem hefur
stórlega aukist síðustu misserin og
er að mati Samiðnar farin að hafa
áhrif á markaðslaun í byggingariðn-
aði, líkt og fram kom í blaðinu í
gær.
Árni Magnússon félagsmálaráð-
herra bendir á að það sé á könnu
lögreglunnar og Útlendingastofnun-
ar, sem gefi út dvalarleyfi, að hafa
eftirlit með ólöglegu vinnuafli. Það
hafi komið til umræðu milli sín og
Björns Bjarnasonar dómsmálaráð-
herra að skoða hvernig efla mætti
þetta eftirlit, enda hafi athygli
stjórnvalda verið vakin á því að um
vaxandi vandamál sé að ræða.
Finnbjörn Hermannsson, formað-
ur Samiðnar, sagði í blaðinu í gær
að stjórnvöld gætu ekki sagt eins og
félagsmálaráðherra hefði gert í
sjónvarpsfréttum að það væri ís-
lenskrar verkalýðshreyfingar að
halda uppi lögum og reglum á Ís-
landi.
Árni segir þetta vera frjálslega
túlkun á sínum ummælum. Hins
vegar hafi verið sátt um það á
vinnumarkaðnum að verkalýðs-
hreyfingin hafi eftirlit með því að
kjarasamningar séu uppfylltir.
Þarna hafi einhver misskilningur
átt sér stað.
Félagsmálaráðherra telur það
koma til greina að hafa útgáfu dval-
ar- og atvinnuleyfa á einni hendi en
í dag eru þau í höndum Útlend-
ingastofnunar og Vinnumálastofn-
unar.
Alvarlegra mál en
deilurnar við Kárahnjúka
Gissur Pétursson, forstjóri
Vinnumálastofnunar, segir þetta
mál vera mun alvarlega en þær deil-
ur sem sprottið hafa upp við Kára-
hnjúkavirkjun, þó hann hafi vissu-
lega áhyggjur af þeim málum.
Ástæða sé til að hafa enn meiri
áhyggjur af ólöglegu vinnuafli í
landinu, sem komi hingað án dvalar-
og atvinnuleyfis. Um klárt lögbrot
sé að ræða en samkvæmt upplýs-
ingum frá Samiðn hafa þetta eink-
um verið Lettar og Litháar.
„Ég hef fyrst og fremst áhyggjur
af því hve margir virðast vilja hafa
þessa menn í vinnu en einnig hef ég
áhyggjur af því hve margir virðast
vilja kaupa þjónustu af þeim. Þetta
er eitthvað sem við verðum að koma
í veg fyrir,“ segir Gissur.
Aðspurður segir hann Vinnu-
málastofnun hafa takmarkaða
möguleika til aðgerða. Stofnunin
hafi ekki löggæsluvald, um brot á
hegningarlögum sé að ræða sem
lögreglan hafi eftirlit með. Það sé
hins vegar gott fyrir Vinnumála-
stofnun að vita hvaða aðilar hafa
þessa útlendinga í þjónustu. Þau
fyrirtæki fyrirgeri rétti sínum til að
fá erlent vinnuafl með löglegum
hætti. Gissur segir lítið annað hægt
að gera en að uppræta þetta með
„físískum“ hætti, líkt og Samiðn sé
að gera, að hlaupa þessa starfsmenn
uppi. „Ég styð Samiðn heilshugar í
sinni baráttu,“ segir Gissur sem tel-
ur það einnig mikilvægt að fá al-
menning sem liðsauka og koma með
ábendingar um erlenda iðnaðar-
menn sem bjóði vinnu sína á svörtu.
Vinnumálastofnunin fagnar frumkvæði Samiðnar
Efla á eftirlit með ólög-
legri atvinnustarfsemi
Morgunblaðið/Arnaldur
ALLS voru gefin út 3.750 at-
vinnuleyfi til útlendinga á árinu
2004, en það eru um 450 fleiri
leyfi en gefin voru út á árinu
2003 og rúmlega 100 fleiri en
gefin voru út á árinu 2002.
Atvinnuleyfi eru flokkuð niður
í nokkra flokka samkvæmt upp-
lýsingum Vinnumálastofnunar
og fjölgar nýjum tímabundnum
atvinnuleyfum verulega frá ár-
unum á undan. Þau meira en
tvöfaldast á árinu 2004 og eru
1.374 talsins samanborið við 563
á árinu 2003 og 502 leyfi á árinu
2002.
Hins vegar fækkar fram-
lengdum tímabundnum leyfum
millli ára. Fækkunin nemur um
300 leyfum. Þau eru 1.135 í
fyrra, en voru 1.434 árið 2003 og
1.796 árið 2002, sem er nær 700
fleiri en í fyrra.
Þá kemur fram í tölum Vinnu-
málastofnunar að framboð á
lausum störfum jókst í desem-
bermánði miðað við nóvember.
Þannig voru 727 laus störf í boði
á vinnumiðlunum í lok desem-
ber, en þau voru 662 í lok nóv-
ember.
Aðeins eitt starf
laust á Suðurnesjum
Á tímabilinu fækkaði lausum
störfum á höfuðborgarsvæðinu
um 157 en þeim fjölgaði á lands-
byggðinni vegna mikilla fjölg-
unar starfa á Austurlandi þar
sem fjölgunin er 242.
Einungis 14% lausu starfanna
eru á höfuðborgarsvæðinu. Þar
voru þannig 103 laus störf í des-
emberlok, en þau eru 431 talsins
á Austurlandi. Aðeins eitt starf
var þá laust á Suðurnesjum.
Nær fjögur þús-
und atvinnuleyfi
gefin út í fyrra