Morgunblaðið - 25.01.2005, Page 13

Morgunblaðið - 25.01.2005, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 25. JANÚAR 2005 13 ÚR VERINU Hafnargata 57, Keflavík S. 421 5222 www.icehotels.is E N N E M M / S ÍA / N M 14 8 17 GISTU Á FLUGHÓTELINU Í KEFLAVÍK svo flú getir sofi› lengur á›ur en flú fl‡gur af sta› í fríi›. A›eins 5 mínútna akstur til flugstö›varinnar. Gisting í tveggja manna herbergi kostar a›eins 3.500 kr. á mann og innifali› er stæ›i fyrir bílinn í upphita›ri bílageymslu í allt a› flrjár vikur. GISTING Í TVEGGJA MANNA HERBERGI 3.500 KR. Á MANN MIKIL vinna hefur verið við loðnu- frystingu og frá því í desember hafa verið fryst um 1500 tonn hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar. Þegar svona vinnutörn stendur yfir er unnið er á sólarhring- svöktum og skapast þá gjarnan sér- stök stemming og mikill kraftur er á mannskapnum. Um 170 tonn voru fryst á einum sólarhring í liðinni viku og var þá boðið upp á veislumat á vöktunum, lambalæri og tilheyrandi svo starfs- fólkið var vel haldið. Frystingin hefur gengið mjög vel, að sögn verkstjóra en nýlega var skipað út um 1.000 tonnum af frystri loðnu frá Hraðfrystistöðinni og Þorsteini ÞH og er það ein stærsta útskipun sem hér hefur verið. Fjör á loðnuvöktum Morgunblaðið/Líney Loðnufrysting Hanna Sigfúsdóttir er vön að standa vaktir á vertíðinni. PHILIPPE Darthe- nucq hefur verið ráð- inn framkvæmda- stjóri SIF France, dótturfélags SÍF hf. í Frakklandi. Philippe Darthenucq, sem er 47 ára, hefur starfað hjá mat- vælafyrirtækinu Labeyrie Group frá 1990 en starfaði áður við sölu- og markaðsmál hjá alþjóð- lega fyrirtækinu Colgate-Palm- olive. Hjá Labeyrie hóf Philippe Darthenucq störf sem aðalbók- ari, varð síðar sölustjóri hjá Labeyrie í Frakklandi og loks yfirmaður sölu- og markaðsmála félagsins. Ákveðið hefur verið að Xavier Govare verði forstjóri yfir starf- semi SÍF hf. í Frakklandi og undir hann heyri bæði Labeyrie Group og SIF France. Xavier Govare, sem er 46 ára, gegndi stöðu forstjóra Labeyrie Group þegar SÍF keypti félagið á síð- asta ári. Hann hefur starfað hjá Labeyrie frá árinu 1989 og hefur víðtæka reynslu úr viðskiptalíf- inu. Meðal fyrri starfa má nefna stjórn markaðsmála hjá alþjóð- lega fyrirtækinu CPC International og fram- leiðslustjórn hjá efna- framleiðandanum Ciba Geigy. Roland Wolfrum, sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra SIF France, snýr aftur til sinna fyrri starfa sem framkvæmdastjóri fjármála SIF France. Aðrir fram- kvæmdastjórar hjá SIF France eru: Sigurður Pétursson, fram- kvæmdastjóri kælisviðs, Guð- mundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri frystisviðs og Pascal Roth, framkvæmdastjóri saltfisksviðs. Fjármálastjóri Labeyrie Gro- up er Philippe Perrineau. Hann mun einnig bera höfuðábyrgð á fjármálum SÍF hf. í Frakklandi. Philippe Perrineau, sem er 48 ára, hefur starfað hjá Labeyrie frá árinu 2000. Hann hóf starfs- feril sinn hjá endurskoðunar- félaginu KPMG. Áður en Phil- ippe Perrineau kom til Labeyrie gegndi hann ýmsum störfum hjá alþjóðlega fyrirtækinu Chargill í Frakklandi og víðar. Nýr fram- kvæmdastjóri SIF France AFLI íslenzkra loðnuskipa á vertíðinni er núorðinn 110.000 tonn. Erlend skip hafa landað 6.000 tonnum og því hafa verksmiðjurnar tekið á móti ríflega 116.000 tonnum. Mest af loðnu hefur nú borizt til Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað, 20.500 tonn, samkvæmt upplýsingum frá Samtökum fisk- vinnslustöðva. Eskja á Eskifirði er næst með tæp 20.000 tonn, 16.000 tonn hafa borizt til Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði, HB Grandi á Vopnafirði hefur tekið á móti 13.000 tonn- um og loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði er með 12.800 tonn. Aðrar verksmiðjur eru með minna. Það sem af er árinu hafa skip Eskju land- að yfir 20.000 tonnum af loðnu og hefur afl- anum öllum verið landað hjá Mjöl- og lýs- isvinnslu félagsins á Eskifirði. Jón Kjartansson SU-111 kom um helgina með fullfermi af loðnu og er þá heildarafli skip- anna kominn í 21.500 tonn. Hólmaborg hefur landað um 11.500 tonnum og Jón Kjartans- son rétt tæplega 10.000 tonnum. Eskja á nú eftir af úthlutuðum loðnukvóta sínum um 45.000 tonn, samkvæmt upplýsingum á heimasíðu félagsins. Norsku skipin eru nú komin með um 31.500 tonn samkvæmt tilkynningum þeirra til Landhelgisgæzlunnar. 25 skip mega vera að veiðum hverju sinni og svo er nú auk þess sem nokkur eru innan lögsögunnar og bíða eftir að komast að. Norsku skipin mega nú veiða alls 78.600 tonn og hafa leyfi til að taka allan sinn kvóta fram til 15. febrúar. Skip Eskju með 21.500 tonn af loðnu VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF HAGNAÐUR Sparisjóðs Kópa- vogs (SPK) á árinu 2004 nam 134 milljónum króna eftir skatta. Árið áður nam tap sjóðsins 8 milljónum. Arð- semi eigin fjár eftir skatta var 22,1% í fyrra samanborið við 1,2% neikvæða arð- semi á árinu 2003. Meginskýringin á auknum hagn- aði SPK milli ára er 165 milljóna króna lægra framlag á afskrift- areikning útlána nú en árið áður. Framlagið 2004 var 57 milljónir en 222 milljónir 2003 vegna 114 milljóna króna afskriftar skuldbindinga eins aðila við sparisjóðinn. Hreinar vaxtatekjur SPK jukust um tæp 11% á milli ára og voru 389 milljónir króna. Hreinar rekstrar- tekjur námu 627 milljónum og jukust um rúm 11%. Útlán til viðskiptamanna námu 8,2 milljörðum og jukust um 43%. Inn- lán námu 6,6 milljörðum, sem er 7,5% aukning. Eigið fé nam 734 milljónum í lok ársins 2004 og jókst um rúm 15% á árinu og CAD-eig- infjárhlutfall var 12%. SPK hagnast um 138 milljónir  %++,  %++, "!. /!" . ! /' 0 112  -!    31 4-156  +   HAGNAÐUR Sparisjóðsins í Kefla- vík, SpKef, á árinu 2004 nam 409 milljónum króna samanborið við 604 milljónir árið áður, sem er nær þriðj- ungsminnkun á milli ára. Hreinar vaxtatekjur SpKef jukust um 7% á árinu og námu 770 millj- ónum. Hreinar rekstrartekjur dróg- ust hins vegar saman um 10% í 1.655 milljónir mest vegna talsvert minni gengishagnaðar af annarri fjármála- starfsemi en árið áður. Þar liggur jafnframt skýringin á minni heildar- hagnaði ársins. Innlán SpKef námu í lok ársins 2004 11,8 milljörðum króna og er það aukning um 9% á milli ára. Útlán sjóðsins jukust hins vegar um 28% og námu 20,7 milljörðum. Eiginfjárhlut- fall samkvæmt CAD-reglum er 12,56% en var 14,95% á sama tíma árið áður. Arðsemi eigin fjár var 17,3%. Áætlanir SpKef fyrir árið 2005 gera ekki ráð fyrir eins góðri afkomu og árið 2004 og skýrist það einkum af þeim gengishagnaði sem varð af annarri fjármálastarfsemi árið 2004. Hagnaður SpKef 409 milljónir króna %++, %++, " . !#" . & % 0 112  -  31 7 457  +   LAGT hefur verið lögbann við því að fjórir af fimm fyrrum starfsmönnum SÍF og Iceland Seafood Internation- al ráði sig í þjónustu Seafood Union ehf. eða haldi við slíkri ráðningu, hvort heldur sem launþegar, ráðgjaf- ar, stjórnarmenn eða sjálfstæðir verktakar eða taki á nokkurn annan hátt þátt í starfsemi Seafood Union til 30. júní 2005. Sem kunnugt er sögðu starfsmennirnir upp störfum fyrir áramót og stofnuðu fisksölufyr- irtæki sem ætlað er að fara í beina samkeppni við SÍF og Iceland Sea- food. Sýslumaðurinn í Reykjavík sam- þykkti í gær lögbannskröfu á hendur fjórmenningunum en kröfu um lög- bann á fimmta starfsmanninn var hafnað. Segir í tilkynningu frá SÍF að vegna tæknilegra atriða hafi sýslu- maður ekki talið ráðlegt að leggja lögbann á störf hans. Þeirri niður- stöðu verði vísað til héraðsdóms. Alls sögðu átta starfsmenn SÍF og Iceland Seafood International upp störfum um áramót og hófu sam- keppni við félagið en SÍF krafðist lögbanns á hendur fimm þeirra. Seg- ir í tilkynningu SÍF, að stjórnendur félagsins hafi ítrekað óskað eftir við- ræðum við starfsmennina vegna starfsloka þeirra hjá félaginu en þeir hafi alfarið hafnað þeim óskum. „Reyndu að skaða félagið“ Stjórnendur SÍF og Iceland Sea- food telja þessa niðurstöðu sýslu- manns eðlilega og sanngjarna og hún renni stoðum undir þau sjónarmið að viðkomandi starfsmenn hafi brotið gegn ráðningarsamningum sínum og skuldbindingum með því að hefja samkeppni við félagið. Enn fremur að tímasetning og umgjörð uppsagna þessara starfsmanna hafi verið með þeim hætti að markmiðið hafi verið að reyna að skaða félagið og dóttur- félög þess. Benda þeir jafnframt á að ólíðandi sé að starfsmenn noti tíma sinn í vinnu fyrir félögin til að und- irbúa samkeppni við þau. Kristinn Björnsson, lögmaður Sea- food Union, segir lögbannið vissulega takmarka frelsi þeirra aðila sem það Lögbann lagt á fjóra fyrrum starfsmenn SÍF er lagt á en eftir eigi að reyna á það fyrir dómi hvort um lögmæta aðgerð sé að ræða. Kristinn segir að gerð- arbeiðanda [SÍF] beri að höfða mál innan viku til staðfestingar á lög- banninu. Þá reyni á hvort þessi ákvörðun sýslumanns um lögbann hafi verið lögmæt. Verði hún fundin ólögmæt, þá geti gerðarbeiðandinn orðið bótaskyldur gagnvart þeim að- ilum sem lögbannið hefur verið lagt á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.