Morgunblaðið - 19.01.2005, Side 23

Morgunblaðið - 19.01.2005, Side 23
67,+ 38% - ; - ; 9 %)& +  +  + &"  3 16 8%" $ % 8 ( ( !  &"  & & "  (&"  ** &6   * ' (## %  ../   ! '%)%- *%F6- + - %- D E 0#%)   6     ( ;((" &   '%)%- *%F6- + - %- D E 0#%)  &  6  .   ( ;( (" &   400 þotur 747. Þeir eftir minni ns og 7E7 ggst setja egar pant- r. Stærsti kaupandinn er flugfélagið Emirates, sem hefur pantað 43 risaþotur. „Airbus A380 tryggir minni kostn- að á hvern farþega, ber fleiri far- þega, getur flogið lengra og eyðir minna eldsneyti en þotur keppinaut- anna,“ sagði stjórnarformaður Em- irates, Ahmed bin Saee Al Maktoum. Nýja þotan fer í jómfrúrferðina eftir tvo mánuði og verður tekin í notkun á næsta ári. Reuters atero, forsætisráðherra Spánar, hlýða á Tony ð í borginni Toulouse í Frakklandi gær. r sigri vrópu“ Reuters , Þýska- di. ’Airbus A380 tryggirminni kostnað á hvern farþega, ber fleiri far- þega, getur flogið lengra og eyðir minna eldsneyti en þotur keppinautanna.‘ MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 23 Forseti Kína, Hu Jintao, ollimiklum heilabrotum áVesturlöndum þegarhann tók við embættinu árið 2002. Mun yngri en fyrirrenn- arinn, Jiang Zemin, fágaður og ver- aldarvanur en býsna litlaus, sögðu margir. En erfitt var að átta sig á því hvort Hu var aðeins peð eða raunverulegur valdamaður. Hver var hann eiginlega, hvað ætlaði hann sér? Svarið virðist vera að hinn nýi leiðtogi sé vel taminn flokkshestur sem sé staðráðinn í að tryggja að kommúnistaflokkurinn verði áfram við völd og Kína haldi áfram að treysta stórveldisstöðu sína. Slökun er ekki lausnarorðið í huga Hus. Ekki hafa viðbrögð núverandi ráðamanna við andláti Zhaos Ziyangs, hins umbótasinnaða leið- toga kommúnistaflokksins á níunda áratugnum, orðið til þess að auka trú manna erlendis á því að Hu og félagar hans séu reiðubúnir að slaka á flokkseinræðinu. Kínversk stjórn- völd sögðu í gær að það hefði verið rétt ákvörðun að senda skriðdreka á Torg hins himneska friðar í Peking árið 1989 til að stöðva mótmælaað- gerðir stúdenta. Þá hefði meðferðin á Zhao einnig verið réttmæt. Zhao sat í stofufangelsi í 15 ár þar til hann lést um helgina. Hundruð ef ekki þúsundir manna létu lífið í blóð- baðinu í Peking 1989. Og síðustu árin hefur skrúfan ver- ið hert. „Fjöldi pólitískra and- ófsmanna, baráttumanna úr röðum verkamanna og bænda fyrir aukn- um réttindum og talsmanna frjálsra skoðanaskipta á Netinu sem hefur verið handtekinn, er jafnvel meiri en á síðustu valdaárum Jiangs,“ segir Robin Munro, yfirmaður hjá China Labour Bulletin, samtökum í Hong Kong sem berjast fyrir auknum réttindum verkamanna. Munro segir að vaxandi spilling embættismanna og félagslegt órétt- læti í Kína valdi því að stöðugt fleiri efni til mótmæla gegn stjórnvöldum. „Hu og samverkamenn hans virðast annaðhvort ófærir um að takast á við þessar grunnorsakir vandans eða þeir vilja það ekki,“ segir Munro. Hu Jintao er fæddur 1942, verk- fræðingur að mennt og er sagður hafa frábært minni sem kemur sér oft vel fyrir stjórnmálaleiðtoga. Hann var flokksleiðtogi um hríð í Tíbet og setti þar m.a. herlög til að kveða niður óeirðir. Flest benti til þess að hann væri fyrst og fremst þægur flokksgæðingur. En sumir fullyrtu að hann hefði staðið fyrir margvíslegum umbótum þegar hann stýrði ungliðahreyfingu komm- únistaflokksins. Hu gæti orðið hinn kínverski Gorbatsjov [síðasti forseti Sovétríkjanna], sögðu bjartsýnis- menn á Vesturlöndum og áttu við að hann væri innst inni hlynntur um- bótum og myndi leggja drög að auknu frelsi, lýðræði og mannrétt- indum. Á sama hátt og Deng Xiaoping hefði undir lok áttunda áratugarins innleitt reglur markaðskerfisins í efnahagnum myndi Hu ryðja braut- ina fyrir raunverulegt fjölflokkakerfi. Hann myndi binda enda á einræðið. En Hu lítur ekki svo á að hann hafi fengið umboð flokksmanna til að standa fyrir um- skiptum í þá veru. Ósk- hyggjan virðist hafa blindað þá sem töldu að kínverskir komm- únistar væru áfjáðir í að saga í sundur grein- ina sem þeir sitja á, sjálft flokkseinræðið. Kínverskir leiðtogar líta á feril Gorbatsjovs sem víti til varnaðar, ekki sem fyr- irmynd. Hu hefur hvorki reynst undirtylla Jiangs né raunverulegur lýðræð- issinni en ekki verður séð að hann hafi markað sjálfstæða stefnu í stjórnmálum, aðra en þá að hann og flokkurinn skuli áfram vera við kjöt- katlana. Hann hefur sagt afdrátt- arlaust að það gæti valdið stórslysi ef Kínverjar tækju upp vestrænt lýðræðiskerfi. Snemma á níunda áratugnum ræddu sumir flokks- menn ýmsar róttækar hugmyndir, eins og t.d. að skilja á milli rík- isvaldsins og flokksins. En eftir mót- mælin 1989 og blóðbaðið á Torgi hins himneska friðar hefur slík um- ræða ekki verið leyfð. Nýir og umhyggjusamir leiðtogar Þegar Hu og Wen Jiabao forsætis- ráðherra komu fram á sjónarsviðið sem hin nýja kynslóð kínverskra ráðamanna, sú fjórða frá því að Kín- verska alþýðulýðveldið var stofnað 1949, kynntu þeir sig sem um- hyggjusama leiðtoga er vildu leggja áherslu á að bæta hag þeirra sem efnahagsframfarirnar hefðu ekki gagnast enn þá. Jiang Zemin, sem sjálfur hafði verið flokksleiðtogi í milljónaborginni Sjanghæ, hafði beitt sér fyrir því að markaðs- hagkerfið fengi að sýna mátt sinn í ákveðnum strandhéruðum og ekki síst í Sjanghæ. Meiningin var að héruðin inni í landi myndu fylgja í kjölfarið. Jafnframt var Jiang dug- legur við að hygla einstaklingum og klíkum sem studdu hann eða voru líkleg til þess. Stórborgirnar urðu segull sem dró til sín marga sem vildu reyna að bæta hag sinn. Bent var á að hundr- uð milljóna fátækra bænda sem flosnuðu upp og flykktust á mölina í milljónaborgunum gætu orðið til að grafa undan pólitískum stöðugleika. En afleiðingin af markaðs- væðingunni varð ekki einvörðungu mikill hagvöxtur í strandhéruðunum heldur líka aukin spill- ing í röðum embættis- manna og mun meiri kjaramunur milli hér- aða en áður hafði þekkst í Kína í tíð kommúnista. „Sem sá snjalli póli- tíkus sem hann er átt- aði Hu sig fljótt á því að hann hafði fengið umboð til að leysa þau alvarlegu vandamál sem upp komu í valda- tíð Jiangs,“ segir Li Cheng, prófessor í stjórnvísindum við Hamilton-háskóla í Bandaríkjunum. Nýju mennirnir, Hu og Wen, ferðuðust um afskekkt héruð og ræddu milliliðalaust við fá- tæka bændur, þeir ræktuðu vel ímynd hinna góðu landsfeðra og hétu því að uppræta spillingu. Og þegar lungnabólgusóttin, HABL, herjaði og ljóst var að upplýsingum um útbreiðslu hennar hafði verið haldið frá fjölmiðlum, ráku nýju leið- togarnir embættismenn sem höfðu brugðist. Hvatt var til aukins fjö- miðlafrelsis og betra upplýs- ingastreymis frá yfirvöldum. Andóf barið niður og Taívönum hótað Hu hefur síðustu mánuðina kastað grímu ljúfmennisins og látið þjarma harkalega að andófsmönnum, þar á meðal hugleiðslusamtökunum Falun Gong en þau voru bönnuð 1999 vegna ótta kommúnista við öll fjöl- menn samtök sem þeir stýrðu ekki sjálfir. Fulltrúar Falun Gong segja að minnst 1.600 liðsmenn samtak- anna hafi verið pyntaðir eða barðir til bana frá 1999. Einnig hefur Hu ekki sýnt nein merki um sáttfýsi gagnvart Taívan og hefur ítrekað þá stefnu Pekingstjórnarinnar að beitt verði hervaldi til að stöðva tilraunir eyjarskeggja til að lýsa yfir sjálf- stæði. Forveri Hus, Jiang Zemin, hélt lengi vel fast í eitt mikilvægasta embættið, hann var yfirmaður her- málanefndar flokksins en sagði af sér í september sl. og tók Hu við. Lee Ngok, sem býr í Hong Kong og er sérfræðingur í málefnum kín- verska hersins, segir að Hu hafi tryggt stöðu sína meðal æðstu yf- irmanna hersins með því að nefna berum orðum möguleikann á að beita hernum gegn Taívan. Herinn er ein mikilvægasta valda- stoðin í kerfi kínverskra komm- únista og á hann og rekur fjölda stórfyrirtækja. Æðstu yfirmenn hersins njóta ýmissa fríðinda en hafa síðustu árin lagt áherslu á að fá aukið fjármagn til að gera heraflann nýtískulegri. Benda þeir á að tækni- legir yfirburðir Bandaríkjamanna séu orðnir svo miklir að spyrna verði við fótum. Gamaldags vopnabún- aður Kínverja myndi verða nær gagnslaus ef til átaka kæmi við risa- veldið eða þá sem njóta stuðnings þess. Er þá ekki síst haft í huga að Bandaríkjamenn hafa áratugum saman ábyrgst öryggi Taívana. Eyjan Taívan er enn formlega hluti af Kína en kommúnistastjórnin hefur nú sett ný lög þar sem lagður er grunnur að því að beita hervaldi gegn Taívönum lýsi þeir formlega yfir sjálfstæði. Kínastjórn hefur lengi lagt að eyj- arskeggjum að samþykkja tilhögun af svipuðu tagi og ákveðin var þegar Hong Kong hætti að vera bresk ný- lenda 1997. Kenna kommúnistar þá lausn við uppskriftina „eitt Kína, tvö kerfi“ sem á að merkja að Hong Kong haldi í reynd eins konar full- veldi í 50 ár, einnig tjáningarfrelsi og rétti til að kjósa eigin borg- arstjórn með lýðræðislegum aðferð- um. En síðustu árin hafa Hu og menn hans gengið freklega á rétt Hong Kong-búa og þeir síðan svarað með fjölmennum mótmælagöngum. Hefur þessi lausn því æ minna að- dráttarafl í huga Taívana. Þeir treysta ekki ráðamönnum í Peking. En Hu hvatti alla Kínverja og Taív- ana í lok desember til þess að vinna að einingu Kína og berjast gegn áformum Chen Shiu-bians Taív- ansforseta sem vill sjálfstæði eyj- arinnar. „Við erum reiðubúnir til að hefja við fyrsta tækifæri viðræður við Taívana á grunni hugmyndanna um eitt Kína,“ sagði Hu Jintao. „En við munum ekki undir neinum kring- umstæðum sætta okkur við að Taív- an verði skilið frá Kína.“ Stálhnefinn í silkihanskanum leyndi sér ekki, all- ir vissu að átt var við innrás ef lýst yrði yfir sjálfstæði. Helstu heimildir: BBC, The Economist, International Her- ald Tribune, The Los Angeles Times. Hu steytir hnefann Reuters Kínverskir hermenn hreinsa snjó af Torgi hins himneska friðar í Peking um jólin. Herinn er einn mikilvægasti þátturinn í valdakerfi landsins og Hu Jintao er nú talinn hafa tryggt sér hollustu hans. Fréttaskýring| Margt var á huldu um raun- veruleg viðhorf Hu Jintaos þegar hann varð forseti Kína, seg- ir í grein Kristjáns Jónssonar. En nú bendir margt til þess að nýi leiðtoginn sé meiri harðlínumaður en fyrirrennarar hans, Jiang Zemin og Deng Xiaoping. ’Óskhyggjan virðisthafa blindað þá sem töldu að kínverskir kommúnistar væru áfjáðir í að saga í sund- ur greinina sem þeir sitja á, sjálft flokks- einræðið. ‘ kjon@mbl.is Hu Jintao, forseti Kína.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.