Morgunblaðið - 25.01.2005, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍSLENSK myndlistarkona, Hanna Ólafs-
dóttir, sem búsett er í Danmörku, mynd-
skreytir nýja handbók um þroskaferil
barna, 0–10 ára, sem LEGO-leikfangafyr-
irtækið sendir frá sér um næstu mán-
aðamót. Vinna við bókina sjálfa, sem skrif-
uð er af breskum barnasálfræðingi, hefur
staðið í nokkur ár, en Hanna var kölluð til
starfans seint á síðasta ári og beðin að
myndskreyta hana.
Alls eru fimmtán myndir eftir hana í bók-
inni auk þess sem hún aðstoðaði við hönnun
bókarinnar, þ.m.t. bókarkápu.
Voru komnir langt frá
upphaflegu hugmyndinni
Að sögn Hönnu hafði LEGO haft uppi
áform í nokkurn tíma um að gefa út hand-
bók fyrir starfsmenn sína sem nýtast myndi
við þróun barnaleikfanga.
Verkið sé mjög viðamikið, bókin um 250
blaðsíður, og á seinni stigum hafi verið
ákveðið að selja það öðrum fyrirtækjum,
s.s. IKEA, Pampers og fleiri aðilum sem
þróa vörur handa börnum. Bókin verður
kynnt í næsta mánuði á LEGO-ráðstefnu í
London og í kjölfarið verður henni dreift til
starfsmanna fyrirtækisins um allan heim og
síðan sett í almenna sölu. „Þetta er mikil
viðurkenning fyrir mig að þeir skyldu velja
mig til að sjá um allar myndskreytingar,“
segir Hanna, en þetta er í fyrsta sinn sem
LEGO ræðst í verkefni af þessu tagi. Bók-
inni er skipt upp eftir þroskastigum barna
og hvað örvar þau og vekur áhuga þeirra
hverju sinni. „LEGO hefur verið komið svo-
lítið langt frá sinni upphaflegu hugmynd
um þróun barnaleikfanga. Þeir eru núna að
fara til baka og spyrja hver var upphaflega
ástæðan fyrir því að við fórum að gera
LEGO?“
Búsett í Danmörku í níu ár
Hanna hefur búið í Danmörku sl. níu ár,
fyrst við nám, en hefur undanfarin fimm ár
haft atvinnu af myndlistinni eingöngu.
„Það er frábært að takast á við þetta og
líka sem myndlistarmaður. Núna eftir á,
þegar ég er að mála, skjóta hugmyndir upp
kollinum í málverkum sem eru eiginlega
tengdar LEGO-verkefninu, sem er frekar
skemmtilegt.“
Að sögn Hönnu settu forsvarsmenn LEGO
sig í samband við hana. Þeir höfðu ákveðið
að hafa ljósmyndir í bókinni en vildu bæta
við myndskreytingum sem myndu ýta við
ímyndunarafli lesenda. „Þeir voru að skoða
póstkort frá ýmsum listamönnum og duttu
niður á verk eftir mig og þannig var haft
samband við mig,“ segir Hanna, sem hafði
mjög frjálsar hendur við vinnu sína og sótti
m.a. innblástur til barnanna sinna.
Myndskreytir stóra bók frá LEGO
Ein af myndum Hönnu sem prýða bókina.Hanna ásamt yngsta syni sínum, Tindi Snæ.
LANDSVIRKJUN hefur óskað eft-
ir tilboðum í rannsókn á rústum á
Hálsi við Jökulsá á Brú sunnan
Kárahnjúka. Sjálft útboðið fer fram
1. mars næstkomandi. Rústirnar
munu fara í kaf þegar Hálslón
myndast.
Páll Pálsson frá Aðalbóli fann
rústirnar við smalamennsku haustið
2003 og er með kenningu um að
þarna sé fundið svonefnt Reykjasel,
sem kemur við sögu í Hrafnkels
sögu Freysgoða. Segir þar af smal-
anum Einari sem reið í óleyfi hesti
Hrafnkels, honum Freyfaxa, og kom
í þetta sel í leit að týndum sauðum.
Gert er ráð fyrir að vettvangs-
rannsókn hefjist í sumar og að henni
ljúki í haust, en verkefninu á að vera
lokið að fullu haustið 2006.
Að því er fram kemur á vef
Landsvirkjunar felur verkið í sér
rannsókn með uppgreftri á tveimur
samliggjandi rústum, forvörslu forn-
gripa sem finnast, töku og greiningu
sýna, ásamt greinargerð og skýrslu
um rannsóknina.
Að sögn Sigurðar Arnalds hjá
Landsvirkjun benda forrannsóknir á
öskulagi þarna til þess að rústirnar
séu a.m.k. eldri en frá árinu 1262 og
hugsanlega eldri en frá 1150.
Landsvirkjun býður út rannsókn á rústum við Kárahnjúka
Sel frá
dögum
Hrafnkels
Freysgoða?
Morgunblaðið/ÞÖK
Páll Pálsson á Aðalbóli við rústirnar sem hann fann við Jöklu.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness
dæmdi í gær rúmlega tvítugan
mann í hálfs árs fangelsi fyrir fíkni-
efna- og umferðarlagabrot.
Í dómi segir að við ákvörðun
refsingar verði að líta til þess að
auk hass og amfetamíns, maríjúana
og kókaíns hafði ákærði töluvert
magn af E-töflum sem hann hafði
til sölu. Um sérstaklega saknæma
og hættulega háttsemi hafi verið að
ræða og taka bæri hart á þeim að-
ilum sem gerðust sekir um dreif-
ingu og sölu hættulegra fíkniefna.
Sérstaklega í ljósi þess að öðrum
ungmennum stafaði ógn af þeim.
Dómurinn segir að hins vegar
leiðist ungmenni sem ánetjast fíkni-
efnum oft út í vítahring við fjár-
mögnun á eigin neyslu og leiðist þá
sjálf út í sölu á fíkniefnum til þess
að geta fjármagnað eigin neyslu.
Sú hafi verið raunin í þessu máli. Í
ljósi alvarleika brotsins og að mað-
urinn, sem fæddur er 1981, hafi
ætlaði að selja hættuleg fíkniefni í
ágóðaskyni væri hæfileg refsing
hans hálfs árs fangelsi
Nokkrum sinnum hafði lögregla
afskipti af manninum í september,
október og nóvember sl. Hafði
hann þá samtals um 550 grömm af
hassi í fórum sínum, 50 E-töflur,
rúm 13 grömm af amfetamíni, á
annað gramm af kókaíni og rúm 3
grömm af maríjúana. Ólöf Péturs-
dóttir dómstjóri dæmdi málið. Verj-
andi var Hilmar Ingimundarson
hrl. og sækjandi Karl Vilbergsson
fulltrúi sýslumannsins í Kópavogi.
Hálfs árs
fangelsi fyrir
fíkniefnabrot
ÍSLAND er í fimmta sæti á lista yfir
hvernig ríki heims standa sig varð-
andi sjálfbæra þróun, samkvæmt nið-
urstöðum alþjóðlegs rannsóknar-
verkefnis sem nefnist Environmental
Sustainability Index (ESI). Þetta
kemur fram í frétt sem birtist í The
New York Times í gær. Löndin fjögur
sem lenda ofar en Ísland á listanum
eru Finnland, Noregur, Úrúgvæ og
Svíþjóð, en í sjötta til tíunda sæti
listans lenda Kanada, Sviss, Gyana,
Argentína og Austurríki. Í greininni
kemur fram að það eru lönd í Norður-
og Mið-Evrópu ásamt Suður-Amer-
íku sem lenda í efstu sætum listans af
þeim 146 löndum sem á honum eru,
en botnsæti listans verma lönd á borð
við Norður-Kóreu, Haítí, Taívan, Írak
og Kúveit.
Listinn er unnin af vísindamönnum
í Yale- og Columbia-háskólunum í
Bandaríkjunum í samvinnu við stofn-
unina World Economic Forum, og er
hann birtur í tengslum við fund stofn-
unarinnar í Sviss síðar í vikunni. Er
þetta í annað sinn sem slíkur listi er
unninn fyrir stofnunina, fyrra skiptið
var árið 2002, en þá lenti Ísland í 8.
sæti. Löndin á listanum eru metin út
frá 75 aðskildum mæliþáttum, þeirra
á meðal er árangur landanna við að
viðhalda eða bæta loft- og vatnsgæði,
hlutfall barna sem deyja úr öndunar-
færasjúkdómum, fólksfjölgun, of-
veiði, losun gróðurhúsalofttegunda og
brennisteinstvíildi sem á þátt í svo-
nefndu súru regni og samvinna landa
við önnur lönd um umhverfisvernd-
armál.
Aðstandendur ESI taka fram að
enn sem komið er sé listinn ekki ná-
kvæmur vegna skorts á upplýsingum
á ýmsum sviðum en engu að síður
veiti hann nokkra vísbendingu um
hvernig löndin standa sig þangað þar
til betri og öflugri tæki finnast til þess
að mæla frammistöðu þjóða á þessu
sviði.
Ánægjuleg staðfesting
„Það er mjög ánægjulegt að fá
þarna staðfestingu á því að við stönd-
um mjög vel og það hvetur okkur svo
sannarlega til að gera enn betur,“
segir Sigríður Anna Þórðardóttir,
umhverfisráðherra, þegar Morgun-
blaðið leitaði viðbragða hennar.
„Þessi niðurstaða sýnir í raun góða
stöðu okkar hvað þessi mál snertir.
En við erum t.d. sú þjóð í heiminum
sem hefur besta stöðu hvað orkunotk-
un varðar því 70% af allri okkar orku
er endurnýjanleg orka,“ segir Sigríð-
ur Anna og bendir á að íslensk stjórn-
völd hafi auk þess markað sér skýra
stefnu hvað varðar sjálfbæra þróun
og vísar hún þar m.a. til skýrslunnar
Velferð til framtíðar sem birt var
2002. Að sögn Sigríðar Önnu á nú í
vetur að fara yfir stefnu mála og end-
urskoða skýrsluna, en sjálfbær þróun
verður aðalefni umhverfisþings sem
haldið verður í október nk. Þar munu
koma saman fulltrúar stjórnvalda,
ríkis og sveitarfélaga, atvinnulífs, um-
hverfisverndarsamtaka og annarra
félagasamtaka auk almennings.
Segir ekkert um hvernig til
hefur tekist með náttúruvernd
„Sjálfbær þróun byggist á þremur
stoðum, þ.e. umhverfisvernd, fé-
lagslegri velferð og efnahagslegri
þróun sem bitni þó ekki á umhverfinu.
Hvað varðar efnahagslega þróun og
félagslega velferð þá stöndum við Ís-
lendingar afar framarlega, enda ein af
ríkustu þjóðum heims, en það segir í
sjálfu sér ekkert um hvað okkur hefur
tekist vel í umhverfismálum eða nátt-
úruvernd,“ segir Árni Finnsson, for-
maður Náttúruverndarsamtaka Ís-
lands. „Íslensk stjórnvöld eru t.d. að
ganga á auðlindir okkar á hálendi Ís-
lands án þess að blikna og hafa enn
ekki sett sér nein skýr markmið um
verndun hálendis Íslands sem er okk-
ar auðlegð,“ segir Árni og veltir fyrir
sér hvort verndun óspilltrar náttúru
hafi verið meðal þeirra 75 mæliþátta
sem tekið var tillit til í fyrrnefndri
rannsókn.
„Ég held að við megum einnig taka
okkur töluvert á t.d. varðandi útblást-
ur gróðurhúsalofttegunda, en það
gildir reyndar um flest iðnríkin,“ seg-
ir Árni og nefnir að í lok skuldbind-
ingartímabils Kyoto-samningsins ár-
ið 2012 sé gert ráð fyrir að losun á
hvern Íslending verði 11,6 tonn, að
stóriðjulosun frátalinni. „Það segir
eitthvað um okkar „sjálfbæra lífsstíl“
að við erum að menga gríðarlega mik-
ið þrátt fyrir alla þá hreinu orku sem
við höfum aðgang að,“ segir Árni og
bendir á að 98% húshitunarorku Ís-
lendinga sé frá vatnsorku eða jarð-
varma. „Það þarf því að draga úr los-
un frá fiskveiðum og samgöngu-
geiranum.“
Ísland talið framarlega á
sviði sjálfbærrar þróunar
!"
##
!
"
##
$%
&
#&'
!"#$%&
'
!"
(
")
*
+!,*-
'
.
,
/012 /
3455
(