Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 19.01.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. JANÚAR 2005 35 DAGBÓK Reykjavíkurmótið. Norður ♠KD8 ♥K642 N/AV ♦ÁK963 ♣4 Vestur Austur ♠G54 ♠9 ♥G987 ♥D103 ♦1054 ♦82 ♣K95 ♣ÁD87632 Suður ♠Á107632 ♥Á5 ♦DG7 ♣G10 Nú er lokið 11 umferðum af 17 í Reykjavíkurmótinu og leiðir sveit Garða & véla ehf. með 215 stig (19,55 að meðaltali). Í næstu sætum eru Ferðaskrifstofa Vesturlands (210), Eykt (204) og Grant Thornton (202). Tvær umferðir verða spilaðar í kvöld, þriðjudagskvöld, en mótinu lýkur á laugardaginn með fjórum umferðum. Spilið að ofan kom upp í 8. umferð. Slemma er góð í NS, en ekki auðsögð eftir opnun norðurs á Standard-tígli og svar suðurs á einum spaða. Norður á enga réttlýsandi sögn, en möguleik- arnir eru tveir tíglar, tveir spaðar, þrír spaðar og tvö hjörtu. Hér gefst það vel að yfirmelda spilin svolítið og segja tvö hjörtu (vending) til að sýna 5–4 í tígli og hjarta og sterk spil. Við því myndi suður segja tvo spaða og norður fjóra spaða. Þá er suður í góðri stöðu til að halda áfram, því hann veit um sterk spil hjá opnara og stutt lauf. Slemman náðist á 9 borðum af 18, reyndar oftast eftir að austur kom inn á laufsögn. Þetta er eitt afbrigðið: Vestur Norður Austur Suður – 1 tígull 2 lauf 2 spaðar 3 lauf 4 lauf Pass 4 hjörtu Pass 4 grönd Pass 5 hjörtu Pass 6 spaðar Allir pass BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 c5 4. e3 d5 5. Be2 Rc6 6. O-O cxd4 7. Rxd4 Bd6 8. Rc3 O-O 9. Rxc6 bxc6 10. b3 De7 11. Bb2 Hd8 12. cxd5 exd5 13. Bf3 Bf5 14. Hc1 Hac8 15. g3 Be5 16. De2 Bh3 17. Hfd1 De6 18. Ra4 Bxb2 19. Rxb2 Df5 20. Rd3 h5 21. Rf4 Bg4 22. Bxg4 hxg4 23. h3 gxh3 24. Df1 h2+ 25. Kxh2 g5 26. Rd3 Kg7 27. f3 Hh8+ 28. Kg2 Hh6 29. g4 Staðan kom upp í Rilton Cup, al- þjóðlegu skákmóti, sem lauk fyrir skömmu í Stokkhólmi. Bandaríski stórmeistarinn, Nick DeFirmian (2550) hafði svart gegn Håkan Hans- son (2137). 29... Rxg4! 30. fxg4 Dxg4+ 31. Kf2 Hh2+ 32. Ke1 He8! Hvítur er nú varnarlaus gagnvart hótun svarts að drepa e3-peðið. 33. Rf2 Hxe3+ 34. Kd2 Hf3 35. Ke1 Hfxf2 36. Dxf2 De4+ 37. Kf1 Hh1+ 38. Dg1 Df3+ og hvítur gafst upp. Lokastaða efstu manna varð þessi: 1.–3. Sergei Volkov (2628), Ev- geny Gleizerov (2539) og Emanuel Berg (2529) 7 vinninga af 9 mögu- legum. 4.–11. Sergey Ivanov (2553), Igor Khenkin (2587), Nick DeFirmian (2550), Pia Cramling (2477), Jacob Aagaard (2431), Mikhail Ulibin (2556), Tomi Nybäck (2554) og Erik Hedman (2320) 6½ v. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. menntahópur kl. 20. Gestur kvöldsins Silja Aðalsteinsdóttir. Allir velkoimnir. S.568-3132. Korpúlfar Grafarvogi | Pútt á Korp- úlfsstöðum á morgun, fimmtudag kl. 10. Norðurbrún 1, | Kl. 9 opin vinnustofa, kl. 14 félagsvist, kaffi, verðlaun. SÁÁ félagsstarf | Félagsvist og dans verður í húsi IOGT Stangarhyl 4, laug- ardaginn 22. janúar. Félagsvistin hefst kl. 20 og dans að henni lokinni. Eftir sex spilakvöld verður dreginn út að- alvinningur sem eru tveir, flugferð fyr- ir tvo til London eða Kaupmannahafn- ar. Sjálfsbjörg félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Félagsvist í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.15–16 myndmennt, kl. 10–12 sund (Hrafnistulaug), kl. 10.15–11.45 spænska, kl. 11.45–12.45 hádegisverður, kl 12.15–14 versl- unarferð í Bónus, Holtagörðum, kl 13– 14 spurt og spjallað, kl. 13–16 tréskurð- ur, kl 14.30–15.45 kaffiveitingar. Þorra- blót verður haldið föstudaginn 11. febrúar. Nánar auglýst síðar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.45, bókband, handmennt og hár- greiðsla kl. 9, morgunstund kl. 10, kór- æfing kl. 13. Það vantar fleiri félaga í kórinn, allir velkomnir. Kirkjustarf Akureyrarkirkja | Mömmumorgunn kl. 10–12. – Kirkjuprakkarar kl. 15.30– 16.30. Árbæjarkirkja | Kyrrðar og bæna- stund kl. 12. Fyrirbænir, hugleiðing og tónlist. Hádegishressing á eftir. Áskirkja | Hreyfing og bæn kl. 11–11.50. Félagsstarf Aflagrandi 40 | Leikfimi kl. 9, postu- línsmálning kl. 9 og kl. 13 bókaormar leshringurinn er kl.13.30 vinnustofan opin alla daga. Allir velkomnir. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, hárgreiðsla, böðun, glerlist, spil- að bridge/vist, fótaaðgerð. Dalbraut 18 – 20 | Kl. 9–11 kaffi og blöðin, kl. 9–14 baðþjónusta, kl. 9– 16.45 hárgreiðslustofan opin, kl. 11.15– 12.15 matur, kl. 14.40 ferð í Bónus, kl. 14.30–15.30 kaffi. FEBÁ, Álftanesi | Haukshús, miðviku- dagur 19. janúar, kl.13–16, handverks- dagur, Vilborg leiðbeinir. Bjarni á Jörfa kemur og spilar á nikkuna. Björgvin Már veitir tilsögn í bridge. Kaffiveit- ingar. Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé- lagsvist spiluð í dag kl 13 í Gjábakka. Félag eldri borgara, Reykjavík | Söngvaka kl. 14 undirleik annast Sig- urður Jónsson Söngfélag FEB kóræf- ing kl.17. Félag kennara á eftirlaunum | Tölvu- starfið í Ármúlaskóla kl. 16.20 í stofu V24. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Les- hópurinn í Gullsmára gengst fyrir viku- legum les- og spjallfundum um Lax- dælu undir stjórn Arngríms Ísbergs kennara. Þessir spjallfundir verða á miðvikudögum kl 16 í Gullsmára, fyrsti fundurinn er í dag. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11. Í Garðabergi er handavinnuhorn og spilað bridge kl. 13, vöfflukaffi kl. 14.30. Hrafnkell Helgason er með fyr- irlestur í Garðabergi kl. 16. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 8.45 sund og leikfimiæfingar í Breiðholts- laug, kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, m.a. tréútskurður, almenn handavinna og fl. kl. 10.30 gamlir leikir og dansar, frá hádegi spilasalur opinn, kl. 14.30 kóræfing.S. 575-7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 almenn handa- vinna, bútasaumur, útskurður, hár- greiðsla, kl. 10 fótaaðgerð, kl. 11 banki, kl. 12 hádegismatur, kl. 13 bridge, kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa kl. 9–15 klippimyndir, keramik o.fl, jóga kl. 9–12. Samverustund kl. 10.30. Op- inn fundur áhugafólks um bridge kl. 14, myndlist kl. 15–18. Böðun virka daga fyrir hádegi. Fótaaðgerðir–hársnyrt- ing. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er op- ið öllum. Betri stofa og Listasmiðja kl. 9–16. Postulínsmálun og frjálst. Fóta- aðgerðarstofa s. 897-9801. Bók- Breiðholtskirkja | Kyrrðarstund kl. 12. Tónlist–altarisganga–fyrirbænir. Létt- ur málsverður eftir stundina. Kirkju- prakkarar, 7–9 ára kl. 16.30. TTT , 10– 12 ára kl. 17.30. Æskulýðsfélag KFUM&K og kirkjunnar kl. 20. Bústaðakirkja | Starf aldraðra í Bú- staðakirkju! Samverur okkar eru á miðvikudögum frá kl. 13. Við spilum, föndrum og erum með handavinnu. Gestur okkar í dag er Gunnar Þorláks- son, framkvstj Skálatúns. Öllum er vel- komið að taka þátt í þessu starfi. www.kirkja.is. Digraneskirkja | Barnastarf 6–9 ára kl 17.15 –18 á neðri hæð www.digra- neskirkja.is Dómkirkjan | Alla miðvikudaga er bænastund í Dómkirkjunni kl. 12.10– 12.30. Léttur hádegisverður á kirkju- loftinu á eftir. Allir velkomnir. Garðasókn | Foreldramorgnar hvern miðvikudag kl. 10 til 12.30. Fyrirlestur mánaðarlega. Gott tækifæri fyrir mömmur og börn að hittast og kynn- ast Allir velkomnir, pabbar og mömmur, afar og ömmur. Alltaf heitt á könnuni. Grafarvogskirkja | Kyrrðarstund í há- degi kl. 12. Altarisganga og fyrirbænir. Boðið er upp á léttan hádegisverð á vægu verði að lokinni stundinni. Prest- ar safnaðarins þjóna fyrir altari, org- elleikari Hörður Bragason Allir vel- komnir. Grensáskirkja | Samverur eldri borg- ara í Grensáskirkju hefjast á ný eftir jólaleyfi miðvikudaginn 19. janúar kl. 14. Biblíulestur og léttar veitingar á vegum kvenfélags Grensássóknar. Hallgrímskirkja | Morgunmessur alla miðvikudagsmorgna kl. 8 árdegis. Hugleiðing, altarisganga. Einfaldur morgunverður í safnaðarsal eftir stundina. Hjallakirkja | Fjölskyldumorgnar eru á miðvikudögum kl. 10–12. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Fjöl- skyldusamveran (opin öllum) hefst kl. 18. með léttri máltíð á vægu verði. Kl. 19 er Biblíulestur fyrir alla fjölskyld- una. Barna- og unglingastarfið er fyrir 1–2 ára, 3–4 ára, 5–7 ára, 8–9 ára, 10– 12 ára og 13–17 ára. Allir velkomnir. Kapella Fríkirkjunnar í Reykjavík | Vikulegar bæna- og kyrrðarstundir Frí- kirkjunnar í Reykjavík eru haldnar í Kapellu safnaðarins í Safnaðarheim- ilinu kl. 12.15 í hádeginu á mið- vikudögum. Léttar veitingar í lok sam- veru. Allir velkomnir. Kálfatjarnarkirkja | Alfa-námskeið er um grundvallaratriði kristinnar trúar. Þau eru haldin í þæginlegu umhverfi á mannamáli. Miðvikudaga kl. 19–22 í Kálfatjarnarkirkju frá 19. janúar til 23. mars. Keflavíkurkirkja | Kirkjan opnuð kl. 12. Kyrrðar- og fyrirbænastund í kirkjunni kl. 12.10. Samverustund í Kirkjulundi kl. 12.25, súpa, salat og brauð á vægu verði. Allir aldurshópar. Umsjón Sigfús Baldvin Ingvason. Kristniboðssalurinn | Samkoma í Kristniboðssalnum kl. 20. „Rækta innri mann“ Lúk 11,37–53. Ræðumað- ur: Haraldur Jóhannsson. Kristniboð á öldum ljósvakans efni í umsjón Friðriks Z. Hilmarssonar. Kaffiveitingar eftir samkomuna. Allir velkomnir. Langholtskirkja | Kl. 12.10 hádeg- isbænagjörð með orgelleik – fyr- irbænir. Kl. 12.30 súpa og brauð (kr. 300). Starf eldri borgara kl. 13– 16. Fjölbreytt dagskrá. Leitið upplýsinga í síma 520 1300. Langholtskirkja | Kl. 19.30–20.15 bibl- íulestur í safnaðarheimilinu í umsjón sr. Jóns Helga Þórarinssonar. Allir vel- komnir. Markúsarguðspjall lesið. Laugarneskirkja | Kl. 10 Mömmu- morgunn. Allar mömmur og ömmur velkomnar með börnin sín. Kl. 10.30 Gönguhópurinn Sólarmegin leggur af stað frá kirkjudyrum alla miðvikudags- morgna. Kl. 14.10–15.30 Kirkjuprakk- arar. (1.–4. bekkur). Kl. 19, Fermingar– Alfa. Kl. 20.30 Unglingakvöld Laug- arneskirkju. Neskirkja | Foreldramorgnar kl. 10. Kaffi og spjall. Umsjón Elínborg Lár- usdóttir. Fyrirbænamessa kl. 12.15. Prestur dr. Sigurður Árni Þórðarson. 7 ára starf kl. 14.30. Uppl. í síma 511 1560. Umsjón Guðmunda og Elsa. Kór Neskirkju, æfing kl. 19. Stjórnandi Steingrímur Þórhallsson. Uppl. í 896 8192. Staður og stund http://www.mbl.is/sos Knappstaðakirkja, Fljótum. Fréttasíminn 904 1100 ÍSLENSK samtímalist væri fátæk- ari ef Heimis Björgúlfssonar nyti ekki við en nálgun hans, framsetning og hugmyndafræði eru skemmtileg blanda af íslenskum og evrópskum hugsunarhætti eins og hann sjálfur leggur áherslu á. Ég treysti mér þó varla til að greina nákvæmlega þarna á milli – e.t.v. einkennist nálg- un íslenskra myndlistarmanna stundum af persónulegu viðmiði á meðan evrópskir starfsbræður forð- ast frekar hið persónulega sjón- arhorn og leitast við að sjá hlutina í stærra samhengi? Hér eru auðvitað yfirborðskenndir sleggjudómar á ferð rétt eins og í myndinni How do you like Iceland? sem við sáum um daginn. En eitthvað verður til þess að kveikja svona hugmyndir, hvort sem þær eiga rétt á sér eður ei. Að hætti ímyndaðs evrópsks lista- manns fletti ég upp á álku í fuglavís- inum – íslenskur starfsbróðir hefði etv. leitað í söguna af því þegar álk- an skeit á hattinn hans afa í sunnu- dagsgöngutúrnum við Reykjanes- vita 1967? Fuglavísirinn hefur ýmislegt að segja um álkuna. Hún er t.a.m. skyld geirfuglinum sem dó út 1844, ófleygur. Enn fremur eru stærstu álkubyggðir heims undir Látrabjargi. Að öðru leyti er álkan flottur og félagslyndur fugl, hrað- fleygur og sundléttur en á erfitt um gang. Hún étur sjálfsagt einhver síli og þvílíkt en tæpast finnur hún á Ís- landi bjöllu líka þeirri sem upp- stoppaða álkan hefur í gogginum í Galleríi Kling og Bang þar sem hún trónir á stöpli í miðbiki sýningar Heimis. Heimir hefur ennfremur gefið fuglaáráttu sinni lausan taum- inn og veggfóðrað galleríið með fuglamyndum sem að öllum lík- indum sýna íslenska fugla, þori þó ekki að fara með það. Ljós- myndaklippimyndir af skógi prýða bakherbergi en hér notar Heimir sömu aðferð og Hrafnkell Sigurðs- son gerði á ljósmyndaseríum af landslagi, steinum og hrauni fyrir allnokkrum árum. Útkoman skapar eilítið ruglandi en áferðarfallegt yf- irborð. Myndband í kjallara sýnir loks dularfulla togstreitu hvað varð- ar afstöðu listamannsins til náttúr- unnar og verður hér hver að túlka fyrir sig. Heimi hefur enn tekist að skapa mátulega dularfulla sýningu þar sem ekkert er gefið en annað gefið í skyn, þar sem húmor og al- vara spila vel saman. Hann er tví- mælalaust í hópi áhugaverðari lista- manna af sinni kynslóð og list hans fangar tíðarandann áreynslulaust. Miðlungsstór svartfugl MYNDLIST Gallerí Kling og Bang Til 30. janúar. Kling og Bang er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Alca Torda vs. Rest, blönduð tækni, Heimir Björgúlfsson Ragna Sigurðardóttir „Heimi hefur enn tekist að skapa mátulega dularfulla sýningu.“ Morgunblaðið/Eggert STEINN Erlingsson baritonsöngv- ari tekur lagið á hádegistónleikum Tónlistarskóla Garðabæjar á morg- un við píanóundirleik Agnesar Löve, skólastjóra Tón- listarskólans. Munu þau flytja verk eftir íslensk tónskáld, þeirra á meðal Sigvalda Kaldalóns, Árna Thorsteins, Jón Ásgeirsson o.fl. Steinn er Suð- urnesjamaður, ættaður úr Garð- inum. Hann hóf söngnám við Tón- listarskóla Keflavíkur hjá Demetz, þá orðinn 39 ára gamall. Síðar stundaði hann nám við Tónlistar- skóla Garðabæjar hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur og lauk þaðan söngvaraprófi vorið 1985. Fram- haldsnám í söng stundaði hann í eitt ár í University of Tuscon AZ. hjá Prófessor Charls Roe. Steinn hefur sungið lengi sem ein- söngvari og félagi með Karlakór Keflavíkur og kirkjukórum á Suð- urnesjum. Þá gaf hann út hljómplöt- una „Ó bjarta nótt“ árið 1996. Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 12.15 og standa í u.þ.b. hálftíma. Aðgangur er ókeypis. Það eru fyrr- um nemendur skólans og kennarar sem koma fram á hádegistónleik- unum sem eru haldnir í tilefni af 40 ára starfsafmæli tónlistarskólans. Hádegistónleik- ar í Garðabæ Steinn Erlingsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.