Morgunblaðið - 25.01.2005, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 25.01.2005, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR niður þó um launatekjur sé að ræða annars stað- ar frá. Halldór sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar ákvörðun var tekin um að taka upp eft- irlaunamálið á sínum tíma hefði verið um það fullt samkomulag milli formanna allra stjórn- málaflokkanna að fara fram með málið. Hug- myndin hefði verið sú að gera þeim sem hefðu gegnt stjórnmálastörfum lengi auðveldara um vik að láta af störfum, en hugmyndin hafi alls ekki verið sú að bæta kjör þeirra sem færu úr HALLDÓR Ásgrímsson, forsætisráðherra, seg- ir að skoða verði eftirlaunamál fyrrum ráðherra á nýjan leik og breyta núgildandi reglum í þeim efnum. Hann segist munu beita sér fyrir að það verði gert. Fram hefur komið að sjö fyrrum ráðherrar sóttu um eftirlaun úr ríkissjóði á síðasta ári. Hluti þeirra átti rétt sökum aldurs samkvæmt eldri lögum, en hinir öðluðust réttinn með nýjum lögum sem sett voru í árslok 2003 og tóku gildi í ársbyrjun 2004. Eftirlaunarétturinn fellur ekki stjórnmálastörfum og væru í föstum störfum hjá hinu opinbera. Halldór sagði að breytingarnar sem gerðar hefðu verið á eftirlaunamálum ráðherra með nýju lögunum hefðu haft það í för með sér að eft- irlaunaaldurinn hefði færst niður fyrir 65 ár sem hefði gilt samkvæmt eldri lögum. Það atriði hefði hins vegar ekki verið til umfjöllunar, en þetta gæfi tilefni til þess að farið yrði yfir málið á nýj- an leik og lögunum breytt að þessu leytinu til og hann muni beita sér fyrir því að það verði gert. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um eftirlaunamál ráðherra Mun beita sér fyrir breyt- ingum á núgildandi reglum FORNLEIFARANNSÓKNIR hér á landi sumarið 2004 verða til umræðu á ráðstefnu í Þjóðminjasafninu laugar- daginn 29. janúar næstkomandi. Félag íslenskra fornleifafræðinga stendur að ráðstefnunni. Fornleifauppgröftur var stundaður óvenju víða um landið sumarið 2004. Þar munar mest um framlag Kristnihá- tíðarsjóðs, sem stofnaður var til að minnast þess að þúsund ár voru liðin frá því að kristinn siður var lögtekinn hér á landi. Einnig hafa Fornleifasjóð- ur, sveitarfélög, byggðasöfn og Rannís lagt verkefnum á sviði fornleifafræði lið. Ragnheiður Traustadóttir, fornleifa- fræðingur og stjórnandi Hólarannsókn- arinnar, segir að stærstu rannsóknirnar hér á landi síðastliðið sumar hafi verið stundaðar á Hólum í Hjaltadal, að Gás- um í Eyjafirði, í Skálholti, á Skriðu- klaustri og á Þingvöllum. Á ráðstefn- unni verður gerð grein fyrir þessum rannsóknum og ýmsum smærri rann- sóknum. Fjallkona í 600 metra hæð Óvæntasti fornleifafundur síðasta árs telur Ragnheiður að hafi verið þegar „fjallkonan“ fannst í 600 metra hæð í stórgrýtisurð skammt frá fornri gönguleið á Vestdalsheiði, um 10-15 kílómetra frá Seyðisfirði. Sá fundur jók mjög fjölda skartgripa sem hér hafa fundist frá víkingatíma og höfðu gripirnir varðveist einkar vel á þess- um stað. Sigurður Bergsteinsson, fornleifa- fræðingur hjá Fornleifavernd ríkisins, mun greina í fyrsta sinn opinberlega frá rannsókn á þessum fornleifafundi á ráðstefnunni næstkomandi laugar- dag. Fornleifarann- sóknir síðasta sumars kynntar Fjallkon- an á Vest- dalsheiði kom mest á óvart ÚTFÖR Gunnars Friðrikssonar, fyrrverandi forseta Slysavarna- félags Íslands, var gerð frá Dóm- kirkjunni í Reykjavík í gær, að viðstöddu fjölmenni. Séra Sig- urður Jónsson í Odda jarðsöng. Barnabörn Gunnars báru kistu hans úr kirkju. Þau voru: Gunnar Friðriksson yngri, Gunnar Freyr Rúnarsson, Sigurður Narfi Rún- arsson, Unnur Friðriksdóttir, Mar- grét Sæmundsdóttir, Kristján Unnar Kristjánsson, Jón Sæ- mundsson og Gunnar Heimir Kristjánsson. Morgunblaðið/Jim Smart Útför Gunnars Friðrikssonar DAGUR Kári Pétursson, kvikmyndagerðar- og tónlistarmaður, hlaut íslensku bjartsýnisverð- launin 2004. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands og verndari verðlaunanna, afhenti Degi verðlaunin við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni, listasafni Kópavogs, í gær. Dagur Kári hlaut verðlaunagrip úr íslensku áli auk 500 þúsund kr. verðlaunafé. „Þetta eru ótrúlega skemmtileg verðlaun að fá. Þau er bæði eitthvað svo dularfull og svo bjart yfir þeim,“ segir Dagur Kári og bætir því við að verðlaunin hafi komið honum mjög á óvart. „Það er einvalalið í þessari valnefnd sem sér ástæðu til þess að vera bjartsýnt fyrir mína hönd og maður verður bara snortinn yfir því,“ segir Dagur Kári. Dagur sem er fæddur árið 1973 þykir hafa sannað sig sem listamaður þrátt fyrir ungan ald- ur. Hann stundaði nám í kvikmyndaleikstjórn við Den Danske Filmskole frá 1995–1999. „Verk Dags Kára hafa vakið mikla athygli. Útskrift- arverkefni hans Lost Weekend sópaði til sín við- urkenningum og Nói Albínói hefur vakið athygli um allan heim. Dagur Kári er nú að ljúka við gerð myndarinnar Voksne mennesker og er frumsýning á henni áætluð í maí á þessu ári í Danmörku. Auk þess að leggja stund á kvik- myndalist er Dagur Kári afkastamikill tónlist- amaður en hann skipar ásamt Orra Jónssyni tví- menningshljómsveitina Slowblow,“ segir í tilkynningu. Íslensku bjartsýnisverðlaunin eru menning- arverðlaun, sem fyrst voru afhent árið 1981. Al- can á Íslandi hefur verið bakhjarl verðlaunanna frá því að upphafsmaður þeirra, Daninn Peter Bröste, afhenti þau í síðasta sinn árið 1999. Meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin eru margir af fremstu listamönnum þjóðarinnar, m.a. Garðar Cortes, Björk Guðmundsdóttir, Helgi Tómasson, Einar Már Guðmundsson og Sigrún Eðvaldsdóttir. Dagur Kári Pétursson hlaut íslensku bjartsýnisverðlaunin Morgunblaðið/Árni Sæberg Dagur Kári Pétursson, kvikmyndagerðar- og tónlistarmaður, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, við afhendingu íslensku bjartsýnisverðlaunanna í Gerðarsafni í Kópavogi í gær. SÍÐDEGIS á föstudag kærði maður þjófnað á yfirhöfn frá veit- ingahúsi í miðborginni til lögregl- unnar í Reykjavík. Maðurinn sagði um að ræða mjög sérstakan frakka sem væri forngripur, 75 ára gamall. Hann sagði að jakkinn væri síður, með brjóstvasa og áberandi breiðum kraga. Ekki væri þó gott að segja til um verðmæti frakkans þar sem hann væri forngripur. Fornum frakka stolið

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.